Þjóðviljinn - 15.06.1974, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.06.1974, Blaðsíða 1
Rœtt við Guðjón Jónsson form. Málm- og skipa smiðasambandsins Furðulegt að Björn hafði ekki samráð 1 framhaldi af þeirri frétt sem Þjóðviljinn birti i gær um breytingu á reglugerð um or- lofsgreiðslur sem Björn Jóns- son félagsmálaráðherra gerði þann 1. febr. sl. sneri biaðið sér til Guðjóns Jónssonar for- manns Málm- og skipasmiða- sambandsins. Hann sagði m.a.: „Ég tel það furðulegt að Björn Jónsson skuli án sam- ráðs við fulltrúa verkalýðs- samtakanna ákveða slika breytingu á reglugerðinni. Hann gefur út þessa breyt- ingu þann 1. febr. sl. á sama tima og hann er með annan fótinn i samningavið- ræðunum um kaup og kjör sem undirritaðir voru þann 27. febr. Hann minnist þá ekki á þetta við nokkurn mann, og maður með hans starfsreynslu innan verkalýðshreyfingar- innar veit vel hvaða ákvæði hafa gilt og að ýmis félög voru þá að semja og undirrita kjarasamninga þar sem hug- takið fastráðinn starfsmaður telst vera maður með eins mánaðar uppsagnarfrest. All- ir aðilar vinnumakaðarins gerðu samninga með það i huga að ákvæði reglugerðar- innar væru óbreytt. Þegar við svo biðjum um reglugerðina nú um daginn þá kemur þetta i ljós, og þetta kemur jafn flatt upp á báða aðila i málmiðnað- inum bæði atvinnurekendur og málmiðnaðarmenn. Við vor- um á fundi með atvinnurek- endum i morgun, og þar lýstu þeir þvi yfir að fyrst um sinn myndu þeir greiða orlof i sam- ræmi við okkar venjur og samninga, þ.e., að fastur starfsmaður teljist sá sem hefur eins mánaðar uppsagn- arfrest. Þvi verður ekki um neinar sérstakar aðgerðir eða mótmælabref af okkar hálfu i þessu máli að sinni. Hins veg- ar skil ég ekki hvað félags- málaráðherra Birni Jónssyni gekk til með þessu, það er mér algerlega óskiljanlegt og það mun vist hafa komið fleirum á óvart”. Tölvuskráin sem VL-menn vildu leyna: NÝTIST ÍHALDINU í KOSNINGUM VL-menn þola illa sannleikann og hóta málshöfðun gegn þeim sem tala — sjálfir kjósa þeir þögnina Tölvuskráin sem hinn samansvarni hópur, VL-13, gerði um undirskrifendur að ávarpi „Varins lands" hefur ekki komið opinber- lega fram í dagsljósið, en tilvist hennar er staðreynd. Hún var notuð í sveitar- stjórnarkosningunum 26. maí sl., og það er verið að beita henni í þessum mán- uði. Tölvuskráin er i vörslu hund- tryggra sjálfstæðismanna, manna eins og Þórs Vilhjálms- sonar, Ragnars Ingimarssonar, Þorsteins Sæmundssonar, Þorvaldar Búaáonar og Harðar Einarssonar, og þeir hafa afhent Fulltrúar ihalds og framsóknar sem myndað hafa helmingaskiptastjórn i Kópavogi. Frá hægri: Sigurð- ur Helgason (D) forseti bæjarstjórnar, Magnús Bjarnfreðsson Jóhann H. Jónsson (báðir frá Fram- sókn), Axel Jónsson (D) Richard Björgvinsson (D) og Stefnir Helgason (D). Framsókn í Kópavogi valdi íhaldssamvinnu! Bæjarfulltrúar Framsóknar reyndust peð i höndum aftur- haldskliku Jóns Skaftasonar og nokkurra braskara sem telja hagsmunum sinum best borgið i samstarfi við ihaldið. Bæjarfull- trúi frjálslyndra vinstrimanna rauf I-lista samstarfið við Fram- sókn og neitaði ihaldssamvinnu, enda hafði tekist málefnasam- staða milli fulltrúa I-listans og Alþýðubandalagsins. 1 gær var haldinn fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar i Kópavogi. Þar tóku höndum sam- an fulltrúar Framsóknar og Sjálf- stæðisflokksins sex að tölu og mynduðu meirihluta, en I and- stöðu eru þrir fulltrúar Alþýðu- bandalagsins, einn krati og Sigur- jón Ingi Hillariusson fulltrúi SFV. í DAG Postuli neikvœðisins „Það er ekkert, sem stjórnin hefur gert, sem hún ekki lofaði að gera ekki. Þeir, sem gera það helst, sem þeir lofa að gera ekki, eru ekki traustsins verðugir". Hver mælir svo spaklega og hnitmiðað? Sjá greinina „Ó, hann Jóhann" á 13. siðu. Fyrir fundinn höfðu I nokkra daga staðiö viöræður milli flokka um samstarf. 1 haldið haföi boðiö I-lista Framsóknar og Samtak- anna upp á samstarf eins og var fyrir kosningar. Alþýðubandalag- ið hafði einnig boðið I-listanum samstarf, og á viöræðufundum hafði náðst málefnaleg samstaða um eftirfarandi yfirlýsingu: „Við undirritaöir bæjarfulltrú- Framhald á bls. 13 Þór Vilhjálmsson prófessor, kunnáttumaður i þeim fræðum er lúta að vernd á einkahögum manna, sérhæfður i þvi hvernig farið er i kringum þá varnarmúra með tölvusetningu persónulegra upplýsinga. kosningaskrifstofu Sjálfstæðis- flokksins útskriftir og aðra vél- unna lista upp úr henni. 1 gegnum starfsmann NATOs á íslandi, Magnús Þórðarson — öðru nafni „húsmóðirln” i Velvakandadálk- unum — hefur bandariska sendi- ráðið og upplýsingaþjónusta þess aðgang að tölvuskránni. Vel má vera að prófessor Þór Vilhjálmsson, sérfræðingur i þvi hvernig fara á i kringum anda laganna að þvi er varðar vernd á einkahögum manna, hafi stungið eintaki af tölvuspólunni sjálfri að vinum sinum og vandamönnum i forystu Sjálfstæðisflokksins, svo að þeir geti að vild tekið afrit af tölvuskránni og véltengt hana öðrum persónuskrám flokksins. Þjóðviljinn hefur ekki sannanir um, hvort svo er. Á mann eins og prófessor Þór Vilhjálmsson má öllu trúa. Em- bættishlutverk hans er að fræða um lög og rétt byggjandi á stjórnarskrá lýðveldisins íslands. Einn af hornsteinum hennar er réttur hvers einstaklings — og krafa — til verndar á einkahögum sinum. Prófessorinn þessi tekur virkan þátt i þvi að brjóta niður Framhald á bls. 13 Aflaverðmœti skuttogaranna upp úr sjó á þessu ári: Þrir miljarðar Hagrannsdknardeild Frain- kvæindastofnnnar rikisins hefur gert áætlun um afla- verðmæti skuttogaranna uppúr sjó á þessu ári, og kem- ur i ljós að það vcrður um 3 miljarðar króna. Þessi afli fullunninn mun vera að verð- mæti um 5 miljarðar króna eða nær 25% af heildarút- flutningsverðmæti sjávar- afurða. Taliö er að um 100 manns þurfi á bak við hvern skut- togara, þ.e. áhöfn og land- verkafólk, sem þýðir að 2500 manns vinnur að þessari verð- mætasköpun. Það er þvi ástæða til aö spyrja hvaða vinnu hefði þetta fólk, ef vinstri stjórnin heföi ekki keypt skuttogarana til lands- ins? Þeir væru sjálfsagt ekki I vinnuaflsskorti hjá Kockums i Sviþjóð eða i Astraliu ef vinstri stjórnin hefði farið sömu leið og „viðreisnar- stjórnin”. Áætlun framkvæmda- stofnunarinnar er miðuð við fiskverð eins og þaö er i dag, og inni i dæminu er sá afli skuttogaranna sem þeir landa erlendis, og -er þá búiö að draga frá allan kostnað svo sem tolla, löndunarkostnað og önnur útgjöld. 1 áætluninni er gert ráð fyrir aö verðmæti afl- ans skiptist þannig, að um 600 miljónir séu fyrir sölur er- lendis, en 2400 miljónir fyrir afla landaðan heima. Ekki hefur Framkvæmda- stofnunin gert neina áætlun um hve mikils virði þessi afli er fullunninn, en fróðir menn telja að óhætt sé að margfalda verðmæti hans upp úr sjó með tveimur, og sé það vægt reiknað. Þá verður útkoman sú að skuttogararnir skili af sér verðmætum sem nemi um 5 miljörðum kr. eða um það bil 25% af verðmætum útfluttra sjávarafurða okkar. A þessu sést glöggt hvers virði það hefur verið þjóðar- búinu að vinstri stjórnin skuli hafa keypt þessa skuttogara til landsins, fyrir svo utan það hvað þeir skapa mörgu fólki atvinnu og þá frekast á þeim stöðum þar sem rikti algert atvinnuleysi I tið „viðreisnar- stjórnari’nnar”. —S.dór *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.