Þjóðviljinn - 14.07.1974, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 14.07.1974, Qupperneq 16
Sunnudagur 14. júli 1974. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. Kvöldsimi blaðamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Kvöld-, nætur- og helgarvarsla lyfja- búða I Reykjavik 12.-18. júli er I Garðsapóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Tannlæknavakt fyrir skólabörn i Reykjavik er i Heilsuverndarstöðinni i júli og ágúst alla virka daga, nema laugardaga, kl. 9-12 f.h. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin allan' sólarhringinn. Kvöld-, nætur-og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Heimskulega gerðinnkaup heildsalanna islensku sýna sig best á þessari mynd úr vöruporti (Ljósm. A.K.) Á annað þúsund heildverslana starfa í landinu Þegar vörubirgðir hlaðast upp í vöru- skemmum og hafnar- bökkum, er ekki óeðlilegt að fólk leiði hugann að því á hvern veg innflutn- ingsverslun landsmanna sé háttað, hvort um sé að ræða næsta skipulagslaus innkaup, hvort hver sem er geti tekið sig til og keypt inn til landsins það sem honum helst sýnist. 1 októberhefti Hagtiðinda er að finna skrá yfir fjölda versl- ana i landinu, heildverslana og smásöluverslana. Ef taldar eru saman heild- verslanir, innflutningsverslan- ir, aðrar en þær sem fást við innkaup á biium og bilavara- hlutum, bensini, olium og bygg- ingarvörum, eru þessar versl- anir 748 talsins, þar af 626 i Reykjavik einni. Séu hins vegar allar innflutn- ingsverslanir taldar með verða þær 994 talsins, þar af 771 i Reykjavik. Tölur þessar taka bæði yfir einstaklinga sem reka heildsölu og félög, sem til þess hafa verið stofnuö. Engan veginn er hægt að segja að tölur þessar gefi til kynna fleiri starfandi heildsölur en i raun eru, þvi þær eru byggðar á söluskattsskýrslu á árinu 1973. Hins vegar má ætla að fjöldi heildverslana sé öllu meiri en að ofan greinir, og bendir eftirfar- andi til þess: Hagstofan segir, aö ekki náist til allra þeirra, sem heildsölu reka, og nefnir til, að undan sleppi svokallaðir vasabók- haldsheildsalar. Þá hafa Hag- stofunni borist fregnir af þvi af og til, að verslanir séu reknar án þess að til þess hafi verið fengið tilskilið leyfi. Hjá embætti borgarfógeta, sem skráir veitt verslunarleyfi, fékk blaðið þær fregnir, að á ár- inu 1973 hafi verið veitt 61 leyfi til heildsölu i Reykjavik, og eru þvi ekki allir þeir leyfishafar komnir á skrá Hagstofunnar, en hún hefur veriö unnin á miðju siðasta ári, svo varlega áætlað er fjöldi heildsala á landinu nokkuð á annað þúsundið. 20 þúsund krónur Útgáfa heiídsöluleyfa á árinu 1973 var talin meö allra mesta móti. Meðal ástæðna fyrir þvi er sú fregn, sem gengið hefur um verslunarheiminn, að hækka eigi verslunarleyfin, en verð á þeim hefur verið óbreytt siðan 1965. Heildsöluleyfi kosta nú 20 þús- und krónur og endurnýjunar- gjald er 200 krónur. Smásölu- leyfi kostar hins vegar 5 þúsund krónur, en 123 slfk leyfi voru gefin út i Reykjavik einni á ár- inu 1973. Skyldur heildsala Það eru hvorki miklar né merkilegar þær skyldur, sem heildsölum er ætlað að full- nægja, til þess aö fá leyfi útgef- in. 1 lögum númer 41 frá 1968 er að finna gullvæga setningu sem þessa I fyrstu grein laganna: ,,að þeir aðilar, sem fást við verslun, séu búnir þeim hæfi- leikum, að þeir geti uppfyllt skyldur, sem sllkur rekstur ieggur þeim á herðar gagnvart viðskiptavinum sinum og sam- félaginu;” Þetta er gott og blessað. En svo kemur að þvi hvernig slikir menn skuli vera: Hafa islenskt rikisfang og vera fjárráða. Þeir eiga að hafa lokið prófi frá verslunarskóla, eða hafa aðra menntun, sem ráðherra telur jafngilda. Enn fremur má veita þeim verslunarleyfi, sem i þrjú ár eða lengur hafa starfað við verslun, og sótt námskeið i verslunarfræðum að þeim tima liðnum. Búið og upptalið með mannagildið. Höfundur laganna var þáverandi viöskiptamála- ráðherra, doktor Gylfi Þ. Gisla- son. Skyldu lögin vera haldin? 6. grein umræddra laga hljóðar svo: ...Verslunarleyfi má ekki veita starfsmönnum rikisins eða rikisstofnana, starfsmönn- um sveitarfélaga eða stofnana þeirra og heldur ekki opinber- um sýslunarmönnum né mök- um þeirra, ef hjón búa saman, nema ráðherra hafi úrskurðað, að verslunarreksturinn megi samrýmast stöðu þeirra”. Þessi lagagrein á bæði við um smásöluleyfi og heildsöluleyfi. I fljótu bragði kemur manni I hug fjöldinn allur af opinberum starfsmönnum sem eru á kafi i alls kyns verslunarvafsti. En skyldu þeir allir hafa fengið leyfi ráðherra til sliks reksturs? Það væri ef til vill ekki fráleitt að skipa eina nefnd eða svo til að kanna þetta. Nefndir hafa veriö skipaðar af minna tilefni, og ef til vill gæti þetta orðið til þess að kjörnir ráöamenn, al- þingismenn og ráðherrar, gætu losað sig við ýmsa þá ónytj- unga, sem allt of mikiö er af I stjórnkerfinu. 19 dagar i stað þriggja En aftur að vöruinnkaupum heildsalanna. Lögin um 25% geymslufjár- skyldu voru sett til þess að draga úr verslunarhraðanum. 40—50% þeirra vörutegunda, sem keyptar voru til landsins siðasta ár eru undanþegnar 25% geymslufjárskyldunni, en samt sem áður hefur þegar á einum og hálfum mánuði náðst til 650 miljóna af peningum verslunar- innar. Þrátt fyrir lagaákvæði þessi hlaðast vörur upp I vöruskemm- um og á hafnarbakkanum. Millilandaskipin hafa orðið fyrir verulegum töfum vegna þess að ekki hefur verið hægt að losa úr þeim farminn. Sérstaklega er þetta tafsamt fyrir þau skip sem flytja vörur sem verður að geyma innanhúss. Þannig var það til dæmis með Skógafoss. Hann kom til landsins 20. júni. en komst ekki héðan fyrr en 9. júli. Eðlilegur losunartimi hjá honum eru 3—4 dagar. Hann var sumsé notaður sem vöru- skemma i 15—16 daga. Ekki munu það vera neinir sérstakir vöruflokkar, sem ekki eru leystir út úr tollvörugeymsl- unum. Þó mun þar bera minna á daglegum neysluvörum, heldur en vörum, sem minna eru not- aðar hvern dag. Vöruskortsleikur Það hlýtur að vera rökrétt að álykta sem svo, að mestur hluti þeirra gifurlegu vörubirgða, sem hér hafa hlaðist upp, sé hingað kominn fyrir heimsku- lega gerð innkaup heildsala- stéttarinnar, sem pantar sér vörur erlendis frá án þess að hafa gert sér grein fyrir þvi hvernig hún eigi að leysa þær út úr tolli. Slikt eru ekki meðmæli með heilli starfsstétt. Annað, sem ekki flokkast undir meðmæli, má nefna. Er þar vöruskortsleikurinn, sem smásalar og heildsalar léku fyrir kosningar. Eins og hverjum, sem ihugar, má vera ljóst, eru verslanir, og þá sérstaklega matvöruversl- anir, hinir ákjósanlegustu staðir til þess að reka áróður. Þó að sleppt sé upplimingum kaupmanna á barnalegum slag- orðalimmiðum Sjálfstæðis- flokksins, er af nógu að taka I þessu efni. Eitt bragð reyndu verslunarherrarnir fyrir siðustu alþingiskosningar, en hversu mikinn árangur það hefur borið veit enginn, og verður aldrei vitað. Það var bragðið, að láta tæm- ast úr búðarhillunum hjá sér á- kveðnar vörutegundir, sem mikið er keypt af, og segja svo nokkur hundruð viðskiptavinum dag hvern, að svo sé nú ástatt eftir þriggja ára vinstri stjórn I landinu: vöruskortur! Á sama tima biðu þessar sömu vörur ótollafgreiddar i vörugeymslum, eða einfaldlega lágu frammi á lagerum verslan- anna. Hreingerning Viðbrögð verslunarstéttar- innar við þeirri viðleitni rikis- stjórnarinnar að draga úr pen- ingasteyminu, minnka gjald- eyriskaup með lögunum um 25% geymslufjárskyldu þeirra sem kaupa eitt eða annað fyrir gjaldeyri hafa öll verið á einn veg: Hún hefur neitað eins og henni hefur frekast verið unnt, aö gangast undir þær skyldur sem lögin hafa á hana lagt og neitað að taka þátt i þvl að bera Framhald á bls. 13 Skipulagsleysi og glundroði í viðskiptamálum hafa orðið þess valdandi að vörubirgðir hlaðast upp í landinu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.