Þjóðviljinn - 14.06.1974, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 14.06.1974, Qupperneq 9
Föstudagur 14. júni 1974 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 FJQRÐA GENGISFELLINGIN: 15-20 prósent kjararýrnun HORFT UM ÖXL TIL VIÐREISNAR Þær staöreyndir sem helst blasa við í landsmálum eftir þriggja ára vinstri stjórn eru að atvinna er handa ölium, kaupmáttur launa meiri en nokkru sinni frá því 1947 og hvað tekjur á mann snertir er ísland þriðja hæsta ríki heims. Munurinn er undra- verður þegar tekinn er til samanburðar valdatími íhaldsstjórnarinnar á und- an, en undir hennar leið- sögn var svo komið málum að fólk flúði land þúsund- um saman vegna víðtæks atvinnuleysis heima fyrir, tekjulægsta fólkið bjó orðið við beinan skort á fæði og klæðum og innlendur iðn- aður var niddur niður til þess að greiða erlendri stóriðju veginn. Og þegar launþegar og námsmenn mótmæltu kreppuástand- inu, sem óstjórn íhaldsins og krataþýja þess olli, var sigað á þá kylfum búinni lögreglu að gömlum nasistasið. Að hætti ihaldsstjórna leit „við- reisnarstjórnin” á það sem grundvallarreglu i efnahagsmál- um að halda við „hæfilegu” at- vinnuleysi, og rýrum kauomætti launa. Gengið var fellt fjórum sinnum i valdatið hennar, i sið- asta skiptið i nóvember 1968 um 35,2% eða meira en þriðjung, sem þýddi 15—20% almenna kjara- skerðingu. Vakti þessi hrottalega árás á lifskjör launþega og náms- manna mikla reiðiöldu meðal al- mennings, og má svo að orði kveða að þá hafi fyrir alvöru haf- ist sú vinstri sveifla, sem um siðir leiddi til þess að þessari duglaus- ustu og spilltustu afturhalds- stjórn, sem Island hefur haft frá þvi að það hlaut sjálfstæði, var hrundið úr ráðherrastólum i al- þingiskosningunum 1971. ,, Eignatilfærsla" frá launafólki til braskara Fer,l þessarar endemisstjórnar má vel marka á þvi, að fyrir til- komu hennar þurftu Islendingar aðeins að greiða sextán krónur fyrir hvern bandariskan dollar, en eftir fjórðu gengisfellinguna var fjárhæðin orðin áttatiu og átta krónur. Svo var um hnútana búið að kjararýrnunin lenti eink- um á þeim lægstlaunuðu, en hins- vegar rökuðu milliliðir og brask- arar saman fé i skjóli þessara ráðstafana. Rétt er að benda á að á þessari valdatið ihaldsins drógu islenskir sjómenn meiri afla úr sjó og fengu fyrir hann hærra verð en dæmi voru til um áður, og með tilliti til þess verður þessi árás á lifskjör almennings enn grófari og viðurstyggilegri. Umsagnir forustumanna al- þýðusamtakanna viðvikjandi gengisfellingu ihaldsins sýna ljóslega hve uggvænlegt ástandið var. „Útlitið er kolsvart og geig- vænlegt", sagði Gunnar Guð- bjartsson, formaður Stéttarsam- bands bænda. „bessar ráðstafan- ir koma mjög illa við landbúnað- inn, þvi bændur þurfa að kaupa mikið af erlendri rekstrarvöru.... Fyrir tiu árum, þegar dollarinn var skráður á 16 krónur, var sagt að við værum komin fram á hengiflugið. Nú er dollarinn orð- inn 88 krónur og hljótum við þá að vera komin fram af hengifluginu og á leið niður i djúpið.” Þjóðhættuleg stefna í efnahagsmálum Guðjón Jónsson, formaður Fé- lags járniðnaðarmanna , komst svo að orði: „Ekki er nema ár iið- ið frá siðustu gengisfellingu og launafólk hefur ekki enn fengið þá kjaraskerðingu, sem af henni leiddi, bætta nema að hluta. At- vinna hefur dregist mjög saman og atvinnuleysi hefur verið við- varandi siðastliðið ár og atvinnu- horfureru nú mjög slæmar.... Al- varleg eignatilfærsla frá almenn- ingi til fjárplógsafla hlýtur að verðá afleiðingin.” Kristján Thorlacius, forseti Bandalags starfsmanna rikis og bæja, sagði i þessu tilefni: ,,....ég tel að velflestir launamenn i land- inu hafi ekki gjaldþol til að bera þessa kjaraskerðingu, ekki sist þar sem hún kemur ofan á stór- fellda kjaraskerðingu á siðasta ári”. Jón Snorri Þorleifsson, formað- ur Trésmiðafélags Reykjavikur, sagði: „Hérerfyrstog fremst um að kenna kolvitlausri og þjóð- hættulegri stefnu rikisstjórnar- innar i efnahags- og atvinnumál- um þjóðarinnar allt viðreisnar- timabilið. t þvi sambandi er rétt að minna á, að mestu veitiár þjóðarinnar, þegar bæði sjávar- afli var mestur og markaðsverð hæst, hætti hvert iðnfyrirtækið af öðru störfum, togarar voru seldir úr landi fyrir verö eins fullfermis af afla og timabundið atvinnu- leysi var á ymsum stöðum á land- inu.” Upphaf á „heitu" skammdegi Þann ellefta og tólfta nóvem- ber, þegar gengislækkunin og aðildin að EFTA voru til umræðu á Alþingi.söfnuðust saman við Al- þingishúsið mörg hundruð manna og mótmæltu kjaraskerðingarað- gerðum ihaldsstjórnarinnar. Mótmælafólkið kom fram af áberandi stillingu og prúð- mennsku, þótt þvi væri eðlilega heitt i hamsi, og vantaði þó ekki að á staðinn væri mættur þessi venjulegi heimdellingalýður, sem allt frá 30. mars 1949 hefur verið fastur liður við mótmælaaðgerðir vinstri sinnaðra manna og her- námsandstæðinga. Að þessu sinni sem að venju reyndu heimdell- ingarnir að stofna til illinda með grjótkasti á mótmælafólkið, og fengu þeir að stunda þá iðju sina litt áreittir af lögreglumönnum, sem til staðar voru, og mun það einnig venja. Einhverjir af stein- unum, sem þessi óaldarlýður kastaði, lentu i gluggum Alþingis- hússins og brotnuðu þar nokkrar rúður. Blöð ihaldsins sögðu auð- vitað frá þessum atburðum að venjulegum hætti sorprita og kenndu mótmælafólkinu um grjótkastið. Þetta var upphafið að „heitu” skammdegi þegar svo mikið kvað að motmælum og átökum við varðhunda ihaldsins, lögregluna. og annað eins hafði ekki þekks’ hér á landi i áratugi. Astæðan la i augum uppi: ihaldsstjórn með ó- sviknu fasistainnræti var með til- hliðrunarsemi við fésýslumenn og þó fyrst og fremst algerri ó- stjórn að draga lifskjör launa- fólks i landinu niður á það stig, að þau höfðu ekki verið verri siðan þrengst var i búi á kreppuárunum fyrir siðari heimsstyrjöld. dþ. HEIMSÓKN NIXONS: Varfærin bjartsýni Sovét- manna fyrir Moskvufundinn A dögunum birtum við vanga- veltur bandarisks höfundar um væntanlcga heimsókn Nixons til Moskvu. Hér hefur orðið um sama cfni sovéskur fréttaskýr- andi, A. Pogodin. Menn hafa eðlilega mikinn áhuga á heimsókn Nixons til Sovétrikjanna. Enn er of snemmt að spá um árangur, en það er þegar ljóst, að þessi nýi fundur æðstu manna verður þýðingar- mikið framhald á sovésk-banda- riskum viðræðum, áframhald á stefnu bættra samskipta og sam- búðar. Fyrir tveim árum var frysti fundur æðstu manna rikjanna haldinn i Moskvu. Breytingar á samskiptum þeirra, sem siðan hafa orðið, hafa haft mikla þýð- ingu fyrir bæði Sovétrikin og Bandarikin sem og pólitiskt and- rúmsloft i heiminum yfir höfuð. Þvi ástand mála er þvi mjög háð, hvernig samskipti þróast milli þeirra tveggja rikja, sem öflugust eru frá efnahagslegu og hernað- arlegu sjónarmiði. Þvi töldu flestir fund æðstu manna fyrir tveim árum afar þýðingarmik- inn. En það má lika minna á, að þá heyrðust illviljaðar raddir, sem spáðu þvi, að bætt samskipti Sovétrikjanna og Bandarikjanna hlytu að skaða önnur lönd, eink- um smáriki. Þróun mála sl. tvö ár hefur sannað að þessir spádómar áttu ekki rétt á sér. Eins og L. Bré- zjnéf hefur lagt áherslu á, byggja Sovétrikin i samskiptum sinum við USA á þeirri forsendu, að efnahagslegur og hernaðarlegur styrkur þessara rikja í'æri þeim engin sérstök friðindi, heldur — þvert á móti — leggi á þau sér- staka ábyrgð á framtið friðarins. Nú getum viö meö fullum rétti slegið þvi föstu, að bætt sovésk- bandarisk samskipti hafa ekki á neinn hátt skaöað hagsmuni ann- arra landa. Þvert á móti hafa þau haft jákvæð áhrif á andrúmsloft og stuðlað að lausn ýmissa flók- inna mála. Það skiptir miklu, að löndin hafa i formi samkomulags viðurkennt friðsamlega sambúð sem undirstöðu samskipta sín á milli. Og þau hafa ekki tak- markað sig við almennar póli- tiskar yfirlýsingar. Þeim hefur verið fylgt eftir i reynd með sam- komulagi um að koma i veg fyrir kjarnorkustrið. Mikilvægur áfangi var og samkomulag sem undirritað var i fyrra meðan Brézjnéf heimsótti USA, um grundvöll umræðna um áfram- haldandi takmarkanir á gereyð- ingarvigbúnaði. Róttækar breytingar á and- rúmsloftinu hafa stuðlað að lausn flókinna mála. Til dæmis má nefna friðargerð i Vietnam og þær forsendur sem skapast hafa fyrir pólitiska lausn deilumála i Austurlöndum nær. * An efa hafa þessi samskipti einnig jákvæð áhirf á ástand mála i Evrópu. öll munum við þann tima, að sérhver hnútur i samskiptum Sovétrikjanna og USA leiddi sjálfkrafa til þess, að andstæður skerptust i Evrópu einnig. Aðstæður eru allt aðrar nú. Gagnkvæmur skilningur milli Sovétrikjanna og Bandarikjanna stuðlar að þvi að festa i sessi minnkandi spennu i álfunni. Það er t.d. einkar þýðingarmikið að löndin bæði taka með öðrum rikj- um þátt i ráðstefnu Evrópurikja um öryggi og samstarf og i við- ræðum um niðurskurð á herafla og vigbúnaði i Evrópu. Það væri að sjálfsögðu rangt að láta sem þróun sovésk-banda- riskra samskipta gengi vand- kvæðalaust. Menn hljóta að gera sér grein fyrir þvi,.að Sovétrikin og Bandarikin, sem tilheyra mis- nvnandi þjóðfélagskerfum, hljóta að hafa ólikar skoðanir á vmsum alþjóðlegum vandamál- um. En menn mega heldur ekki gieyma þvi, að andstæður hafa hlaðist upp á sl. áratug i samskiptum landanna. Allt þetta felur það að sjálfsögðu i sér, að krafist verður einbeittrar, gagnkvæmrar við- leitni, þolinmæði og tillitssemi til að komast að gagnkvæmum skilningi á ýmsum brýnum mál- um. Það er við þessar aðstæður sérlega þýðingarmikið, að þeirri nýju stefnu, sem lögð var fyrir tveim árum, verði fylgt vel eftir áfram á næstu árum til hagsbóta fyrir þjóðir Sovétrikjanna og Bandarikjanna, i þágu friðar. Menn vona að hinn nýi fundur æðstu manna rikjanna stuðli að þvi að þessi þróun verði enn virkari. (APN)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.