Þjóðviljinn - 25.06.1974, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 25.06.1974, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 25. júnl 1974. LEIF NORMAN ROSSE GULL- HANINN búist viö meiri viröingu frá þér,” haföi pabbi sagt. En af hverju gátu hinir fullorðnu aldrei skilið æskuna. Þeir hföðu reynsluna, þeir hlutu að vita hversu erfitt allt saman var, höfðu sjálfir gengið I gegnum það. Ég skildi Hans, bóndastrákinn sem braust út úr þröngsýnu umhverfinu og skapaði sér fram- tið i borginni, sem tók sér nýtt nafn og varð ættfaðir „nýrrar” ættar — þótt ég aðhyllist ekki aðferðirn- ar hans, þegar um fjáröflun var að ræða. Og ég tók þá ákvörðun meðan lestin þaut áfram gegnum haustlitina í áttina að þeim slóðum þar sem ættin átti uppruna sinn, að éf ég eignaðist einhvern tima son sjálfur, þá skyldi hann sjálfur fá að ráða lifi sinu, ráöa skoðunum sinum og ákveða hvað hann vildi verða. Æskan á nefnilega lika kröfu til virðingar. Blái akvegurinn var samhliða járnbrautinni um skeið, svo beygði hann inn i skóginn og hvarf inn i okkurgula og rauða litadýrð. Kannski var það einhvers staðar þarna sem Hans Gyldenhahne vék út i snjóskaflana á dimmu vetrarkvöldi á leið að banabeði föðurins Og nú var ég sjálfur á leið að Hanabergi, jörðinni sem gefin var með tveim orðum. Irene var farin til Parisar, hún hafði fengið styrkinn sem hún sótti um. — Nú liggur við að ég óski þess að ég hefði ekki fengið hann, sagði hún áður en hún fór af stað. I þrjá mánuði yrði hún burtu — heila mannsævi. En ættfræðin var góður félagi I baráttunni vi einmanaleikann. Það var auðvelt að finna Hanaberg. Stöðvarstjórinn gaf mér upp stefnuna, og vingjarn- legur gamall bóndi með hest og kerru leyfði mér að sitja i. Innan skamms stansaði hann hjá býlinu. En gat þetta verið rétt? Kannski hafði hann misskilið mig, tekið skakkt eftir. Rykið frá þjóðveginum lagðist yfir van- hirtan garð og ótólegt saurgult hús með gráum gluggakörmum. 1 baksýn sá ég rauðmálaða hlöðu. Ég hafði látið mig dreyma um gamalt og veglegt timburhús, veðraö af ágangi aldanna. Ég hafði hugsað um fagurt ættaróðal með gljáfægðum gluggum i fag- urri hlið. Og þegar ég barði að dyrum og gekk inn i eldhúsið, var það nánast til að fá það staðfest að ég væri á skökkum stað. En svo var ekki, þetta var Hanaberg. Og annað samnefnt býli var ekki til I sveitinni. Fólkið leit sposkt hvað á annað þegar ég talaöi um ungan mann sem komið hafði frá þessum bæ fyrir tvönhundruð árum. En mér var boöið upp á kaffi og hveitikökur og þetta var hversdagslegt og alúðlegt bændafólk, sem var nýbyrjað að taka upp kartöfl- urnar. Þarna var útvarp og nýtfsku húsgögn og enginn hafði áhuga á langa-langa-langafa minum. Það var mér eins konar léttir og huggun, þegar mér varð ljóst að þetta fólk var ekki vitundarögn skylt mér; fjöl- skyldan hafði keypt jörðina fyrir fimmtiu árum. Og hún hafði byggt nýtt ibúðarhús. — Ef þú vilt fá að vita meira um fólkið hér I gamla daga, þá veröurðu að spyrja kennarann, sagði konan vingjarnlega. J— Hann er að skrifa sögu byggöarinnar, hann veit allt svo- leiðis. Og þótt mig langaði mest til að fara heim með næstu lest þá fannst mér ég verða að gera allt sem hægt var til að fá meiri vitneskju, fyrst ég hafði farið alla þessa löngu leið. Og gamli maðurinn sem ég hitti, vissi sitt af hverju um gömlu ættirnar. Hann hafði varið mörgum árum af ævinni til að kynna sér sögu sveitarinnar og vissi nöfhin á mörgum frá Hana- bergi. En hann vissi ekki sérlega mikið um lif einstaklinganna eða persónulega einstaklinga. Sjúk- dómar höfðu gengið yfir byggðina, sömuleiðis vakningar, bóndinn á Hanbergi sem rekið hafði son sinn að heiman, vegna þess að hann hafði hug á verslun, hafði verið einn hinna frelsuðu. Að þessu frátöldu hafi kennarinn litið að segja sem gat varpað ljósi á manninn bakvið nafnið. — Getið þér ekki einu sinni bent mér á eitthvert fantablóð eöa spennandi sigauna I ættinni, spurði ég með óslóarfasi. — Eitt- hvað sem getur skapað einhverja tilbreytni. Hann mátti ekki halda að ég heföi látið mig dreyma um mikil- menni, dropa af aðalsblóði eða leyndan konungsson. Mér stóð á sama um stöðu mannanna i þjóð- félaginu, ég hafði fyrst og fremst áhuga á persónulegum eigin- leikum þeirra. En um leið roðnaði ég, þvi að i raun og veru var það vlst einmitt eitthvað þvilikt sem ég hafði vonast eftir: Dýrlegri fortið, frægir forfeður til að varpa ljóma á sjálfan mig. Hafði þetta ekki búið undir allan timann! Kennarinn hló. — Þetta hafa verið traustir, norskir bændur, þeir hafa trúlega ekkert haft saman við fanta eða sigauna að sælda. Rómantik get ég ekki gefiö þér, það var ekki rómantiskt að vera smábóndi i gamla daga, það var strit og þrældómur fyrir dag- legu brauði. Það er það reyndar llka I dag, bætti hann við alvar- legur I bragði. Svo datt honum dálitið I hug og fletti upp i bókunum sinum. Jú, þannig var að faðir Hans hafði gifst að Hanabergi árið 1711 og hafði tekið með sér nafnið. Upphaflega kom hann frá bænum Bergi hátt i hllðinni. Og kennarinn vissi ekki betur en gömlu bæjarhúsin stæðu ennþá — ef þau voru þá ekki nýhrunin. Ekki vissi hann nákvæmlega hve gömul stofan var, trúlega tvö til þrjú hundruð ára, og það var trúlegt, já, næstum öruggt þegar hann hugsaði málið betur, að einhverjir af forfeðrum minum hefðu búið I þvi húsi. Það var öldungis vist að forfaðir minn I sjötta lið, Jens Kristiansen frá Bergi, faðir Hans, hefði einmitt flutt frá Bergstofu og að Hana- bergi. Berg var litið býli með látlausum byggingum; það var ekki yfirþyrmandi á neinn hátt þegar ég nálgaðist neðan úr hlfð- inni. En umhverfið var fallegt, brattar hliðar með gullslit og ryðrauðu ivafi og yfir öllu saman blámóða greniskógarins. Ég gekk ekki eftir veginum heim túnið, treysti mér ekki til að tala við fleira ókunnugt fólk, hnýsast og spyrja, heldur gekk ég eftir mjóum engjastig og fann góðan útsýnisstað ögn ofan við bæinn. Þaðan horfði ég beint niður á Gömlustofu. Eldgamalt timburhúsið hafði bersýnilega ekki verið notað um árabil. Það var samansigið og skekkt og gluggarnir göptu að mér. Neðan frá hafði húsið sýnst all-reisulegt i hliðinni, en ofanfrá séð var það lágt og kollótt og rann næstum saman við umhverfið. Or þessu óbrotna umhverfi haföi hann komið, faðir fyrsta Gyldenhahnans. Hér höfðu forfeður minir lifað lifi sinu, ræktað jörðina og sinnt skepnunum, höggvið skóg þegar með þurfti, étið vatnsgrautinn sinn og elskað og farið til kirkju. Og enn fyrr höfðu þeir trúlega stöku sinnum drepið jarfa eða úlf — einhvern veginn þannig höfðu upplýsingar kennarans verið. Ég var kominn á leiðarenda. Kvöldið var kyrrt og hlýtt. Skjóapar hoppaði eftir akrinum fyrir neðan og tindi korn I sið- búinn kvöldverðinn, þrjár skjöld- óttar kýr röltu I átt að bænum — og fyrir framan mig breiddi sveit forfeðra minna úr sér. Þetta rólega landslag, ávalar hliðar og ásar sem hölluðu niður að ánni, höfðu þeir haft fyrir augunum alla ævi. Einn braust út, en lifið hélt áfram eins og ekkert hefði i skorist. Ef til vill var hún fjar- skyldur ættingi unga stúlkan sem rak kýrnar heim I kvöld- mjaltirnar. Hún leit upp til min, velti trúlega fyrir sér hvaða flakkari þetta væri. Ég hafði grafið upp langa röð af forfeðrum undanfarna mánuði, eða svo fannst mér. En þegar ég fór nú að reikna, þá voru það eðeins sex ættliðir sem ég vissi eitthvað að ráði um. Og þótt fimm bættust við, sem ég hafði fengið litillega vitneskju um i dag, þá var það ofurlitið brot af hinni óendanlegu keðju sem ættin var. Hvað voru svo sem fjögur hundruð ár i sögu ættar? Og hvað var ég i hlutfalli við alla þá sem lifaö höfðu á undan mér? Smákusk á himni eilifðarinnar, örsmár hlekkur I keðju óendan- leikans. Friður landslagsins gat ekki seytlað inn i mig, litadýrð hausts- ins gerði mig eirðarlausan. Hér var ég framandi og ibúðin heima i Osló bjó yfir minningum. Enginn átti von á mér. Og ég var ennþá ekki búinn að átta mig á sjálfum mér, ég vissi ekki hvað ég vildi. Teiknibókin lá i grasinu, og ég reyndi að rissa upp mynd af litla býlinu fyrir neðan mig. En úr þvi varð ekkert, myndefnið vakti ekki áhuga minn. Þess i stað leyfði ég blýantinum að taka völdin eins og honum sýndist, og úr þvi varð andlit, karlmanns- andlit — en ég var ekki að hugsa Lausn á krossgátu I = K, 2 = Ó, 3 = P, 4 = A, 5 = V, 6 = 0, 7 = G, 8 = U, 9 = R, 10 = B, II = 0,12 = Þ,13 = É,14 = Y, 15 = F, 16 = 1, 17 = M, 18 = T, 19 = S, 20 = Ý, 21 = N, 22 = E, 23 = A, 24 = Æ, 25 = L, 26 = 1, 27 = Ð, 28 = H, 29 = J, 30= ö, 31 = D. Þriðjudagur 25. júni 7.00 Morgunútvarp . Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.).9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morg- unstund barnanna kl. 8.45: Sverrir Hólmarsson heldur áfram að lesa söguna „Krummana” eftir Thöger Birkeland (7). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Morgunpopp kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Zdenik Bruderhans og Pav- el Stephan leika Sónötu nr. 8 I G-dúr fyrir flautu og pianó eftir Haydn / Wilhelm Backhaus og Filharmóniu- sveitin I Vinarborg leika Pinókonsert nr. 27 I B-dúr eftir Mozart, Karl Böhm stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar 13.00 Eftir hádegið • Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.00 Prestastefna sett i Hall- grímskirkju.Biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson flytur ávarp og yfirlits- skýrslu um störf og hag þjóðkirkjunnar á synodus- árinu. 15.15 Miðdegistónieikar: Is- lensk tónlist a. Tvisöngslög eftir Jón Björnsson. Ólafur Þ. Jónsson og Guðmundur Jónsson syngja. Ólafur Vignir Albertsson leikur á planó. b. Sónata fyrir pianó eftir Leif Þórarinsson. Anna Áslaug Ragnarsdóttir leik- ur. c. Fjórir söngvar eftir Pál P. Pálsson við ljóð eftir Ninu Björk Árnadóttur. Elisabet Erlingsdóttir syng- ur, höf. stj. Sinfóníuhljóm- sv. Isl. leikur með. d. Sin- fónietta fyrir blásara, pianó og ásláttarhljóðfæri eftir Herbert H. Agústsson. 20.00 Fréttir. £0.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Dagdraumar. Finnskur leikþáttur án orða. Höfund- ur Matti-Juhani Karila. Leikstjóri Risto Linnus. Að- alhlutverk Anneli Sari og Markku Putkonen. Leikur- inn gerist um aldamótin sið- ustu og fer að mestu fram i hugarheimi lestarstjóra, sem árið um kring ekur lest sinni fram og til baka hina mörkuðu leið án tilbreyting- ar. Hann leitar þvi á náðir I- Sinfóniuhljómsveit Islands leikur, Páll P. Pálsson stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir, Popphorn- ið. 17.10 Tónleikar. 17.40 Sagan „Fólkið mitt og fleiri dýr” eftir Gerald Durrell.Sigriður Thorlacius les þýðingu sina (8). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Húsnæðis- og bygg- ingarmál. Ólafur Jensson ræðir við Gisla Júliusson verkfræðing um varmadælu til upphitunar húsa. 19.50 Sumarkvæði eftir Ingólf Jónsson frá Prestbakka Knútur R. Magnússon les. 20.00 Lög unga fólksins.Ragn- heiður Drífa Steinþórsdóttir kynnir. 21.00 Stjórnarskráin og lýð- veldið. Ólafur Hannibalsson flytur erindi. 21.30 Kórsöngur i útvarpssal: Karlakórinn Þrestir syngur lög eftir Pál Isólfsson, Pál Þorleifsson, Friðrik Bjarnason, Mozart og Sig- fús Halldórsson. Einsöngv- ari: Ólafur H. Eyjólfsson. Undurleikari: Agnes Löve. Stjórnandi: Eirikur Sigtryggsson. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Eiginkona i álögum” eftir Alberto Moravia Margrét Helga Jóhanns- dóttir les sögulok (13). 22.35 Harmonikulög. örvar Kristjánsson leikur. 22.50 A hljóðbergi.Hneyksli i Bæheimi: Basil Rathbone les sögu af Sherlock Holmes eftir Sir Arthur Conan Doyle. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. myndunarinnar, og i litlu húsi, skammt frá járn- brautinni, býr stúlka, sem hann heimsækir i vöku- draumum sinum. 21.05 Heimshorn. Fréttaskýr- ingaþáttur um erlend mál- efni. Umsjónarmaður Jón Hákon Magnússon. 21.40 íþróttir. Meðal efnis verða myndir frá Islands- glimunni 1974 og heims- meistarakeppninni I knatt- spyrnu. Dagskrárlok óákveðin. m iftiiiii Indversk undraveröld. Mikið úrval af sérkennilegum, handunnum munum til tækifærisgjafa, m.a. Bali-styttur, veggteppi, gólf-öskubakkar, vegg- og horn- hillur, rúmteppi og púðaver, bahk- og ind- versk bómullarefni, Thai- og hrásilki, lampa- fætur, gólfvasar, slæður, töskur, trommur, tekk-gafflar og -skeiðar I öllum stærðum, skálar, öskubakkar, kertastjakar, borðbjöll- ur, vasar, könnur og margt fleira nýtt. Einnig reykelsi og reykelsisker. Mikið úrval af mussum. Jasmin Laugavegi 133 (við Hlemmtorg). OTt' Ófrúlegqi ldgt verö Einstök goeöi BAfíUM BfíEGST EKKI simi"YisaT EINKAUMBOÐ: TEKKNESKA BIFREIOAUMBOOID Á ÍSLANOI SoLUSTAOI R: Hjólbarðaverkstæðiö Nýbaröi, Garðahreppi, simi 50606. Skodabúðin. Kópavogi, simi 42606. Skodaverkstæðið á Akureyri h.f^simi 12520. Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar, Egilsstöðum, Auglýsingasíminn er 17500 MQÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.