Þjóðviljinn - 14.06.1974, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.06.1974, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14. júni 1974 Ný flugleið: AKUREYRI - ISAFJÖRÐUR Siðastliöinn föstudag hóf Flug- félag tslands áætlunarferðir milii Akureyrar og tsafjarðar. Þessar ferðir verða framvegis fiognar tvisvar I viku meö Friendship skrúfuþotum, á mánudögum og föstudögum. Vargurinn fœrir sig upp á skaftið Það er ekki bara að vargin- um af mávaættinni fjölgi si- fellt f þvl gósenlandi sem ná- grenni fiskvinnslustööva er fyrir hann, heldur virðist grimmd hans og áræðni auk- ast I sifellu. Arni G. Pétursson hjá Búnaöarfélagi tslands sagði okkur þá sögu að svart- bakur sá sem verpir I fjalls- hllðum og drögum Borgar- fjarðar hafi I vor sýnt óvenju mikið áræði meöan sauðburð- ur stóð yfir. A tilraunabúinu að Hesti I Borgarfiröi kom upp veiki I gemlingslömbum sem oft er kallað stluskjögur. Þessi sjúkdómur lýsir sér þannig að þegar lömbin koma út, þá stirðna þau, nokkurskonar vöðvalömun, og þau liggja fyrir nokkurn tima eöa skrlða á hnjánum. Vanalega hefur þessum lömbum veriö hætt vegna vargsins, enda eru þau orðin nokkurra daga gömul. En nú brá svo við aö vargurinn réðst á þau miskunnarlaust og drap þau. Og svo gráðugur var hann, að hann hreinlega hreinsaði hverja tætlu af beinagrindinni, þannig að I nær öllum tilfellum var ekki hægt að ná sýnishorni af hræ- inu til að senda til rannsóknar að Keldum, þótt eins fljótt væri brugöiö við og hægt var. Arni sagði að svipaöa sögu væri aö segja viðar um land. Þaö mætti hreinlega ekkert útaf bera viö sauðburðinn svo vargurinn væri ekki kominn I hópum og réðist á lömbin og dræpi þau. —S.dór Flugáætlun er þannig, að frá Reykjavlk er farið kl. 8:00 að morgni og flogiö til Akureyrar. Eftir stutta viðdvöl þar er flogiö til ísafjaröar. Þaöan aftur til Akureyrar og slöan til Reykja- víkur. Gert er ráð fyrir aö flug milli þessara staöa haldi áfram allt áriö, en næsta sumar veröi feröum fjölgaö. Auk farþega- flutninga er gert ráð fyrir veru- legum vöruflutningum á flug- leiðinni milli Isafjaröar og Akur- eyrar. Fyrst um sinn munu þvl flugvélar á þessari flugleiö veröa með 32 sætum, og geta flug- vélarnar þá tekiö allt aö 3000 kg. af vörum I ferö. Fyrsta áætlunarflugferö meö Fokker Friendship skrúfuþotu milli þessara staöa var sem fyrr segir farin slðastliöinn föstudag. Af þvl tilefni bauö Flugfélag Is- lands ritstjórum blaöa á Akur- eyri og Isafirði með I ferðina og slöan til hádegisverðar á hótel KEA á Akureyri. Meðfylgjandi mynd var tekin við komuna til Akureyrar, en á henni eru rit- stjórar frá ísafiröi og Akureyri ásamt stöövarstjórum Flug- félagsinsá sömu stöðum, fram- kvæmdastjóra innanlandsflugs og blaðafulltrúi félagsins. FÉLAGSLÍF Ferðafélagsferðir A föstudagskvöld kl. 20. 1. Þórsmörk. 2. Landmannalaugar—Veiöi- vötn, 3. Skeiðarársandur—Skafta- fell. A sunnudag Njáluslóöir Farmiöasala á skrifstofunni öldugötu 3, simar: 19533 og 11798 Feröafélag tslands. Kvenfélag Kópavogs Fariö veröur I feröalag frá Fé- lagsheimilinu 23. júni klukkan 13:30, klukkan hálf tvö. Farið verður I Hveragerði og nágrenni. Margt að skoða. Miðar veröa seldir uppi á herbergi 22. júni frá klukkan 2 til klukkan 4. Einnig er hægt að panta miða I sima 40315, 41644, 41084 og 40981. Feröanefndin. TEKJUR NORSKRA BÆNDA AUKAST Osló — Samkvæmt upplýsingum norsku hagstofunnar eru meöal- tekjur norskra bænda meiri áriö 1972 en árið á undan. Meöaltekjur bænda voru áriö 1971 405 þús. isl. kr., en eru árið 1972 orönar 442 þúsund Isl. kr. Mestar voru tekjur bænda á Vestfold og voru þær aö meöaltali 270 þús. Isl. kr. hærri en tekjur bænda I Norður-Noregi. 11% bænda hafði áriö 1972 tekiur sem voru lægri en 174 þús . Isl. kr. sjónvarp nœstu viku Sunnudagur 17.00 Endurtekið efni. „Eyja Grims I Norðurhafi”. Kvik- mynd, gerö af Sjónvarpinu, um Grimsey og Grims- eyinga. Áður sýnd 1. janúar 1974. 18.00 Skippi. Ástralskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.25 Sögur af Tuktu. Kana- diskur fræðslumynda- flokkur fyrir börn og ung- linga. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.40 Steinaldartáningarnir. Bandariskur teiknimynda- flokkur. Þýðandi Heba Júliusdóttir. 19.00 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veöur og auglýsingar. 20.25 Veðurfregnir. 20.30 Ávarp forseta tslands, dr. Kristjáns Eldjárns. 20.40 Frá Listahátið. tslensk myndlist i 1100 ár. Ólafur Kvaran, listfræðingur, fjallar um samnefnda sýningu, sem nú stendur á Kjarvalsstöðum. 21.30 Milli fjalls og fjöru. Fyrsta islenska talmyndin, gerö af Lofti Guðmundssyni árið 1948. Meðal leikenda eru Alfreð Andrésson, Anna Guðmundsdóttir, Bryndis Pétursdóttir, Brynjólfur Jóhannesson, Gunnar Eyjólfsson, Inga Þórðar- dóttir, Ingibjörg Steins- dóttir, Jón Leós og Lárus Ingólfsson. Myndin greinir frá ungum kotbóndasyni, sem verður fyrir þvl óláni, að á hann fellur grunur um sauðáþjófnað, en slikur Á sunnudagskvöld veröur I sjónvarpi bresk fræðslumynd um dýrallf og landslag á Suðurskautslandinu. 20.25 Við Suðurskautsins skikkjufald.Bresk fræðslu- mynd um dýralif og lands- lag á Suðurskautslandinu. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. 20.55 Bræöurnir. II. Bresk framhaldsmynd. 2. þáttur. Hjólin snúast. Efni 1. þáttar: Mary Hammond kemur óvænt heim úr heilsubótarferð til megin- landsins á afmælisdegi Bar- böru Kingsley. Barbara hefur boðið vinum sinum til veislu, þar á meðal Edward. Hann verður þó að afþakka boðið, þar eð móðir hans boðar til fjölskyldufundar og leggur rika áherslu á, að Edward komi þangað. Þennan sama dag kemur i ljós, að ókunnur aöili hefur gert tilboð i lóð, sem liggur að landi Hammond-fyrir- tækisins. Bræðrunum þykja þetta slæmar fréttir. Þeir hafa sjálfir hugsað sér að kaupa eignina, en án hennar geta þeir ekki fært út kvi- arnar. 21.45 Þingvallahátiðin 1974. Þáttur með upplýsingum um fyrirhuguð hátiðahöld i tilefni af ellefu alda afmæli byggöar á Islandi. Meðal annars er I þættinum rætt við Indriða G. Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Þjóð- hátiðarnefndar, og Óskar Ólason, yfirlögregluþjón. Umsjónarmaður Guðjón Einarsson. 22.20 Að kvöldi dags. Sr. Grímur Grlmsson flytur hugvekju. 22.30 Dagskrárlok. Mánudagur 20.00 Fréttir ófrómleiki var fyrr á timum talinn meðal hinna allra verstu glæpa. Ungi maðurinn á sér óvildar- menn, sem ala á þessum grun. En hann á sér lika hauka I horni, þegar á reynir. Formálsorð að myndinni flytur Erlendur Sveinsson. 23.10 Ilagskrárlok. Þriðjudagur 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Bændurnir. Pólsk fram- haldsmynd. 3. þáttur. Þýðandi Þrándur Thorodd- sen. Efni 2. þáttar: Boryna bóndi hefur ákveðið að leita ráðahags við hina fögru og lifsglöðu Jögnu, og þegar haldinn er markaður I þorp- inu notar hann tækifærið til að undirbúa jarðveginn. Einnig kemur nokkuð við sögu I þættinum piltur, sem strokið hefur úr fangelsi og leitað heim til móður sinnar i þorpinu. Hann telur móður sina á að selja jörðina og flytjast með honum og unn- ustu hans til Ameriku, en áður en af þvi getur orðið, kemst upp um dvalarstað hans. 21.25 Heimshorn. Frétta- skýringaþáttur um erlend málefni. Umsjónarmaður Sonja Diego. 22.00 Iþróttir.Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 22.40 Psóriasis.Sænsk fræðslu- mynd um þrálátan húð- sjúkdóm og aðferðir til að lækna hann eða halda I skefjum. (Nordvisin — Sænska sjónvarpið) Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 23.20 Dagskrárlok. Miðvikudagur 20.00 Fréttir. 20.25 Vcður og auglýsingar. 20.30 i sókn og vörn (stjórn- m á 1 aum r æður ). Bein útsending úr sjónvarpssal. I umræðunum taka þátt tals- menn þeirra fimm stjórn- málaflokka, sem bjóða fram i öllum kjördæmum landsins við alþingiskosn- ingarnar 30. júnl næstkom- andi. Hver um sig svarar spurningum, sem spyrj- endur, valdir af hinum fjórum umræddra flokka, leggja fyrir þá. Gert er ráð fyrir að talsmaður hvers flokks sitji fyrir svörum I 20 minútur. Umsjónarmaður þáttarins af sjónvarpsins hálfu er Eiður Guðnason. 22.20 F'leksnes. Norskur gamanleikjaflokkur, byggður á leikritum eftir Ray Galton og Alan Simpson. (Nordvision — Norska sjónvarpið) Ég á réttinn Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 22.50 Dagskrárlok. Föstudagur 20.00 F’réttir, 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Lögregluforinginn. Þýskur sakamálamynda- flokkur. Hver myrti frú Klctt? Þýðandi Briet Héðinsdóttir. 21.25 Atökin á Norður-írlandi. Siðari hluti. Mótmælendur i Belfast. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. I þessum hluta myndarinnar eru vandamálin skoðuð frá sjónarhóli mótmælenda og rætt við nokkra þeirra um ástandið og leiðir til úrbóta. 21.50 íþróttir Knattspyrnu- myndir og iþróttafréttir. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Dagskrárlok óákveðin. Laugardagur 2O.00 F'réttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Leiklist á Listahátið Stefán Baldursson fjallar um leiksyningar i sambandi við hátíðina. Flutt verða atriði úr nokkrum leikritum og rætt við leikhúsfólk og sýningargesti. 21.25 Borgir. Kanadiskur fræðslumyndaflokkur, byggður á bókum eftir Lewis Mumford. 2. þáttur. Bilareða menn.Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörnsson. 21.55 Togstreita i þinginu (Advice and Consent), Bandarisk biómynd frá árinu 1962, byggð á sögu eftir Allen Drury. Aðalhlut- verk Henry Fonda, Walter Pidgeon og Charles Laughton. Þýðandi Heba Júliusdóttir. Myndin lýsir deilum milli forseta Banda- rikjanna og öldungadeildar bandariska þingsins. Forsetinn hefur útnefnt mann, sem hann treystir, i embætti utanrikisráðherra, en honum hefur láðst að tryggja sér stuðning öldungadeildarinnar i þvi máii, og af þvl sprettur löng og erfið togstreita. 00.10 Dagskráriok.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.