Þjóðviljinn - 25.06.1974, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.06.1974, Blaðsíða 1
UÚDVIUINN Þriðjudagur 25. júni 1974—39. árg. 106. tbl. Upphaf stúdenta- ofsókna á Islandi? Fyrrverandi ritstjóri Stúdenta- blaðsins mœtir fyrir rétti í dag í dag kl. 10 árdegis mun fyrrverandi ritstjóri og ábyrgðarmaður Stúdenta- blaðsins/ Rúnar Ármann Arthursson, mæta fyrir bæjarþingi Reykjavíkur til að hlýða á þingfestingu máls þess, sem tólf for- göngumenn undirskrifta- söf nunarinnar „varins lands" hafa höfðað á hend- ur honum. Tvö mál eru höföuö á hendur Rúnari, annars vegar eru það tólfmenningarnir sem sækja mál á hendur honum vegna greinar, sem birtist 1 Stúdentablaöinu 25. janúar sl., en hinsvegar eru fjórir háskólakennarar, sem telja sig hafa orðið fyrir ærumeiöingum af hálfu Rúnars i framangreindri grein og i bréfi sem hann sendi háskólaráði 27. mai sl. Það bréf birtist einnig i Stúdentablaðinu 5. júni, en i þvi svarar Rúnar álykt- un, sem háskólaráð sendi frá sér, vegna framkominnar kröfu fjór- menninganna um vitur á hann frá háskólaráði i tilefni af áður- nefndri blaðagrein. Meðal ákæruatriða eru ummæli eins og: „Þessir einlægu her- námssinnar...”, en i stefnu tólf- menninganna segir orðrétt um þessi um'mæli: „Stefnendur telja ummæli þessi móðgandi fyrir sig og að i þeim felist aðdróttun um, að hernám Islands eða herseta i landinu sé þeim sérstakt keppi- kefli eða hugsjón, sem er að sjálf- sögðu fjarstæða”. (Leturbr. Þjv.) 1 stefnu fjórmenninganna eru eft- irfarandi ummæli talin saknæm m.a.: „...afhjúpa sig sem mömmudreng ihaldsins...”, en um þau segir i stefnunni: „Þessi ummæli beinast að stefnandanum Jónatan. Hann gerir þvi einn Kúnar Ármann Arthursson kröfu vegna þessara ummæla, sem hann telur móðgandi fyrir sig og refsiverð...” Þá eru þar og tind til eftirfarandi ummæli m.a.: „...framagosann...”, en um þau segir: „Ummælin beinast að stefnandanum Þór. Telur hann ummælin móðgandi og krefst refsingar...” Um kröfu fjórmenn- inganna til háskólaráðs fjallaði Framhald á bls. 13 Jarðgufu- virkjun hraðað Iðnaöarráöuneytið hefur skipað nefnd til að undirbúa jarðgufu- virkjun við Kröflu eða Námafjall. Nefndina skipa: Páli Lúðviksson verkfræðingur (form.), Jón G. Sólnes, Ingvar Gislason, Ragnar Arnalds og Bragi Þorsteinsson. Nefndin er skipuð samkvæmt lögum frá siðasta Alþingi sem heimila rikisstjórninni að fela væntanlegri Norðurlandsvirkjun eða öðrum aðila að reisa jarð- gufuaflsstöð við Kröflu eða aust- anvert Námafjall með allt að 55 MW afli. Núhefurum alllangt skeið ver- ið unnið að undirbúningi að stofn- un Norðurlandsvirkjunar. Enda þótt sá undirbúningur sé vel á veg kominn þótti ekki ráðlegt að biða með ákvörðunartöku um jarð- gufuvirkjun á Mývatnssvæðinu þangað til að gengið væri endan- lega frá stofnun Norðurlands- virkjunar. Magnús. Svava. Þórarinn. Silja Eðvarö. Vilborg. Þorlelfur Sverrir Sýnum samstöðu gegn kaupráns- stefnu íhaldsins Baráttufundur Alþýðubandalagsins hefst klukkan níu í kvöld í Laugardalshöll Vinstrimenn: Fjölmennið í Laugardalshöll í kvöld Lúðrasveit Verkalýðsins Siguröur Rþnar Guömundur Afl gegn íhaldi Ræðumenn verða: Vilborg Harðardóttir Eðvarð Sigurðsson Svava Jakobsdóttir Magnús Kjartansson Fundarstjóri: Þórarinn Guðnason Fluttur verður upplestur úr ljóðum Guðmundar Böðvars- sonar Upplesarar eru: Þorleifur Hauksson Silja Aðalsteinsdóttir Sverrir Hólmarsson Alþýðupopp: Sigurður Rúnar Jónsson og félagar flytja Lúðrasveit Verkalýðs- ins leikur á fundinum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.