Þjóðviljinn - 14.06.1974, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 14.06.1974, Qupperneq 7
Föstudagur 14. júni 1974 þJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Greinaflokkur þar sem gerð er grein fyrir þvi, hvað menn vita um möguleika á lifi á öðrum hnött- um og möguleika á að ná sambandi við slikt lif. Þá er og fjallað um það, hverskonar félagslegu, póli- tisku hlutverki stjarnlifskenningarnar gegna hér á jörð. FYRSTA GREIN Er líf á öðrum hnöttum? Niðurstöður rannsókna benda til þess að það séu efnafræðilegar for- sendur fyrir lifi viða i okkar vetrarbraut, og likur benda til þess að menningarsamfélög geti veriö til þar. Fyrir fimmtán árum byrjuðu menn að hlera eftir merkjum sem gætu komið frá vitsmuna^- verum. Höfundar visindaskáldsagna eru ekki lengur allsráðandi þegar um er að ræða lif utan jarðar. Síðustu 10-20 árin hafa mjög færst i vöxt rannsóknir á sviði exó- biológiu, „utanliffræði”, fræða um lif utan okkar hnattar. En mynd sú sem við fáum af þeim visindum er nokkuð svo flókin. Annarsvegar leita bjart- sýnismenn að skilaboðum frá „þeim þarna úti”, og hinsvegar reyna aðrir fræðimenn að sanna að „þeir þarna úti” nenni alls ekki að hlusta á okkur. Aöferöir t þessum efnum hafa einkum veriö notaðar þrennskonar aðferðir. Sumpart hafa menn reynt að komast að þvi, hvort utan jarðar væri að finna nauðsynlegar forsendur fyrir lifi á borð við það sem við þekkjum. Sumpart hafa menn reynt að komast að þvi, hvort lif væri þar til i reynd, og i þriðja lagi hafa menn gert tilraunir með það, hvort unnt sé að ná sambandi við slikt lif ef til væri. Margt bendir reyndar til þess að skilyrði fyrr lifi séu til. Þau væru fólgin i þvi, að til séu hnettir á stærð við jörðu og með svipuðu hitastigi. Ef hnötturinn er of stór mundi þyngdaraflið vera svo sterkt, að þar gætu vart þrifist flóknar lifverur. Ef hnöttur er of litill getur hann ekki haldið utan um sig andrúmslofti. Auk þess verða að vera til á viðkomandi hnetti kolefnasambönd i nægilega rikum mæli. Stjarnan Iiugsanlegur lifhnöttur verður að snúast i kringum störnu af vissri gerð. Hún má hvorki vera of stór né of litil og það hefur verið reiknað út, að aðeins 5% af öllum stjörnum uppfylla þau skil- yrði, sem menn verða að setja sjálfri stjörnunni. Auk þess verður stjarnan að hafa fylgi- hnött af réttri stærð og i réttri fjarlægð, sem fyrr var nefnt. Hinsvegar er það ekki auðvelt viðfangsefni að sanna,að reiki- stjörnur gangi um aðrar stjörnur en okkar eigin sól. Þvi reiki- stjörnur endurkasta svo litlu af ljósi móðurstjörnunnar, að það er ómögulegt að sjá þær. Þvi verður að nota óbeinar aðferðir — t.d. athuga hver áhrif aðdráttarafl reikistjörnu hefur á hreyfingu stjörnu. Hreyfingar stjarna Breytingar á stöðu stjarna innbyrðis stafa af þvi venjulega, að vetrarbrautin snýst. Hreyfingar, sem af þessu stafa, eru firnalega hægar. Það hefur tekið mjög langan tima að mæla þessar hreyfingar, sem koma venjulega út sem beinar linur. En öðru hverju kemur slinkur á þessar linur. Það er vegna þess að umhverfis stjörnurnar ganga ósýnilegir hnettir sem „kippa” i þær. Og menn hafa i reynd fundið einhver slik flykki. Hinsvegar er enn ekki ljóst, hvort þar er um að ræða reikistjörnur i eiginlegri merkingu þess orðs, eða svo- kallaða „svarta dverga”, sér- staka tegund af litlum en þungum stjörnum. Onnur forsenda fyrir lifi eru kolefnissambönd, sem rann- sóknir siðari ára benda til, að séu til I stórum stil útan jarðar. Rykský Vetrarbrautin er ekki saman sett úr stjörnum einum saman. Milli stjarnanna eru mikil ský eða sveipir úr ryki og ýmsum loftteg- undum. Stjörnufræðingar hafa gert sér mynd af samsetningu þeirra með þvi að skoða útgeislun þessara skýja á radióbylgjum. Þeir hafa komist að þvi að i skýjum þessum er að finna flókin, lifræn mólekúl, m.ö..o. kolefna- sambönd, sem hafa veigamiklu hlutverki að gegna i þróun lifsins. Þessi mólekúl eru lil orðin við slæm skilyrði: litinn hita og þrýsting. Þess vegna hljóta efna- breytingar að gerast firnahægt i slikum skýjum. Og þegar við vitum, að þrátt fyrir óhagstæð skilyrði eru þessi sambönd til i skýjunum,þá getum við dregið þá ályktun að þau myndist fremur auðveldlega. Og að það er engin tilviljun að jarðlif byggir einkum á kolefnasamböndum. Þessar niðurstöður benda sem sagt til þess, að efnafræðilegar forsendur fyrir lifi séu um alla vetrarbraut. En hvaða þýðingu fyrir myndun lifs á reikistjörnum hefur þetta lifræna efni sem er til á milli stjarnanna? Stjörnu- fræðingar svara með svofelldri kenningu. Stjörnur myndast við það að þessi efnaský milli stjarna þéttast og hlýna. Við þennan samdrátt myndast reikistjörnur sem samþjöppun efnis i ytri hluta skýsins. Nokkrar ytri reiki- stjörnur okkar sólkerfis eru að likindum leifar af þvi sam- þjappaða skýi eða efnissveip, sem sólkerfi okkar er myndað úr. Júpiter, Satúrnus og haiastjörn- urnar eru t.d. fyrst og fremst samsettar úr þeim efnasam- böndum sem menn finna i skýjunum milli stjarnanna. Ef næg orka er fyrir hendi geta þessi einföldu sambönd breyst i samsettari lifræn mólekúl eins og aminósýru. Aminósýrur eru efniviður i eggja- hvituefnin og þar með einhver hinn þýðingarmesti þáttur i lifandi verum yfirleitt. Myndin litur þá þannig út: Fyrst myndast einföld lifræn mólekúl i efnissveipum milli stjarna. Siðast dragast þessi „ský” saman og mynda stjörnur og reikistjörnur. Mólekúlin safnast saman, m.a. i andrúms- lofti reikistjarna. Við frekari samdrátt tekur stjarnan að senda frá sér ljós og þar með orku til að mynda flóknari lifræn mólekúl. Hér koma svo liffræðingar til sögunnar með sinar hugmyndir um það hvernig lifið sjálft getur hafist. Líf í okkar sólkerfi? Enn er ekki allt uppvist um lifs- möguleika i okkar sólkerfi. En hægt er að slá þvi föstu að þar sé ekki til háþróað lif, en það er ekki hægt að afsanna að þar kunni að mega finna frumstætt lif, einfrumunga. Menn hafa einkum beint sjónum að Mars og Venus, en liklega er Venus of heit og Mars of nakin. En á siðari árum hafa menn beint sjónum að Júpiter i auknum mæli. Rann- sóknir þykja benda til þess, að frumstæðar smáverur gætu lifað i andrúmslofti Júpiters, sem er undir svo háum þrýstingi að það er fljótandi. Auk þess eru djarfir mennfarnirað tala um lifsmögu- leika á Titan, sem er eitt al tunglum Satúrnusar. Utan sólkerfis Eina leiðin til að færa sönnur fyrir lifi utan sólkerfis okkar nú væri sú að taka á móti merkjum frá viti bornum verum. Það var fyrir 15 árum að menn gerðu fyrst tilraunir i þessa átt. með þvi að „hlera” stjörnur sem mönnum þóttu girniíegar til fróðleiks. En þessar tilraunir hafa ekki gefiö jákvæða raun enn i dag. En þvi er ekki svarað, hvort þessar tilraunir hafi verið væn- Íegar til árangurs yfir höfuð. Það er t.d. mikið vandamál, á hvaða bylgjulengd menn eiga að revna að hlusta. Margir telja, að þær bylgjulengdir, sem menn hafa hingað til leitað á, hefðu einmitt ekkiverið valdar til þess að senda á boðskap milli sólkerfa. Enda þótt þær rannsóknir sem hér hefur verið minnst á bendi allar til þess, aö það sé mjög liklegt að til sé önnur menning eða menningarsvið i okkar vetrarbraut, þá benda aðrar rannsóknir til þess, að við getum ekki komist i samband við slikt lif. Um þá hluti verður fjallað i næstu grein. Gagngerar endurbætur hraöfrystihúsanna t sjávarútvegsmálum hafa gerst stórfelldar breytingar á valdatima núverandi rikis- stjórnar. Hefur sjávarút- vegurinn þar notið öflugrar forustu Lúðviks Jósepssonar, sjávarútvegsráðherra. Meðal annars hefur undir forustu Lúðviks átt sér stað stórfellt átak til þess að endurreisa fiskiðnað landsmanna. Nú er unnið aö þessari uppbyggingu I nær öllum frystihúsum Landið allt landsins, eða tæplega 100 talsins. 1 19 tilvikum er um gagngerar endurbætur að ræða, en i 11 nýbyggingar. Alls námu þessi fram- kvæmdaáform samkvæmt áætlunum 4.385 milj. kr„ en veröa trúlega yfir 5 miljarðar króna. Aðalþungi fjár- mögnunar hefur lent á Fiskveiðasjóði, en hlutfall hans er um 60%. Auk þess stendur til að sjóðurinn láni 10% til viðbótar þessu til breytinga á frystihúsunum vegna hollustuhátta. Þá hafa lánveitingar úr Byggðasjóði og Atvinnuleysistrygginga- sjóöi einnig komið hér að mjög góðum notum. Meðfylgjandi tafla gefur hugmynd um hraðfrystihúsa- áætlunina. Taflan sýnir fram- kvæmdir og framkvæmda- áform 1971 — 1976. Miðað er við verðlag hvers árs. 1971 1972 1973 1974 1975 197« og fyrr og siöar Samtals 532,8 634,7 1.089,2 1.338,1 1.010,9 479,7 5.085,4 50,9 63,2 71,3 67,8 75,3 44,3 372,8 263,0 197,8 245,8 238,0 179,4 130,4 1.254,4 20,9 23,7 105,0 140,4 183,9 37,1 511,0 44,8 90,2 142,0 113,3 101,5 48,8 540,6 62,0 103,6 138,5 166,8 161,0 88,4 720,3 1,9 15,1 62,5 140,5 97,0 38,0 355,0 66,3 34,8 102,6 153,7 25,0 2,1 384,5 23,0 106,3 221,5 317,6 187,8 90,6 946,8 Suðurland Reykjanes Reykjavik Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.