Þjóðviljinn - 29.01.1975, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.01.1975, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 29. janúar 1975. HORN í SÍÐU Að pota sér og tota vinnuveitandans Það er mikið keppikefli „framsækinna" manna i sam- keppnisþjóðfélögum vestur- landa að hljóta stööur, völd og hafa áhrif á gang mála, eða geta talið sig hafa það. Skrifaðar hafa verið fjölmargar bækur um leiðir að þessu marli, og eiga þær það sameiginlegt, að þær kenna hverjum og einum að eyða persónuleika sjálfs sin, gera sér upp eðli og viðbrögð, viðmót og æði allt. Meö þessu er talið að menn nái hylli yfirboð- ara sinna og fyrirtæki það, sem yfirboðarinn á og rekur safnar meiri gróða. Vegurinn til auðs og áhrifa liggur opinn. Tveir útlenskir spámenn hafa náð mestum áhrifum á þessu sviði hérlendis. Annar er Dale Carnegie, en hann er mikill ver- aldarmaður og skrifaöi þá frægu metsölubók, sem tröllreið jarðarkrínglunní eftír strfð, — Vinsældir og áhrif. — Annar spámaður, Peal að nafni, bætti um betur og tók guð almáttugan inn i kompaniið og gaf út spá- dómsrit um það hvernig eigi að ná áhrifum, völdum og peninga- legri velsæld með almættið sér við hlið. Sú bók hét — Vörðuð leiö til Hfshamingju. En þaö var Dale Carnegie. Námskeið kennd við hann hafa verið haldin hér á Islandi um nokkurt skeið, og gefnir út leiðbeiningabæklingar um rétta hegðun á framabrautinni. Sér- legur umboðsmaður hans hér á landi er leigusali húsnæðis, biljarðstofu, til „frjálsrar" sjónvarpsmenningar Hreggviðs og co., Konráð Adolphsson. Einn af bæklingum carnegie- starfsþjálfunarnámskeiðanna, eins og þau eru heitin, útgefin 1970, ber yfirskriftina — Arang- ursrik simanotkun. — Þar sem þessi bæklingur er ágætt sýnis- horn um þá Hfsskoðun, sem samkeppnisspámennirnir boða, hvort sem þeir hafa guð almáttugan með eða ekki, skulu hér birt nokkur af „heilræðum" þeim, sem I bæklinginn eru prentuð, ef menn mættu af þeim læra að þekkja þá úr, sem búnir eru að yfirgefa sjálfa sig og tek- ið þess i stað upp staðlaða fram- komu til orðs og æðis til þess að pota sér upp „mannvirðingar- stigann" og ota tota fyrirtækis forstjóra sins i von um umbun upphafningarinnar. En Htum I bæklinginn: „Um leið og þú tekur framför- um I þeirri tækni að tala i síma, bætir þú ekki aðeins 'þá hug- mynd, sem menn gera sér um sjálfan þig, sem vingjarnlegan og hjálplegan einstakling, þú bætir einnig þá mynd, sem þú gefur af fyrirtæki þinu sem stað, þar sem þægilegt er að eiga við- skipti. Arangur þinn I simanum bætir árangur fyrirtækisins og þú öðlast ánægjuna af þvi, að eiga mikilsverðan hlut af þeim árangri." „Vertu vakandi". „Vertu vin- gjarnlegur." „Til þess að fyrir- tæki þitt nái vináttu viðskipta- tnaiina, skaltu reyna að vera vingjarnlegur, hjálplegur og hæverskur." „Talaðu af eld- móði." 1 kafla um að svara hringingu eru þessi gullkorn: „Notaðu nafn viðmælanda þins, hvenær sem tækifæri býðst i samtak- inu." „Legðu slmtóliðrólega frá þér, eftir að þú hefur þakkað viðmælanda þinum." Loks eru tilfærð „heilræði" úr kafla, sem ber yfirskriftina: „Að taka við kvörtunum". Þar segir: „Þau (heilræðin) munu hjálpa þér og fyrirtæki þlnu til vinsælda, jafnvel við örðugustu kringumstæður". Siðan koma heilræðin: „Samsinntu þeim, sem kvart- ar, að þvi marki, sem ástæður leyfa. Umfram allt, þráttaðu ekki, og misstu ekki stjórn á skapi þinu." „Láttu i ljósi viðurkenningu á honum, fyrir að koma kvörtun- um á framfæri." „Biðstu afsökunar, ef kvart- anirnar eru réttmætar. Ef ekki, þá hjálpaðu honum til að skipta um skoðun, án þess að setja of- an." „Þakkaðu honum áhuga hans." Og svo eru það lokaorðin i pésanum: „Mundu, að það er viðhorf þitt, sem skiptir máli. Beittu þér, til að skapa fyrirtæki þinu vinsældir og vinna sjálfum þér álit, sem sá þægilegi, hæfi slarfsmaður, sem þig langar til að verða."!!! — 0 — Nii skyldi enginn ætla aö hér sé verið að draga úr mikilvægi mannsiða og kurteisi I sam- skiptum milli manna. Kurteisin mætti vera meiri, þá ekki siður einlægnin. En þetta er ekki kennslubók I einlægni, sú sem hér er vitnað til, heldur framapoti. Þess kon- ar framapoti, þar sem sjónar- mið þess, sem „rekur" potar- ann eru höfð I fyrirrúmi. Til- einkun á slfkum umgengnis- venjum veldur aðeins firringu mannsins frá eðli sjálfs hans. -úþ. Vinarkveðja Ingi Haraldsson Fœddur 31.10 1920 - Dáinn 21. 1. 1975 Vinátta manna binst aldrei samkvæmt almennum rökum hvort heldur varanleik eða einlægni snertir. Oftast er það pó, að þeir sem eru að ýmsu leyti likir laðast hver að öðrum og kunna vel að likja eftir lifsmáta hins. En einmitt það gagnstæða skeði einn fagran haustdag árið 1940, fyrír utan Kennaraskólann, þegar við Ingi hittumst áður en við fórum I fyrstu kennslu- stundina þar. Það gerðist einhvern veginn af sjálfu sér að við settumst saman, lásum saman, allt nema kennslubækur — og nutum saman þess sem óðrum fannst fagurt og vildu að báðir nytu. Þannig höfum viö setið saman síðan. Kannski hefur einhvern þátt i þvi átt að vorum samsýslungar, þvi Ingi var fæddur að Syðri-Rauöamel I Kolbeinsstaðahreppi og afar okkar voru miklir vinir, enda þótt okkur væri það ekki ljóst þá. Faðir Inga var Haraldur Lif- gjarnsson, Hallgrimssonar, ættaður af Mýrum og að lang- feðgatali frá Vestfjörðum en móðirin úlfhildur Hannesdóttir, Jónssonar frá Eyrabakka. Hann ólst upp I foreldrahúsum til 12 ára aldurs en þá skildu foreidrar hans og dvaldist hann á Heggstöðum i sömu sveit næstu ár. 1 Reykholts- skóla hafði Ingi numið veturna 1935-37. Þar hafði ég einnig verið, en vetri siðar. Frá þessum fagra haustdegi árið 1940 höfum við að vissu leyti setið saman, við sama skólaborðið I bliðu og striðu, þar til nú að hann hefur þreytt sitt lokapróf og meö svo mikilli prýoi, Atvinna óskast 23ja ára stúlka óskar eftir atvinnu sem fyrst. Upplýsingar í síma 35904. SENÐI8ILAST0ÐINHf að ég hygg að fáir okkar fari betur undirbúnir, að flytjast í annan bekk. Reyndar var hann aö ýmsu leyti betur búinn að standast próf i skóla Hfsins en flestir okkar hinna, þvi frá upphafi hafði hann hlotið óvenju góðar gáfur, svo sem ættir hans stóðu til, svo og' það, sem kannski er ekki jafn hátt metið á veraldarvlsu, innilegt hjartalag og viljann til að vera öðrum jafnvel betri en sjálfum sér. Það eru margir sem gefa einkunnir viö lokaþraut sem þessa, mörg jóla- og miðsvetrar- próf og stundum eru þeir sem einkunnir gefa haldnir blindu á allt annað en þeirra eigin sérgrein og telja vankunnáttu prófþreytanda i henni alls varðandi. Hjá þeim mönnum, sem hafa veraldargengi sem viðmiðun hygg ég að Ingi hafi ekki hlotiö háa miðsvetrar- einkunn og ég er Hka handviss um að Ingi myndi brosa vorkunn- samlega til þeirra. Gáfur Inga voru honum ekki tæki til að nota sér til framdráttar heldur mögu- leikar til að nýta sér og öðrum, finna og njóta jafnvel hins smæsta til þess sem okkur hinum einföldu finnst hið flóknasta. Stef Gamla Nóa til hinna flóknustu og iburðarmiklu verka Beethovens, Æra Tobba til Einars Ben. Að lesa saman ljóð og hlusta á tónlist með Inga var unun, unun sem og fáir nutu, þvi Ingi naut sin ekki nema i mjög þröngum hópi. Að feröast með Inga verður mér ógleymanlegt. Stöðum sem hann hafði aldrei komið á var hann gagnkunnugur vegna þess að það sem Ingi las lifði hann f raun og veru. Læsi hann um borg eða bæ kunni hann betur skil á honum en margir þeír er þar höfðu lengi dvalist. Alls staðar f ann Ingi eitt- hvað sem möguleiki var til að njóta og við nutum, finna hið mannlega og þá hið dýrðlega hvar sem var. Þess vegna óska ég dýrkendum hinnar veraldlegu velgengni aö Ingi veröi kominni sæti prófdömara i öðrum bekk, þvi ábyggilega finnur hann hið fagra en myndi setja klkinn yfir blinda augað um það er miður skyldi. Þessa hef ég ábyggilega sem og aðrir sambekkjarbræður hans þessa Hfs notið. Ég veitaö undir skálaræðum og á skilnaðarstundum eru oft notuð stór orð, orð sem eiga sér ekki nema takmarkaða stoð I veru- leikanum. Ég veit að Inga voru stór orð jafn hvimleið og Satan Saltarinn, en ég veit lika að lygin og óhreinskilnin voru honum jafn viðurstyggileg og hreinlátum manni óværa. 1 þessu tilviki er eiginlega ómögulegt fyrir mig að fara eftir því, sem ég veit að vera myndi vilji hans er ég minnist hans, en þótt ég grannskoði hug minn man ég ekki til að hafa kynnst manni sem ekki væri möguleiki til að fá að gera eitt- hvað sem aöeins striddi að ein- hverju leyti móti betri vitund hans — nema Inga. Vitundin um að hafa gert rangt viljandi hefði orðið honum það erfið að hann hefði einfaldlega ekki nennt þvi. Orðvarari manni hef ég áreiöan- lega ekki kynnst, enda hafði hann kannski þar viti til varnaðar þar sem honum hafði sannanlega á bernsku árum verið hrundið frá yl heimilisarins foreldra og afa- húsa til vandalausra vegna þeirra manna, sem meira mátu skemmtifýsn sinna lægstu hvata, rógburöarins, en lifshamingju Htils og friðsæls heimilis. Ekki veit ég I raun og veru hversu mikill sá skemmtanaskattur er sem Ingi hefur borgað sveit- ungum sinum, en áreiðanlega hefur hann orðið honum nokkuð stór — ég veit ekki þeim — Ingi taldi aldrei eftir að borga, ef hann gat. Ingi kunni öðrum belur setninguna — Faðir fyrirgef þeim o.s.frv. — Sá eðlisþáttur Inga að finna skýringu á öllu varð honum I raun og veru réttlæting eða fyrir- gefning á þvi sem honum var andstætt i fari okkar hinna. Kannski hefur þessi þáttur orðið okkur ábatarikari en aftur honuin erfiðasti hjalli til að geta klifið mannfélagsstigann. Ingi var einlægur verkalýössinni og studdi sósialska verkaiýðshreyfingu frá þvl hann mátti. En hvernig er von til þess að nokkur nái frama innan verkalýðshreyfingarinnar sem kann lika að meta. það,sem atvinnurekandinn þarí að greiða i auknum hlunnindum og trygg- ingum auk timakaups, kann að meta neftóbaksrd Guðmundar um langtlmahagsmuni verka- fólks frekar en upphlaup ein- stakra áróöurshópa. Hvernig gat Ingi orðiö stjórnmálamaður — og þó var hann einn hinn glögg- skyggnasti maður um þau mál sem ég hef kynnst — sem ekki kynni aö segja orð svo sem land- ráðamaður, þjófur, fantur, ræningi um andstæðingana. Sama gilti og um það er varðar trúarbrögð. Eftir 35 ára náið samband veit ég ekki betur en samkvæmt okkar venjulegu mælistiku var hann trúr laus, en þó hef ég engan mann talað við jafn ihugasaman og skilningsrikan á hin ýmsu trúar- brögö* hans samúð, andiið, rýni, trú, leitun en þó fullvissa blönd- uðust I einstæðu samræmi. Eina trú átti hann þo. trú sem kannski er nú á þessum Hmum einna hvað fráleitust,trú á sjgur hins góða i manninum sjálfum „Sýnið trú yðar i verkunum". í sinni trú var Ingi sjálfum sér samkvæmur i verkuin. Trú um okkur betri börn voru eins konar móttó i kenningu hans, það var og sannanlega vilji hans að svo gæti oröið og öll hans framkoma stuölaði að þvi. „011 vor verk eru af ófullkomleika gjörð", segir þar. Fáar full- yrðingar standast jafn vel sann- reyndirnar sem þessi. Ekki er auðvelt að skýra, að Ingi starfaði ekkí á þeim veíi- vangi, sem hann hafði kosið sér oglærttil,en e.t.v. hefur allur agi og harka verið of fjarlæg eöli hans til að honum finndist hann geta notið sin þar sem skyldi. Engan betri heimilis- og barna minna vin hefði verið hægt ati eignast en Inga og með þessum fáu kveðjuorðum þakka ég fyrir þau öll sem eitt. Ég get ekki látið hjá liða að þakka fyrir hans hönd vinum og samstarfsmönnum, en þó fyrst og fremst frænkum hans fyrir það sem þær voru honum. En áreiðanlega fer öllum sem mér. Okkur ber að þakka. Þökk sé þvi sem gaf okkur Inga. Þórður frá Miklaholti. úr laupnum Baráttan við saltið Sj. tók þessa mynd á dögunum af einum meðborgaranna þegar hann glimdi við saltið á rúðunum hjá sér. Saltgangur hefur verið mikill I borginni slðustu vikur, bæði vegna storma og sjógangs, svo og vegna uppspýtings frá umferðinniá salti ausnum götum' borgarinnar. Víkingaflug Svissneskt fyrirtæki hefur nú gert samning við Islenska flug- félagiö Air Viking um flug milli Ziirich og Bangkok og verður fyrsta ferðin farin 12. febrúar. Er hér um að ræða mjög langar flug- leiðir, enda er flugtiminn með þotu um 12 klukkustundir frá Sviss til Thailands Alislenskar áhafnir, flugmenn og flugfreyjur annast þessa flutninga. Hinir svissnesku aðilar völdu islenska þotu frá Air Viking umfram aðra, vegna þess að þýskir farþegar og ferðafélög sem Air Viking flaug fyrir milli Þýskalands og Kanrieyja milli jóla og nýárs, hrósuðu mjög allri þjónustu og stundvisi i þeim flug- ferðum., Auk þess þóttu flug- vélar Air Viking fallegar og þægi- legt aö ferðast með þeim. Salon Gahlin <2a£sá — Skýringin á þvi hversvegna leikritið misheppnaðist er fólgin i hlutverkaskipuninni. Okkur tókst ekki að fá einhverja til þess að leika áhorfendur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.