Þjóðviljinn - 14.06.1974, Side 14

Þjóðviljinn - 14.06.1974, Side 14
14 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 14. júni 1974 LEIF NORMAN ROSSE GULL- HANINN hann. Hann viröir hana fyrir sér meö ánægju. Það á að ræsa fram mýrar og votlendi, skipuleggja stærri humlagarð, gera tilraunir með hamp og hör — hollenskar kýr og spænskt sauðfé... Og það sem mest er um vert: akurlendið verður aukið. Hægt verður að rækta korn á stóru, samfelldu svæði. Verðið mun hækka á næstu árum, á korni sem timbri, skógar og akurlendi búa yfir miklum auði. Þetta á að verða fyrir- myndarbúskapur, sem á að trýggjs fjárhagsafkomu ættar- innar um alla framtið. Ekkert getur hindrað hann i þvi. Hafði hann verið of meinlaus við bóndann sem var með upp- steit? Að visu hafði hann gefið sig og yfirgefið býli sitt ásamt skylduliði og húsdýrum eins og hann hafði fengið fyrirmæli um, en með réttu hefði átt að senda hann til hýðingar eftir nætur- heimsóknina. Hvernig færi ef bændur og múgamenn hættu að virða eignarréttinn? Það var siðla kvölds sem það gerðist og húsið var i fastasvefni. Eina hljóðið sem rauf þögnina var urgið i fjaðrapennanum i vinnuherberginu, riddaraliðshöf- uðsmaðurinn hafði vanið sig á að skrifa hjá sér helstu viðburði dagsins á'ður en hann gekk til náða. Gult ljósið frá oliulampan- um náði naumast út fyrir skrif- borðið, herbergið var rokkið. Allt i einu heyrði hann lágt hljóð, og þegar hann leit upp, gat hann greint veru i dyragættinni. Há- vaxinn, dökkklæddur karlmaður stóð þar hreylingarlaus og það hvítmataði i augun. — Hver eruð þér, hvað viljið þér? spurði hann hranaiega um leið og hann stóð upp og lyfti lampanum. En um leið þekkti hann manninn; það var bóndi sem hafði búið á einni hjáleigunni hans, lotinn, gamall vinnuþræll ó- friður og nauðasköllóttur. Höfuðsmaðurinn hafði alltaf Listahátíö íReykjavík 7—21 JÚNÍ MIÐAPANTANIR í SÍMA 28055 o VIRKA DAGA KL 1 6.00 — 1 9.00 haft andúð á þessum manni, al- veg frá barnæsku. Ef til vill var það vegna augnanna. Hvitan var óeðlilega áberandi og það var eins og hann deplaði aldrei aug- unum. Og svo var þessi hnöttótti, gljáandi skalli — sagt var að hann hefði misst hárið þegar hann var drengur. Með hægð gekk hann inn i herbergið og starblindi á riddaraliðshöfuðsmanninn. — Þú átt ekkert með að reka mig af jörðinni minni, sagði hann. — Jörðinni þinni? hreytti hinn út úr sér. — Þú veist mætavel að jörðin er hluti af óðalinu. Þú hefur fengið að sitja á henni sem hjá- leigu, en nú þarf ég sjálfur á henni að halda. Þú hefur fengið bréf upp á það frá ráðsmanninum minum. — Þetta er engin hjáleiga, ég hef aldrei greitt afgjald eða unnið skylduvinnu. — Það sannar það eitt, að þú hefur ekki uppfyllt skuldbinding- ar þinar. Ég gæti rukkað þig um margra ára afgjald ef ég vildi, en ég skal ekki gera það ef þú flytur burt mótþróalaust. Hingað til hafði gamli maður- inn haft stjórn á sér, en nú steig hann feti framar og þreif harka- lega i borðplötuna. — Ég á upp- komna syni, sagði hann. — Ætlun- in var að hann Pétur tæki við jörðinni, hann er elstur. — Ef til vill get ég útvegað þér og sonum þinum eitthvað að gera svaraði höfuðsmaðurinn. — En ég hef annað að gera við jörðina. Svona, farðu nú. — Ég er enginn daglaunamað- ur, sagði bóndinn og nú varð röddin næstum ógnandi. — Ekki synir minir heldur. Kaupmaður- inn dó snögglega, það gafst ekki timi til að festa það á blað, en hann lofaði... Ég átti að taka við jörðinni án afgjalds. Öðalseigandinn hló hæönislega. — Og hvers vegna, ef ég mætti spyrja? Heldurðu að faðir minn hafi verið einhver glópur sem gaf frá sér jarðnæði og skóglendi? Gamli maðurinn kyngdi, hann virtist vera að hugsa sig um, en svo tók hann til máls: — Ég átti að fá jörðina sem þökk fyrir hjálpina. Ég var ungur þá og gerði það sem sem hann bað mig um. — Iljálpaðirðu löður minum? Og hvaða hjálp gastu svo sem veitt honum að þú verðskuldaðir heila jörð að launum? Enn einu sinni hugsaði gamli maðurinn sig um. Siðan fór hann að tala. Hægt og stirðlega sagöi hann svo lurðulega sögu, að höf- uðsmaðurinn sat orðlaus. Loks spurði hann: — Þessi fáránlega saga, sem þú hefur sagt hér um föður minn heitinn — hafa aðrii; vitneskju um hana? — Nei, aldrei. Ég lofaði að segja engum frá þvi. Reyndu það þá ekki fram- vegis heldur, það kæmi þér ekki að neinu gagni. Þú hefur séð Stokkinn á Torginu? Og þú veist hvernig hýðing gengur fyrir sig. Fyrst er glæpamaðurinn hlekkj- aður á höndum og fótum, siðan er höfuðið fest með hálsjárninu. Og siðan bregður hrisvöndurinn á leik. Sá hýddi er oft i óviti að refs- ingunni lokinni, en hægt er að vekja' hann til lilsins með fötu af köldu vatni og þar stendur hann sjálfum sér til háðungar. Og eftir það vill enginn hafa neitt saman við hann að sælda, hann er dæmd- ur glæpamaður, stimplaður til æviloka. Skilurðu hvað ég á við? En bóndinn lét ekki hræða sig. — Þú hefur ekkert yfir mér eða jörðinni minni að segja, sagði hann. —Þú hefur engan rétt til að reka mig burt. Ef þú reynir það, skal ég segja frá öllu saman, ég skal segja frá þvi sem kaupmað- urinn sagði og.... Þá reis höfuðsmaðurinn á fætur og hrópaði fokreiður: — Skilurðu það þá ekki, aumur maður, að væri þessi lygi þin Bókhaldsaðstoð með tékkafærslum ®BÚNAÐARBANKINN \T|/ REYKJAVÍK sönn, þá ættirðu skilið þyngstu refsingu. Ef þú segir þessa frá- leitu sögu þina, ertu sjálfdæmdur. Þá verður hýðing ekki látin nægja, heldur lendirðu i tukt- húsinu. Farðu nú, og hafirðu ekki yfirgefið jörðina að þrem dögum liðnum með allt þitt hafurtask, skaltu hljóta verra af! — Þú skalt fá að sjá eftir þessu, hvæsti gamli bóndinn. — Ég skal... En áður en hann komst lengra, hafði höfuðsmaðurinn, stæltur og sterkbyggður, þrifið i bringuna á honum og stuggað honum fram i ganginn. Siðan ýtti hann honum hranalega að útidyrunum, opnaði þær og hratt öldungnum niður tröppurnr, svo að hann hrasaði og datt endilangur i sandinn. Riddaraliðshöfuðsmaðurinn er ungur, en hann er ekki alveg óvanur þvi að fást við fólk,. Her- mennskan hefur kennt honum að agabroti verður að refsa harka- lega, mildi er heimska. Faðirinn hafði verið alltof gæfur gagnvart bændunum. Hann var kaupmaður, það voru fyrst og fremst viðskiptin sem hann hafði áhuga á. Búreksturinn var alltaf aukaatriði hjá honum, bændurnir fengu að hafa alla sina hentisemi. Og nú hefnir það sin. Höfuðsmaðurinn hefur ónota- , legt hugboð um að hann hafi verið of mildur. Það hefði átt að refsa bóndanum, öðrum til viðvörunar. En nú skal verða tekin upp önnur stefna. Þýski ráðsmaðurinn hefur verið aðstoðarliðsforingi hann veit hvers virði agi er, hann mun refsa þeim bændum sem reynast uppástöndugir. En nú vill hann ekki hugsa meira um þetta. Jörðin var rýmd áður en tilskilinn frestur rann út og ráðsmaðurinn er byrjaður að hrinda áætluninni i framkvæmd. Stundarkorn rýnir höfuðs- maðurinn með ákafa i plögg og útreikninga, en sm&m saman verður of heitt til að hann geti unnið. Sólin er komin framhjá stóra enska grenitrénu sem skyggt hefur á lystihúsið. Það er kominn timi til að fá sér blund. Þá heyrast drunur i fjarska, skot? Aðrar drunur, vissulega var þetta skot! Og enn eitt! Hvað er þetta? Hylling? En það er ekki von á neinu kóngafólki né erlendum herskipum, að þvi er hann best veit. Og hver ætti að vita það betur en hann. Hann leggur við hlustir en það heyrast ekki fleiri skot. Þess i stað heyrir hann lágan dyn eins og i trumbum. Hann skimar gegnum litla gluggann i áttina að borginni. Yfir henni hvilir hita- nróða, það er ógerningur að greina einstök borgarhverfi eða byggingar, hann getur ekki einu sinni greint virkið almennilega. Þá fyrst verður honum ljóst hvað hann hefur heyrt. Aðvörunarskotin þrjú, neyðar- trumburnar og nú kirkju- klukkunar. Það brennur i Kristianiu! Ilann finnur sjónaukann og beinir honum að borginni og nú er hann ekki lengur i neinum vafa. Þykkur reykur liggur yfir öllu hafnar- hverfinu og logatungur teygja sig upp á syðstu bryggju. Það eru sjóbúðirnar sem brenna! Svo virðist sem eldurinn hafi komið upp i nánd við troðfullar vöru- skemmurnar hans og hér eru mikil verðmæti i húfi. Hamingjan sanna. Hann hleypur niður að aðal- byggingunni. Fjöldi fólks hefur safnast saman fyrir framan hana og starir i átt til bæjarins og bendir i uppnámi i áttina að sjóbúðunum sem standa i Ijósum loga. Allir lita spyrjandi á höfuðs- manninn þegar hann nálgast, og Vibeke konan hans, hleypur á móti honum. En hann má ekki vera að þvi að tala viö neinn, gefur bara stuttaraleg fyrirmæli og þegar hann kemur aftur út i reiðfötum eftir andartak, er búið að leggja á besta hestinn hans. Og hann flengriður til borgarinnar. Gyldenhahne höíuðsmaður fer löngum hratt yfir, hvort heldur hann er riðandi eða akandi, en aldrei fyrr hefur hann verið svo fljótur inn til bæjarins. Aðeins tuttugu minútum siðar er hann búinn að binda rennsveittan hestinn i portinu hjá kaupmanni i Vaterland og tekur á rás niður að höfn. Við fyrstu sýn sér hann að sjóbúð fjölskyldunnar er brunnin til grunna ásamt öllu sem i henni var: salti og korni og öllum nýja varningnum sem fluttur var heim FÖSTUDAGUR 14. júni 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnirkl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- i; ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. k Morgunstund barnanna kl. 8.45: Bessi Bjarnason endar n lestur sögunnar ,,Um loftin p blá” eftir Sigurð Thorlacius |’ (15). Morgunleikfimi kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli atr. Spjallað við bændur kl. 10.25. Morg- u unpopp kl. 10.25. Tónleikar kl. 11.00: St. Martin-in-the- u Fields hljómsveitin leikur Sónötu fyrir strengjasveit i< nr. 2eftir Rossini / Dietrich Fischer-Dieskau syngur i< ,,Þrjár sonnettur Petrarca” eftir Liszt / Jascha Silber- stein og Suisse Romande 2( hljómsveitin leika Fantasiu fyrir selló og hljómsveit eft- ir Masschet / Janos Starker og Gerald Moore leika All- egro appassionate fyrir selló og pianó op. 43. eftir Saint-Saéns. 2( 2.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. ,2.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 2 3.00 Við vinnuna :Tónleikar. 4.30 Siðdegissagan: ,,Vor á bilastæðinu” eftir Christi- ane Rochefort. Jóhanna 2! Sveinsdóttir les þýðingu 2! sina (13). 15.00 Miðdegistónleikar. Sin- fóniuhljómsveit. Lundúna leikur „Gullöldina”, ballett- 2! svitu eftir Sjostakovitsj, Je- an Martinon stjórnar. Hljómsveit óperunnar i Rómaborg og Nýja fil- 2! harmóniuhljómsveitin, Mir- ella Freni og Nicholai Gedda flytja ariur og dúetta eftir Donizetti; Pradelli og Downes stjórna. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið. 17.10 Tónleikar. 17.30 i Norður-Ameriku aust- anverðri. Þóroddur Guð- mundsson skáld fly tur ferðaþætti (6). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Spurt og svarað.Guðrún Guðlaugsdóttir leitar svara við spurningum hlustenda. 20.00 Sinfónia nr. 3 i Es-dúr „Hetjuhljómkviðan” op. 55 eftir Beethoyen. Sinfón- iuhljómsveit iítvarpsins i Baden-Baden leikur; Her- bert Blomstedt stjórnar (frá útvarpinu i Baden-Baden). 20.55 Seinustu ábúendur i Arnabotni. Árni Helgason stöðvarstjóri i Stykkishólmi flytur erindi. 21.30 Útvarpssagan: „Gatsby hinn mikli” eftir Francis Scott-Fitzgerald. Atli Magn- ússon les þýðingu sina (4). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Búnaðar- þáttur. Jón Viðar Jón- mundsson ráðunautur talar um kynbætur nautgripa. 22.40 Létt músik á síðkvöldi. Leon Sarsh, James Last og The Howards syngja og leika. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 20.00 Fréttir. 20.25 Veöur og auglýsingar. 20.30 Kapp með forsjá. Bresk- ur sakamálamyndaflokkur. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 21.25 Flokkakynning. Siðari hluti. F’ulltrúar stjórnmála- flokka, sem bjóða fram lista við alþingiskosningarnar 30. júni, kynna stefnumál sin i sjónvarpssal. t þessum hluta kýnningarinnar koma fram fulltrúar frá Fram- sóknarflokknum, Alþýðu- flokknum og Fylkingunni. 23.10 Dagskrárlok. Au^lýsing frá bæjarsímanum Götu- og númeraskrá fyrir Reykjavik, Seltjarnarnes, Kópavog, Hafnarfjörð og Bessastaða- og Garðahrepp, simnotendum raðað eftir götunöfnum og i númeraröð, er til sölu hjá innheimtu Landssimans i Reykjavik, afgreiöslu Pósts og sima i Kópavogi og Hafnarfirði. Upplag er takmarkað. Verð götu- og númeraskrárinnar er 1.000 kr. fyrir utan sölu- skatt. Bæjarsiminn i Reykjavik Indversk undraveröld. Mikiö úrval af sérkcnnilegum, handunnum munum til tækifærisgjafa, m.a. Bali-styttur, veggteppi, gólf-öskubakkar, vegg- og horn- hillur, rúmteppi og púðaver, bahk- og ind- versk bómullarefni, Thai- og hrásilki, lampa- WB&f fætur, gólfvasar, slæður, töskur, trommur, (il |] tekk-gafflar og -skeiðar i öllum stærðum, skálar, öskubakkar, kertastjakar, borðbjöll- ur, vasar, könnur og margt fleira nýtt. Einnig reykelsi og reykelsisker. Mikið úrval ef mussum. Jasmin Laugavegi 133 (við Hlemintorg).

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.