Þjóðviljinn - 14.06.1974, Side 13
Föstudagur 14. júni 1974 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13
T ónlistarlœkningar
Fundir
G-listans á
Norður-
landi
eystra
Almennir stjórnmálafundir
Alþýðubandalagsins i Norður-
landskjördæmi eystra verða
sem hér segir:
Húsavik
laugardaginn 15. júni klukkan
4 siðdegis i félagsheimilinu.
Ræðumenn: Jónas Arnason,
Stefán Jónsson, Soffia Guð-
mundsdóttir, Angantýr
Einarsson og Jóhanna Aðal-
steinsdóttir.
Raufarhöfn
sunnudaginn 16. júni klukkan
1.30 eftir hádegi i félagsheim-
ilinu.
Ræðumenn: Stefán Jónsson,
Soffia Guðmundsdóttir og
Angantýr Einarsson.
Þórshöfn
sunnudaginn 16. júni klukkan 5
siðdegis i félagsheimilinu.
Ræðumenn: Stefán Jóns-
son Soffia Guðmundsdóttir,
Angantýr Einarsson og Heim-
ir Ingimarsson.
Fundir á Dalvik, ólafsfirði
og Akureyri verða haldnir um
aðra helgi og verða nánar
auglýstir siðar.
Hér á landi er stödd bandariski
tónlistarlæknirinn frú Helen
Bonny, sem vinnur við rannsókn-
ir og sáiiækningar hjá Geðsjúk-
dómarannsóknastofnun Mary-
landrikis, Baltimore.
Frú Bonny mun halda fyrirlest-
ur með tóndæmum um tónlistar-
lækningar föstudagskvöldið 14.
júni kl. 20.15 i sal Tónlistarskól-
ans, Skipholti 33.
Laugardaginn 15. júni heldur
Helen Bonny svo heilsdags nám-
skeið i tónlistarlækningum ásamt
Geir Vilhjálmssyni sálfræðingi.
Hefst námskeiðið kl. 09.00 að
morgni og stendur með viðeig-
andi matar- og kaffihléum fram
til kl. 20.00 um kvöldið i húsnæði
Jógastöðvarinnar, Hátúni 6.
KAÍRÓ 12/6 — Tvær milljónir
Egypta eru taldar hafa fagnað
Nixon Bandarikjaforseta er hann
kom til Kairó í dag í austurferð
sinni, og er hermt að forsetinn
Kjöt
Framhald af 8. siðu.
i siðasta mánuði, en aðeins 94
cent á súpermarkaði i Washing-
ton. Lærisbitar kostuðu þar hins
vegar aðeins 1,14 dollara pundið,
en 2,38 i Paris, 2,59 i Washington
og 4,19 dollara i Stokkhólmi.
Hveitibrauð kostaði 21 cent
hleifurinn i Buenos Aires, 55 cent i
Bonn, 33 cent i Washington,62 cent
i Brasiliu og 68 cent i Stokkhólmi.
A námskeiði þessu verða sýnd
undirstöðuatriði þeirrar tegundar
tónlistarlækninga, sem Helen
Bonny stundar, en hún byggir á
djúpri slökun og innleiðslu i mót-
tækilegt sálarástand áður en hin
sérstaklega valda tónlist er látin
hljóma af segulbandi. Tónlistin er
samvaldir kaflar úr klassiskum
tónverkum. Lengd hvers pró-
grams er yfirleitt á bilinu frá 30
og uppi 120 minútur. Verður farið
i 3 mismunandi prógröm á nám-
skeiðinu, og að loknu hverju pró-
grammi gefst þátttakendum
tækifæri til að ræða um reynslu
sina og vinna úr henni. — Að-
gangur að fyrirlestrinum er öll-
um heimill. Simi Rannsókna-
stofnunar Vitundarinnar er 25995.
hafi aldrei inætt sllkum
fagnaðarlátum fyrr, hvorki
heima né erlendis, og einnig er
sagt, að Egyptar liafi aldrei
fagnað nokkrum erlendum
þjóðhöfðingja jafn innilega, en
móttökurnar sem Krjúsjof
leiðtogi Sovétmanna fékk við
komuna til landsins fyrir tiu ár-
um eru þó helst taldar komast I
samjöfnuð.
Græn bylting
Framhald af bls. 6.
Á stöku stað er áhersla lögð á þörf
aukinna vistfræðilegra athuguna.
Svo virðist þó skina i 'gegn, að
þessu sé skotið inn á milli, tiðar-
andans vegna, en ekki af skilningi
á fræðigreininni. Mestu fé til
þessarra rannsókna virðist eiga
að veita til Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins, en mér vitanlega
hefur hún engan vistfræðing i
sinni þjónustu.
Marktækasta dæmið og það,
sem i hnotskurn sýnir vistfræði-
legan þankagang nefndarmanna,
er það, að nefndin leggur til að
rúmka strax lagaheimildir til
þess að vinna á grágæsum og álft-
um og að kannað verði, hvort
unnt sé að vinna skipulega gegn
grasmaðki. — Ef farið verður að
tillögum þessum, er eins við þvi
að búast, að formaðurinn verði að
beita sér fyrir friðun grasmaðks
og álfta innan fárra ára i Nátt-
úruverndarráði. Ekki öfunda ég
hann af þvi.
1 aðfaraorðum áætlunarinnar
er sagt, að hún miðist við það, að
þjóðhátiðarárið 1974 verði tekin
ákvörðun um svo myndarlegt
átak, að takast megi að bjarga
þeim jarðvegi og gróðri, sem nú
er i hættu, i minningu um ellefu
alda byggð i landinu. Þetta eiga
að vera tillögur um endurgjald
þjóðarinnar til landsins, og með
þeim eiga íslendingar að eignast
betra land. Mér býöur i grun, að
samstaða hafi náðst um á nýaf-
stöðnu þingi meðal allra þing-
flokka að samþykkja þessar ti!-
lögur á þjóðhátiðarþingi i sumar.
Mun formaður nefndarinnar hafa
sótt það mál allfast. Þó að ráð
þessarra manna hafi á stundum
gefist vel, vona ég þeim takist
aldrei að sannfæra þjóðina um að
ráða megi bót á ellefu alda rán-
yrkju með tilbúnum áburði. Hver
og einn ætti að hugleiða, hvort
trúlegt sé að byggja megi upp
með tilbúnum áburði á fáum ár-
um, náttúruleg lifsamfélög til
jafns við, hvað þá betri en þau,
sem náttúran sjálf hefur myndað
á þúsundum ára. 1 minum augum
er það jafn varanleg aðgerð og að
mála hús sin með vatnslitum.
Aðalfundur
Hjúkrunarfélags Islands verður haldinn
20. og 21. júni, og hefst með kjörfundi á
skrifstofu félagsins að Þingholtsstræti 30
fimmtudaginn 20. júni kl. 12 á hádegi.
Kjörfundur stendur til kl. 22.
Fulltrúar mætið til aðalfundar I Átthagasal Hótel Sögu
föstudaginn 21. júni kl. 9.30 að niorgni.
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.
Stjórnin.
Egyptar fagna Nixon
Hafnarfjördur
Viölagasjóður óskar eftir til-
boðum í 3 verksmiöjuframleidd
timburhús í Hafnarfirði.
Tvö húsanna eru byggö af
Misawa í Kanada og eru 96.3 m2
að stærð og á einni hæð. Eitt er
byggt af Conta í Danmörku,
er 121.6 m2 að stærð og á einni
hæö. Lóö verður frágengin og
hellulagður gangstígur.
Sýning húsanna
Akureyri
Viölagasjóður óskar eftir til-
boðum í 5 verksmiðjuframleidd
timburhús á Akureyri. Húsin eru
byggð af Misawa í Kanada og
eru 96.3 m2 aö stærð og á einni
hæð. Lóð verður frágengin og
hellulagður gangstígur.
öll húsin verða til sýnis sunnudag 16. júni n.k. frá kl. 2-6 slödegis.
Greiðsluskilmálar
Húsin verða seld með minnst 50% útborgun af söluverði á Akureyri og með minnst 60% útborgun af
söluverði I Hafnarfiröi og greiöist sú upphæðá næstu 12 mán. eftir að kaupsamningur er gerður, með
hægilegu millibili. Er þá við það miðað að kaupandi fái húsnæðismálalán (E-lán), sem hann ávisi til
Viðlagasjóðs til lækkunar á eftirstöðvunum. Að öðru leyti lánar Viðlagasjóður eftirstöðvarnar til 7
ára með 10% vöxtum.
Tllboð
SVEFNM 5. 297 zl 4ERB 2i: 2 Arr 7 233 Da 7 776 20 1 :
-H 0»NÓUR o Di ELOMUS .1. *& r BOROStOFA 7r 7 2«7 2 0 ■
þvOtTUS 20 3S6 3 QV . : *m 1.
EJá BXO “4 — ANOOVSj 1
CONTA: 121,6 m2
Tilboð er tilgreini verð og nánari greiðsluskilmála sendist skrifstofu Viölagasjóðs, Tollstöðinni við
Tryggvagötu I Reykjavlk, fyrir kl. 17, föstudaginn 21. júní n.k.
MISAWA: 96,3 m2
Viðlagasjóður Tryggvagötu 19 Rvk. Sími 18 3 40