Þjóðviljinn - 29.01.1975, Side 6

Þjóðviljinn - 29.01.1975, Side 6
6 StÐA — ÞJ6ÐVILJINN MiOvikudagur 29. janúar 1975. MiOvikudagur 29. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 7 Þjóðleikhús --•■ „Hvernig er heilsan", leikrit eftir sviana Bengt Bratt og Kent Anderson verður frumflutt í Þjóð- leikhúsinu á fimmtudag- inn kemur. Sigmundur örn Arngrimsson leikstýrir, og er þetta i fyrsta sinn sem hann er leikstjóri hjá Þjóðleikhúsinu, en áður hefur hann sett á svið i öðrum leikhús- um, t.d. á Akureyri. Stefán Baldursson þýddi „Hvernig er heilsan”, en verkið var skrifað 1971 og heitir á sænskunni „Tilstandet”. Leikurinn gerist á heilsuhæli. Fyrri þátturinn fjallar um það þegar sjúklingarnir vinna að þvi að gera kabarett-sýningu sem fjallarum þá sjálfa. Siðari hlut- inn fjallar svo um afdrif þeirrar sýningar, hvernig til tekst þegar forstöðumenn hælisins sjá kabarettinn. Nokkuð er um söngtexta i verkinu, og þýddi Þorsteinn frá Hamri þá. Leikmynd er eftir Sigurjón Jóhannsson. „Myndin er einföld”, sagði Sigurjón, „hún miðast mjög við þá leikmynd sem sjúklingarnir eru sjálfir að koma upp vegna kabarett-sýningarinnar. Samstarf þeirra Bratts og Andersons hefur staðið um „Hvernig er heilsan” — Ingunn Jensdóttir, Margrét Guömundsdótt- ir og Rúrik Haraldsson I hlutverkum — auk þeirra leika m.a. Þóra Friðriksdóttir, Sigurður Skúlason, Bessi Bjarnason, Flosi ólafsson og Valur Gislason. „Hvernig er heilsan?” Frumsýning á fimmtudag — Inúk til útlanda nokkurra ára skeið, þeir hafa lika samið leikverk hvor i sinu lagi, m.a. fyrir sænska sjón- varpið og nokkur verk þeirra hafa verið sýnd hér, t.d. „Elli- heimilið” i Lindarbæ og Sand- kassinn eftir Anderson, sem leikinn var i Reykjavik og viðar um landiö. Höfundarnir taka jafnan fyrir félagsleg vandamál i verkum sinum og þykja fara mjög lipur- lega með það sem þeir vilja segja - „það er ekki um boð- skap að ræöa”, sagði leikstjór- inn, Sigrnundur örn, „fremur skfrskota þeir til fólks. Þeir bjóða ekki upp á neinar ,,patent”-lausnir.” Leikendur eru 14 talsins, og eru hlutverk hælismanna ámóta að stærð, þeir eru allir inni á sviðinu allan timann. Nokkuö samstarf hefur verið milli leikaranna og vistfólks og starfsfólks Klepps-spitala með- an æfingatiminn stóð, „þau á Kleppi hafa komið hingað á æf- ingar til viðræðna”, sagði Sig- mundur örn, ,,og við höfum dvalið nokkrar morgunstundir með þeim á Kleppi. Hinsvegar er ekki hægt að likja' hælinu i leiknum á nokkurn hátt saman við Klepp. Það er kannski rétt að taka það fram, að andrúms- loftið á Kleppi er allt annað og manneskjulegra heldur en á hælinu i „Hvernig er heilsan.” Inúk til útlanda Inúk — maðurinn, sýning sú sem nokkrir leikarar Þjóðleik- hússins skrifuðu i samvinnu eft- ir velheppnaöa Grænlandsför, fer á næstunni i ferðalag um Norðurlönd. Dagana sem þing Norður- landaráðs stendur i Þjóðleik- húsinu, er starfsem hússins mjög beint út á við, og m.a. fer Inúk i téða leikför. Lefkurinn var lengdur nokkuð vegna leik- fararinnar, og verður fluttur i Vasa i Finnlandi, i Stokkhólmi, Þrándheimi og i Kaupmanna- höfn. Auk „Hvernig er heilsan” er nú verið að æfa Lúkas eftir Guð- mund Steinsson, sem sýnt verð- ur á litla sviðinu i Kjallaranum. Þjóðni ðinginn eftir Ibsen og ballettinn Koppeliu. Meðan Norðurlandaráð þing- ar, verður Hvernig er heilsan? væntanlega sýndur á Suöurlandi og leikrit Jökuls Jakobssonar, „Herbergi 213 — eða Pétur Mandolin” verður sýnt á Nes- kaupstað. —GG bridgeinn Konur daufar við íslenskir bridgemenn taka þátt í tveimur alþjóðamótum í sumar Stjórn Bridgesambands islands kaliaði nýlega biaðamenn á sinn fund til að fræða þá um starfsemi sambandsins i bráð og lengd og var ein af ástæðunum fyrir fundarboðinu tómlæti það sem stjórninni finnst fjölmiðlar sýna bridgeiþróttinni. Það er best að skýra frá þeim stóratburöum sem framundan eru hjá islenskum bridgemönnum en þar ber hæst þátttöku i tveim- ur alþjóðamótum á sumri kom- anda. Dagana 15.—21. júni verður Norðurlandamótið i bridge haldið i Noregi og taka islendingar þátt i opna flokknum og unglinga- flokknum. 14.-26. júli verður svo háð Evrópumót i brige og fer það fram i Brighton i Englandi. Þar verður aðeins keppt i opna flokknum. Stjórn BSt hefur þegar hafið undirbúning að vali landsliðs. Það fer þannig fram að nú um þessi mánaðamót verður háð keppni með Butler-fyrirkomulagi þar sem 16 valin pör spila inn- byrðis en af þeim mynda átta hæstu pörin landsliðskjarna. Sið- an veröur skipuð sérstök lands- liðsnefnd fyrir hvorn flokk og gengst hún fyrir æfingum og vel- ur endanlegt landslið. Þátttaka i slikum stórmótum kostar óhjákvæmilega mikið fé og sagði formaður sambandsins, Hjalti Eliasson, að kostnaðurinn við bæði mótin væri áætlaður 11—1400 þúsund krónur. Sam- bandið fór fram á stuðning af fjárlögum en þingið fann ekki nema 100 þúsund krónur sem rikiskassinn gæti verið án. Til þess að standa straum af kostnaðinum verða haldin tvö mót og stendur það reyndar yfir núna. Það er bikarkeppni sem háð er samtimis um allt land. 1 upphafi voru send sömu spilin sem talva haföi gefiö til 42 staða á landinu. Þegar spilaö hefur verið á þessi spil eru úrslitin send til Reykjavíkur á þartilgerðum blöðum sem tölvan vinnur siðan úr og úrskurðar hver hefur unnið. I fyrra voru þátttakendur i bikarkeppninni um þúsund tals- ins og er búist við að þeir verði enn fleiri i ár. Þátttökugjald i bikarkeppninni er 250 krónur á Framhald á 11. siðu. FRÉTTABRÉF ÚR REYKHÓLASVEIT EFTIR JÁTVARÐ JÖKUL JÚLÍUSSON Meö skaröar tennur og skoltaaumt Miöjanesi, 7. janúar 1975 Vetrarríki Vetrarriki hefir verið mikið frá þvi nokkru fyrir jól. Tókst bara einu sinni fyrir jólin að opna fyrir bílaumferð i Gufudalssveit sunn- anfrá, en ekki stóð sú dýrð nema daglangt. Tvisvar hefir svo verið farið þangað á snjóbil. Harðsótt hefir verið að flytja mjólkina til Búðardals, enda orð- ið að moka snjó af vegunum i hvert sinn. Ekki er til neins að moka nema eitthvað stilli veður. Hafa ferðir þvi orðið strjálar, þvi bæði hafa tekið úr helgidagar og óveðursdagar. t tveimur síðustu ferðunum fyr- ir jól, var ekki hreyft við mokstri á Svinadal. Þá varð að fara kringum Strandir, útfyrir Klofn- ing. Það lengir leiðina um 70 km hvora leið, eða 280 km I þessum tveimur ferðum. Safnast það saman i þungaskatti til rikisins og er hæðilegt að skattleggja menn fyrir það að vegirnir eru ekki fær- ir. Fönn hlóð niður i útsynningum og varö viða þungfært á vegum sem haldast auðir i austan og norðanátt. Svo gerði suðaustan- byl sem lagði skafla útfrá útsynn- ingssköflunum og svo blotnaði alltsaman og fraus loks i gadd. Orðið er litið um haga. Flugsamgöngur Flugsamgöngur eru nú komnar i fastara horf en var um árabil. Flugfél. Vængir stundar áætl- unarflug aö Reykhólum og lendir auk þess á flugvellinum á Mela- nesi (Skálanesi) i Gufudalsveit og á flugvellinum á Ingunnarstaða- melum i Geiradal. Flugið hefir margfaldast útfrá framkvæmd- unum við Þörungavinnsluna á Reykhólum. Mikið breyttist til batnaðar þegar flugradióstöð kom að Reykhólum svo og laus lýsing fyrir flugbrautirnar. Nú er ger- legt að ná til véla á flugi og lika gerlegt að þær lendi þó náttmyrk- ur sé, ef önnur skilyrði leyfa. Þetta sannaðist 5. janúar nú, þegar tvær 9 farþega vélar lentu rétt fyrir miðnætti til að sækja 18 manns og flytja til Reykjavikur og allt gekk vel. Ekki var búið aö ryðja flugvöllinn fyrr. Fólk þetta kom svo i áfangastað i Reykjavik um kl. 1 um nóttina, Hefði það verið nauðbeygt til að biða eftir bilferð, heföi þaö orðið tveim sólarhringum seinna. Framkvæmdir Framkvæmdum við Þörunga- vinnslustöðina hefir miðað allvel á liðnu ári. Byggingarfram- kvæmdir munu að mestu eða öllu hafa haldið áætlun og er nú risið voldugt verksmiðjuhús i Karlsey. Borun eftir heitu vatni bar góðan árangur. Mikið er óunnið við hita- veituna, ofanfrá Reykhólum og fram i Karlsey. Liggja þær fram- kvæmdir niðri nú, meöan skammdegi og vetrarriki er mest, enda tæpast um neitt annað að ræða. Hafnargerðin i Karlsey sóttist ágætlega, þ.e. flutningar á grjóti I hafnargarða. Verr mun hafa gengið þegar dýpkunarskip kom til starfa stuttu fyrir jól. Þó það heiti ekkert minna en Grjótjötunn og sé vist nýtt, a.m.k. hér á landi, varð það frá að hverfa með skarðar tönnur og skoltaaumt. Veit nú enginn hér hvað við tekur. Raforkumál Raforkumál eru hér i alveg ein- dæma aumu ásigkomulági. Ves- öldin er slik, að fólk er ekki lengur illt út i þá sem I striðinu standa, heldur finnur til með þeim (og sjálfu sér) fyrir það hvernig hefir gengið. Sjálfsagt gildir hér sama og annarsstaðar, að ekki má spyrja neina minni spámenn Rarik, enda eru heimildir ekki til þeirra sótt- ar. Auk þess sem almennt gildir, er svo rafveitustjórinn á Hólma- vik (Þverárvirkjun) friðhelgur alveg sér á parti. Undanfarin ár hefir það verið samsláttur á linum, sem gert hef- ir þrálát straumrof þegar hvessti á vissum stað. Stórfelldar linubil- anir hafa oft orðið á umliðnum árum. Þá hefir oft mátt kalla af- Játvarður Jökuli Júiiusson rek, hve mikið hefir unnist- á stuttum viðgerðartima. Nú virð- ast samslættirnir úr sögunni, enda kominn timi til. Það sem nú amar að, er hreinlega orkuskort- ur og ekkert annað. Einstakir fá- dæmaþurrkar I sumar og haust orsaka vatnsþurrð i Þiðriksvalla- vatninu. Hefir maður fyrir satt, að vatnið hafi þrotið allnokkru fyrir jól og að ekki hafi ræst úr nærri til fulls enn sem komið er. Þá munu vélarbilanir hafa skipst á, eöa jafnvel fylgst að, bæði á Hólmavik og I Saurbæjarhreppi i Dalasýslu, en allt þetta svæði er samtengt. Ekki hefir ennþá verið haft svo mikið við okkur i Austur- Barðastrandasýslu, að koma upp varastöð hér, hvað sem siðar verður. Þótt rafmagnið hverfi daglega, suma daga oft, aðra marg- marg- oft, heyrir til undantekninga að fólk sé látið vita. Útaf þessu brá á gamlaársdag. Þá var látið vita um að raf- magnslaust yrði á Reykjanesslin- unni kl. 18—20. Þó fór svo, að ekki kom straum- urinn fyrr en Geir forsætisráð- herra var að enda tölu sína. Sást þvi ekkert af flatarmáli hans á sjónvarsskjánum i það sinnið. Húsbyggingar Húsabyggingar, sem Reyk- hólahreppur stendur að sam- kvæmt lögum um aöstoö viö byggingu 1000 leiguibúða sveitar- félaga, byrjuðu seint i haust, á Reykhólum. Þá var hafist handa að gera grunna fjögurra húsa af sex, sem áætlað er að byggja i lotu. Oll munu þessi hús smíðuð til að mæta þörfum þeirra sem munu starfa við Þörungavinnsl- una, þegar þar aö kemur. Einstaklingar hafa byrjað á smiði 2—3 ibúðarhúsa á Reykhól- um þar að auki. Játv. Ungur DDR-borgari, Hermóöur að nafni, sendi okkur þessa mynd, en hana tók hann af Islenskum konum við hátlðahöldin vegna opnunar Eystrasaltsvikunnar I fyrrasumar. Af Hermóði þessum er þaö fylgisveinn kvennanna þeirra Islensku og túlkur þeirra meðan Eystrasaltsvikan stóð. Sendir hann þeim öllum kveðju sina með þessari mynd. aö segja, að hann stundar nám i islensku hjá hinum vel þekkta prófessor dr. Brúnó Kress þar úti i DDR, en við Hermóð birtist viðtal hér i Þjóðviljanum þegar hann var hér I námsferðalagi sumarið 1973. Hermóður var Frá um- ræðufundi SBR: Sl. þriðjudag var efnt til opins umræðufundar um móðurmálskennslu og kennslu í erlendum tungu- málum á skyldunámsstigi, og var tilefni hans að likindum ekki síst þau deiluskrif sem urðu um þessi mál i haust eftir að Helgi Hálfdanarson lét i blaðagrein í Ijós áhyggjur af þvi, að fyrirferð er- lendra mála i skólum þrengdi kosti íslenskunnar. Getur móðurmálskunnáttu stafað hætta af kennslu í erlendum málum? m Það var Stéttarfélag barna- kennara i Reykjavik sem efndi til fundarins, en formaður þess er Elin ólafsdóttir. Frummælendur voru þeir próf. Andri tsaksson og Hörður Bergmann námsstjóri. Endurskoðun Andri tsaksson rakti fyrst breytingar á námsefni og kennsluháttum i þessum náms- greinum að undanförnu. Kennsla i erlendum málum hefði verið færð neðar i skóla en áður m.a. vegna þess að 10-12 ára börn ættu yfirleitt i minni erfiðleikum með að tjá sig en 13-14 ára börn. Hann lýsti og meginstefnu i endurskoð- un námsefnis bæði I erlendum málum og móðurmáli, en hún felst I „fjölbreyttari og markviss- ari iðkun málsins”, að minna sé gert af þvi að fræða um málið en áður og þá meira af þvi að kenna að nota málið bæði munnlega og skriflega. Andri taldi, að þegar á heildina er litið, hefði þessi endurskoðun, sem hefur verið skipulögð af skólarannsóknum, gefið yfirgnæfandi jákvæða reynslu, þótt alltaf mætti deila um einstök atriöi. Andri kvartaði um að ekki hefði orðið framhald á þeirri umræðu sem hófst með grein Helga Hálf- dánarsonar i fyrrahaust — það væri reyndar dæmigert islenskt fyrirbæri að rjúka af stað og ræða einhvern vanda af miklum krafti stuttan tima, en láta siðan allt fjara út i langa þögn. Hver er vandinn? Andri vék sérstaklega að þeirri allútbreiddu hugmynd, að aukin kennsla i erlendum málum þrengdi kosti móðurmálsins i skólum. Hann sagði, að þessi skoðun ætti sér enga stoð i erlendum athugunum — aukin kennsla erlendra mála i barna- skólum virtist ekki hafa nein telj andi áhrif á móðurmálskunnáttu. Þetta væri reyndar aðeins visbending þar eð islenskar at- huganir vantaði. En að þvi er varðaði fjölda kennslustunda I greinum sem flokkast undir móð- urmálsnám, þá væru islenskir skólar (1.-9. bekkur) svipaðir þeim dönsku, hefðu fleiri kennslustundir en finnskir og norskir skólar, en færri en sænskir. Andri taldi, að málfarslegur uppeldisvandi væri ekki tengdur ávirðingum skólastarfs fyrst og fremst. Þar kæmu mjög til alm. ar þjóðfélagsbreytingar, þéttbýl- isþróun með öðruvisi og minni samskiptum kynslóðanna. Skapaði þessi þróun vanda, sem tilhneiging væri til að velta yfir á stofnanir, þá helst skóla, en þeir gætu ekki leyst einir. t annan stað fengist vaxandi hluti þjóðarinnar við ýmisleg sérhæfð og tæknileg verkefni, sem islensk tunga væri ekki reiöubúin að tjá með liprum og eðlilegum hætti. Minnti hann i þvi sambandi á hugmynd Hall- dórs Halldórssonar um leiðbein- ingarstofnun um islenskt mál, sem hugsanlega gæti leyst úr ýmsum vanda (nýyrðasmiði ofl.) Úrræöi Að lokum vék Andri að þvi sem unnt væri að gera til að ráða við þann háska sem steöjaði að islenskri tungu, málnotkun, I samtimanum. Hann lagði áherslu á, að i heild réðist þetta af þvi, hvaða viðhorf réðu mestu meðal þjóðarinnar til varðveislu þjóð- ernis, aö hún gerði sér grein fyrir þvi, aö það væri ekki sjálfgefiö að varðveisla tungu og menningar takist. Hann taldi mjög þýöingar- mikla fræðslu um þessi mál, ekki sist fræöslu sem ætluð væri foreldrum. Að þau gerðu sér grein fyrir þvi, hvernig málþroska barna er háttað, og hvernig má hafa áhrif á hann með þvi að tala sem mest og best við þau. Hann gat um það, hve áhrifamikið fordæmi frétta- manna og blaðamanna væri og mikilsvert aö þeir héldu uppi sjálfsgagnrýni ekki sist gagnvart áhrifum af erlendum sérfræði- legum glósum. 1 skólunum sjálfum væri mikilsvert að menn væru sér þess vitandi að allir kennarar ættu að vera móðurmálskennarar, að þegar t.d. eðlisfræðikennari hjálpar börnum að koma orðum að fyrir- bærum þá gæti það haft meiri áhrif en fjölgun kennslustunda i islensku. Hann gat um það starf sem unnið hefur verið undir for- ystu Baldurs Ragnarssonar að endurskoðun móðurmálsnáms og taldi það þegar hafa borið mikinn árangur. Hann minnti einnig á þýðingu þess að geta visað börn- um á aðgengilegar Islenskar bækur um sem fjölbreytilegust efni. Engin hætta Hörður Bergmann hóf mál sitt á gagnrýni á þeirri hugmynd, að það hefði neikvæð áhrif á móðurmálskunnáttu að byrjað er fyrr en áöur á að kenna erlend mál i barnaskóla. Hann minnti m.a. á að þess væri gætt við skipula'gningu kennslunnar, að ráðast ekki i að kenna nema þá þættierlends máls sem samsvara þeim áföngum sem börnin hafa almennt þegar náð i is- lenskukunnáttu. (Fyrst er byggt á þeirri færni sem þau hafa til að tala og skilja mælt mál o.s.frv.) Höröur taldi, að nám i erlendu máli gæti stutt ákveðna færni sem reynt er að skapa i móöurmáls- námi. Hann nefndi t.d. markvissa hlustun — að kennt er að hlusta vel á málið og bregðast við þvi á réttan hátt. I sambandi við lestur gat hann þess, að reynt hefði verið að gera dönskunámsefni þannig úr garði aö það væri aðgengilegt og vinsamlegt nemendum (stutt orð, stuttar setningar, endurtekningar orða, m.ö.o.: reynt er að taka tillit til samskonar erfiöleika og gætir hjá nemendum i sjálfu móðurmáls- náminu). Þetta taldi hann að ýmsu leyti hafa tekist betur með dönskunámsefnið en I móður- máisnámsefni til þessa og svo i efni annarra námsgreina. (Hann bætti þvi við siöar, að dönsku- námsefni þyrfti eiginlega að vera skemmtilegra en i öðrum greinum ef að þessi kennsla ætti að halda velli i skólum — þvi að þjóðfélagslegir hvatar á dönsku- nám væru i rýrara lagi). Vægi málakennslu Hörður vék að umkvörtun um, að verið væri að taka tima af is- lenskukennslu i erlend mál. Hann kvað þennan ránsskap i fyrsta lagi litinn. í öðru lagi færi móður- málskennsla i raun fram i öllum greinum („allir kennarar eru móðurmálskennarar”). I þriðja lagi þyrfti aö skilgreina upp á nýtt hvað væri islenskukennsla og væri reyndar verið að þvi: aukin þjálfun I málskilningi og málnotkun með minni fyrirferð greiningar málsins mundi leiöa til þess blátt áfram að islensku- timar nýttust betur. Hörður vék að þvi, að i skýrslu sem Wolfgang Edelstein hefur tekið saman kemur fram, að nú fer um 40-43% af skólatima skyldunáms i einhverskonar málanám (móöurmál og erlend mál). Liklega væri þetta dálitið varhugavert, það væri meö þessu móti skirskotað til svo þröngrar færni hjá nemendum, árangur nemenda I helmingi námsins byggist fyrst og fremst á málþroska. Það þyrfti að ihuga, hvort málanám yfirleitt hefði ekki of mikið vægi og þá á kostnað leikþarfar, sköpunarþarfar, samtalsþarfar barna, list- og tónmennta ofl. Enn vissu menn ekki hvaða árangur muni nást af þeim breytingum sem veriö er að gera á siðustu misserum á öllu málanámi, en þær niðurstöður gætu á sinum tima vel orðið til þess að endurskoða þyrfti það hlutfall milli námsgreina sem nú er. Ekki endilega i þá veru, að skera þyrfti beinlinis niður mála- nám, þótt vægi þess minnkaöi. Heldur til dæmis með þvi aö nýta betur kennslukrafta og húsnæði með þvi að kenna fleiri daga á ári. Umræður Aö svo búnu hófust umræður. Ármann Kr. Einarsson vék að þvi, að við val efnis i islenskar lestrarbækur fyrir skóla hefði of einhliða verið hugsað um bók- mennta- og fræðslugildi, en minna um það sem vekur áhuga nemenda og verkar þar meö sem hvati á lestraráhuga þeirra. Hann vék og aö tjáningar- erfiðleikum barna og taldi nauðsynlegt að fjölga kennslu- stundum i móðurmáli. Eirikur Stefánssonsagði frá reynslu sinni af kennslu i framsögn og tjáningu i smáum hópum. Hann vék og aö tengslum þjóðernis og tungu og taldi léttúð að visa til þess aö islenskt þjóðerni hefði staöið af sér marga raun áður, aðstæöur allar hefðu breyst i þá veru að það hefði liklega aldrei verið i jafn mikilli hættu. Indriði Gisiason lektor vék m.a. að mikilli ringul- reið og kenningafjöld i málvisind- um og varaði við of stórum sveifl- um I móðurmálskennslu — visaði i þvi sambandi m.a. til reynslu englendinga. Einnig væri rætt um aö það væri varhugavert ef kennsluhættir I islensku væru blátt áfram leiðinlegri en erlenda málamánið (Ragna ólafsdóttir), um f r a m b u r ða r k e n n s 1 u (Matthildur Guömundsdóttur), um nauðsyn þess að geta skipt bekkjum i tungumálanámi i barnaskóla (Asgeir Guömunds- son, Stella Guðmundsdóttir, Guð- rún HalldórsdóttirJ,um vandamál litilla málssvæða og fleira. AB

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.