Þjóðviljinn - 14.06.1974, Blaðsíða 5
Föstudagur 14. júni 1974 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Klukkutíma
æfing
— og síðan
hljómleikar á Listahátíð
bassaleikari. En ég kem hing-
að heim næsta vetur og leik
einu sinni sóló með sinfóniu-
hljómsveitinni.
Æfing Árna og félaga hans i
Háskólabiói i gærdag átti ekki
að standa lengi, aðeins um
klukkutima, og svo 'voru
hljómleikarnir um kvöldið.
— Ég vinn yfirleitt þannig,
sagði Arni — það er hringt i
mig og ég beðinn að spila ein-
hvers staðar, og þá geri ég
það.
— Og þú notar bogann, þótt
þú spilir djass?
— Já, það er nú min sér-
grein.
— Ég veit ekkert hvað
við spilum í kvöld — við
reynum að koma okkur
niður á það á þessari æf-
ingu í dag, sagði Árni
Egilsson, sem' við hitt-
um á æfingu í Háskóla-
bíói í gærdag, en í gær-
kvöldi léku þeir djass
fyrirgesti Listahátíðar,
Árni, André Previn,
John Dankworth og
fleiri, og Cleo Laine,
söngkona söng. Árni
hefur undanfarin tiu ár
starfaði í Los Angeles
sem bassaleikari.
— Ég starfa þar alveg á eig-
in vegum, er „free-lance” eins
og það heitir, þannig að ég get
að mestu valið mér meðleik-
ara og músik eftir eigin höfði.
Ég leik þá jöfnum höndum
með sinfóniuhljómsveit eða
New York óperunni, einnig
jass, þegar svo ber undir.
— Hvernig djass leikurðu
þá helst — bara eitthvað gott
af fingrum fram?
— Já, en djassinn er meira
og meira að færast yfir i rokk
núna.
— Heldurðu að þú komir
heim til starfa á næstunni?
— Nei, ég reikna ekki með
þvi — alla vega ekki sem
Þetta er einn af fyrstu bössunum, sem ég eignaðist, sagöi Arni
Egilsson i Háskólabiói i gær — kem meö hann aftur næsta vetur
og leik einleik með sinfóniunni.
IÐJA mótmœlir breytingum á reglugerð um orlof
Björn Jónsson hafði
ekki samráð við ASI
1 Morgunblaðinu I gær birtist
auglýsing frá Vinnuveitendasam-
bandi Islands, þar sem það árétt-
ar breytingu á ákvæði reglugerð-
ar um orlof sem Björn Jónsson
gaf út 1. febr. s.l., þess efnis að
fastur starfsmaður teljist sá, er
hafi rétt á að minnsta kosti
þriggja mánaða uppsagnarfresti.
t eftirfarandi bréfi Iðju, félags
verksmiðjufólks, er þessu ákvæði
mótmælt og talið að ákvæði
rcglugerðarinnar sé skerðing á
umsömdum orlofsrétti. Blaðinu
cr kunnugt um, að við breytingu á
þessari reglugerð um orlof hafði
félagsmálaráðherra ckkert sam-
ráð við verkalýðshreyfinguna, þó
11. gr. orlofslaganna krefjist þess
að slikt samráð sé haft við aðila
vinnumarkaðarins, og nú standa
félagar verkalýðshreyfingarinn-
ar frammi fyrir skertum orlofs-
Þjóðhátíð
Upphreppar Kjósarsýslu, Mos-
fellssveit, Kjalarnes og Kjós,
halda sameiginlega þjóðhátíð að
Varmá i Mosfellssveit 17. júni, og
hefst hún kl. 13.30 með skrúð-
göngu inn á hátiðarsvæðið, en
lúðrasveit verður i fararbroddi.
Þá verður útiguðsþjónusta þar
sem sr. Bjarni Sigurðsson prédik-
ar.
Gylfi Pálsson skólastjóri heldur
hátiðaræðu, en Steinunn Július-
dóttir flytur ljóð Fjallkonunnar.
Leikþáttur, sem Loftur
Guðmundsson hefur samið vegna
þjóðhátiðarársins, verður sýndur
undir stjórn Sigriðar Þorvalds-
dóttur. Þá syngur blandaður kór
greiðslum. Slik embættisafglöp
frcmur sá maður sem kvaðst fara
úr rikisstjórn að eigin sögn vegna
þess, aö ekki væri haft nægilegt
samráö við verkalýðssamtökin.
Bréf Iðju til vinnuveitenda fer
hér á eftir:
I auglýsingu sem þér hafiö látið
birta I Morgunblaðinu i dag, 13.
júni 1974, þar sem vakin er at-
hygli á reglugerð um breytingu á
reglugerð um orlof segir svo:
,,í breytingu þessari felst, að
engir nema þeir, sem hafa 3ja
mánaða uppsagnarfrest skuli
taka orlofslaun, þ.e. fara i fri á
fullu kaupi. Allir þeir sem sam-
kvæmt samningum og lögum
hafa minna en 3ja mánaða upp-
sagnarfrest fá hinsvegar greitt
orlofsfé, þ.e.a.m.k. 8,33% af út-
borguðu kaupi.”
að Varmá
úr hreppunum þremur, og er
söngstjóri Oddur Andrésson.
Lúðrasveit leikur undir stjórn
Birgis D. Sveinssonar kennara.
Avarp nýstúdents flytur Helga
Jónsdóttir, en Ketill Larsen
skemmtir yngstu samkomugest-
unum.
Mikið verður um iþróttir há-
tiðardaginn, sundkeppni, hand-
knattleikur og frjálsar iþróttir.
Þjóðhátiðarnefnd hefur látið
gjöra veggskjöld, sem Halldór
Pétursson listmálari hefir hann-
að, og verður hann til sölu á hátið-
inni, svo og barmmerki þjóðhá-
tiðarársins.
Þar sem þessi fullyrðing stenst
ekki, skorar Iðja, félag verk-
smiöjufólks, hér með á yöur að
birta tafarlaust leiðréttingu við
auglýsinguna.
Samkvæmt 2. gr. laga nr. 87, 24.
des. 1971 um orlof, rýra lögin ekki
viðtækari eða hagkvæmari or-
lofsrétt samkvæmt öörum lögum,
samningum eða venjum. Sam-
kvæmt almennum lögskýringar-
reglum á slikt ennþá fremur við
um reglugerðir sem settar eru
samkvæmt lögunum. Akvæði
reglugerðar þeirrar sem þér vitn-
ið til, rýra þvi ekki hagstæðari or-
lofsrétt sem launþegi á sam-
kvæmt samningi stéttarfélags
sins.
Tökum sem dæmi A. iðnverka-
mann, sem starfað hefir hjá iðn-
fyrirtækinu B. frá 1. júni 1972 og
nýtur 2 mánaða uppsagnar-
frests. A.tekur laun skv. 2. flokki
kjarasamnings Iðju eftir 9 mán-
aða starf og hefir gert það allt or-
lofsárið 1973—1974. Orlofsfé 8,33%
af launum hans á timabilinu
mundi þá vera kr. 28.269.00, en or-
lofslaun hans næmu kr. 33.580,00
miðað við að orlof væri tekið nú i
júni. Hér mundi þvi skorta kr.
5.311.00 á að A.fengi fulla greiðslu
skv. kjarasamningi þann tima
sem orlof hans stæöi. Fram-
kvæmd sú sem þér teljið i auglýs-
ingu yöar að eigi að gilda, væri
þvi lagabrot gegn A, þ.e. skerðing
á umsömdum orlofsrétti.
Væntum drengilegra viðbragða
af yðar hálfu eftir að þetta hefir
verið skýrt fyrir yður.
Virðingarfyllst
f.h. Iðju, fél. verksmiðjufólks ,
Runólfur Pétursson
Enn eru kaupahéðnarnir
samir við sig:
Krókódílstár
reyndust þau sem fallið
hafa úr augum bílainn-
flytjenda síðustu dagana
Fyrr i þessari viku boöuðu aðil-
ar Bilgreinasambandsins til
blaðamannafundar þar sem felld
voru stór tár yfir „aðför” rikis-
stjórnarinnar að biíainnflytjend-
um, sem hefði það i för með sér að
þeir gætu ekki leyst út pantaða
bila sina, en þess i stað yrðu þeir
að ryðga á hafnarbakkanum, þvi
ekki ættu innflytjendur handbært
fé til að greiða 25% gjaldeyris-
bindinguna, eða „frystiféð” eins
og það hefur verið kallað.
En að öllum likindum hafa tár
þeirra Bilgreinasambandsmanna
verið krókódilstár.
Hvort sem menn eru aðdáendur
hægri eða vinstri stefnu, Morgun-
blaðsins eða Þjóðviljans eða yfir-
leitt hvaða skoðun sem menn hafa
á málum, eru þeir þó sammála
um, að eitt blað útgefið i landinu
flytur ekki nema sannar fréttir,
og aldrei annað: Lögbirtinga-
blaðið.
í Lögbirtingablaðinu 31. mai er
skýrt frá stofnun félags, sem hlot-
ið hefur nafnið Bilaábyrgð h.f.
Stofnendur þess eru allmargir
þekktir eigendur eða meðeigend-
ur bifreiðainnflutningsfyrirtækja,
en i stjórn þess eru þessir menn:
Geir Þorsteinsson (Forstjóri
Ræsis), formaður, Ingimundur
Sigfússon (forstjóri og aðaleig-
andi Heklu h/f) og Þórir Jónsson
(forstjóri og aðaleigandi að Ford-
umboðinu).
Siðan segir orðrétt i hinu
grandvara blaði, Lögbirtingar-
blaðinu:
„Hlutafé félagsins er krónur 14
000 000.00, og skiptist i tiu þús. kr.
Iiluti og hundrað þús. kr. hluti.
Ferðir fyrir
exemsjúka
Samtök psoriasis- og exem-
sjúklinga hafa náð samningum
viö Ferðaskrifstofuna Sunnu um
hagkvæmar ferðir fyrir félags-
menn til sólarlanda. Sunna gefur
félagsmönnum samtakanna kost
á ferðum og tveggja til þriggja
vikna dvöl á Costa Del Sol I júli-
mánuði næstkomandi. Ennfrem-
ur á tveggja vikna dvöl á Mall-
orca i sama mánuöi, hvort-
tveggja með sérstökum kosta-
kjörum.
Þeir, sem hafa hug á að notfæra
sér ferðirnar, leiti frekari upplýs-
inga hjá varaformanni samtak-
anna, Adolfi Björnssyni, banka-
fulltrúa I Útvegsbanka Islands.
Hlutafjársöfnun er lokiö. Greitt
hlutafé er 7.800.000.00. Ögreitt
hlutafé er kræft þegar stjórn fé-
lagsins ákveður”.
Svona er að vera blankur og
geta ekki leyst út bila fyrir fólkið i
landinu. Betra er að nota þær
„fáu” krónur sem til eru i biss-
nesinn, en binda þær inni á
banka. Og svo er aldrei aö vita
nema draumastjórn kauphéðna,
hægristjórn, taki við eftir kosn-
ingar, og þá verður gengið fellt,
hlutfé gert skattfrítt með öllu, á-
lagningarprósenta hækkuð
o.s.frv., og ávöxtur þeirra „þjóð-
hollu” og klókindalegu kvein-
stafa, sem látið hafa i eyrum
landsmanna, mun verða meiri og
margfalt meiri gróði hinna sára-
fátæku bilainnflytjenda einna og
sjálfra. úþ
Æskulýðs-
þing
fatlaðra á
Norður-
löndum
i
haldið hér
Hrunamannahreppi 8/6 — Æsku-
lýðsþing fatlaðra á Norðurlönd-
um var sett á Flúðum Arnessýslu
6. júni, og eru þátttakendur frá
öllum Norðurlöndunum. A þing-
inu verður rætt um málefni fatl-
aðra svo sem félags-, tryggingar-
og menntunarmál, einnig verður
rætt um endurhæfingarlögin. Þar
voru og fluttir fyrirlestrar um
sögu tslands.
Viö þingsetningu talaði Arni
Böðvarsson um Njáluslóðir og
verður hann siðar fararstjóri,
þegar farið verður i ferð um
Rangárþing. Farið verður i skoð-
unarferð að Reykjalundi og þar
mun Haukur Þórðarson sýna
staðinn.
1 Reykjavik verður Vinnu- og
dvalarheimili Sjálfsbjargar skoð-
að, og þar talar Páll Sigurðsson
ráðuneytisstjóri um trygginga-
mál. Þátttakendur fara i skoð-
unarferðir á helstu sögustaði á
Suðurlandi.
Þing sem þetta hefur verið
haldið árlega, en það er i fyrsta
sinn nú haldið hér á landi.
Þinginu lýkur 14. júni. —B.B.
Miljón króna
í kvikmynda-
Kvikmyndin „Þrjár
ásjónur íslands”, á að fjalla um
1100 ára byggð á Islandi
Miðvikudaginn 12. júni var á-
kveðið á fundi Menntamálaráðs
að veita Magnúsi Magnússyni og
Sigurði Sverri Pálssyni 1 miljón
krónu styrk til kvikmyndagerðar.
Fyrirhuguð kvikmynd þeirra á
að heita „Þrjár ásjónur íslands”
og fjalla um 1100 ára byggð á Is-
landi. Markmið myndarinnar er
tviþætt 1 fyrsta lagi aö gera heim-
ildarmynd um hátiðahöld i tilefni
af þjóðhátiðarári viðs vegar um
landið, og i öðru lagi að skapa
landkynningarmynd sem sýnd
yrði erlendis og segir sögu lands
og þjóðar frá upphafi til vorra
daga. Kvikmyndin verður alis-
lensk, samvinna Magnúsar og
Sverris. Hún verður tekin á 16mm
filmu i lit. Aætlaö er að töku sé
lokið i september og að myndin
verði tilbúin til sýninga áður en
þjóðhátiðarári lýkur.