Þjóðviljinn - 29.01.1975, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.01.1975, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 29. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Jatvarður Jökull Júliusson rek, hve mikið hefir unnist á stuttum viðgerðartlma. Nú virð- ast samslættirnir úr sögunni, enda kominn timi til. Það sem nú amar að, er hreinlega orkuskort- ur og ekkert annað. Einstakir fá- dæmaþurrkar i sumar og haust orsaka vatnsþurrð i Þiðriksvalla- vatninu. Hefir maður fyrir satt, að vatnið hafi þrotið allnokkru fyrir jól og að ekki hafi ræst úr nærri til fulls enn sem komið er. Þá munu vélarbilanir hafa skipst á, eða jafnvel fylgst aö, bæði á Hólmavík og i Saurbæjarhreppi I Dalasýslu, en allt þetta svæði er samtengt. Ekki hefir ennþá verið haft svo mikið við okkur í Austur- Barðastrandasýslu, að koma upp varastöð hér, hvað sem siðar verður. Þótt rafmagnið hverfi daglega,- suma daga oft, aðra marg- marg- oft, heyrir til undantekninga að fólk sé látið vita. úlaf þessu brá á gamláársdag. Þá var látið vita um að raf- magnslaust yrði á Reykjanesslin- unni kl. 18—20. Þó fór svo, að ekki kom straum- urinn fyrr en Geir forsætisráð- herra var að enda tölu slna. Sást þvi ekkert af flatarmáli hans á sjónvarsskjánum i það sinnið. Húsbyggingar Húsabyggingar, sem Reyk- hólahreppur stendur að sam- kvæmt lögum um aðstoð við byggingu 1000 leiguibúða sveitar- félaga, byrjuðu seint i haust, á Reykhólum. Þá var hafist handa að gera grunna f jögurra húsa af sex, sem áætlað er að byggja i lotu. 011 munu þessi hús smíðuð til að mæta þörfum þeirra sem munu starfa við Þörungavinnsl- una, þegar þar að kemur. Einstaklingar hafa byrjaö á smiði 2—3 ibúðarhúsa á Reykhól- um þar að auki. Játv. Frá um- ræðufundi SBR: Sl. þriðjudag var efnt til opins umræðufundar um móðurmálskennslu og kennslu í erlendum tungu- málum á skyldunámsstigi, og var tilefni hans að likindum ekki síst þau deiluskrif sem urðu um þessi mál í haust eftir að Helgi Hálfdanarson lét í blaðagrein í Ijós áhyggjur af því, að fyrirferð er- lendra mála i skólum þrengdi kosti íslenskunnar. Getur móöurmálskunnáttu stafaö hætta af kennslu í erlendum málum? fylgisveinn kvennanna þeirra islensku og túlkur þeirra meöan Eystrasaltsvikan stóð. Sendir hann þeim öllum kveðju sina með þessari mynd. Það var Stéttarfélag barna- kennara i Reykjavik sem efndi til fundarins, en formaður þess er Elin ólafsdóttir. Frummælendur voru þeir próf. Andri ísaksson og Hörður Bergmann námsstjóri. Endurskoðun Andri tsaksson rakti fyrst breytingar á námsefni og kennsluháttum I þessum náms- greinum að undanförnu. Kennsla i erlendum málum hefði verið færð neðar I skóla en áður m.a. vegna þess að 10-12 ára börn ættu yfirleitt i minni erfiðleikum með að tjá sig en 13-14 ára börn. Hann lýsti og meginstefnu i endurskoð- un námsefnis bæði I erlendum málum og móðurmáli, en hún felst I „fjólbreyttari og markviss- ari iðkun málsins", að minna sé gert af því að fræða um málið en áður og þá meira af þvi að kenna að nota málið bæði munnlega og skriflega. Andri taldi, að þegar á heildina er litið, hefði þessi endurskoðun, sem hefur verið skipulögð af skólarannsóknum, gefið yfirgnæfandi jákvæða reynslu, þótt alltaf mætti deila um einstök atriöi. Andri kvartaði um að ekki hefði orðið framhald á þeirri umræðu sem hófst með grein Helga Hálf- dánarsonar i fyrrahaust — það væri reyndar dæmigert islenskt fyrirbæri að rjúka af stað og ræða einhvern vanda af miklum krafti stuttan tima, en láta siðan allt fjara út i langa þögn. Hver er vandinn? Andri vék sérstaklega að þeirri allútbreiddu hugmynd, að aukin kennsla i erlendum málum þrengdi kosti móðurmálsins i skólum. Hann sagði, að þessi skoðun ætti sér enga stoð I erlendum athugunum — aukin kennsla erlendra mála I barna- skólum virtist ekki hafa nein telj andi ahrif á móðurmálskunnáttu. Þetta væri reyndar aðeins visbending þar eð islenskar at- huganir vantaði. En að þvi er varðaði fjölda kennslustunda i greinum sem flokkast undir móð- urmálsnám, þá væru islenskir skólar (1.-9. bekkur) svipaðir þeim dönsku, hefðu fleiri kennslustundir en finnskir og norskir skólar, en færri en sænskir. Andri taldi, að málfarslegur uppeldisvandi væri ekki tengdur ávirðingum skólastarfs fyrst og fremst. Þar kæmu mjög til alm. ar þjóðfélagsbreytingar, þéttbýl- isþróun með öðruvisi og minni samskiptum kynslóðanna. Skapaði þessi þróun vanda, sem tilhneiging væri til að velta yfir á stofnanir, þá helst skóla, en þeir gætu ekki leyst einir. 1 annan stað fengist vaxandi hluti þjóðarinnar við ýmisleg sérhæfð og tæknileg verkefni, sem islensk tunga væri ekki reiðubúin að tjá með liprum og eðlilegum hætti. Minnti hann I því sambandi á hugmynd Hall- dórs Halldórssonar um leiðbein- ingarstofnun um Islenskt mál, sem hugsanlega gæti leyst úr ýmsum vanda (nýyrðasmíði ofl.) Orræði Að lokum vék Andri að þvi sem unnt væri að gera til að ráða við þann háska sem steðjaði að islenskri tungu, málnotkun, i samtimanum. Hann lagði áherslu á, að I heild réðist þetta af þvi, hvaða viðhorf réðu mestu meðal þjóðarinnar til varðveislu þjóð- ernis, að hiin gerði sér grein fyrir þvi, að það væri ekki sjálfgefið að varðveisla tungu og menningar takist. Hann taldi mjög þýöingar- mikla fræðslu um þessi mál, ekki sist fræðslu sem ætluð væri foreldrum. Að þau gerðu sér grein fyrir þvl, hvernig málþroska barna er háttað, og hvernig má hafa áhrif á hann með þvi að tala sem mest og best við þau. Hann gat um það, hve áhrifamikið fordæmi frétta- manna og blaðamanna væri og mikilsvert að þeir héldu uppi sjálfsgagnrýni ekki sist gagnvart áhrifum af erlendum sérfræði- legum glósum. 1 skólunum sjálfum væri mikilsvert að menn væru sér þess vitandi að allir kennarar ættu að vera móðurmálskennarar, að þegar t.d. eðlisfræðikennari hjálpar börnum að koma orðum að fyrir- bærum þá gæti það haft meiri áhrif en f jölgun kennslustunda i islensku. Hann gat um það starf sem unnið hefur verið undir for- ystu Baldurs Ragnarssonar að endurskoðun móðurmálsnáms og taldi það þegar hafa borið mikinn árangur. Hann minnti einnig á þýðingu þess að geta visað börn- um á aðgengilegar islenskar bækur um sem fjölbreytilegust efni. Engin hætta Hörður Bergmann hóf mál sitt á gagnrýni á þeirri hugmynd, að það hefði neikvæð áhrif á móðurmálskunnáttu að byrjað er fyrr en áður á að kenna erlend mál i barnaskóla. Hann minnti m.a. á_ að þess væri gætt við skipulagningu kennslunnar, að ráðast ekki i að kenna nema þá þættierlends máls sem samsvara þeim áföngum sem börnin hafa almennt þegar ná.ð I Is- lenskukunnáttu. (Fyrst er byggt á þeirri færni sem þau hafa til að tala og skilja mælt mál o.s.frv.) Hörður taldi, að nám I erlendu máli gæti stutt ákveðna færni sem reynt er að skapa i móðurmáls- námi. Hann nefndi t.d. markvissa hlustun — að kennt er að hlusta vel á málið og bregðast við þvi á réttan hátt. 1 sambandi við lestur gat hann þess, að reynt hefði verið að gera dönskunámsefni þannig úr garði að það væri aðgengilegt og vinsamlegt nemendum (stutt orð, stuttar setningar, endurtekningar orða, m.ö.o.: reynt er að taka tillit til samskonar erfiðleika og gætir hjá nemendum i sjálfu móðurmáls- náminu). Þetta taldi hann að ýmsu leyti hafa tekist betur með dönskunámsefnið en I móður- máisnámsefni til þessa og svo I efni annarra námsgreina. (Hann bætti þvi við siðar, að dönsku- námsefni þyrfti eiginlega að vera skemmtilegra en i öðrum greinum ef að þessi kennsla ætti að halda velli I skólum — þvi að þjóðfélagslegir hvatar á dönsku- nám væru I rýrara lagi). Vægi málakennslu Hörður vék að umkvörtun um, að verið væri að taka tima af Is- lenskukennslu I erlend mál. Hann kvað þennan ránsskap I fyrsta lagi Htinn. I öðru lagi færi móður- málskennsla I raun fram I öllum greinum („allir kennarar eru móðurmálskennarar"). 1 þriðja lagi þyrfti að skilgreina upp á nýtt hvað væri islenskukennsla og væri reyndar verið að þvi: aukin þjálfun i málskilningi og málnotkun með minni fyrirferð greiningar málsins mundi leiða til þess blátt áfram að islensku- timar nýttust betur. Hörður vék að þvi, að I skýrslu sem Wolfgang Edelstein hefur tekið saman kemur fram, að nú fer um 40-43% af skólatima skyldunáms i einhverskonar málanám (móðurmál og erlend mál). Liklega væri þetta dálitið varhugavert, það væri með þessu móti skirskotað til svo þröngrar færni hjá nemendum, árangur nemenda I helmingi námsins byggist fyrst og fremst á málþroska. Það þyrfti að ihuga, hvort málanám. yfirleitt hefði ekki of mikið vægi og þá á kostnað leikþarfar, sköpunarþarfar, samtalsþarfar barna, list- og tónmennta ofl. Enn vissu menn ekki hvaða árangur muni nást af þeim breytingum sem verið er að gera á siðustu misserum á öllu málanámi, en þær niðurstöður gætu á sinum tima vel orðið til þess að endurskoða þyrfti það hlutfall milli námsgreina sem nú er. Ekki endilega i þá veru, að skera þyrfti beínlinis niður mála- nám, þótt vægi þess minnkaði. Heldur til dæmis með þvi að nýta betur kennslukrafta og húsnæði með þvi að kenna fleiri daga á ári. Umræður Að svo búnu hófust umræður. Ármann Kr. Einarsson vék að þvi, að við val efnis i islenskar lestrarbækur fyrir skóla hefði of einhliða verið hugsað um bók- mennta- og fræðslugildi, en minna um það sem vekur áhuga nemenda og verkar þar með sem hvati á lestraráhuga þeirra. Hann vék og að tjáningar- erfiðleikum barna og taldi nauðsynlegt að fjölga kennslu- stundum i móðurmáli. Eirikur Stefánssonsagði frá reynslu sinni af kennslu i framsögn og tjáningu i smáum hópum. Hann vék og að tengslum þjóðernis og tungu og taldi léttúð að visa til þess að islenskt þjóðerni hefði staðið af sér marga raun áður, aðstæður allar hefðu breyst i þá veru að það hefði liklega aldrei verið i jafn mikilli hættu. Indriði Gislason lektor vék m.a. að mikilli ringul- reið og kenningafjöld I málvisind- um og varaði við of stórum sveifl- um I móðurmálskennslu — visaði i þvi sambandi m.a. til reynslu englendinga. Einnig væri rætt um að það væri varhugavert ef kennsluhættir I islensku væru blátt áfram leiðinlegri en erlenda málamánið (Ragna ólafsdóttir), um f ra mbur ðar kenns lu (Matthildur Guðmundsdóttur), um nauðsyn þess aö geta skipt bekkjum i tungumálanámi i barnaskóla (Asgeir Guðmunds- son, Stella Guðmundsdóttir, Guð- rún Halldórsdóttir),um vandamál litilla málssvæða og fleira. AB

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.