Þjóðviljinn - 29.01.1975, Page 1

Þjóðviljinn - 29.01.1975, Page 1
MOWIUINN Miðvikudagur 29. janúar 1975 —40. árg. 23. tbl. Stofnun lifeyrissjóðs fyrir alla landsmenn gæti verið á fram- kvæmdastigi en málið verður látið dankast áfram þar eð ráðherra heilbrigðis- og tryggingamála hefur ekki áhuga fyrir félagslegum réttlætismálum. Sjá bls. 3 A að svœfa Spánarmálið? Ekkert mark tekið á málgagni viðskiptaráðherra Vegna fréttarinnar í Þjóðviljanum í gær um að spánverjar bjóðist til að aðstoða ísl. yfirvöld við rannsókn hugsanlegra fasteignakaupa íslend- inga á Spani ef bent verð- ur á ákveðna aðila eða grunsamlega# þá sneri Þjóðviljinn sér til Björns Tryggvasonar aðstoðar- bankastjóra Seðlabank- ans og spurði hann um hvað yrði næsta skrefið í málinu, en Seðlabankinn er sú stofnun sem með málið hefur að gera á þessu stigi. — Björn sagði að mjög erfitt væri að gera nokkuð meira i málinu. Eina ráðið sem hann sæi væri að senda menn til Spánar til að komast að þvi hvort islendingar ættu þar Ibúð- ir en aðspurður um hvort það yrði gert sagði hann að engin ákvörðun hefði verið tekin um það og sér þætti frekar ótrúlegt að af þvi yrði. Þvi má bæta hér við, að Þjóð- viljinn hefur undir höndum langan nafnalista með nöfnum manna sem sagðir eru eiga fasteignir á Spáni. Það er kannski ekki ómaksins vert fyr- ir yfirvöld að fá þann lista og biðja spönsk yfirvöld um að rannsaka hvort viðkomandi eigi fasteignir á Spáni eða ekki? Þvi má einnig bæta við að skatt- rannsóknarstjóri hefur sannanir undir höndum um að islendingar eigi fasteignir á Spáni. Þjóðviljinn mun freista þess að upplýsa hvað veldur tregðu yfirvalda til þess að athuga þetta mál. —S.dór vélarhitarinn ifrostiog kuida HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKULATUNI 6 - SIMI (91119460 'ÆNGIRI Aætlunarstaöir: Blönduós — Slglufjörður Búðardalur — Reykhólar Flateyrl — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rlf Sjúkra- og leiguflug um altt land Stærsta byggingafyrirtækið á Suður-Spáni gjaldþrota: Fjöldi íslendinga, sem keypt hafa íbúðir á Spáni, tapa nú fé sínu IGsal-Reykjavlk — á Spáni hefur beðiö mik- stærsta Ibúðabygginga- var lýst gjaldþrota um r— - - ^iáA— I ■ i Aðalfyrirsögnin á málgagni viðskiptamálaráðherrans I gær: Fullyrt að fjöidi islendinga tapi vegna þess að stærsta byggingafyrirtækið á Suður-Spáni sé nú gjaldþrota. „Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Tímans er talið fullvist að tslendingar hafi keypt ibúðir af Sofico”, segir Tlminn en „Sofico” er byggingafyrirtækið. Rannsóknarnefnd sjóslysa: Dæmdi sig Tillögur til úrbóta í öryggismálumsjómanna á skuttogurum Rannsóknarnefnd sjóslysa kailaði blaðamenn á sinn fund I gær og lagði þar fram tiilögur og greinargerð sem nefndin hefur samið með úrbætur i öryggismái- um sjómanna á skuttogurum i huga. Tillögur þessar og greinar- gerð er all langt mál og veröa birtar i heild i Þjóðviljanum ein- hvern næstu daga. Haraldur Henrýsson, formaður sjóslysanefndar, gerði grein fyrir tillögunum á blaðamannafundin- um. Hér er um að ræða 9 aðaltillög- ur. Fyrst er lagt til aö settur verði skutrennuloki I alla skuttogara, sem eru i smiðum og þá sem eldri eru sé þess kostur. t annan stað er lagt til að sami maður sinni aldrei samtimis stjórn skips og stjórn togvindu. Þá skal þaö vera skylda að þeir sjómenn, sem vinna á afturþilfari noti öryggisbelti við Hér sést skutrennuloki um borð I togara. Slikir lokar eru aöeins I þremur isl. togurum en sjóslysa- nefnd leggur til að sllkum lokum verði komið fyrir I öllum skut- togurunum. störf sin þar sem viö verður kom- ið. Gerðar verði ráðstafanir til að draga úr hálku á þilfari skuttog- ara. Komið verði fyrir bjarg- hringum aftast á skuttogurum Frh. á bls.' 5 Af Tjarnarbókmálinu INNKÖLLUN ARFRESTI LÝKUR 15. MARS , i aittiuu ,v: , Þessa mynd tók AK úr Hallgrfmskirkjuturni I gær en þá var fegursta þorraveður i höfuöstaðnum: frost og bjart. frá dómi! ,,Þeir fiska sem róa”, segir gamall máls- háttur, og svo hefur verið með rækjubátana frá Blönduósi, Nökkva og Aðalbjörgu, en þeir hafa róið þegar gefið hefur á rækjumiðin á Húnaflóa og aflað vel. Rækjan er siðan tekin til vinnslu i bannfærðri rækjuvinnslustöð á Blönduósi. Eins og lesendur muna, hefur sjávarútvegsráðuneytið tekið veiðileyfið af rækjubátum þessum, og hefur ráðuneytið sent saksóknara ábendingar um hegðun bátanna, sem það telur brot á landhelgislögum. Var sýslumannsembættinu i Húna- vatnssýslum falið að þinga I málinu og rannsaka það fyrir dómi. t gærmorgun mun það hafa gerst að sýslumaðurinn, Jón tsberg, sendi skeyti til sinna yfir- boðara um það, að hann hefði dæmt sjálfan sig frá málinu, og þarf þvi að skipa setudómara til þess að vinna að þvi. Fréttaritari okkar á Blönduósi, Sturla Þórðarson, sagði okkur I gær, og hafði það eftir forstjóra rækjuvinnslunnar og bátanna, að þeir mundu halda áfram að veiða, enda hefðu þeir tilskilin leyfi til þess. —úþ Haldnir hafa veriö nokkrir skiptafundir vegna Tjarnabóls- málsins, svonefnda, en innköllun- arfresti lýkur þann 15. mars, að þvi er blaðið fékk fréttir af hjá sýslumanninum I Kjósarsýslu I gær. Þegar innköllunarfresti lýkur verður kröfum lýst i búið. Tekur þá skiptaréttur afstöðu til lýstra krafa. Reynt var að ná samkomulagi i máli þessu, en það tókst ekki. Samkomulagstilraunirnar voru þess efnis að kröfur yrðu aftur- kallaðar, þannig að stjórnarmenn i félaginu tækju á sig persónulega ábyrgð á þeim. _úþ Þyrlan hlaðin langt umfram leyfileg mörk SJÁ BLS. 3 Búnaðarsamband Borgarf jarðar hvetur til varkárni við byggingu málmblendiverksmiðju í Hvalfirði — Sjá bls. 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.