Þjóðviljinn - 15.06.1974, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.06.1974, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. júni 1974 UOOVIUINN MáLGAGN SÓS!alisma VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. (Jtgefandi: Ctgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Evsteinn Þorvalds$on Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) rPrentun: Blaðaprent h.f. LAUNAMENN! ÞAÐ ER OF SEINT AÐ ÁTTA SIG EFTIR KJÖRDAGINN Það er allt tómt, segir Morgunblaðið, allir sjóðir uppétnir: Byggingasjóður, vegasjóður, fiskveiðasjóður, fram- kvæmdasjóður, stofnlánadeild landbún- aðarins og svo framvegis, og svo mikill er ákafinn við að sýna og sanna að allt sé bókstaflega á hausnum að ráðvandir em- bættismenn hafa séð sig til þess knúna að höfða mál á hendur ihaldsmálgögnunum fyrir skrif þeirra. Margir hafa áreiðan- lega tekið eftir þvi i flokkakynningu ihaldsins i sjónvarpinu, að hreinn og beinn fögnuður var yfir þvi, að nú væri1 einn skuttogarinn kominn á uppboðsskrá, en eftirlætisviðfangsefnið siðustu vikurnar hefur einmitt verið að hamra á þvi, að allt væri á hausnum i togaraútgerðinni. Um leið og almenningur sér þennan of- stækisáróður ihaldsins, er nauðsynlegt að hafa hugfast, að megnið af upphrópunun- um á að þjóna þeim tilgangi i fyrsta lagi, að koma höggi á stjórnarflokkana, en i annan stað að gera ihaldinu kleift að beita sinum aðferðum i efnahagsmálum eftir kosningar, ef það nær hreinum meirihluta eins og það stefnir nú að. Upphrópanirnar um tómu sjóðina eiga að vera til þess að undirbúa jarðveginn fyrir lifskjaraskerð- inguna. Það er þess vegna að i málgögn- um ihaldsins er algert tómáhljóð, þegar Þjóðviljinn krefst þess, að málgögnin geri grein fyrir þvi, hvað Sjálfstæðisflokkurinn ætli að gera eftir kosningar. Málgögn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki neitað þvi að flokkurinn muni beita sér fyrir stórfelldri gengislækkun að kosning- um ioknum, ef afturhaldið nær meirihluta. Málgögn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki neitað þvi að höggvið verði gersamlega á samband verðlags og kaupgjalds. Morgunblaðið hefur ekki neitað þvís að ihaldið muni skera niður félagslegar framkvæmdir, þar með talin sjúkrahús og skóla, eða elli- og örorkubætur, ef það nær völdum á íslandi í kosningunum 30. júm. Það er ennfremur nauðsynlegt að al- menningur veiti þvi athygli, að íhaldið hefur sjálft viðurkennt að hagur almenn- ings sé góður, og málgögn þess hafa ekki reynt að hrekja þær tölur Þjóðviljans, sem sanna að kaupmáttur almennra launa hef- ur aldrei verið hærri en nú. Það er og nauðsynlegt að almenningur geri sér ljóst að það er of seint að átta sig eftir kosningar, ef ihaldið nær þeim meiri- hlutavöldum sem það stefnir að. Reynslan af viðreisnarstjórninni sannar að hún mun ekki láta landflótta eða atvinnuleysi á sig fá. Þegar ráðherrar viðreisnarstjórnar- innar voru spurðir um landflóttann i sjón- varpsþætti fyrir fimm árum svöruðu þeir þvi einu að utanferðirnar væru aðeins til marks um frelsi sem menn nytu hér á landi til ferðalaga! Þegar þeim var sagt að nauðsynlegt væri að kaupa 15 skuttog- ara til landsins, eins og flokksráðsfundur Alþýðubandalagsins haustið 1969 lagði til, var þvi svarað að hér á landi væru engin ráð til sliks og ekki unnt að fá til þess f jár- magn. Þegar ihaldinu var bent á að færa yrði út landhelgina til þess að treysta at- vinnugrundvöllinn var það kallað „frunta- skapur” og „siðleysi”. Það kom að visu stundum fyrir að ihald- ið skildi verkfallsbaráttu, en þá var árangur verkfallanna oftast hirtur aftur með aðgerðum afturhaldsmeirihlutans á alþingi, meirihluta sem fólkið í landinu velti svo i kosningunum 1971, 13. júni. Áróður ihaldsins siðustu dagana hefur sem fyrr sagði þann tilgang að skerða kjör almennings eftir kosningarnar, ef það nær meirihluta. Geir Hallgrimsson og fylgi- fiskar hans vilja hirða þann gróða sem hefur á siðustu árum verið tekinn af þeim með verðlagseftirliti og hvers konar fé- lagslegum aðgerðum. Launamenn! Það er of seint að átta sig þegar farið verður að telja upp úr kjör- kössunum. Kjörseðillinn er vopn i kjara- baráttaog hvert einasta atkvæði greitt Al- þýðubandalaginu er krafa um að varð- veita og treysta þau lifskjör sem islenskir launamenn hafa áunnið sér á siðustu ára- tugum með verkföllum og með aðild sósialista að rikisstjórnum landsins. Verulega öflugt Alþýðubandalag er hin eina pólitiska trygging sem launamenn geta haft. Danskir listamenn í Norrœna húsinu Þrír danskir listamenn, leikkonan Lone Herz, óperusöngkonan Bonna Söndberg og píanóleikar- inn og tónskáldið Torben Petersen, fluttu saman dagskrá á vegum lista- hátíðar í Norræna húsinu á miðvikudagskvöld. Á dag- skránni voru textar og Ijóð eftir 23 höfunda og 14 tón- skáld, frá átjándu öld til vorra daga. Erfitt er að finna eitthvað sér- stakt sameiginlegt með þvf ólíka efni, enda var dagskráin einfald- lega nefnd: Að vera til. Raunar er engin ástæða til að kvarta yfir efnisvalinu. Þá má segja, að sá hluti dagskrárinnar, sem helgaður var þvi látlausa, alþýðulega og skoplega, hefði mátt aukast á kostnað hins upp- hafna og hátiðlega. Af fyrrnefndu tagi má nefna það sem flutt var eftir Ambroisus Stub (tónl. Sperontes), H.C. Andersen (tónl. P. Schierbeck), Nis Petersen, Piet Hein og Sten Kaalö. Og eftir- minnilegasta þátt dagskrár- innar: Börnerim eftir Hálfdan Rasmussen með tónlist eftir Torben Petersen. 1 þeim þætti var um fullkominn samleik allra þriggja að ræða; annars komu leikkonan og söngkonan fram á vixl með undirleik. Þar sem við Islendingar eigum heldur drungalegri og tilþrifa- litilli upplestrarhefð að venjast, má gera ráð fyrir að flestum áheyrendum verði hinn til- breytingarriki og fjörlegi flutningur Lone Herz á ljóðum og lausu máli e’ftirminnilegastur frá Lone Herz þessari kvöldstund. Það sætir minni tiðindum fyrir okkur að hlusta á fyrsta flokks tónlistar- fólk. Fögnuður áheyrenda var sér- stakur. Synd að listahátið skuli ekki hafa ráð á sal, sem er minni en Háskólabló, en stærri en er i Norræna húsinu. Hann var of litill að þessu sinni. Hörður Bergmann. Frímerkja- sýning um helgina Um næstu helgi mun Lands- samband islenskra frimerkja- safnara gangast fyrir frimerkja- sýningu i Hagaskóla undir nafninu FRtMERKI '74. Sýningin verður opnuð föstudaginn 14. júni kl 17 og stendur fram á sunnu- daginn 16. júni, eða aðeins i 3 daga. A Frimerki ’74 verða sýnd frimerki I 76 sýningarrömmum, þar af 69 i samkeppnisdeild og 7 utan samkeppni. Dómnefnd þriggja kunnra frimerkja- Framhald á bls. 13 Um ritskoðun og íhaldsmóðursýki Kosninga- hornið Undarlega verður Morgun- blaðinu vel ágengt I þvi, að sýkja fólk af móðursýki sinni i garð þeirra vondu manna, sem ekki hafa móttekið fagnaðarer- indi ihaldspostillunnar. Þeir menn heita einu nafni kommún- istar, hvort sem þeim er það sjálfum ljúft eða leitt. Það leiðir svo af sjálfu sér i kredduáróðri Moggans, að slikir menn séu handbendi djöfulsins hér á jörðu, og málsvarar kúgunar, einræðis og fasisma. Höfuðein- kenni moggalyginnar koma skýrt i ljós i þessum áróðri, allir verstu lestir ihaldseminnar eru dregnir fram i dagsljósið og heimfærðir upp á óvininn. Gömul og oft gegn hugtök eru færð I nýjan búning og þeim gef- in ný merking, en siðan er það stöðug endurtekning lyginnar, sem gildir. Gamaigróið og snjallt áróðursbragð, sem ihaldið hefur tileinkað sér, að gefnu raungóðu fordæmi Göbbels. Eitt gott dæmi um slika mis- notkun hugtaka er slagorð þessara forréttindapostula um „græna byltingu” og „valdið til fólksins”. Siendurtekinn merk- ingarlaus orðavaðall þeirra si- ast inn i fólkið, sem með timan- um fær þá trú, að ef til vill séu þeir ekki sem verstir þessir skarfar, alla vega ekki verri en glamurpungarnir hjá krötun- um, sem hafa gert þau grónu fyrirheit til alþýðunnar, sem felast i orðunum: freisi — jafn- rétti — bræðralag, að merking- arlausu kerlingavæli. Taumlaust klifa þessir læri- sveinar nasismans á ritskoðun og skoðanakúgun i Sovétrikjun- um, þó þeir láti hjá liða að geta samskonar aðgerða sálubræðra sinna I bandalagi „vestrænnar samvinnu”. Ekki þarf þó að lita út fyrir landsteinana til að fá dæmi um kúgunartilhneigingar þessara hugsjónariku lýðræðis- unnenda. Eða skyldu ekki margir muna þá tið, þegar kalda striðið stóð i hvað mestum blóma, og forsætisráðherra ihaldsins tók með sér neðan úr útvarpi segulbandsspólur til að hlusta á heima hjá sér, svo hann gæti sjálfur dæmt um og ákveð- ið, með tilstyrk liðsmanna sinna i útvarpsráði, hvaða efni fengi þar inni. Ekki þarf einu sinni að leita til þeirra tima, þegar kalda striðið var að byrja og Björn Franzson var rekinn frá útvarpinu með fréttaskýringaþætti sina, vegna þess að þeir drógu of mikinn dám af þeim skoðunum, sem uppi voru á Norðurlöndum, og Jónas Arnason var látinn hverfa af sama vettvangi með þátt sinn, Heyrt og séð, vegna þess að honum varð það á að fræða hlustendur um Keflavikurflug- völl. Miklu styttra er að minnast ársins 1969, þegar þáverandi ásetningarkálfur Framsóknar, dr. Ölafur Ragnar Grimsson stjórnmálamaður, komst I ónáð útvarpsins vegna gáleysislegra þátta sinna um landsmálin. Að- ur en það kom til voru látnir fjúka úr sölum útvarpsins þeir PállBergþórsson,sem talaði um gönguveðrið 1. mai, og Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráð- herra, sem benti á, að viðar væri óánægja með kerfið en i Sovét, og tók sem dæmi mót- mælaölduna meðal ungs fólks i Bandarikjunum, og spilaði af þvi tilefni mótmælasöng, sung- inn af Joan Baez, sem þótti höfuðsynd. Til hvers halda menn svo, að Magnús Þórðarson, vakthundur bandarisku leyniþjónustunnar Og málaliði NATO, sitji fundi nú verandi útvarpsráðs sem vara- maður Þorvaldar Garðars Kristinssonar? óánægjugelt út- taugaðrar húsmóður I vestur- bænum, i Velvakanda Moggans, vegna barnatima Olgu Guðrún- ar, gefur óneitanlega visbend- ingu um uppruna sinn. Ekki voru siður sár kvalvein Halldórs Blöndal, núverandi hugmynda- fræðings Sjálfstæðisflokksins, út af sama máli, þegar honum var hleypt i útvarpið i vetur. Ekki þarf að fara i neinar grafgölur með, hvaða ástand myndi rikja i opinberum fjöl- miðlum á Islandi, ef ihaldið kæmist i stjórnaraðstöðu. Orðið hlutleysi,einkum i sambandi við skoðanaflutning, er sumsé orð sem ihaldið hefur gert að merk- ingarlausu skripi eða öllu held- ur snúið við merkingunni á. Ef út yrði gefin orðabók ihaldsins, myndi skilgreining þess hljóða eitthvað á þessa leið: „Hlutleysi =þjónkun við borgaralegan hugsunarhátt og ráðandi stétt auðvaldsins. Getur þýtt inisbeiting valds, til að bægja frá óþægilegum aðilum.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.