Þjóðviljinn - 29.01.1975, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.01.1975, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 29. janúar 1975. í síðustu getraunaspá var tekin upp sú nýbreytni að birta stöðuna i 1. og 2. deild á töflu, sem sýnir bæði árangur liðanna á útivelli og heimavelli. Ætlunin er sú, að reyna að halda því fyrirkomulagi út keppnistímabilið/ því margt forvitnilegt kemur í Ijós þegar farið er að rýna sérstaklega í árangurinn á t.d. útivelli. Þannig má nefna Ipswich, sem er í næstefsta sæti með aðeins 1 tapleik á heimavelli en hvorki meira né minna en 9 slíka á útivelli á móti 5 leikjum unnum. Að þessu sinni og vonandi f ramvegis verða einnig birt úrslit i leikjum þeirra liða, sem eigast við á við- komandi getraunaseðli, og verður farið allt aftur til ársins 1969. Aðeins er greint frá úrslitum i þeim deildakeppnisleik, sem fram fór á heimavelii þess liðs, sem leikur á heimavelli á seðlinum hverju sinni. Fyrst kemur talan frá '69 og að lokum koma úrslit úr leik viðkomandi liða í fyrri umferð yfir- standandi keppnistimabils og er sú tala að sjálf- sögðu ekki frá sama velli og leikið er á nú, heldur f rá heimavelli þess liðs, sem nú leikur úti. Arsenal — Liverpool 2 Bikarmeistarar Liverpool voru slegnir út i 4. umferö bikarkeppninnar i ár, sem fram fór um siðustu helgi. Þeir geta þvi lagt alla áherslu á deilda- keppnina, enda er ekki vanþörf á, ef liöiö ætlar sér aö hanga I efstu sætunum. Áðeins einu sinni hefur Arsenal tapað á heimavelli fyrir Liverpool siðustu 6 árin og sigraði meira að segja i viðureign liðanna i fyrri umferðinni með þremur mörkum gegn einu. Sá leikur fór fram á heimavelli Liverpool. Úrslit: 1-1, 2-1, 2-0, 0-0, 0-0, 0-2, 3-1. Birmingham — Burnley 2 Burnley er hinn liklegi sigur- vegari i þessum leik. Til mikils er að vinna, þvi liðið er í hörku slagsmálum um efsta sætið, — aðeins einu stigi á eftir Everton. Birmingham hefur I bili að litlu að keppa, liðið er ekki i fallhættu sem stendur en er vonlaust um að ná I efstu sætin og f slikri aðstöðu er vissulega oft erfitt að spá um styrkleikann. Mátulegt kæru- leysi hefur nefnilega oft valdið stórgóðum arangri. Úrslit: -,-,-, 2-0,-, 2-2, 2-2, Everton — Toftenham 1 Ég hef heyrt það út undan mér að ýmsir blði I ofvæni eftir þvi, að ég spái Tottenham tapi! Nú er loks sú langþráða stund runnin upp. Tottenham hefur brugðist og fyrirgert rétti slnum á dálæti minu með þvl að tapa 12 leikjum, gera 7 jafntefli en vinna aðeins 8 sinnum það sem af er keppnistimabilsins. Hörmungarárangur hjá hinum ágætu leikmönnum Tottenham og vissulega er sárt að þurfa að snúa baki við Tottenham mitt'I ógöngunum. Úrslit: 0-2, 3-2,0-0, 1-1, 3-1, 1-1, 1-1. Ipswich — Wolfes 1 Þótt úlfarnir hafi ekki unniö þau afrek sem vonast var til I upphafi tókst þeim þó að sigra Ipswich i fyrri umferðinni. Siðan er mikið vatn runnið til sjávar. Ipswich er á toppnum og stendur þar fyllilega fyrir sinu og það má eitthvað meira en Htið gerast ef Wolfes á að takast að krækja I stig I þessum leik. Tjrslit: 1-0, 1-1,2-3, 2-1, 2-1, 2-0, 1-2. Leeds — Coventry 1 Þótt Leeds eigi I stöðugum Liverpool slegiö út Bikarmeistarar Liverpool frá þvl I fyrra sóttu ekki gull I greipar Ipswich Town sl. laugardag. Liðin mættust þá i 4. umferð bikarkeppninnar og lauk leiknum með sigri heimaliðsins, 1-0, eftir æsispennandi leik þessara tveggja ágætu liða. Ipswich hefur þvi I nógu að snúast um þessar mundir. Toppbaráttan 11. deild er afar erfið og nú eru mikil átök einnig framundan i bikarnum. Leeds á nú sem oftar i miklum erfiðleikum i bikarkeppninni. Wimbledon, sem ekki er nogu gott lið til að geta svo mikið sem komið sér I eina af fjórum eða fimm knattspyrnudeildum englendinga, lék á útivelli gegn Leeds og náði jafntefli 0-0 og þurfa liðin þvi að leika að nýju. Furðulegt hve Leeds gengur oft illa I bikarnum —- það liggur við að það sé orðin föst regla að liðið þurfi að mæta hverjum and- stæðingi tvisvar sinnum áður en það kemst i næstu umferð. Úrslit I 4. umferð A.Villa-Sheff.Utd. Bury-Mansfield Carlisle-W.B.A. Chelsea-Birmingham Coventry-Arsenal Derby-Bristol R. frestað Fulham-Notth.For. frestað Ipswich-Liverpool 1-0 Leatherhead-Leicester 2-3 Leeds-Wimbeldon Middlesbro-Sunderland Plymouth- Everton Q.P.R.-NottsC. Stafford R.-Peterboro Walsall-Newcastle West Ham-Swindon 4-1 1-2 3-2 0-1 1-1 0-0 3-1 1-3 3-0 1-2 1-0 1-1 erfiöleikum með andstæðinga sina i bikarkeppninni, hefur liðið átt velgengni að fagna I siðustu leikjum deildakeppn- innar með þeim árangri að toppbaráttan virðist fram- undan. Coventry á ekki glæstar minningar frá undangengnum heimsóknum sinum á heimavöll Leeds eins og sést á upptalningu úrslita sex siðustu ára. Úrslit: 3-0, 3-1, 2-0, 1-0,1-1, 3-0, 3-1. Leicester — Chelsea 1 Leicester má ekki tapa þessum leik ef liðið ætlar að halda 1. deildarsæti sinu. Það er þvi til mikils að vinna og ekki er vafi á að hart verður barist þvi Chelsea er einnig i mikilli fallhættu. Chelsea hefur gengið nokkuð vel á útivelli svo að róðurinn verður væntanlega þungur fyrir Leicester. Úrslit: 1-4, -, -, 1-1, 1-1, 3-0, 0-0. Newcastle — Middlesbro 2 Liðið, sem lék I 2. deild á sið- asta keppnistimabili, Middles- bro, sem hefur sannað það, að það var ekki aðeins timabils velgengni, sem færði liðið i efstu sætin. Úrslit: —, —, —, —, —, —, 0-0. Q.P.R. — Derby 1 Með tapi I þessum leik dettur Derby I bili út úr baráttunni um verðlaunasæti. Einhverra hluta vegna finnst mér liöið ekki llk- legt til að halda þessu áfram öllu lengur. Alagið hefur verið mikið undanfarið og dómsdagur virðist i nánd. Úrslit: —, —, —, —, —, 0-0, 2-5. Sheff.Utd. — Luton x Luton er enn I dauðasætinu þrátt fyrir mikinn sprett í leikj- unum kringum jólin, en þá sigr- aði liðið I hverjum leiknum á fætur öðrum. Eitt stig úr þessum leik er afar mikilvægt þvi ef það tapast er hætt við að Luton séu flestar bjargir bannaðar. Úrslit: —, —, 2-1, —, —, —, 1-0. Stoke — Manch. City 1 Manch. City hefur aðeins unn- ið einn leik á útivelli það sem af er keppnistimabilsins, en það er Staðan 4 lí Kevin Beatty (t.h.) er einn af efnilegustu varnarmönnum eng- lendinga, en hann Ieikur með Ipswich Town. Þessi mynd er þó ekki birt honum til heiðurs heldur vegna þess, að Getraunaspá GSP hef- ur nú ioks snúið bakinu við Tottenham, „gamla" uppáhaldinu, en þaðereinmittmiðframherjiTottenham, Alan Gilzean, sem hér sést ásamt Beatty. minna en öll önnur 1. deildarlið nema Luton, sem einnig hefur einn útivallarvinning. Hins veg- ar hefur City unnið 11 heimaleiki, en það stoðar litt að þessu sinni, þvi það er Stoke sem er i húsbóndahlutverkinu og getur með sigri yfir City gert út um vonir þeirra siðarnefndu en tryggt sér um leið áfram- haldandi veru á toppinum. Orslit: 1-0, 2-0, 2-0, 1-3, 5-1, 1-1, 0-1. West Ham — Carlisle 1 Allt útlit er fyrir að Carlisle fylgi 2. deildarfélögum sinum frá siðasta keppnistimabili, Luton Town, til baka til sinna fyrri heimkynna. 2. deildin hefur breitt út faðm sinn til þessara liða beggja, sem berj ast þó um á hæl og hnakka et íri'rRoof íib-tí-i hnfo ni>ivi/lí >-<««-< en sem asi po um a næi og nnam virðast ekki hafa erindi erfiði. Úrslit: —, —, —, —, —, —, 1-0 Fulham — Hull 1 Hull er Htið útivallarlið og viröist hafa mikla þörf fyrir hagstæða áhorfendur. A heima- velli Fulham fá þeir þo trúlega litið af hvatningarhrópum og er varlegt að spá liðinu stórum afrekum. Fulham hefur að vlsu ekki sýnt nokkurn skapaðan skemmtilegan hlut I vetur en til að veita getraunaseðlinum and- litslyftingu er ekki fráleitt að merkja l i neðsta reitinn. Úrslit: 0-0, —, —, 1-0, 2-0, 0-0, 1-2. l.deild 26 6 7 1 Everton 4 6 2 39-25 33 27 10 2 1 Ipswich 5 0 9 37-21 32 27 8 3 3 Burnley 5 3 5 47-40 32 25 9 2 2 Liverpool 4 3 5 36-23 31 26 8 2 2 Derby 4 5 5 41-33 31 27 6 5 2 Middlesbro 5 4 5 37-30 31 27 8 5 1 Stoke 3 4 6 40-34 31 27 11 2 1 Manch.City 1 4 8 37-35 31 27 8 3 2 Leeds 4 2 8 39-31 29 27 7 4 2 WestHam 3 5 6 45-37 29 26 7 5 2 Sheff.Utd. 3 2 7 25-38 27 25 8 3 2 Newcastle 2 3 7 36-41 26 27 5 2 6 Q.P.R. 5 4 5 34-36 26 26 6 4 3 Wolves 2 5 6 33-33 25 27 6 5 2 Coventry 2 4 8 36-44 25 26 5 4 3 Arsenal 3 3 8 30-31 23 27 4 4 6 Tottenham 4 3 6 36-40 23 27 7 16 Birmingham 2 4 7 35-42 23 26 2 6 5 Chelsea 4 4 5 27-44 22 27 5 1 7 Carlisle 3 2 9 28-36 19 26 3 4 6 Leicester 2 3 8 23-41 17 26 3 4 6 Luton 1 4 8 23-39 16 2. deild 27 112 0 Manch. Utd. 6 4 4 43-19 40 27 9 4 0 Sunderland 4 4 5 46-22 35 26 9 2 2 Norwich 2 7 4 36-25 31 26 10 2 1 AstonVilla 2 4 7 38-22 30 26 7 4 2 W.B.A. 4 4 5 30-18- 30 26 8 4 1 BristolC. 3 3 7 26-18 29 27 8 3 2 Blackpool 2 6 6 25-20 29 27 5 5 4 Notth.For. 5 2 6 30-34 27 27 6 7 0 NottsC. 2 4 8 32-38 27 27 10 0 3 Oxford 1 5 8 27-37 27 27 7 5 1 Hull 2 4 8 29-44 27 25 8 4 2 Bolton , 2 2 7 31-25 26 26 3 7 3 Orient 2 8 3 20-27 25 27 6 3 4 Fulham 1 7 6 24-21 24 27 6 4 4 York 3 2 8 33-38 24 27 7 3 4 BristolR. 2 3 8 28-40 24 25 4 6 2 Southampton 3 3 7 31-34 23 27 4 6 3 Portsmouth 2 3 9 25-34 23 25 6 4 4 Cardiff 1 4 6 26-33 22 25 6 4 3 Oldham 0 4 8 24-30 20 26 6 5 2 Millwall 0 2 11 27-37 19 27 3 5 5 Sheff.Wed. 2 3 9 27-42 18

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.