Þjóðviljinn - 14.06.1974, Síða 8

Þjóðviljinn - 14.06.1974, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14. júni 1974 FJOLÞJOÐAAUÐHRINGAR Hverjir hækkuöu gulliö og hverjir lækkuöu dollarann? Sjóöir auðhringanna eru digurri en allur gjaldeyrisforði þjóðbankanna samanlagðra Enginn efi er á því að fjölþjóða auðhringar eiga ríkari þátt i upplausn al- þjóða gjaldeyriskerf isins en nokkur annar aðili. Ein af heimildum okkar telur að þeir hafi yfir að ráða um 270 miljörðum dollara sem þeir geti fært milli landa og gjaldmiðla með skömmum fyrirvara/ eftir því hvernig byrlega blæs. Alla vega má Ijóst vera, að það eru ekki fyrst og fremst dularfullir olíu- furstar og Arabahöfðingj- ar sem hafa hvað eftir annað brotið niður gjald- eyr ismarkaðina með skyndilegum þrýstingi á hina ýmsu gjaldmiðla á undanförnum misserum, heldur umboðsmenn hins nafnlausa og landlausa auðmagns. I þessum sviptingum hefur verðgildi dollarans fallið um þriðjung, en gulls 5-faldast frá árinu 1968. Snemma á því ári voru um 90 miljónir únsa af gulli f „einkaeign", að þvi er sér- fræðingar alþjóðagjald- eyrissjóðsins töldu. „Einkaeign" hverra? Aft- ur berast böndin að fjöl- þjóðlegu auðhringunum. Með þvi að halda rétt á spilunum hefðu þeir getað grætt 13 miljarða dollara á þeirri gulleign, frekar heidur en að geyma lausa- fé sitt í dollurum. Gullbinding dollarans kom sér vel um skeið fyrir bandarísku auðhringana á meðan þeir voru að koma sér fyrir utanlands, kaupa upp eignir með sínum verðmiklu dollurum í skjóli hernaðarmáttar sem var ódýrt og auðvelt að halda uppi. En sú tíð kom þegar þetta borgaði sig ekki lengur fyrir þá, gullbind- ingin var orðin þeim f jöt- ur um fót, hreyfanleiki án hins þunglamalega kerfis þjóðbanka og millirikja- samninga skyldi gilda. Fjölþjóða - hringarnir kunna þvi betur að hafa reglurnar í eigin hendi. Hvorki rikisstjórnir né al- manna-samtök megna að hafa eftirlit með þeim, — tollar, við- skiptareglur og efnahagspólitik hafa tæpast nokkur áhrif á þá, — þeir eru aö mestu leyti óháðir gengissveiflum, — þannig uxu fjölþjóðlegu hringarnir út yfir öll landamæri, losuðu sig undan valdi þjóðrikjanna og settu sér sin eigin lög. Þau lög hljóða upp á: • Miðstýringu og hámörkun á- góða. • tJtibú i mörgum löndum til að sneiða hjá tollmúrum, gjaldeyris- reglum og viðskiptatakmörkun- um. • Agóði komi fram i skattléttum löndum og lán séu tekin i vaxta- lágum löndum. • Jafna skal út gengissveiflur með alþjóðlegri fjármálastjórn. Heiti fjölþjóðarisanna þekkir hvert barn, afurðir þeirra sjást á hverju götuhorni. Gcneral Motors og Exxon eða Esso, IBM og Nestlé Alimentana, BASP’ og General Electric— þetta eru riki ofar rikjum, ábyrgðarlaus gagn- vart almannavaldi og stjórnað af fámennisliði likt og hernaðarvél stórveldis. (Það sem nú hefur y.erið til- greint hér i meginmálinu, er tekiö orðrétt úr vestur-þýska fréttarit- inu Spiegel. Undir þessi sjónar- miðtekur Þjóðviljinnheils hugar. Spiegel heldur áfram); Af 100 helstu stórveldum fjár- málanna i heiminum i dag eru að- eins 49 þjóðríki, en 51 fjölþjóðleg- ur auðhringur. Þeir velta árlega 500 miljörðum dollara, en það samsvarar einum sjötta hluta heimsframleiðslunnar. Um sjóð- bækur þeirra fer árlega meira fé heldur en um allt alþjóðlega við- skiptakerfi Vesturlanda. Stærsta fyrirtæki heims, hið bandariska General Motors.fór á árinu 1972 með 30,4 miljarð doll- ara veltu sinni fram úr þjóðar- framleiðslu peningalandsins Sviss. Oliuhringurinn Exxon, annað stærsta og eignamesta iðn- aðarveldi heims, er með meiri veltu en nemur þjóðartekjum vel- ferðarrikja eins og Danmerkur eða Austurrikis. Hver og einn af 10 stærstu fjöl- þjóðlegu fyrirtækjunum — General Motors, Exxon, Ford, Bresk-hollenski Shell, General Electric, Chrysler, IBM, Mobil Oil, Unilever, Texaco— er hvað árstekjur snertir stærri en tveir þriðju hlutar af aðildarlöndum Sameinuðu þjóðanna samanlögð- um. Og fjármálavöld eru veraldar- völd: Arið 1971 höfðu fjölþjóðlegu hringarnir og bankar þeirra yfir 268 miljarð dollurum i reiðufé að ráða eða i fjármunum sem unnt var að losa með stuttum fyrir- vara. Þessi summa var stærri, meira en helmingi stærri, en allir gjaldeyrisvarasjóðir samanlagð- ir. Og 40 sinnum meira var þetta fé að vöxtum en allar svonefndar Evrópu-dollara - eignir oliufurst- anna, sem svo miklar kynjasögur ganga af. Arið 1971 mátu sérfræðingar bókfært verðmæti allra erlendra eigna fjölþjóða'hringanna á 165 miljarða dollara, rúmlega helm- ingur þeirra, eða 86 miljarðar, til- heyra bandariskum félögum, 24 miljarðar breskum og 7 miljarðar þýskum. En verðmæti verksmiðjuhúsa og -véla stendur yfirleitt ekki hátt i bókhaldinu vegna þess að það minnkar ár frá ári við afskriftir. Raunverulegt gangverð er þvi miklu hærra eins og sést best á mati bandariskra yfirvalda (US Tariff Commission) á erlendum eignum bandariskra auðfélaga, sem metnar eru á 203 miljarða dollara. Eftir þeim reikningi ættu erlendar eignir allra fjölþjóð- legra hringa að nema allt að 400 miljörðum dollara (þetta sam- svarar ársfjárfestingu 1.300 kot- rikja á borð við Island — ef menn eru þá nokkru nær við þann sam- anburð!). hj- Viljiö þiö vita hvaö kjötiö kostar íTókíó? WASHINGTON — Land- búnaðarráðuneyti Banda- ríkjanna lætur reglulega gera athugun á neyslu- vöruverði í 14 höfuðborg- um víðs vegar um heim. Við síðustu athugun kom í Ijós að yfirleitt hafði mat- vöruverð hækkað frá mars og fram í maí, en í fyrsta skipti um einsársskeið var matvöruhækkunin minni en verðhækkanir annarrar neysluvöru. Sérfræðingar ráðuneytisins segja að betri uppskera i helstu landbúnaðarlöndum hafi i för með sér þessa tiltölulegu lækkun á verði landbúnaðarvara (ekki sem best fyrir matvælaútflytj- endur eins og íslendinga!), Athugunin beindist að 14 liðum matvöru, og hafði meðalverð á 10 þeirra hækkað á timabilinu, þar á meðal beinlaus nautasteik af of- anverðu læri, svinsrifjar og reykt flesk. Aðeins tvær tegundir, herðakambur af nauti og egg höfðu lækkað i verði, en hveiti- brauð og laukur stóðu i stað. Bestu bitar nautalæris höfðu hækkað úr meðalverðinu 2,41 dollari i mars pundið upp i 2,70 dollara i mai. 1 Tókýó var verðið samt miklu hærra en þetta, eða 10,31 dollari i mars og 14,70 pundið i mai. (Athygli skai vakin á þvi að viö umreikning i islenskar krónur þarf fyrst að breyta dollurum með þvi að margfalda með 94 og siðan að breyta pundum i kiló- grömm með þvi að margfalda með 2,2). Verðið er afar misjafnt eftir stöðum. Til dæmis kostaði svins- flesk3,09 dollara pundið i Brasiliu Framhald á bls. 13 r imv-r. t , tí lh ).,<Agá ■ : ' Hvernig kaupmáttur helstu gjaldmiðla hefur rýrnað í % Bandaríkin 67,1 Bretland 55,9 Frakkland 62,1 V-Þýskaland 69,8 Japan 52,8 Italía 62,3 'ie'T'”'s- Holland 55,4 Svíþjóö 60,0 Austurríki 64,9 Noregur 57,1 (Á grundvelli upplýsinga frá Alþjóöa gjaldeyrissjóönum í Washington, janúar 74)

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.