Þjóðviljinn - 14.06.1974, Qupperneq 6
8 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14. júni 1974
MOmiUINN
maLgagn SÓSÍALISMA
VERKALYÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: (Jtgáfuféiag Þjóðviljans Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Skóiav.st. 19. Simi 17500 (5 linur)
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson (áb) _ x , ,
Fréttastióri: Evsteinn Þorvalds$on .Prentun: Blaðaprent h.f.
AÐ FARA HULDU HÖFÐI
Allt frá þvi hinir „merku” þrettán-
menningar gengu með járnkistuna frægu
inn i Alþingi og kistulögðu þar undirskrift-
irnar undir Varið land, en hófu siðan að
nota tölvuspólurnar i þágu Sjálfstæðis-
flokksins, hafa þessir menn farið huldu
höfði. Þeir hafa hvergi fengist til að
standa fyrir máli sinu i almennum um-
ræðum, hvergi þorað að fylgja leikreglum
lýðræðisins og ræða við landsmenn um
svonefnd öryggismál fslands. Þess i stað
hafa þessir menn skýlt sér bak við dóm-
stóla, og ef einhver hefur andmælt skoð-
unum þeirra, þá siga þeir dómstólunum á
andstæðinga sina eins og skoðanabræður
þrettánmenninganna hafa um áratuga
skeið gert á Spáni, Grikklandi og Portú-
gal. Jafnframt skeður það i kosningabar-
áttunni til alþingiskosninganna, að heill
stjórnmálaflokkur, Sjálfstæðisflokkurinn,
hefur gripið til þess ráðs, að flytja skoðan-
ir .þær, er birtust i undirskriftaskjalinu,
þar sem óskað var eftir ævarandi hersetu.
Og þeir Gunnar og Geir fela nú öll áform
sin bak við þetta eina málefni. Þannig
þegja þeir um þá fyrirætlun að hlita úr-
skurði Haagdómstólsins i landhelgismál-
inu, þeir þegja um stefnumið sin i efna-
hags- og kjaramálum, þar sem þeir
hyggja á verulega gengislækkun, af-
nám visitölu og „hæfilegt” atvinnuleysi.
Eina sem þeir hafa við kjósendur að segja
er: Gefið okkur atkvæði ykkar,við tryggj-
um „varið land”.
En það er nauðsynlegt að kjósendur geri
sér grein fyrir þvi, hvað að baki býr.
Þrettánmenningarnir hafa þegar sýnt,
hvaða starfsaðferðir á að viðhafa gagn-
vart andstæðingum slikrar afturhalds-
stjórnar. Ef alþýða manna veitir þessum
öflum valdið i komandi kosningum, þá
munu upp hefjast réttarofsóknir gegn
andstæðingum hægri stjórnar. Þá mun á
HVAÐ REKUR SIG Á
Dag eftir dag reynir Morgunblaðið að
koma því inn hjá lesendum sinum, að allir
sjóðir rikisins séu galtómir, það vanti 1900
miljónir i vegasjóð, 1300 miljónir i bygg-
ingarsjóð, 1000 miljónir i framkvæmda-
sjóð og gjaldeyrisvarasjóðurinn sé að
tæmast. Þetta segja spekingarnir sem
vildu i vetur láta minnka tekjur rikisins
um fjóra miljarða og töluðu um að rikið
hefði allt of miklar tekjur. Þetta segja þeir
hinir sömu og telja að rikisbáknið sé orðið
allt of mikið. Málgagn Geirs Hallgrims-
sonar býsnast yfir eyðslu á gjaldeyri á
sama tima og blaðið kvartar yfir þvi að
bilainnflytjandinn Geir Hallgrimsson i
Ræsi geti ekki leyst út Benzana vegna 25%
innborgunargjaldsins. Er heil brú i mál-
ný hefjast ritskoðunaröld eins og fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins tiðkuðu i rikisfjöl-
miðlunum á viðreisnartimanum og öðru
hverju hafa heyrst kröfur um frá þeim
aðilum varðandi útvarpsefni. Það frelsi,
sem málsvarar afturhaldsins tala um i
fagurgala sinum, er aðeins frelsi þeirra,
er játast undir hina opinberu stefnu Sjálf-
stæðisflokksins, — á andstæðinga hans
verður hinum löglærðu spekingum flokks-
ins sigað.
ANNARS HORN
flutningi þessara manna? Hvernig vilja
þeir að þessum sjóðum verði aflað tekna?
Þeir kvarta yfir of mikilli þenslu. Vilja
þeir þá ekki draga úr lánveitingum úr
þessum sjóðum? Er þetta hið ábyrga
stjórnmálaafl? Er þetta málflutningur
mannanna er telja sig eina hafa f jármála-
vit til að stjórna þjóðarbúinu? Er ekki
frekar hér um að ræða óráðstal þeirra við-
reisnarpostula er ráku Slippstöðina á
Akureyri og Norðurstjörnuna i Hafnar-
firði? Er ekki hér um að ræða tal þeirra er
komu á þvi ástandi, að hér rikti atvinnu-
leysi og landflótti, — þegar ein og hálf
miljón vinnudaga fór i súginn af þeim sök-
um? Getur nokkur tekið mark á málflutn-
ingi slikra manna?
Agúst H. Bjarnason:
Græna byltingin
Spurningar um inngrip manns-
ins i riki náttúrunnar og hvaða
áhrif þau kunna að hafa, þá er
fram liða stundir, verða æ
áleitnari. Þetta á m.a. við um, ef
breytingar verða á einhverjum
þeirra þátta, sem ráða uppskeru
og nýtingu landsgæða. Með öðr-
um orðum: Hver eru áhrif
mengunar á sjó og vötn? Hver eru
áhrif áburðardreifingar á afrétti
og úthaga i raun? Hver eru hin
raunverulegu áhrif eiturefna,
t.d. frá iðnaði, á lifsamfélög? —
Og þannig mætti lengi spyrja.
Viðunandi svör hafa aldrei
fengist, þvi að menn skjóta sér
undan að svara, veita rangar
upplýsingar eða hreinlega þegja
þunnu hljóði. Misvitrir spámenn
skjóta upp kollinum, tala fjálg-
lega um þessi mál og þykjast hafa
ráð undir rifi hverju.
Það er rétt að benda á það
strax, að langflestar þessarra
spurninga eru mjög margslungn-
ar. Nægar uppl. og langtima
athuganir liggja alls ekki fyrir.
Þar að auki er starfræn virkni
vistkerfa hvergi nærri þekkt til
hlitar. A meðan þekkingin er ekki
enn fyrir hendi, er tæpast um
annað að ræða en hvetja til var-
færni i þessum efnum. Ef grunur
leikur á, að ihlutun manna leiði
til röskunar á lifkerfi, á megin-
reglan að vera sú, að fram-
kvæmdum skuli hætt, þar til
niðurstaða byggð á rannsóknum
liggur fyrir. Umfram allt mega
hvorki sjónarmið um skjótfeng-
inn gróða né fegurð ráða ferðinni.
Allt skipulag um nýtingu lands-
gæða ákvarðast enn sem komið er
á pólitiskum (og e.t.v. hagfræði-
legum) forsendum. Hingað tii
hefur ekkert tillit verið tekið til
liffræðiiegra staðreynda. Hér
þarf að verða á breyting, þvi
að rétt og skynsamleg landnýting
verður ekki siður að byggjast á
Gaman vœri að heyra
Flokkakynningin i sjón-
varpinu á miðvikudagskvöldið
tókst með ágætum, það er að
segja, fólki varð ljóst að Sjálf-
stæðisfiokkurinn er flokkur upp-
skrúfaðra leikbrúða, sem læra
ákveðin slagorð, svör við þægi-
legum spurningum og buna þvi
út úr sér með talsverðri leikni
bærilegs lesara.
En vegna þess að Sjálfstæðis-
flokkurinn er nú einu sinni
stærsti flokkur i landinu væri
ekki úr vegi að spyrja nokkurra
spurninga i beinu framhaldi af
slagorðaflutningi þeirra i sjón-
varpinu á miðvikudaginn. Þau
slagorð hefðu að visu hljómað
ágætlega ef einhver af þremur
klofningaflokkum úr Sjáif-
stæðisflokknum, Lýðræðisfiokk-
arnir einn éða allir hefðu þulið
þau, en þar sem um er að ræða
stjórnmálaflokk, sem stjórnaði
rikisbúskapnumi rúman áratug,
hlýtur fólk að meta slagorðin i
nokkuð öðru ljósi en ef þau
hefðu komið frá fyrrgreindum
klofningsbrotum, sem aldrei
hafa haft tækifæri til þess að
sýna getu sina i einu né neinu.
Eftirfarandi spurningar eru
þvi lagðar fram með hliðsjón af
þvi að Sjálfstæðisflokkurinn réð
hérlögum og lofum i viðreisnar-
stjórninni, svo og vegna þess að
slagorðin i sjónvarpinu hljóðuðu
öll upp á það, að flytja þyrfti
valdið frá rikisofstjórninni út tii
fólksins, út til sveitarfélaganna
og eða samtaka þeirra.
Hér eru þá spurningarnar, og
gaman verður að sjá svörin við
þeim skreyta siður Morgun-
blaðsins á næstu dögum.
1. spurning: ilvaða rikisstofn-
anir voru fluttar út á land á 12
ára viðreisnartimabili?
2. spurning: llvaða rikisslofn-
anir voru lagðar niður á við-
reisnartimanum?
3. spurning: Hvar í rikiskerf-
inu dróst rekstrarkostnaðurinn
saman á viðreisnartimanum?
4. spurning: Ilvaða ný verk-
efni voru fengin i hendur sveit-
arfélögunum eða samtökum
þeirra á viðreisnartímanum?
5. spurning: llvað var gert til
þess að auka fjárráð sveitarfé-
iaganna á viðreisnartimanum,
sem stóð i 12 löng ár?
<>. spurning: Hvaða útgjöld
voru sveitarfélögin losuð við á
viðreisnartimanum, sem stóð i
12 löng ár?
vistfræðilegri þekkingu.
Brýnasta verkefnið er að efla
vistfræði-rannsóknir, þvi að með
þeim einum er unnt að öðlast þá
vitneskju, sem er forsenda skyn-
samrar nýtingar landsins.
Vakningaalda umhverfisvernd-
ar, sem reis hátt fyrir fáúm árum
og olli hugarfarsbreytingu a.m.k.
almennings, hefur e.t.v. stuðlað
að þvi, að i stefnuyfirlýsingu nú-
verandi rikisstjórnar segir, að
gerð skuli heildaráætlun um al-
hliða landgræðslu og skipulega
nýtingu landsgæða. Siðla sumars
1971 skipaði ráðherra Eystein
Jónsson formann Náttúru-
verndarráðs, formann þeirrar
nefndar, sem vinna skyldi að
þéssu verkefni. Nefndin (sjö
menn) hefur nýverið sent frá sér
Landgræðsluáætlun 1974—1978,
sem er 210 siðna rit. Það yrði of
langt mál að rekja einstaka liði
áætlunarinnar, enda ekki ætlun-
in; ég vil aðeins benda á örfá
atriði tii umhugsunar. Mesta
bréf til
blaðsins
eftirtekt vekur, að i þessarri
„landgræðslu- og gróðurverndar-
áætiun” er fátt merkra nýmæla.
Megininntakið i þessum tillögum
er að auka enn afrakstur lands
með öllum ráðum, s.s. þurrkun
votlendis, áburðardreifingu, inn-
flutningi tegunda o.s.frv. Þarna
er geigvænlegri hættu boðið heim,
sem leitt getur til uggvænlegrar
röskunar á gróðurlendi landsins.
Framhald af 13. siðu.
Þetta ætti að nægja sem fyrsti
skammlur spurninga, og verður
vonandi ekki langt að biða þar
til Morgunbiaðið birtir svör við
þeim.
En það var fleira, sem veltist
upp i hugann við að sjá sjálf-
stæðismenninga blessaða á
skjánum i fyrrakvöld. Einkum
flugu einkennilegar myndir
fyrirhugskot þegar þeir fóru að
tala um að orkuveitur ættu að
vera i eigu sveitaríélaganna,
sem orkuna notuðu.
Nú er i sjálfu sér fátt nema
gottum þetta að segja. Hitt vek-
ur einkennilegar hugrenningar,
að þetta er sagt af íulltrúum
þess flokks, sem i meir en hálfa
öld hel'ur farið með meirihluta-
stjórn i höfuðborg iandsins, og
einmitt höfuðborg landsins hef-
ur yfir að ráða nokkurri orku,
semseld hefur verið til annarra
sveitarfélaga, þ.e.a.s. jarðhita-
orku.
Skyldu nú sjálfstæðismenn
hafa verið sjálfum sér sam-
kvæmir og veitt þeim sveitarfé-
Kosninga-
hornið
lögum, sem þeir selja orku,
eignar- og stjórnarhlut i Hita-
veitu Reykjavikur?
Aldeilis ekki.
Reykjavikurborg, undir
„styrkri og öruggri” stjórn
Sjálfstæðisflokksins, hefur
komið fram við nágrannasveit-
arfélögin eins og nýlenduveldi
gagnvart nýlendum i þessu
máli. Nýverið hefur verið geng-
ið frá samningi um sölu á heitu
vatni til Kópavogs, Garða-
hrepps og Hafnarfjarðar. Ekk-
ert þessara sveitarféiaga hlaut
við þá saniningsgerð nokkurn
rétt til þess að hafa áhrif á
rékstur Hitavcitu Reykjavikur,
þau eru aðeins þiggjendur, meö
kvöðum, en án réttinda.
Svona getur raunveruleikinn
veriðlangt frá merkingu sagðra
orða. —úþ