Þjóðviljinn - 29.01.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.01.1975, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 29. janúar 1975. MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Otgetandi: (Jtgáfufélag Þjóftviljans Framkvæmdastióri: Eiftur Bergmann Kitstjórar: Kjartan ólafsson. Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meft sunnudagsblaði: Vilborg Harðardóttir Ritstjórn, afgreiftsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 Hnur) Prentun: Blaftaprent h.f. BÆNDUR OG HÆGRIFLOKKAR Á þessu hausti hafa birst i ýmsum dag- blöðum kostuleg bjálfaskrif um land- búnaðarmál. Þessi skrif hófust sem kunn- ugt er með þvi að dagblaðið Visir, annað aðalmálgagn Sjálfstæðisflokksins, lagði til að bændastéttin yrði lögð niður i heilu lagi og fengi hver bóndi miljón i verðlaun fyrir að hætta að búa. Siðan lagði blaðið til að flytja ætti inn allar landbúnaðarvörur. Þóttist blaðið sanna að þetta yrði hag- kvæmara fyrirkomulag og nefndi i þvi sambandi niðurgreiðslur á landbúnaðar- vörum, sem það taldi ganga til þess að halda landbúnaðinum uppi, en það er að sjálfsögðu helber endileysa. En i fram- haldi af þessum skrifum málgagns Sjálf- stæðisflokksins krafðist Timinn þess, þriðja málgagn rikisstjórnarinnar, að Morgunblaðið bæðist afsökunar á asna- spörkum litla bróður, Visis. Það gerði Morgunblaðið. Þá heimtaði Timinn að þingmenn Sjálfstæðisflokksins bæðust af- sökunar á skrifum Visis og það hefur Ingólfur Jónsson nú gert. Hefur verið kostulegt að fylgjast með narti og bliðu- hótum ihaldsins og Framsóknar i tengsl- um við þetta mál, þegar báðir hafa sam- einast um að berja sér á brjóst og hrópa: Við erum fullir heilagrar vandlætingar á skrifum Visis! Við erum vinir bænda! Og áfram heldur Visir að kyrja sönginn um að leggja niður bændastéttina en reisa i staðinn álverksmiðjur, samkvæmt óska- listum Eyjólfs Konráðs Jónssonar og Geirs Hallgrimssonar og vinar þeirra, Gunnars Thoroddsens. Þessi blaðaskrif hafa að sjálfsögðu vak- ið athygli bænda- og fyrirlitningu. Megin hluti bændastéttarinnar gerir sér ljóst hvaða flokkar það eru sem um áratuga- skeið hafa borið ábyrgð á islenskum land- búnaðarmálum: Sifellt fleiri bændur gera sér grein fyrir þvi að þessir flokkar og gæðingar þeirra hafa haft bændastéttina að féþúfu. Nægir i þvi sambandi að minna á hvernig mörg kaupfélögin og þar með SlS-auðvaldið hafa leikið sér að hagsmun- um bænda, hvernig þessir aðilar einoka bændasamtök sem i öndverðu voru stofn- uð af almennum bændum til þess að sinna hagsmunamálum þeirra. Nægir i þvi sam- bandi að minna á það að ihaldið og fram- sókn sameinuðust um það að láta Mjólk- FORSÆTISRÁÐHERRA Á FLÓTTA Allt er i kalda koli, segir Ólafur Jó- hannesson. Ástandið hefur versnað eftir að núverandi rikisstjórn tók við, segir Ólafur Jóhannesson. Samninganefndir at vinnurekenda og launamanna geta ekkert aðhafst vegna þess að Gunnar Thoroddsen þorir ekki að gegna embætti forsætisráð- herra eins og hann á að gera i fjarveru Geirs Hallgrimssonar. Þvi einmitt nú um þessar mundir er Geir Hallgrimsson að spóka sig i útlöndum. Vissulega getur ver- ið nauðsynlegt að ræða við erlenda stjórn- urbú Flóamanna ganga i Vinnuveitenda- samband íslands fyrir nærri áratug. Nú i haust varð það fyrsta verk þessara samherja i rikisstjórn gegn bændastétt- inni að setja reglur um visitölubindingu ibúðalána i sveitum sem áður langt liður mun hafa sligandi áhrif á búskap. Það er athyglisvert að málgögn þessara flokka hafa sameinast um að þegja vandlega yfir þessu máli, og ekki einn einasti þing- maður þeirra tók til máls, þegar Þór Vig- fússon og Lúðvik Jósepsson flutti á alþingi frumvarp um afnám þessara visitölubind- inga. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn hafa einokað landbúnaðarmál i öllum rikisstjórnum á íslandi að heita má. Þessir flokkar bera höfuðábyrgð á ástandi landbúnaðarmála. Þeim hefur einnig tek- ist að einoka bændasamtökin. Þar hafa framsóknarmenn nú forustu i Búnaðar- félagi Islands og Stéttarsambandi bænda og nú hafa þeir einnig landbúnaðarráð- herrann. Meginvandamál bændastéttarinnar eru yfirráð og einokun hægri flokkanna á öll- um hagsmunamálum hennar. málamenn, en ætli það finnist ekki flest- um sem litið mark sé takandi á ráða- mönnum, sem hlaupa frá þegar þeir sjálf- ir og samstarfsmenn þeirra hafa lýst vandanum jafnhrikalega og þekkt er af áróðri rikisstjórnarinnar? —S. KLIPPT... Tíma sóað í nefndarstörf á þingi HelgiSeljan — hlaftinn nefndar- störfum! Helgi Seljan, alþingismaöur, segir dulitla dæmisögu i Austur- landi 17. janúar. Hann segist hafa tekið saman yfirlit um „timafrek” nefndarstörf sin i þremur nefndum efrideildar um miðjan desember. Fundarhöld- in hafa veriö sem hér segir: Landbúnaðarnefnd — einn fundur — fundartimi 3 min. Heilbrigðis og tryggingar- nefnd — einn fundur — fundar- timi 5 min. Félagsmálanefnd — tveir fundir — samtals 12 min. Samanlagt hafa verið haldnir fjórir fundir I þessum þremur nefndum, þrjú mál tekin fyrir, og fundartiminn samanlagt 20 minútur. Um miðjan desember i fyrra höfðu verið haldnir 15 fundir I þessum þremur nefndum efri deildar, 15 mál komið til með- ferðar og fundartimi var þá oröin 10 klukkustundir saman- lagt. Um þetta segir Helgi Seljan: „Menn sjá af þessari upptaln- ingu, hve mikið annriki hér hef- ur verið á ferð og erfiði okkar gifurlegt, auk hinnar stórkost- legu timasóunar, sem átt hef- ur sér stað. En alvöruhliö málsins snýr vitanlega að spurningunni: Hvers vegna — hvers vegna nær engir fundir — hvers vegna eng- in mál? Það virðist greinilegt, aö frumvörp og tillögur stjórnarandstöðunnar á að af- greiða með öðrum vinnubrögð- um en var og hitt lika ljóst að at- hafnasemi rikisstjórnarinnar er i algeru lágmarki, ef frá eru tal- in afrek þau sem felast i árásum á lifskjör alþýðustéttanna og nýjum hermangssamningi.” Kunnuglega hljómar „kunnugur” í Velvakanda Klippt og skorið tekur undir með ,Kunnugum’i Velvakanda Morgunblaðsins 28 þ.m. Það er algjörlega ófært aðfólk sem e-ð hefur birst eftir i Þjóöviljanum tröllriði rikisfjölmiðlunum. Hugsiöi ykkur bara þá mögu- leika, sem umsjónarmaður Klá- súla i Þjóðviljanum, sem lika er poppari i útvarpinu, hefur til þess að læða pólitlskum áróðri að börnum góðborgaranna. Nýja útvarpsráðið undir stjórn NATÓ-Manga mun áreiðanlega taka til greina öfgalaus og réttsýn sjónarmið eins og þau, sem komu fram i Velvakandagrein „Kunnugs” og snúa sér að þvi að endur- heimta traust og trúnað út- varpsins hjá fólkinu i landinu með þvi að efla tengslin við Morgunblaðið. Það ætti að vera auðvelt að kippa þessu i lag og Klippt og skorið lætur sér detta i hug að Jóhann Hjálmarsson Geir R. Andersen (stjórnmálasér- fræðingur Visis), Hrafn Gunn- laugsson, Davið Oddsson og Aslaug Ragnars geti auðveld- lega tekið að sér alla þessa niu þætti I útvarpi og sjónvarpi, sem „kunnugur” hefur áhyggjur af. Við lestur Velvakendagrein- arinnar læðist annars að manni sá grunur að „kunnugur” eigi eí til vill sæti i núverandi útvarps- ráði. Gunnar Magnús Þeir hafa haldift um rikiskass- ann frá ’64 Rikissjóður kiknar undir okurlánum 1 sunnudagsgrein Ragnars Arnalds I Þjóðviljanum kom fram að rikissjóður skuldar nú þegar 6800 miljónir króna vegna verötryggðra spariskirteina og upphæðin á eftir að vaxa trölls- lega á næstu árum enda hafa raunvextir af þessum lánum verið frá 28% upp i 67% á ári. A næsta ári á rikissjóður að greiöa spariskirteini frá 1964 að nafnverði 53 miljónir. Þau endurgreiðast nú með 700,9 mil- jónum króna, eða 13.2 sinnum hærri upphæð. Heföi verið tekið innlent lán með 10% meðalvöxtum væri endurgreiðslan aðeins 137.5 mil- jónir, eða 2,6 sinnum hærri. Meö erlendri lántöku miðað við dollar og 5% ársvexti næmi endurgreiöslan um 237.4 miljón- um og væri 5.5 föld. 1 grein sinni bendir Ragnar Arnalds á að verðtrygging á- samt 4—7 prósent vöxtum sé efnahagsleg endileysa. Eðlileg- ast sé að raunvextir séu nálægt núlli og verðrýrnun peninga sé beinlinis nauðsynleg i kapital- isku þjóöfélagi til þess að hamla á móti óraunsæjum vaxtakröf- um. Sannleiksgildi þessara orða sést best á þvi, að á árinu 1964 var 53 miljón króna lántaka rúmlega 4% af beinum sköttum ,einstaklinga til rikis og sveitar- félaga, en þegar að endur- greiðslunni kemur eru 700 mil- jónir tæp 15 prósent af beinum sköttum einstaklinga 1974 til op- inberra aðila. Og þetta er bara byrjunin. Þar við bætist að happdrættis- og spariskirteinalán eru skatt- frjáls og stuðla enn frekar að ó- réttlátari eignaskiptingu i land- inu. Lokaorð greinarinnar eru þessi: Er ekki ljóst, að haldi rikis- sjóður áfram i vaxandi mæli að taka óhagstæðustu og vitlaus- ustu lán, sem hann getur náð i, til margs konar innlendra fram- kvæmda, þá hlýtur það að leiða til stórhækkaðra skatta á næsta áratug. Og skattarnir verða þá ekki ávfsun á framkvæmdir og þjónustu hins opinbera, heldur millifærsluþjónusta, þar sem þúsundir miljóna verða teknar af hinum almenna skattgreið- anda til að greiða skuldabréfa- eigendum okurvexti”. Gœðastimpill Staksteina á % Klippt og skorið Staksteinahöfundur Morgun- blaðsins föstudaginn 24 þ.m. „flettir” eftirminnilega ofan af þvi hvernig högum ritstjóra Þjóðviljans er komið eftir að m — hóf forystugreinaskrif i blaðið. „Ritstjórar blaðsins hafa hinsvegar verið settir i að skrifa gamanmál i slúöurdálka blaðs- ins, en að vonum ferst þeim það verk óhönduglega úr hendi”, segir staksteinahöfundur. Og til þess að lesendur þess- ara pistla séu ekki i neinum vafa um hæfileika „skráðra” yfirmanna Þjóðviljans, sem þá rita, setja Staksteinar svofelld- an gæðastimpil á ritsmiðarnar: „Ósjálfrátt dettur manni I hug belja á svelli við lestur þessara pistla.” Ósjálfráð hugsanatengsl eru góð sjálfslýsing. Arásum Sjálf- stæðismanna á landbúnaðinn ætlar seint að linna. Eða tekur það ekki steininn úr að likja sjálfum erkióvinunum við blessaða skepnuna? ... OG SKORIÐ Halldór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.