Þjóðviljinn - 16.06.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.06.1974, Blaðsíða 3
Sunnudagur 16. júni 1974 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Rætt við Ragnar Geirdal Hér er rætt við Ragnar Geirdal, verkamann, um starf hans hjá Orkustofnun, bilaviðgerðir, siðustu kjarasamninga og framtið verkalýðsbaráttunnar á íslandi. Ragnar á sæti i stjóm Dagsbrúnar og er i 11. sæti á framboðslista Alþýðubandalagsins i Reykjavik i komandi kosningum. Verðum að forðast einstrengingshátt og einangrunarstefnu Kagnar Geirdal er þritugur verkamaður, sem skipar 11. sæti framboðslista Alþúðubandalags- ins i Reykjavik. Ragnar er borinn og barnfæddur Reykvikingur, en foreldrar hans eru Ingúlfur Geir- dal, kennari og Svanhildur Hauksdóttir. Ragnar er maður kvæntur, býr i Breiðholtinu og á þrjú börn. Iiann hefur síðastliðin fiórtán ár starfað við réttingar á biium og viðgerðir alls konar, auk þcss að fást við ýmsa járnsmiða- vinnu. Núna vinnur hann á verk- stæði Orkustofnunar á daginn, en hefur viðgerðir að aukastarfi á kvöldin. Við hcfjum viðtalið með þvi að spyrja Ragnar, hvað liann geri hjá Orkustofnun. — Þar vinn ég við alhliða við- gerðir á þeim farartækjum, sem Orkustofun ræður yfir o.fl., en sé lika um að taka til viðlegubúnað fyrir hópana, sem fara á vegum stofnunarinnar upp i óbyggðir. Finn ég til eftir pöntun bæði tor- færubúnað fyrir bilana og úti- legutæki alls konar. Þeir ófaglærðu bera uppi bilaviðgerðirnar — Nú ert þú einn af þessum þúsundaþjalasmiðum, sem allt leikur i hendi og hefur lengi unnið að hvers kyns málmsmiðum, auk annars. Hefurðu aldrei haft hug á þvi að fara i Iðnskólann? — Nei, það hef ég ekki, og það hefur sinar ástæður. Mestu veld- ur að mér likar ekki þetta úrelta námskerfi, sem við lýði er i iðn- kennslu, meistarakerfið svo- nefnda. Það er til litils að eyða fjórum árum á verkstæði i eigu einhvers meistara sem maður kemst á samning hjá, en gera litið annað en sópa gólf og taka til mestallan timann. Hitt er svo annað mál, að flestir þeir, sem vinna að bilaviðgerðum hér á landi eru ófaglærðir verka- menn. Ef við tökum réttinga- menn sem dæmi, þá eru þeir held ég all flestir ólærðir. Það var einu sinni til félag réttingarmanna, en ég held að það sé alveg dottið upp fyrir. Sjálfur er ég félagi i Dags- brún. Annars þyrftu þeir sem vinna við bilaiðnaðinn, að eiga sér eitt og sama stéttarfélag. Eins og nú er þá eru bifvélavirkj- ar sér, bilasmiðir með sitt félag og réttingamenn félagslausir. Það væri svipað og með járn- smiðina, þeir eru allir i sama fé- laginu, þótt það megi skipta þeim niður i rennismiði, ketilsmiði og vélvirkja. Það er svo annar handleggur, að það eru þeir ófaglærðu, sem bera bilaiðnaðinn uppi. Meirihluti þeirra manna ætti auðvitað að til- heyra Dagsbrún. Þessir menn halda uppi viðgerðarþjónustunni, þegar þeir, sem menntaðir eru i faginu hlaupa i önnur arðbærari störf. Slikt hefur svo sem hent, og getur hent hvenær sem er aftur, ef atvinnuaátandið býður upp á það. Siðustu samningar voru svik við láglaunafólk — Hvernig finnst þér ófaglærð- ir verkamenn hafa farið út úr sfð- ustu samningum? — Það er ekkert launungar- mál, að á meðan Dagsbrúnar- menn sátu i Háskólablói og ræddu samningana, og vissu ekki annað en verið væri að ganga frá rammasamningum, þá settust meistarar og iðnsveinar hver i sitt horn og svikust aftan að ófag- lærðu verkafólki. Verkafólk i framleiðslustörfum er enn sem fyrr lægst launaða vinnuaflið. Og útkoman er sú, að I reynd er verkalýðshreyfingin aldrei sundraðri og óþroskaðri en ein- mitt nú. — Hvaða áhrif höfðu samning- arnir i Straumsvfk á heildar- samningana? — Samningarnir við sviss- neska auðhringinn i Straumsvik höfðu vissulega nokkur óheillaá- hrif á samningana úti á Loftleiða- hóteli. Útkoman þar varð sú, að lægstu launin hækkuðu minnst. Þar var mælikvarðinn ekki verkamennirnir, heldur uppmæl- ingin. Þar var sett fram sú krafa, að hreyfa ekkert við visitölunni, og auðvitað var fallist á það, þar sem erlendum eigendum álvers- ins hlýtur að vera hagur i þvi, að verðbólgan sé sem mest hérlend- is. — Hvað gerðist i samningum iðnaðarmanna? — Þegar iðnaðarmenn setjast að samningum, er það einu sinni svo, að meistararnir ætla sjálfum sér ekki skarðan hlut. Þeir fá prósentur af hverjum iðnsveini, sem þeir hafa i vinnu, svo gróði þeirra eykst um leið og kaupið hækkar. Hagsmunir meistaranna erú ekki þeir sömu og hagsmunir þeirra sem flytja út fisk t.d. Út- flytjandinn getur ekki velt hækk- un launa út i verðlagið innanlands eins og meistararnir geta heimt- að hækkun á útseldri vinnu. A sama hátt og Verslunarmannafé- lagið og Verslunarráð hafa lýst á- skorun á hendur þvi opinbera um að aflétta hömlum á vöruverði, þrýsta félög i málmiðnaði o.fl. á hið opinbera um að hækka verð útseldrar vinnu. Útkoman úr þessum samningum er sú, að lög frumskógarins réðu þvi hverjir báru mest úr býtum. Það var réttur hins sterkari, sem gilti. Þeir sem i bestri aðstöðu voru, fengu mest, sem bitnar aftur á hinum,sem minna mega sin, þeg- ar þeim hækkunum er velt út i verðlagið. Þeir sem minnstar hækkanir fengu, verða þvi skilj- anlega verst úti. En það er ein- mitt fólkið, sem vinnur við undir- stöðuatvinnugreinarnar. Málmiðnaðarmenn vinna lang- fæstir uppmælingavinnu, en sú hækkun sem þeir fengu, var i rauninni ekki annað en staðfest- ing þeirrar yfirborgunar, sem þeir nutu fyrir. Hún var einfald- lega felld inn i samninga þeirra núna, til að rétta hlut þeirra gagnvart þeim, sem i uppmæl- ingu vinna. Gallinn er hinsvegar sá að með þessum samningum hækkaði uppmælingin hlutfalls- lega jafnmikið, þannig að ekkert hefur áunnist til að leiðrétta þennan mismun. — Nú voru ýmis fyrirheit gefin á siðasta ári um að bæía kjör lág- launahópanna? — Þau fyrirheit um að bæta kjör hinna lægstlaunuðu, sem gefin voru á Reykholtsráðstefn- unni i haust, voru svikin i samn- ingunum. Það var til dæmis aldrei rætt um visitöluna i þess- um samningum, en mikið hafði Bifreiðaréttingamenn, eins og Ragnar, eru flestir ófaglærðir. Ragnar Geirdal viö vinnu sina hjá Orkustofnun. Ljósm. Þjóðviljans, Ari Kárason. verið talað um það áður, að setja á hana þak. Algjör sundrung rikir um það hvar og hvernig setja eigi á hana þakið. Eigum enga samieið með iðnaðarmönnum lengur Dagsbrún og Verkamannasam- bandið eiga afdráttarl'aust að skera sig út úr þessari samvinnu við iðnaðarmannafélögin til að vera ekki meðábyrg i svona vinnubrögðum. Það er fráleitt, að láglaunahóparnir standi sem beittasta vopnið i verkalýðsbar- áttunni, en sé svo i reynd beitt fyrir vagninn hjá þeim, sem hærri laun hafa. A sama tima geta verkalýðsforingjar á borð við Hannibal og Björn Jónsson klifað á hinum heilaga samnings- rétti verkalýðshreyfingarinnar, þó svo að viss öfl kljúfi sig út og sprengi alla rammasamninga, sem gera átti. Staðreyndin er sú, að innan A.S.t. hefur launamis- réttið aldrei verið meira. — Hvernig finnst þér að haga eigi baráttunni i framtiðinni? — Meðal Dagsbrúnarfélaga rikir mikil reiði þessa dagana, vegna samninganna. Ef hugur fylgir máli, ættu þeir algjörlega að hundsa það I framtíðinni að eiga nokkra samleið i baráttunni, með hærra launuðum hópum. Menn verða' þó að varast það að einangrast i baráttunni, fyrir tóman einstrengishátt. Menn verða að ihuga það, að timinn vinnur með okkur i ýmsum mál- um, sem virðast eiga langti land i dag. Full yfirráð yfir lifeyrissjóð- unum og fullkomnari atvinnu- leysistryggingar eru lika mjög brýn mál, sem vinna verður val aö, til að sigur sé tryggður i þeim. Ekki bara hlekkirnir sem við höfum að missa En það eru ekki bara hlekkirn- ir, sem við höfum að missa ef baráttan harðnar. Mjög margir verkamenn hafa lagt i miklar fjárfestingar og steypt sér i skuldir, til að koma þaki yfir höf- uðið á sér, og þeir eru hræddir um að missa það, ef of geyst er farið. Það verður umfram allt að forð- ast einstrenginshátt og einangr- unarstefnu i þeim átökum, sem framundan eru. Við erum greypt- ir inn i rikjandi þjóðfélagskerfi, og það er innan þess, sem við verðum að heyja okkar baráttu. Andstöðuhópur Fylkingarinnar innan Dagsbrúnar er t.d. ein- strengingslégur og þröngur hóp- ur, sem litið hefur haft til mál- -anna að leggja, varðandi það, sem raunverulega snertir okkar lif. En það er ekki nóg að kunna fræðin sin, menn verða lika að geta sett þau i rétt samhengi við þann veruleika, sem við lifum i. Það sem við þröfnumst mest i baráttunni innan Dagsbrúnar er umburðarlyndi og breið sam- vinna félaganna, sem gæti fætt af sér aukinn skilning verkamanna á hlutverki sinu og stöðu i þjóðfé- laginu. — Hvað viltu segja mér um lifsviðhorf verkafólks á lslandi núna? — Lifsviðhorfin i dag eru þann- ig, að þó allt i einu kæmi upp sú staða, að hægt væri að lifa góðu lifi af dagvinnunni einni, þá myndi lifsgæðakapphlaupið halda áfram og menn halda uppteknum hætti við að vinna sig i drep. Fólk er orðið svo gagnsýrt af velmeg- unaráróðrinum, að ef það yrði velmegunartákn allt i einu. að koma .sér upp köflóttu klósetti, myndu menn rjúka upp til handa og fóta, við að rusla út sinum gömlu hvitu, og fá sér nýtt. Verkalýðurinn er i svo gegndar- lausum eltingarleik við borgara- stéttina i ytri lifsgæðum, að fólk hefur nánast týnt sjálfu sér i kapphlaupinu. Að búa i mannsæmandi hús- næði, hvort sem maður eignast það með viðunandi kjörum eða leigir það við hóflegu verði, er jafnsjálfsögð krafa, og þaö var að fá að éta, i árdaga verkalýðsbar- áttunnar. En þegar alþýðan á allt i einu að fara að flengjast á frönsku rivieruna, til að spóka sig, bara af þvi að borgararnir hafa ráð á þvi að dvelja þar, i sinni úrkynjun, þá er hlutunum heldur en ekki snúið við. Rótgróin þjónkun við auðvaldið — Er hægl að koma á sósialisma hér? — Það er vafalaust hægt, en hann verður að koma neðan að, frá fólkinu sjálfu. Launafólk á að bindast samtökum um að koma upp fleiri sameignarfyrirtækjum Framhald á 21. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.