Þjóðviljinn - 15.06.1974, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.06.1974, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓDVILJINN Laugardagur 15. júni 1974 |CA Pl (B ■■ i r\l i WM ICI H IOS KENJAR Mynd: Francisco Goya y Lucientes Mál: Guðbergur Bergsson 62. Hver hefði trúað slíku Eitthvað hefur slest upp á vinskap- inn. Nornirnar berjast naktar og hár- reyta hvor aðra. Á frumteikningunni falla þær fyrir björg og einhver urðar- köttur svifur yfir þeim. Hérna er ófreskja að draga þær til sin i djúpið. Staðurinn og stundin eruóákveðin, eins og jafnan, en Baudelaire gat sér þess til, að orrustan ætti sér stað annað hvort i óskapnaðinum eða uppi á reg- infjöllum. Mér virðist hún verða háð á hinum sigilda þrihyrningi Goya. Ekki eru allir á einu máli um kyn rifrildisseggjanna. A-handritið segir: „Tveir lostafullir karlar verða étnir af ófreskjum.” L-handritið telur fullum fetum, að þarna séu „Karl og kerling að reyna nýjar samfarastellingar. Þau rifast yfir illum árangri, og ófreskjur lostans draga þau i djúpið”. P-hand- ritið gefur i skyn, að tvær nornir séu þarna i samförum. Hins vegar hefur Goya skrifað með blýanti á frumteikn- inguna: „Nornunum hlekkist alltaf á, hversu hátt sem þær fljúga.” Þetta sannar aðeins það, að skoðanir manna, og túlkun þeirra á einhverju á- kveðnu viðfangsefni, geta verið jafn margvislegar og mennirnir. En við- fangsefnið er óbreytt eftir sem áður. Hugur mannsins hefur engin áhrif á það, heldur öfugt. Hugmynd af mynd er annað en myndin sjálf. Hún er nýr raunveruleiki, sem tekur á sig nýja og nýja mynd, endalaus, uns ekkert verð- ur eftir af frummyndinni. Bjarti flöturinn, þar sem nornirnar hafa haslað sér völl, átti eftir að verða rikjandi i striðsmyndum Goya. Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið hefur sent frá sér eftirfarandi athugasemd vegna blaða- skrifa um veitingu héraðslæknisembættisins í Eyrarbakkahéraði: Hinn 18. april sl. var Eyrar- bakkalæknishérað auglýst laust til umsóknar. Umsóknarfrestur var til 15. mai og embættið veitt frá 1. júni 1974. Tveir læknar sóttu um embætt- ið, Konráð Sigurðsson, héraðslæknir i Laugaráslæknis- héraði, og Magnús Sigurðsson, heimilislæknir i Reykjavik. Umsóknir voru sendar til nefndar þeirrar, er um getur i 33. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, en þar segir svo: „Ráðherra skipar 3 lækna i nefnd, er metur hæfni umsækjenda um stöðu landlæknis, stöður yfirlækna, sér- fræðinga, héraðslækna og lækna heilsugæslustöðva”. I þessari nefnd sitja aðilar til- Veiting héraðslœknisembœttis á Eyrarbakka: I samræmi við vilja héraðsbúa nefndir af Læknafélagi Islands og læknadeild Háskóla Islands og landlæknir, sem er formaður nefndarinnar. I afgreiðslu þessa máls tóku þátt þeir Guðmundur Jóhannsson, læknir, Þorvaldur Veigar Guðmundsson, læknir, og Benedikt Tómasson, settur land- læknir. I álitsgerð þeirra um umsækjendur, er þeir sendu Otrúlega ldgt verð ^&CUUUIt SLÆR ÖLL Einsföres gaeöi MET EINKAUMfiOD: TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐID Á ÍSLANDI SOLUSTAÐIR: Hiólbaröaverkstæðið Nýbarði, Garðahreppi, simi 5060S. Skodabúðin, Kópavogi, simi 42606. Skodaverkstæöið á Akureyri h.f^simi 12520. tSAHUM Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar, Egilsstöðum. BREGST EKK/ simi nss. ráðuneytinu og dagsett er 21. mai, segir svo, er þeir hafa rakið starfsferil umsækjenda: „Samkvæmt framansögðu hefur Konráð unnið 2 1/2 ár samtals á sjúkrahúsum, en um 8 1/2 ár sem héraðslæknir. Magnús hefur unnið hátt á áttunda ár á sjúkra- húsum, aðeins 3 mánuði i héraði, en um 6 ár að heimilislækningum. Nefndin er sammála um að báðir umsækjendur séu hæfir til að gegna héraðslæknisembættinu i Eyrarbakkahéraði. En þegar litið er yfir heildarstarfsferil þeirra telur hún Konráð Sigurðsson hæfari til að gegna héraðslæknis- störfum.” Það er túlkun ráðuneytisins á orðalagi 33. greinar laga um heil- brigðisþjónustu, sem til er vitnað hér að fframan, að það sé ekki hlutverk nefndar þeirrar, er þar um ræðir, að raða umsækjendum, heldur einungis að meta hvort þeir eru hæfir eða ekki til að gegna tilteknu starfi, enda segir svo i 4. málsgr. sömu laga- greinar: „Ráða má eða skipa hvern þann lækni til starfa samkvæmt þessari grein, sem hæfur hefur verið talinn.” Um það leyti er umsóknarfresti um stöðu héraðslæknis i Eyrar- bakkalæknishéraði lauk, bárust ráðuneytinu tvö bréf, hið fyrra frá sveitarstjórn Eyrarbakka- hrepps undirritað af Þór Hagalin, sveitarstjóra, hið siðara frá hreppsnefnd Stokkseyrarhrepps undirritað af Steingrimi Jónssyni sveitarstjóra i Stokseyrarhreppi. Þessi bréf eru svohljóðandi: „Heilbrigðismálaráðherra, Laugavegi 172, Reykjavik. 16. mai 1974. Við veitingu héraðslæknis- embættis i Eyrarbakkalæknis- héraði, sem samkvæmt auglýsingu er væntanleg næstu daga, óskum við eftir þvi að koma á framfæri við yður óskum frá ibúum á Eyrarbakka, sem margitrekað hefur verið farið á leit við okkur, að Magnúsi Sigurðssyni verði veitt embættið. Málaleitun okkar byggist á kynnum ibúanna af Magnúsi og reynslu þeirra af störfum hans frá þeim tima, er hann hljóp i skarðið fyrir héraðslækninn hér, og aflaðí sér álmenns trausts og vinsælda. Auk þess, sem að okkar mati er ekki siðra atriði, hefur Magnús áður sótt um embætti þetta, án þess að fá veitingu, og hefur sýnt mikinn áhuga á þvi að setjast hér að. Að Magnús skuli um svo langt árabil hafa leitað eftir þvi að setjast að hér þykir okkur auka likurnar á þvi að fá að njóta starfskrafta hans lengur en ella.. Virðingarfyllst, sveitarstjórn, Eyrarbakkahrepps, Þór Haga- lin.” Hækkanir á banka- vöxtum Almennir bankavextir hafa verið hækkaðir verulega i ýmsum löndum hin siðari misseri, og tengist það hinum vaxandi óstöðugleika sem gætir nú hvar- vetna i auðvaldslöndum. Um mitt ár 1973 voru almennir bankavextir i Bretlandi 7,5%. Þeir voru siðan hækkaðir i nokkr- um stökkum og komust upp i 13% i nóvember það ár. Siðasta breytingin á þeim, sem oss er kunnugt um, varð 5. april sl., og voru þeir þá settir I 12,25% Allan fyrrihluta ársins i fyrra stóðu bankavextir i 7% i Dan- mörku, en þeir hafa nú verið i 10% siðan i janúar sl. 1 Frakklandi stóðu vextir i 7,5% á fyrra árshelmingi 1972, en hafa siðan i fyrrahaust staðið i 11%. Kissinger vekur furðu vestra WASHINGTON — Sam- kvæmt fréttum eru Bandarikja- menn yfir sig hlessa á þvi hátta- lagi Kissingers utanrikisráðherra að fara að vatna músum frammi fyrir blaðamönnum i Salzburg, en það gerði hann þegar blaðamenn spurðu dálitið fruntalega út i af- skipti hans af Watergate-málum, en komið hefur fram að Kissinger hafi átt hlut að simahlerunum i tengslum við einhver þeirra mála. Bandariskir fréttamiðiar kaiia snökt Kissingers kynlegustu og óskiljanlegustu framkomu sem bandarfskur utanrikisráð- herra hafi nokkrusinni sýnt af sér i svo þýðingarmikilli ferð er- lendis. „Hr. landlæknir, ólafur ólafsson, Arnarhvoli, Reykjvik. 17. mai 1974. Á fundi hreppsnefndar Stokks- eyrarhrepps, sem haldinn var fimmtudaginn 16. mai 1974, kom fram eftirfarandi: ...að ein umsókn hefur borist um . héraðslæknisembættiö á Eyrarbakka, sem laust hefur verið til umsóknar, eftir andlát Einars Th. Guðmundssonar, héraðs- læknis. Umsækjandi er Magnús Sigurðsson, læknir i Reykjavik, sem mönnum er hér að góðu kunnur þar sem hann var hér fyrr á árum aðstoðarlæknir á Eyrar- bakka, i embættistið Braga Ólafssonar, læknis. Það er sameiginlegt álit hreppsnefndar- manna að mjög væri æskilegt að nefndum Magnúsi Sigurðssyni sé veitt héraðslæknisembættið á Eyrarbakka, sem veitast á 1. júni nk. Virðingarfyllst f.h. hreppsnefndar Stokkseyrarhr., sveitarstjórinn i Stokkseyrarhr, Steingrimur Jónsson. Afrit sent heilbrigðismálaráð- herra”. Að þeim upplýsingum og gögn- um fengnum, sem hér er til vitn- að, var það mat ráðherra, að rétt væri að veita Magnúsi Sigurðs- syni, lækni, héraðslæknisembætt- ið, og var við veitinguna tekin full hliðsjón af yfirlýstum vilja hér- aðsbúa i málinu. 1 þessari veitingu felst að sjálf- sögðu ekkert vanmat á störfum Konráðs Sigurðssonár, héraðs- læknis i Laugaráshéraði, þvi að hann hefur reynst traustur læknir og er virtur embættismaður. I heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu 12. júni 1974. F.h. r. Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.