Þjóðviljinn - 29.01.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.01.1975, Blaðsíða 3
Miövikudagur 29. janúar 1975. ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 3 Sikorsky þyrian sem fórst. Bar tíf aldan leyfilegan þunga m I valdi flugmanns að fara eftir hleðslutakmörkunum Útvarpsráð stöðvar sj ónvarpsþátt Þáttur Ómars Valdimarssonar með Megasi, Böðvari og Erni þótti argasta guðlast í augum meirihluta hans Siöan þyrluslysið varð á Kjaiarnesi á dögunum hafa menn mikið velt þvi fyrir sér hvaö hafi valdiö þvi. Rannsóknanefnd flug- slysa annast rannsókn slyssins og i gær gaf hún út fréttatilkynningu þar sem segir að eftirfarandi atriöi hafi komio fram: 1. Viö flugtak í Reykjavik var þyrlan yfirhlaöin sem nemur 429 kílóum. Leyföur hámarksfarmur meö l'ullum eldsneytisgeymum var aoeins 43 kíló, auk tveggja flugmanna. 2. Vi& flugtak mun þyngdar- punktur þyrlunnar hafa iegiö aft- an viö leyfö mörk. 3. Veður á slysstaö var mjög órólegt. ÞaB alverlegasta viö þessar ni&urstööur er a& sjálfsögöu fyrsta atriöiö, yfirhleöslan. Eins og vélin var hla&in eldsneyti og oliu mátti hun aöeins bera barn sem vegur 43 ktló. Þess I staö voru sex fullorönir I vélinni auk flugmanns. Annaö atriöiö leiöir sjálfkrafa af þvi fyrsta. Mörgum kann ao þykja þetta Htil hle&sla sem vélin mátti bera en 1 þessu örlagarika flugi voru benslngeymar þyrlunnar fullir,. I beim var um hálft tonn af bensini sem nægja á til uþb. 5 klst. flugs. Hins vegar átti flugfer&in ekki a& taka nema hálfan annan tima og má þvl segja aö hún hafi veriö me& óe&lilega mikiö eldsneyti. Þess má svo geta aö þyrlan var um tuttugu ára gömul er hún kom til landsins nú um áramótin. Viö ræddum vi& Grétar óskars- son framkvæmdastjóra Loft- feröaeftirlitsins og spuröum hann hvernig eftirliti meö hle&slu flug- véla væri háttaö. — Þegar ný vél kemur til lands- ins skoöum vi& hana og gefum si&an út loftfer&a- og flughæfnis- skirteini þar sem tilgreind er leyfileg hámarkshle&sla vélar- innar. Si&an er þaö i valdi og á ábyrgö flugmanns aö fara eftir þvi. Viö fylgjumst meö þvi öðru hvoru hvort farið sé eftir okkar fyrirmælum um hleöslu, þe. tök- um „stikkprufur" eins og það kallast. Hins vegar er algerlega ókleift að fylgjast með hverri flugvél sem fer i loftið, til þess þyrfti heilan her manns og gæti þó aldrei orið fullkomið, sagði Grétar. 1 fréttatilkynningu nefndarinn- ar segir að Sikorsky verk- smiöjurnar i Bandarikjunum, en þar var þyrlan smiöu&, hafi látiö I té mikilsveröa hjálp viö rann- sóknina og ma. sent hingaö sér- fræ&ing þeirra erinda. Eru nú nokkrir þættir rannsóknarinnar til umfjöllunar vestra. Loks segir aö þegar rannsókn- inni sé lokiö verði niðurstööur hennar sendar samgöngurá&u- neytinu. í nefndinni eiga sæti Jó- hannes R. Snorrason, Halldór Sigurðsson og Karl Eiriksson. —ÞH Þjóðviljinn skýrði frá því stuttu fyrir jól að til stæði að stöðva þátt Ómars Valdimarssonar. Það eru komnir gestir, þar sem hann ræddi við Örn Bjarnason, Böðvar Guðmundsson og Meg- as. Nú hefur útvarpsráð fjallað um þáttinn og var þar samþykkt að sýna hann ekki. Njöröur P. Njarðvik sagöi i viötali vi& bla&iö aö sýning þáttarins heföi veriö felld i útvarpsráöi með fjórum at- kvæ&um gegn þremur aö við- höf&u nafnakalli. Þeir sem andvigir voru sýningu þáttar- ins voru Stefán Júliusson, Magnús Þórðarson, Þorvaldur Garöar Kristjánsson og örlygur Hálfdánarson. Meö voru Njörður, Stefán Karlsson og Ólafur Ragnar Grimsson. — Nei, ég er ekki ánægður með þessi urslit, sagði Njörð- ur. — Mér fannst þessi þáttur að mörgu leyti sá skemmtileg- asti sem gerður hefur verið undir þessu nafni, umræður þeirra félaga voru smellnar og fyndnar. — Hins vegar eru i einum söngtexta Megasaiýmsirhlutir sem fara fyrir brjóstið a mjög kristnu fólki og það settu þeir fjórmenningarnir fyrir sig. En það er dálitiö skemmtileg til- viljun aö i þættinum er Böðvar spuröur að þvi hvort hann hafi einhvern tima veriö ritskoöað- ur. Hann kvaö nei við þvi enda væru islendingar þekktir fyrir viðsýni og fordómaleysi. — Það var Pétur Guðfinns- son sem skaut þessu máli til útvarpsráðs og tel ég það al- veg rétt hjá honum þegar upp kemur ágreiningur milli dag- skrárstjóra og stjórnanda. — Er þá þessi þáttur alveg úr sögunni? — Ég er ansi hræddur um það. Reyndar á þetta útvarps- ráð aö öllum líkindum ekki langt eftir ólifað en mér er það mjög til efs að það sem viö tekur verði umburðarlyndara i þessum efnum, sagöi Njörð- ur. Texti sá sem um var deilt mun vera „Fylgdu mér inn i blómalandiö, amma". 1 hon- um tekur Megas þá kenningu guöspjallamanna um a& guö sé alls sta&ar nálægur bók- staflega og kemst að þeirri niðurstöðu að hann hljóti þá aö vera til staðar i hlutum eins og garðslöngum, gaddavir, gúmmii o.fl. Eins er þar greint frá ferðum Krists á KFUM- fund, i kauphöllina, þegar hann situr fyrir hjá ljósmynd- ara og hamstrar hjólbarða. Og guö skapaði ju manninn i sinni mynd, ekki satt? —ÞH Lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn: Eitt stœrsta félagslega réttlœtismálið En hægri stjórnin ætlar að skjóta málinu á frest eyrissjóöanna. Þeir hafa styrkt útbúiö frumvarpið fyrir næsta fjárhagsstöðu verkalý&sfélag- þing, þ.e. i vetur. anna og hafa reynst nokkur bak- ..',;. a_ i.iíiii,-..,.-* hjarl i sambandi viö húsnæ&is- Máhð er U "Kannað t svari viö fyrirspurn frá Magn- úsi Kjartanssyni á alþingi I gær upplýsti heilbrig&is- og trygg- ingaráðherra, Matthias Bjarna- son, a& ekki ver&a tekin nein skref I áttina að lifeyrissjóði fyrir alla landsmenn næsta árið. Hvort tveggja kemur til: ráðherrann telur a& enn þurfi að „kanna mál- io" og svo skýtur hann sér á bak við erfiðleika I efnahagsmálum. Nú sé ekki rétti tlminn til að gera ráðstafanir sem mi&a að Jafnrétti landsmanna! Magnús reifaði þann vanda, sem hiö margbrotna kerfi llf- eyrissjóöa býður upp á, sumir njóta lifeyris úr verðtryggðum sjóöum sem miða greiðslur sínar við hlutfall af atvinnutekjum, aðrir verða að sætta sig við grei&slur ilr lítt eöa ekki tryggö- um sjóöum og fá þess vegna miklu minni llfeyri og allstór hóp- ur launamanna á ekki aögang aö neinum lifeyrissjóði og hefur þvi ekkert nema tekjutryggingu elli- launa upp á aö hlaupa. Þeir væru verst settir en þó mun betur nú eftir a& vinstri stjórnin innleiddi tekjutrygginguna. Alþingi brást þeirri skyldu a& leysa þa& mál i tlma aö ílfeyris- tryggja alla landsmenn, þess vegna uröu verkalý&sfélögin að knýja fram stofnun almennu Hf- Á sjóðasöfnun rétt á sér? Eðvarð Sigurösson benti á að verkalýösfélögin væru oröin lang- þreytt að biöa eftir lífeyrissjó&i fyrir alla landsmenn, máliö var þrautrætt og þaö lá fyrir hvernig ætti aö fara aö þessu en samt var þa& alltaf úti i blámó&u f jarskans. Það strandaði nefnilega alltaf á þvi hvernig ætti að fjármagna þennan sjóð. Þess vegna sömdu verkalýðsfélögin um almennu sjóðina 1969. Vitanlega þarf a& stefna aö jafnréttiallra landsmanna og þaö veröur ekki vi& máliö ráöiö án samráös við verkalý&sfélögin. En spurning væri hvort þa& ætti aö safna i svona sjóöi — sem þá veröur að verötryggja á einhvern hátt og það veröur ekki gert nema me& miklum fjármunum á ver&- bólgutimum — eöa hvort þaö ætti að láta tekjur kerfisins renna beint til lifeyrisbóta á þvi ári er Frh. á bls.5 málin, en verðmæti þeirra brenna upp I eldi veröbólgunnar.' Það er þvi eitt brýnasta félags- lega úrlausnarefnið nú að tryggja landsmönnum jafnrétti & sviöi Hf- eyristrygginga og koma hér á kerfi svipuðu og gert var á Noröurlöndum fyrir álllöngu. I st jórnarmyndunarviöræ&unum i sumar lag&i Alþýöubandalagiö höfuöáherslu á þaö a& ný vinstri stjórn stæöi að stofnun Hfeyris- sjó&s fyrir alla landsmenn. Um þetta virtust flokkarnir sammála. Þess vegna rita&i Magnús, þá heilbrigöis- og tryggingaráð- herra, bréf til nefndar, sem þá var starfandi, skipuð fulltrúum allra þingflokka, til að endur- skoöa tryggingakerfiö. í bréfinu fdl Magnús nefndinni aö semja frumvarp til laga um stofnun sllks Hfeyrissjóös sem allir er nú standa utan Hfeyrissjóöa verði a&ilar I, eldri sjóöfélagar annarra sjó&a geti gengið I, miöa&i greiöslur slnar við atvinnutekjur, væri verðtryggður og starfaði sem hluti af almannatrygginga- kerfinu. Nefndin fengi heimild til aö ráöa tryggingafræðing svo að hvln gæti Um þetta mál uröu miklar um- ræður. Matthias Bjarnason játaöi að hann hefði ekki haft áhuga á þvi aö nefndin ynni aö þessu máli og ætlar hann að leggja hana formlega niður nú einhvern dag- inn. Hins vegar mundi hann vænt- aniega biðja Guöjón Hansen tryggingafræðing um að endur- skoða tryggingalöggjöfina þannig að ný nefnd gæti tekiö við tillög- um hans aö hausti. Var svo aö skilja sem llfeyrissjóöur fyrir alla landsmenn væri ekki inni i þeirri endurskoöun, enda skilaði Guðjón itarlegri álitsgerð um þaö mál til gömlu trygginganefndarinnar, sem Geir Gunnarsson veitti for- stööu fyrir rúmu ári. Magnús Kjartansson lagði a- herslu á það — og undir þaö sjón- armið tóku ýmsir aðrir ræðu- menn, þ.á m. Gylfi Þ. Glslason — aö máliö væri i reynd fullkannaö, nú væri aö hefjast handa. Alits- ger& Gu&jóns ásamt ýmsum fyrri skýrslum væri ákjósanlegur grundvöllur til aö byggja laga- smi& á. A dögum vinstri stjórnar- innar virtist vera þingmeirihluti fyrir stofnun allsherjar lifeyris- sjóös og á það þyrfti að reyna aft- ur. TILKYNNING Þeir, sem telja sig eiga bila á geymslu- svæði „Vöku" á Artúnshöfða, þurfa að gera grein fyrir eignarheimild sinni og vitja þeirra fyrir 14. febr. n.k. Hlutaðeig- endur hafi samband við afgreiðslumann „Vöku" að Stórhöfða 3, og greiði áfallinn kostnað. Að áðurnefndum fresti liðnum verður svæðið hreinsað og bilgarmar fluttir, á kostnað og ábyrgð eigenda, á sorphauga, án frekari viðvörunar. Reykjavik 23. janúar 1975. Gatnamálastjórinn i Reykjavik. Hreinsunardeild.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.