Þjóðviljinn - 29.01.1975, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.01.1975, Blaðsíða 6
6 SÍPA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 29. janúar 1975. Þjóðleikhús ,,Hvernig er heilsan", leikrií eftir svíana Bengt Bratt og Kent Anderson verður frumflutt í Þjóð- leikhúsinu á fimmtudag- inn kemur. Sigmundur örn Arngrimsson leikstýrir, og er þetta i fyrsta sinn sem hann er leikstjóri hjá Þjóðleikhúsinu, en áður hefur hann sett á svið i öðrum leikhús- um, t.d. á Akureyri. Stefán Baldursson þýddi „Hvernig er heilsan", en verkið var skrifað 1971 og heitir á sænskunni „Tilstandet". Leikurinn gerist á heilsuhæli. Fyrri þátturinn fjallar um það þegar sjúklingarnir vinna að þvi að gera kabarett-sýningu sem fjallar um þá sjálfa. Siðari hlut- inn fjallar svo um afdrif þeirrar sýningar, hvernig til tekst þegar forstöðumenn hælisins sjá kabarettinn. Nokkuð er um söngtexta i verkinu, og þýddi Þorsteinn frá Hamri þá. Leikmynd er eftir Sigurjón Jóhannsson. „Myndin er einföld", sagði Sigurjón, „hún miðast mjög við þá leikmynd sem sjúklingarnir eru sjálfir að koma upp vegna kabarett-sýningarinnar. Samstarf þeirra Bratts og Andersons hefur staðið um „Hvernig er heilsan" — Ingunn Jensdóttir, Margrét Guðmundsdótt- irog Rúrik Haraldsson í hlutverkum — auk þeirra leika m.a. Þóra Friðriksdóttir, Sigurður Skúlason, Bessi Bjarnason, Flosi Ólafsson og Valur Gislason. „Hvernig er heilsan?" Frumsýning á fimmtudag — Inúk til útlanda nokkurra ára skeið, þeir hafa lika samið leikverk hvor i sinu lagi, m.a. fyrir sænska sjón- varpið og nokkur verk þeirra hafa verið sýnd hér, t.d. „Elli- heimilið" i Lindarbæ og Sand- kassinn eftir Anderson, sem leikinn var i Reykjavik og viðar um landið. Höfundarnir taka jafnan fyrir félagsleg vandamál i verkum sinum og þykja fara mjög lipur- lega með það sem þeir vilja segja - „það er ekki um boft- skap að ræða", sagði leikstjór- inn, Sigmundur örn, „fremur skirskota þeir til fólks. Þeir bjóða ekkl upp á neinar „patenf-lausnir." Leikendur eru 14 talsins, og eru hlutverk hælismanna ámóta að stærð, þeir eru allir inni á sviðinu allan timann. Nokkuð samstarf hefur verið milli leikaranna og vistfólks og starfsfólks Klepps-spitala með- an æfingatiminn stóð, „þau á Kleppi hafa komið hingað á æf- ingar til viðræðna", sagði Sig- mundur Orn, „og við höfum dvalið nokkrar morgunstundir með þeim á Kleppi. Hinsvegar er ekki hægt að likja* hælinu i leiknum á nokkurn hátt sanian við Klepp. Það er kannski rétt að taka það fram, að andrúms- loftið á Kleppi er allt annað og manneskjulegra heldur en á hælinu i „Hvernig er heilsan." Inúk til útlanda Inúk — maðurinn, sýhing sú sem nokkrir leikarar Þjóöleik- hússins skrifuðii i samvinnu eft- ir velheppnaða Grænlandsför, fer á næstunni i ferðalag um Norðurlönd. Dagana sem þing Norður- landaráðs stendur i Þjóðleik- húsinu, er starfsem hússins mjög beint út á við, og m.a. fer Inúk i téða leikför. Leikurinn var lengdur nokkuð vegna leik- fararinnar, og verður fluttur i Vasa i Finnlandi, i Stokkhólmi, Þrándheimi og i Kaupmanna- höfn. Auk „Hvernig er heilsan" er nú verið að æfa Lúkas eftir Guð- mund Steinsson, sem sýnt verð- ur á litla sviðinu i Kjallaranum. Þjóðniðinginn eftir Ibsen og ballettinn Koppeliu. Meðan Norðurlandaráð þing- ar, verður Hvernig er heilsan? væntanlega sýndur á Suðurlandi og leikrit Jökuls Jakobssonar, „Herbergi 213 — eða Pétur Mandolin" verður sýnt á Nes- kaupstað. —GG Konur daufar við bridgeinn Islenskir bridgemenn taka þátt í tveimur alþjóðamótum ísumar Stjórn Bridgesambands tslands kallaði nýlega blaðamenn á sinn fund til að fræða þá um starfsemi sambandsins í bráð og lengd og var ein af ástæðunum fyrir fundarboðinu tómlæti það sem stjórninni finnst fjölmiðlar sýna bridgeiþróttinni. Það er best að skýra frá þeim stóratburðum sem framundan eru hjá islenskum bridgemönnum en þar ber hæst þátttöku I tveim- ur alþjóðamótum á sumri kom- anda. Dagana 15.—21. júnl verður Norðurlandamótið i bridge haldið i Noregi og taka islendingar þátt i opna flokknum og unglinga- flokknum. 14.-26. júll veröur svo háð Evrópumót I brige og fer það fram I Brighton I Englandi. Þar verður aðeins keppt i opna flokknum. Stjórn BSl hefur þegar hafið undirbúning að vali landsliðs. Það fer þannig fram að nú um þessi mánaðamót verður háð keppni með Butler-fyrirkomulagi þar sem 16 valin pör spila inn- byrðis en af þeim mynda átta hæstu pörin landsliðskjarna. Sið- an verður skipuð sérstök lands- liðsnefnd fyrir hvorn flokk og gengst hún fyrir æfingum og vel- ur endanlegt landslið. Þátttaka I slikum stórmótum kostar óhjákvæmilega mikið fé og sagði formaöur sambandsins, Hjalti Ellasson, að kostnaðurinn við bæði mótin væri áætlaður 11—1400 þúsund krónur. Sam- bandið fór fram á stuðning af fjárlögum en þingið fann ekki nema 100 þúsund krónur sem rikiskassinn gæti verið án. Til þess að standa straum af kostnaðinum verða haldin tvö mót og stendur það reyndar yfir núna. Það er bikarkeppni sem háð er samtimis um allt land. 1 upphafi voru send sömu spilin sem talva hafði gefið til 42 staða á landinu. Þegar spilað hefur verið á þessi spil eru úrslitin send til Reykjavikur á þartilgerðum blöðum sem tölvan vinnur siðan úr og úrskuröar hver hefur unnið. 1 fyrra voru þátttakendur I bikarkeppninni um þúsund tals- ins og er búist við að þeir verði enn fleiri I ár. Þátttökugjald i bikarkeppninni er 250 krónur á Framhald á 11. siðu. RÉTTABRÉF ÚR REYKHOLASVEIT Meö skaröar tennur og skoltaaumt Miðjanesi, 7. janúar 1975 Vetrarriki Vetrarriki hefir verið mikið frá þvi nokkru fyrir jól. Tókst bara einu sinni fyrir jólin að opna fyrir bilaumferð i Gufudalssveit sunn- anfrá, en ekki stóð sú dýrð nema daglangt. Tvisvar hefir svo verið farið þangað á snjóbil. Harðsótt hefir verið að flytja mjólkina til Búðardals, enda orð- ið að moka snjó af vegunum I hvert sinn. Ekki er til neins að moka nema eitthvaö stilli veður. Hafa ferðir þvi orðið strjálar; þvl bæði hafa tekið úr helgidagar og óveðursdagar. I tveimur siðustu ferðunum fyr- ir jól, var ekki hreyft við mokstri á Svlnadal. Þá varð að fara kringum Strandir, útfyrir Klofn- ing. Það lengir leiðina um 70 km hvora leið, eða 280 km i þessum tveimur ferðum. Safnast það saman i þungaskatti til rikisins og er hæðilegt að skattleggja menn fyrir það að vegirnir eru ekki fær- ir. Fönn hlóð niður i útsynningum og varð viða þungfært á vegum sem haldast auðir i austan og norðanátt. Svo gerði suðaustan- byl sem lagöi skafla útfrá útsynn- ingssköflunum og svo blotnaði alltsaman og fraus loks i gadd. Orðið er litið um haga. Flugsamgöngur Flugsamgöngur eru nú komnar i fastara horf en var um árabil. Flugfél. Vængir stundar áætl- unarflug aö Reykhólum og lendir auk þess á flugvellinum á Mela- nesi (Skálanesi) I Gufudalsveit og á flugvellinum á Ingunnarstaða- melum I Geiradal. Flugið hefir margfaldast Utfrá framkvæmd- unum við Þörungavinnsluna á Reykhólum. Mikið breyttist til batnaöar þegar flugradióstöð kom að Reykhólum svo og laus lýsing fyrir flugbrautirnar. Nii er ger- legt að ná til véla á flugi og llka gerlegt að þær lendi þo náttmyrk- ur sé, ef önnur skilyrði leyfa. Þetta sannaðist 5. janúar nú, þegar tvær 9 farþega vélar lentu rétt fyrir miðnætti til að sækja 18 manns og flytja til Reykjavikur og allt gekk vel. Ekki var búið að ryðja flugvóllinn fyrr. Fólk þetta kom svo i áf angastað i Reykjavik um kl. 1 um nóttina. Hefði það verið nauðbeygt til að biða eftir bilferð, hefði það orðið tveim sólarhringum seinna. Framkvæmdir Framkvæmdum við Þörunga- vinnslustöðina hefir miðað allvel á liðnu ári. Byggingarfram- kvæmdir munu að mestu eða öllu hafa haldið áætlun og er nú risið voldugt verksmiðjuhús i Karlsey. Borun eftir heitu vatni bar góðan árangur. Mikið er óunnið við hita- veituna, ofanfrá Reykhólum og fram i Karlsey. Liggja þær fram- kvæmdir niðri nú, meðan skammdegi og vetrarríki er mest, enda tæpast um neitt annað að ræða. Hafnargerðin I Karlsey sóttist ágætlega, þ.e. flutningar á grjóti i hafnargarða. Verr mun hafa gengið þegar dýpkunarskip kom til starfa stuttu fyrir jól. Þó það heiti ekkert minna en Grjótjötunn og sé vist nýtt, a.m.k. hér á landi, varð það frá að hverfa með skarðar tönnur og skoltaaumt. Veitnú enginnhér hvað við tekur. Raforkumál Raforkumál eru hér I alveg ein- dæma aumu ásigkomulági. Ves- öldin er slfk, að fólk er ekki lengur illt út i þá sem I strlðinu standa, heldur finnur til með þeim (og sjálfu sér) fyrir það hvernig hefir gengið. Sjálfsagt gildir hér sama og annarsstaðar, að ekki má spyrja neina minni spámenn Rarik, enda eru heimildir ekki til þeirra sótt- ar. Auk þess sem almennt gildir, er svo rafveitustjórinn á Hólma- vlk (Þverárvirkjun) friðhelgur alveg sér á parti. Undanfarin ár hefir þaö verið samsláttur á línum, sem gert hef- ir þrálát straumrof þegar hvessti á vissum stað. Stórfelldar Hnubil- anir hafa oft orðið á umliðnum árum. Þá hefir oft mátt kalla af- EFTIR JÁTVARÐ JÖKUL JULIUSSON Ungur DDR-borgari, Hermóður að nafni, sendi okkur þessa mynd, en hana tók hann af islenskum konum við hátiðahöldin vegna opnunar Eystrasaltsvikunnar I fyrrasumar. Af Hermóði þessum er það að segja, að hann stundar nám I Islensku hjá hinum vel þekkta prófessor dr. Brúnó Kress þar úti I DDR, en við Hermóð birtist viðtal hér I Þjóðviljanum þegar hann var hér i námsferðalagi sumarið 1973. Hermóður var

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.