Þjóðviljinn - 25.06.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.06.1974, Blaðsíða 2
2 SÍÐA' — ÞJÓÐVÍLÍINN Þriðjudagiii- 2Í.' Jtfnt '1974. Mynd: Francisco Goya y Lucientes KENJAR Mál: Guöbergur Bergsson 66. Þarna fer þetta „Þarna fer norn á flugi með cfjoiuls skakklöpp (Sjálfsagt er átt við söguna Diablo Cojuelo, en hún er i flokki prakkarasagna, og flýgur þvi hér gott dæmi um tengsl myndaflokksins við spænskar bókmenntir.). Skakkfætti djöfsi, sem allir draga dár að, er engu aö siður stundum þarflegur,” segir L- handritið. Á frumteikningunni stendur skrifað: „Draumur”. Við erum á valdi draumsins, en ekki veruleikans. „Lærð galdranorn er að kenna læri- sveini sinum að hefja sig á loft á hækj- unni”. Og undir myndinni stendur pár- að með blýanti: „Galdrakerling á æf- ingu”. Venjulega er stór munur á skýring- um Goya sjálfs og skýringum hand- ritsins i E1 Prado-safninu, þótt hann sé sagður vera höfundur þess, en það er að sjálfsögðu hrein fjarstæða. Það sem hann hefur krafsað á frumteikning- arnar er litið annað en minnisatriði, en mál handritanna er túlkun, skoðun þeirra manna, sem skráð hafa skýr- ingarnar. Höfundar þeirra láta mynd- list verkanna ævinlega i friði, og er þar viturlega að farið. Myndlist verður ekki skýrð með orðum. En orð geta veriðhjálpartæki, sem vekur augað og forvitnina. Hún hefur áreiðanlega að- setur sitt i sjóntauginni. Þess vegna er forvitið fólk alltaf öðruvisi eygt en annað fólk, sem hugsar annað hvort aðeins um guð, eða alls ekki um neitt, nema þá grautinn sinn. Augu sliks fólks eru fróm, vegna þess að sjón þess fer ekki langt eða hærra en hallgrims- kirkjuturninn leyfir. Flikkað upp á Rauða torgið MOSKVU — Nú er unnið að mikl- um endurbótum á Rauða torginu i Moskvu. Verið er að flikka upp á grafhýsi Lenlns, sem reist var fyrir 44 árum og á að skipta um undirstöður þess og granitklæðn- ingu. Ahorfendapallar meðfram Kremlarmúrnum verða lagðir gráu graniti. Hresst verður upp á múrinn, þar sem margir frægðarmenn Sovétrikjanna eru grafnir, og svo Spasskiturninn. Þá verður hresst upp á torgið sjálft, en steinlagningin þar hefur látið á sjá vegna hinna þungu hervagna, sem yfir torgið fara á hátiðum. Framkvæmdum á að vera lokið fyrir sjöunda nóvember i haust. (APN) Þorskurinn sefur líka Murmansk (APN). Það er fyrst á siðustu árum, að visinda- mönnum hefur tekist að fá nokkurn veginn úr þvi skorið, að fiskar sofi likt og aðrar lifverur, þótt svefninn sé breytilegur eftir hinum ýmsu tegundum. Um djúpan svefn virðist einungis að ræða hjá fiskteg- un\im, sem annað tveggja eiga enga óvini, eða geta faliö sig algerlega. Túnfiskur, styrja, makrill og hákarl eru stöðugt á hreyfingu. 1 Norðursjó hafa verið gerðar athuganir, er sýna, að þessar fisktegundir koma venju- lega upp undir yfirborðið siðdeg- is, en við dögun leita þær á dýpra vatn til að hvilast. Sovéskir visindamenn hafa náð ljósmyndum á miklu dýpi i Barentshaf, þar sem greinilega má sjá sofnadi fisk, t.d. þrosk. Ol.SKÁKMÓTIÐ: Velimirovic sýn- ir sína bestu hlið Eins og ég hef drepiö á áður hafa fréttir af Olympíuskákinót- inu verið afar slæmar. Telst tii undantekninga að frétta um stöð- una i úrslitariðlunum og litið hef- ur borist af skákum. Mér hefur þó tekist að næla I 6 skákir frá mót- inu og birti 2 þeirra núna. Við skýringar hef ég haft hliösjón af skýringum sovéska skákmanns- ins Rasuvajevs I skákblaðinu „64”. Hvftt: Velimirovic (Júgóslaviu) Svart: Kanas (trak) Sikileyjarvörn 1. e4 C5 2. Rf3 dO 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 Be7 8. Df3 Dc7 9. 0-0-0 Rbd7 10. Bd3 b5 11. Hhel Bb7 12. Dg3 Þessum leik lék Spassky I 15. einvigisskákinni við Fischer. Leikurinn 12. Rd5 kemur einnig til greina og Velimirovic hefur beitt honum gegn Ljubojevic og sigrað. Hann telur þó, eins og Sapssky, að þessi leikur sé betri. Umsjón: Jón G. Briem 12. ... 0-0-0 Svona svaraði Fischer og Spassky lék 13. Bxf6 Rxf6, 14. Dxg7 og fékk betra tafl. 13. Bxb5 Þar lá hundurinn grafinn. Þessi glæsilega fórn gerir út um skák- ina. Athyglisvert er að Friðrik Ólafsson nefnir ekki þennan möguleika i skýringum sinum við einvigisskákirnar. 13. ... axb5 14. Rdxb5 Db6 15. e5 d5 urinn. Hvitur hótar nú 17. fxe6 fxe6, 18. exf6gxf6, 19. Hxe6 Dxe6, 20. Dc7 mát. 16. ... Rh5 17. Dh4 Bxg5 18. Dxg5 Rxe5 19. Dxh5 d4 20. Hxe5 dxc3 21. Rxc3 Hxdl 22. Dxdl Hd8 23. Del exf5 24. Hxf5 Dh6 25. Kbl Dxh2 26. Hxf7 Dxg2 Svartur berst hetjulegri bar- áttu en allt kemur fyrir ekki. Eftir 15. ... dxe5 hefði komið 16. fxe5 Rd5, 17. Bxe7 Rxe7, 18. Rd6 Kb8. 19. Rxf7 og hvitur ætti að vinna örugglega. 16. f5 Hér kemur enn einn glæsileik- 27. De6 Kb8 28. De5 Svartur tapar i það minnsta hrók og gafst þvi upp. Hér kemur svo seinni skákin, en hún minnti helst á leik kattar- ins að músinni. Hvitt: Spassky (Sovétr.) Svart: Levy (Skotland) Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 6. Be3 Bg7 7. f3 Rc6 8. Dd2 0-0 9. Bc4 Bd7 10. 0-0-0 Db8 Algengari leiðir i drekaafbrigð inu eru 10... Da5 og 10... Hc8. 11. h4 a5 12. Bh6 Nú stendur svartur á krossgöt- um. Hann getur leikið 12. ...Rxd4 og framhaldið orðið 13. Bxg7Rxf3 14. gxf3 Kxg7, 15. h5 Rxh5, 16. Hdgl Kh8, 17. Dg5 og hvitur nær vinnandi sókn. Betri leið vær þvi 12. ... Rxd4, 13. Bxg7 Kxg7, 14. Dxd4 b5, 15. Bd5 b4, 16. Re2 e5, 17. Dd2 Rxd5, 18. Dxd6 Be6. En svartur valdi þriðju leiðina og framhaldið kemur hér: 12. ... Rxe4 13. Rxe4 Bxd4 14. h5 d5 15. Bxd5 De5 16. Bxf8 Dxd5 Eftir 16. ... Hxf8, 17. hxg6 Dxd5, 18. Dh6 vinnur hvitur. 17. Dh6 Rb4 Ekki dygði 17. ... g5 vegna hins skemmtilega leiks 18. Rf6. 18. Hxd4 Dxd4 19. Bxe7 gefið Jón G. Briem. SÖLUSKATTUR Hér með úrskurðast lögtak fyrir sölu- skatti 1. ársfjórðungs 1974, svo og viðbót- arálagningum söluskatts v/ eldri tima- bila. Fer lögtakið fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa. A sama timaverður stöðvaður atvinnurekstur þeirra, sem ekki hafa gert full skil á söluskattinum, án frekari aðvar- ana. Bæjarfógetinn i Kópavogi, 21. júni 1974, Sigurgeir Jónsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.