Þjóðviljinn - 25.06.1974, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.06.1974, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 25. júni 1974. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 7 Þorsteinn Vilhjálmsson: Snöggsoðin sinnaskipti Eina leiðin til þess að koma I veg fyrir að svona nokkuð gerist — 32 hendur á lofti með þvf að hllta úrskurði Haag-dómstólsins —'er að Alþýðubandalagið vinni umtalsverðan kosningasigur á sunnudaginn kemur. — Myndina teiknaði Ragnar Lár. Æði margt I áróðri Sjálfstæðis- flokksins þessa dagana ber þess vott að forustumenn hans ætla is- lenskum kjósendum ekki sérlega gott minni. Eftir sjónvarpsum- ræðurnar i gærkvöld fæ ég ekki orða bundist um eitt slikt atriði, en það er „stefna” Sjálfstæðis- flokksins i landhelgismálum. Varla hafa fslenskir kjósendur gleymt þvi, að landhelgismálið var einmitt aðalmál alþingis- kosninganna fyrir þremur árum. Skilin i þessu máli voru mun skarpari en gengur og gerist i is- lenskum stjórnmálum. Annars vegar stóðu „vinstri” flokkarnir sem höföu mótað sér skýra sam- eiginlega stefnu þess efnis að samningnum alræmda við breta og vestur-þjóðverja frá 1961 skyldi sagt upp og fiskveiðilög- sagan færð út i 50 milur i siðasta lagi 1. september 1972. Hins vegar stóðu hægri flokkarnir tveir, sem slógu úr og i, vildu alls ekki tima- setja útfærsluna, heldur biða úr- slita hafréttarráðstefnunnar (sem er nú loksins að hefjast), og áttu auðvitað ekki auðvelt með að lýsa ógildan samning sem þeir höfðu sjálfir gert. Þessi glöggu skil komu skýrt I ljós hvar sem um þessi mál var rætt. Ég minnist til að mynda umræðna sem urðu um land- helgismál á þingi Æskulýðssam- bands íslands i byrjun mai 1971, þar sem ungir sjálfstæðismenn létu talsvert til sin taka (þetta var áður en þeir misstu itök sin i ÆSl og fóru i fýlu). Þar kom fram til- laga um að fiskveiðilögsagan skyldi færð ílt ekki siðar en 1. sept. 1972. Ungir sjálfstæðismenn á þing- inu héldu hins vegar „vöku” sinni og börðust hatrammlega gegn þeirri ósvinnu að setja slik tima- mörk. Fremstur i flokki þeirra var einmitt Jón Magnússon, sem var spyrill sjálfstæðismanna 1 sjónvarpinu i gær, og gott ef ekki Friðrik Sóphusson kollega hans lika. Þeir kumpánar urðu að láta i minni pokann I þessu máli, en það skiptir sosum ekki meginmáli hór. En nú er svo sannarlega komið annað hljóð i strokkinn. Liklega hafa flokksforingjarnir fundið illilega til þess, að hin tvibenta stefna þeirra i landhelgismálinu átti harla litinn hljómgrunn með- al almennings i landinu. Og þá gripa þeir ósköp einfaldlega til þess ráðs að kúvenda algerlega og þykjast nú vera allra manna harðskeyttastir i þessum málum. Nú á að færa fiskveiðilögsöguna út i 200 milur, hvorki meira né minna, og þaðá ekkert að vera að biða eftir einhverjum ráðstefnum úti I löndum, heldur segir Gunnar Tnoroddsen okkur að þetta skuli gert strax á þessu ári. Og ummæli hans um hlutverk Haag-dóm- stólsins eru svo undarleg að ég treysti mér varla til að hafa þau rétt eftir, þvi að ég hef ekki komiö auga á heila hugsun að baki þeim. Eða skyldi dómstóllinn siður vilja dæma um útfærslu i 200 milur en i 50 milur? (Ég minni á að sami dómstóll hefur þegar dæmt okkur 12 milna lögsögu „til bráða- birgða”.) En það er fleira sem er ofvaxið mlnum skilningi i málflutningi G. Th. og félaga. Eins og alþjóð er kunnugt, er nú i gildi samkomu- lag við breta, sem heimilar þeim verulegar veiðar innan 50 milna. Ef sjálfstæðismenn ná völdum. skilst mér að sjávarútvegsráð- herra þeirra, sem gæti t.d. heitið Páll Bergþórsson, veðurfræðingur: 43 Á MÓTI 57 1 þeirri undirskriftasöfnun um hersetu á Islandi, sem Sjálf- stæðisflokkurin skipulagði og framkvæmdi i vetur, með yfir- lýstum stuðningi Alþýðuflokksins og ýmissa áhrifamanna Fram- sóknar, tókst að safna 55,5 þús- undum nafna. Vist er þetta óhugnanlega há tala, en þó sýnir hún, að nærri 75 þúsundir atkvæðisbærra islend- inga hafa neitað að skrifa undir, eða þá, að vonlaust hefur verið talið að fá þá til þess. A kjörskrá eru nefnilega um 130 þúsundir. Það eru þvi ekki nema 43% lands- manna, sem fengust til að greiða atkvæði með þessum óskum um hersetu og þátttöku i Nató. 57% létu ekki hafa sig til þess. Þrátt fyrir þetta halda starfs- menn söfnunarinnar og húsbænd- ur þeirra I Sjálfstæðisflokknum þvi fram, að þessi söfnun sanni, að meirihluti þjóðarinnar vilji hersetu. Þessi undarlega stað- hæfing virðist aðallega byggð á þeirri villandi talnameðferð að reikna undirskriftirnar i hundraðshlutum af fjölda þeirra, sem greiddu atkvæði i þingkosn- ingum fyrir þremur árum, þegar mun færri vor>á kjörskrá en nú, ennfremur á þeirri ályktun, að fjöldi manns, sem ekki skrifaði undir, muni þrátt fyrir það vera hlynntur hersetunni. Þetta skal nú tekið til athugunar. Það er fjarstæða, að hernáms- sinnar séu I rauninni fleiri en undirskriftirnar. Starfsmenn Sjálfstæðisflokksins og dyggir fylgjendur hersins úr öðrum flokkum þrautsmöluðu landið i margar vikur. Venjulega tekst flokkunum að fá um 90% þjóðar- innar til að kjósa á einum kjör- degi, og þess vegna má telja lik- legt, að á þessum langa tima hafi náöst hér um bil allir, sem hægt var að særa til undirskrifta. En ekki nóg með það. Það má telja fullvist, að i löglegum og leynilegum kosningum hefði fjöldi þeirra, sem undir skrifuðu, annað hvort skilað auðu eða jafn- vel greitt atkvæði gegn herset- unni. Það er vitað mál, og styðst meðal annars við grein I Morgun- blaðinu, að atvinnurekendur, sem flestir eru á bandi Sjáifstæðis- flokksins, höfðu þann hátt á i fyrirtækjum sinum, að skrifa sjálfir fyrst á listana,, láta þá sið- an ganga, en athuga þá síðan, áð- ur en þeim var skilað. Það þarf ekki að hafa mörg orð um þá þvingun og óbeinu hótun, sem i þessu er fólgin, og það þarf nokk- uð ákveðinn hernámsandstæðing til að láta ekki atvinnuöryggið og aðstöðuna sitja fyrr sannfæring- unni I slíku filfelli. Það er tæplega of i lagt að giska á, að um tiundi hlut undirskriftanna hafi verið fenginn með þvingunum af ýmsu tagi. Nú segja menn kannski, að sumir hafi verið hræddir við að skrifa vegna þvingana hernáms- andstæðinga. Við þvi sáu starfs- mennirnir, þvi að þeir ákváðu að halda nöfnunum leyndum I stál- kassa eftir að búið væri að binda inn listana. Þvinganirnar voru þvi aðeins á annan veginn, og að þvi leyti var þetta enn forkastan- legri „atkvæðagreiðsla” en i opnu kosningunum, sem tiðkuðust hér á nitjándu öld, þar sem hver mað- ur varð aö lýsa vali sinu i heyr- anda hljóði, frammi fyrir öllum frambjóðendum. Þar með er sagan þó ekki öll sögð. „Kjörstjórn” þessarar at- kvæðagreiðslu var ekki hlutlaus, hún var eingöngu i höndum her- námsmanna. Það er erfitt að áætla, hvað þetta hefur breytt miklu, til dæmis um fjölda fals- aðra nafna. So mikið er þó vist, að starfsmenn söfnun- arinnar urðu að strika út fjölda slikra falsaðra og ómerkra nafna. Þeir hljóta þó að hafa átt i mikl- um erfiðleikum að dæma i þess- um málum, meðal annars af þvi að þeir þekkja ekki rithendur allra islendinga, og það er mögu- legt, að verulegt misferli hafi far- ið framhjá þeim, þótt ekki væri nema óviljandi. Og eins og áður sagði, hafa þeir ekki viljað leggja listana undir hlutlausa rannsókn, enda má lita á þá ákvörðun þeirra með skilningi, eins og allt var i pottinn búið. Af þessum sökum veröur að áætla talsverðan frá- drátt til viðbótar þeim, sem áður var talinn, og það er óliklegt, að i leynilegum kosningum hefðu einu sinni 50 þúsundir greitt atkvæði meö hersetu. Margir telja meira að segja, að sú tala hefði orðið miklu lægri. A móti þessu kemur, að telja má liklegt, að nokkur hluti þeirra, 75 þúsunda, sem fengust ekki til að skrifa undir, hefði setið hjá i leynilegri atkvæðagreiðslu um hersetu og jaínvel stutt hernám- ið. En það er óliklegt, að sá frá- dráttur hefði orðið meiri hlut- fallsléga en nemur þeim senni- lega frádrætti frá þessum 55.5 þúsundum undirskrifta, sem hér hefur verið lýst. Niðurstaðan er þá sú, að minna en 50 þúsund atkvæði hefðu fallið hernámssinnum i vil i löglegum kosningum, en allt að 67 þúsund á móti. Þetta samsvarar hlutfallinu 43% á móti 57% sem áður var minnst á. Hins ber þó að gæta, sem Sigurður Lindal hefur bent á I merkri grein i Visi, að þær að- terðir, sem var beitt i þessum málUm í vetur, koma skv. lýð- ræðishefðum I veg fyrir, að hægt sé að fá fram rétta mynd af vilja þjóðarinnar i þessu atriði i leyni- legum kosningum, að minnsta kosti i næstu íramtið. En hvernig ber nú þessum hlut- fallstölum, 43 á móti 57, saman við atkvæðatölur þingflokkanna árið 1971, ef tekið er tillit til af- stöðu flokkanna til hersetu? Hér skal reynt að svara þvi. Ef áætlað er, að 90% kjósenda sjálfstæðismanna séu hernáms- sinnar, 60% alþýðuflokksmanna, 10% Framsóknar, Samtakanna og Framboðsflokksins, en enginn alþýöubandalagskjósandi, verður útkoman sú, að 42,5% kjósenda séu fylgjandi hersetu, og þá 57.5% á móti. Þetta finnast mér ekki ósennilegar tölur, þó að auðvitað verði að taka þær með mestu var- úö, og þeim ber saman við álykt- anirnar, ef undirskrifta- söfnuninni. Meirihluti þjóðar- innar er samkvæmt þessu and- vigur hernámi, aðeins er það spurning, hvað sá meirihluti er mikill. Hitt er svo annað mál, að þvi miður endurspeglast þessi hlut- föll yfirleitt ekki á Alþingi, heldur Sverrir Hermannsson, muni þeg- ar á þessu ári gefa út reglugerð um 200 milna fiskveiðilögsögu, en fyrrnefnt samkomulag við breta verur auðvitað áfram i gildi. Samkvæmt þvi verður bretum bannað að veiða á beltinu milli 50 og 200 milna en veiðar þeirra inn- an 50 milna halda áfram. Já, þá verður gaman að lifa! Eða fer þetta kannski sem mig grunar, að reglugerð Sverris yrði aðeins málþófsplagg, þvi að okkur yröi engan veginn stætt á að banna helstu veiðiþjóðunum að fiska hiilli 50 og 200 milna, eins og nú standa sakir? Sannleikurinn er auðvitað sá, að hin miklu sinnaskipti þeirra sjálfstæðismanna eru of snögg- soðin til að nokkur maður með heilbrigða skynsemi geti tekiö þau aivarlega j það sést i gegnum frelsunargrimuna. Hér er ósköp einfaldlega um að ræöa óraun- hæft yfirborð, sem stenst ekki kröfur raunveruleikans, ef til framkvæmda ætti að koma, og er gert I þeim tilgangi einum að reyna að veiða auðtrúa sálir. Fróðlegt er að velta þvi fyrir sér að lokum, hvor stefnan sé Sjálfstæðisflokknum eiginleg, tvi- stigandinn fyrir sinnaskiptin eða hin „harða” útfærslustefna eftir frelsunina. Þá er sem endranær haldbest að láta verkin tala: Sjálfstæðisflokkurinn stóð að undansláttarsamningunum frægu árið 1961: hann hvatti til þess að Olafur Jóhannesson semdi við breta á s.l. hausti j hann vill enga samstöðu með vanþróuðum smá- þjóþum heímsíns, sem eiga sam- leiö með okkur i þessu máli j hann gerir allt sem hann getur til að draga úr árekstrum við natóvini okkar i bresku rikisstjórninni, og hann þarf að gæta vel að hags- munum Islenskrar kaupmanna- stéttar, sem á mikið undir við- skiptum við breta eins og komið hefur fram með misjafnlega smekklegum hætti upp á siðkast- ið. Treystir islensk alþýða slikum stjórnmálaflokki til að leiða sig til sigurs i landhelgismálum, eða lætur hún lýðskrumið sem vind um eyru þjóta? 20. júnl 1974. Páll Bergþórsson eiga hernámssinnar þar óeðlilega mikil Itök. Til dæmis er allur frá- farandi þingflokkur Alþýðu- flokksins með her. þó að heil sam- tök innan hans, eins og FUJ. séu andvlg. Þeir kjósendur Sjálf- stæöisflokksins, einkum úti um sveitir, sem ekkert kæra sig um herinn, eiga engan fulltrúa þeirr- ar skoðunar I þingflokknum, og af Framsókn er þá sorgarsögu að segja, að hersetumennirnir eru tiltölulega langsterkastir i kjarna flokksins. Það ætti þvi að vera öll- um hernámsandstæðingum mikið umhugsunarefni, hvernig þeir geta varið atkvæðum sinum, svo að þeir auki áhrif sin á Alþingi. Ef menn velta þvi máli fyrir sér i al- vöru og einlægni, þarf Alþýbu- bandalagið ekki að kviða úrslit- um kosninganna 30. júni 1974. Páll Bergþórsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.