Þjóðviljinn - 14.06.1974, Side 11

Þjóðviljinn - 14.06.1974, Side 11
Föstudagur 14. júni 1974 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 jj o DF r /O ' > C. )X3^SGC tp > \F IAIM74 FRÉTTIR 3 leikir fara fram í dag Þrlr leikir fara fram i loka- keppni HM i V-Þýskalandi i dag. í 1. riöli leika V-Þjóöverj- ar gegn Chile, og A-Þjóðverjar leika gegn Astraliu, og i 2. riöii leika Skotar gegn Zaire. Taliö er alveg vist, að Skot- ar vinni Zaire og að A-Þjóö- verjar vinni Astraliumenn og að I báðum leikjunum verði um nokkra yfirburði að ræða. Auðvitað búast iika flestir við sigri V-Þjóðverja gegn Chile, en þó ber þess að gæta að Chilemenn eru engir auk- visar i knattspvrnunni eins og sjálfsagt flestir vita, og þvi gætu þeir komið á óvart og verða alveg örugglega ekki auöveld bráð fyrir hið sterka v-þýska lið, sem margir spá að verða muni heimsmeistari að þessu sinni. A morgum, laugardag, fara svo fram fjórir leikir I 3. og 4. riðli, en i blaðinu á morgun munum við scgja frá úrslitum leikjanna i kvöld og hvaða lið leika saman á morgun. Golfmót hjá GR á morgun A morgun, laugardag, hefst 18 holu höggleikur hjá Golf- klúbbi Rcykjavikur á velli fé- lagsins við Grafarhoit. Hefst keppnin kl. 13.30. Þá stendur P/R-keppnin hjá GN yfir i dag, á morgun og sunnudag, cn þá lýkur henni. P/R-keppnin er opið mót og eitt af stigamótum sumarsins i golfi. 17. júní- mót í sundi 17. júni-mót verður haldið i sundlaugunum i Laugardal. Keppt vcrður I eftirtöldum greinum: 100 m skriðsund karla 100 m skriösuiul kvenna 100 m bringussund karla 100 m bringusund kvenna 50 m skriðsund sveina 50 m skriðsund telpna Blöðruboösund (frjáls að- ferð) tvær sveitir sundmenn — sundknattleiksmenn. Sundknattlcikur milli tveggja úrvalsliða. Þátttökutilkynningar skilist til Guðjóns Emilssonar s. 16062. Opnunarleikur HM: Brasilía — Júgóslavía Markalaust jafntefli Júgóslavarnir sóttu látlaust í síðari hálfleik, en heimsmeistararnir sluppu með skrekkinn 62.000 áhorfendur og 600 miljónir sjónvarpsáhorf- endur sáu viðureign heimsmeistaranna frá Brasiliu og Júgóslava i opnunarleik HM i knattspyrnu á Waldstadion i Frankfurt i V-Þýskalandi i gær og urðu sennilega fyrir vonbrigðum, þvi að liðin skildu jöfn, ekkert mark var skorað. Mörg þúsund Júgó- slavar voru meðal áhorfenda á vellinum og þótt lið þeirra næði aðeins öðru stiginu úr viðureigninni höfðu þeir nóg til að gleðjast yfir vegna mikilla yfir- burða júgóslavneska liðsins i siðari hálfleik sem hreinlega átti leikinn og var óheppið að skora ekki mörk. Lið Brasiliumanna olli vonbrigðum. Það sýndi ekkert af þeirri tækni, hraða og þeim frábæru leikfléttum sem liðið er frægt fyrir og fært hefur þvi heimsmeistaratitilinn þrisvar sin'num á 16 árum. Þess má þó geta, Brasiliumönnum til afsökunar að mikil rigning var meðan á leiknum stóð og völlurinn þvi blautur og háll en slikar aðstæður eru þeim mjög svo framandi. Fyrstu 30 mínútur leiksins réðu Brasiliumenn öllu meira um gang leiksins og bestur i liði þeirra var stór stjarnan Jairzinho, bæði mjög duglegur og fljótur. Hann átti besta marktækifæri Brasiliu- manna á 30. minútu er hann fékk boltann inni vitateig eftir auka- spyrnu, en skaut i hliðarnetið. 1 siðari hálfleik tóku Júgóslav- arnir öll völd á vellinum og áttu hvert marktækifærið öðru betra. Til að mynda áttu þeir stangar- skot á 72. minútu og öðru sinni björguðu Brasiliumenn á mak- linu. Hvað eftir annað voru júgóslavnesku leikmennirnir að byrja að fagna marki, þeir ,,sáu” boltann i netinu, en alltaf tókst markverði eða varnarmönnum Brasiliumanna að bjarga á sið- ustu stundu. Einu sinni var brotið á sóknar- leikmanni Júgóslava Acimovic, brugðið innan vitateigs en sviss- neski dómarinn dæmdi ekkert og lét leikinn halda áfram. Eins var brasiliska sóknarmanninum Rivelino brugðið eftir að hann hafði brotist i gegnum júgóslav- nesku vörnina en brotið var fært á vitateigslinu og það eina sem úr þeirri aukaspyrnu kom var að júgóslavneski tengiliðurinn Drez- en Muzinic fékk boltann i andlitið og rotaðist. Eins og kannski gefur að skilja voru bæði liðin mjög taugaóstryk til að byrja með og leikurinn ein- kenndist af óöruggum leik beggja. Slikt þarf engum að koma á óvart þegar um fyrsta leik i HM er að ræða. Nokkur harka var i leiknum og fengu tveir júgóslavneskir leik- menn gula spjaldið, þeir Oblak og Acimovie, en enginn brasilisku leikmannanna fékk spjaldið. Þessi úrslit eru Skotum sjálf- sagt mjög kærkomin en Skotar og afrikanska liðið Zaire eru I riðli með Júgóslövum og Brasiliu- mönnum og leika Skotar og Zaire saman i dag. Jafntefli Leik Fram gegn Akurnesingum i gærkvöldi lauk með jafntefli, 1- 1. Bæði mörkin voru skoruð i fyrri hálfleik, Jón Pétursson fyrir Fram á 10. min. með skalla, en Teitur jafnaði úr vitaspyrnu á 39. min. Leikið var við hörmulegar að- stæður á Laugardalsvelli, i grenj- andi rigningu og á hundblautum velli. Landsliðshópur í knattsp. valinn Jarizinho hann sem færi. , var besti leikmaður brasiliska liðsins og það var einmitt áttibesta marktækifærið er hann skaut i bliöarnetið af stuttu A blm.fundi i gær afhenti Bjarni Felixson formaður lands- liðsnefndar KSf blaðamönnum skrá yfir 17 manna hóp knatt- spyrnumanna sem valdir hafa verið til landsliðsæfinga fyrir landsleikinn við Færeyinga 3. júli nk. Þessi hópur mun hafa verið valinn fyrir hálfum mánuði, og að sögn Bjarna getur hann breyst eitthvað fyrir leikinn og allt eins að i liðið verði teknir menn sem ekki eru á þessum lista, og enda eins gott, þar eð manni sýnist vanta nokkra af bestu knatt- spyrnumönnum landsins i hópinn, en aftur á móti eru þar menn sem maður hefur vart heyrt nefnda fyrr. En hópur sá sem nefndin hefur valið litur þannig út: Þorsteinn ólafsson ÍBK Astráður Gunnarsson ÍBK Karl Hermannsson IBK Gisli Torfason ÍBK Marteinn Geirsson Fram Asgeir Eliasson Fram Guðgcir Leifsson Fram Jón Pétursson Fram Diörik Ólafsson Viking Magnús Þorvaldsson Viking Jóhannes Eðvaldsson Val Hörður Hilmarsson Val Teitur Þórðarson t.A. Matthias Hallgrimsson t.A. Atli Þ. Héðinsson KR Ottó Guðmundsson KR Ólafur Sigurvinsson ÍBV Golfklúbba-stríð deilur milli GR annarsvegar og GK og GN hinsvegar Mjög harðvitugar deilur eru komnar upp milli Golfklúbbs Reykjavlkur annars vegar og hinsvegar Golfklúbbs Ness og Golfklúbbsins Keilis i Hafnar- firði hinsvegar, og standa þessar deilur i sambandi við mótahald klúbbann. Nú stendur yfir hjá GN P/It- kcppnin svo kallaða, sem er eitt af stórmótum sumarsins, m.a. stigamót. A sama tima sctur GR upp innanfélagsmót hjá sér i Grafarholti, og að sögn GN-manna skipar GR sinum mönnum að hætta við þátttöku i P/R-keppninni, en taka þátt i innanfélagsmóti GR. Þá ásaka GR-menn GN- menn um að hafa sett á hjóna- kcppni I golfi á sama tima og Slazinger-keppnin var hjá GR og þar með dregið úr þátttöku i keppninni. Kjartan L. Pálsson, einn af forráðamönnum GN, sagði i viðtali við Þjóðviljann að þetta væri ckki rétt hjá þeim GR-mönnum. Upphaflega hafi CC-keppnin átt að vera þá helgi, og miðað við að það stæðist,. hefði hjónakeppni GN ckki skemmt neitt fyrir, en svo var ákveðið að fresta CC- kcppninni og taka Slazinger- keppnina i staðinn og þá hafi verið orðið of seint að fresta hjónakeppninni. Kjartan staðfesti að upp væru komnar miklar deilur milli klúbbanna, nánast strið, sagði hann. Vonandi tekst þessutn aðilum að ná sáttum. Það.er engum til góðs að i- þróttafélög standi i harðvitug- um deilum cins og þessum. —S.dór Mótaskrá KSÍ komin út Mótaskrá KSl er komin út, en i bókinni er að l'inna dag- og tima- setningu allra þeirra kappleikja sem mótanefnd KSf sér um. Þá eru og i bókinni gagnlegar upp- lýsingar fyrir knattspyrnuáhuga- menn eins og verið hefur undan- farin ár. Helgi Danielsson, formaður mótanefndar KSf, sagði á blm.fundi i gær, að prentaraverk- fallið hefði seinkað útkomu bók- arinnar svo sem raun er á. Þá gat hann þess að það væru á sjöunda hundrað leikir sem mótanefnd KSf þarf að sjá um niðurröðun á yfir keppnistimabilið, og er þá miðað við alla aldursflokka. UMSJÓN SIGURDÓR SIGURDÓRSSON

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.