Þjóðviljinn - 29.01.1975, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.01.1975, Blaðsíða 9
Miövikudagur 29. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Pressuleikurinn í kvöld: Eina stórverkefni lands- liðsins fyrir NM-mótið Forleikur verður á milli kvennalandsliðsins í handknattleik og landsliðsins í knattspyrnu Pressuleikurinn sem hefst kl. 20.45 í kvöld í Laugar- dalshöllinni veröur eina stórverkefni landsliðsins okkar áður en það heldur til þátttöku í NM. Það er því full ástæða til að taka þennan leik alvarlega, hann verður stór mælikvarði á getu liðsins. Það ríður á miklu fyrir liðiðog einvald þess og þjálfara, Birgi Björnsson, að út- koman verði liðinu hagstæð, það væri annað en gaman að fara á mótið meðtap fyrir pressuliðinu á bakinu. Á und- an þessum leik fer fram forleikur sem er einstæður í sinni röð hér á landi, þar munu keppa í handknattleik, kvennalandslið okkar í handknattleik og knattspyrnu- landsliðið sem lék gegn a-þjóðverjum í haust. Þó eru þeir leikmenn þess sem einnig keppa í handknattleik ekki gjaldgengir í liðið. I leikhiéi mun svo ómar Ragnarsson annast skemmtiatriðin. Almenn- ingur ekki á sama máli og Birgir Okkur hafa borist margir seðlar með nöfnum þeirra 12 leikmanna sem almenningi gafs.t kostur á aö velja á dög- unum er við birtum lista sem við báðum handknattleiks- áhugamenn aö útfylla og senda okkur meö nöfnum þeirra handknattleiksmanna sem fólk vildi ao skipaði landsliðið. Það kom i ljós, sem okkur reyndar grunaði að al- menningur var ekki á sama máli og einvaldurinn Birgir Björnsson, Nokkrir þeirra manna sem hann hefur valiö fengu abeins 5 tíl 6 atkvæði og nokkrir sem ekki hafa komifi til greina hjá honum eru aftur á móti i landsliði almennings. Nokkrir seðlar bárust okkur áður en þeir Jón Karlsson og Geir RaHsteinsson nieiddust en laug fiestir eftir það og þess vegna eru þeirra nöfn ekki með hér, en þeir voru með á Öllum séðlunuin sem okkur bárust fyrir meiösli þeirra. AUs bárust okkur á finimtu hundrað seðlar og höfðum við þann hátt á að nafn á seðli gaf eitt stig. Og þá litur landslið almeniiings svona út: Markverðir: Ólafur Bcnediktsson Val Kagnar Gunnarsson Armanni Aðrir leikmenn: Olafur H. .lónsson Val Gunnsteinn Skúlason Val Stefán Giinnarsson V'al Viðar Simonarson FH Björgvin Björgvinsson Fram Einar Magnússon Vlkingi Stefán llalldórsson Vfkingi Axel Axelsson Dankersen Bjarni Jónsson Gróttu Hörður Sigmarsson Haukum Þetta eru sem sagt þeir seta flest atkvæði lilutu. En næstir koma Gisli Blöndal Val. Stefiín Jónsson llaukitm, Þórarinn Ragnarsson FH, Páll Björgvinsson Vlkingi og Ag'ist Ogmundsson Val, í'álmi Pálmason Fram. Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum að menn eru ekki á eitt sáttir um val landsliðs- "Framhald á 11. siðu. Hörður í landsliðs- hópinn Birgir Björnsson einvaldur landsliðsins i handknattleik hefur nú loks látið undan og valið Hörð Sigmarsson markaskorarann úr Haukum i landsliðshópinn sem fer á NM og leikur Hörður þvi ekki með pressuliðinu i kvöld eins og fyrirhugað var, en I hans stað kemur Asgeir Elíasson úr ÍR. Þeir Stefán Gunnarsson og Hörður Sigmarsson sem sjást hér á myndinni leika með sitthvoru liðinu i kvöld, þótt flestir séu á þvi að þeir eigi báðir heima i landsliðinu. Yngri mennirnir láta æ meira að sér kveða Siðari hluti Afmælismóts Jiídó- sambands tslands fór fram i hinu nýja íþróttahúsi Kennaraháskól- ans s.l. þriðjudag. Var þá keppt i ölluni þyngdarflokkum karla. Keppnin var mjög tvisýn i óllum flokkum og óvenjumikið um verulega gdðar viðureignir. Orslit I einstökum þyngdarflokk- um urðu sem hér segir: LÉTTVIGT 1. Jóhannes Haraldsson UMFG 2. Niels Hermannsson A 3. Páll Þórðarson UMFK Jóhannes er Islandsmeistari i þessum flokki og vann hér örugg- an sigur þrátt fyrir meiðsli sem hafa háð honum um nokkurt skeið. Þeir Niels og Páll eru ungir og efnilegir, Páll aðeins 17 ára gamall. LÉTTMILLIVIGT. 1. Halldór Guðbjörnsson JFR 2. Gunnar Guðmundsson UMFK 3. Sigurður Pálsson JFR Halldór vann Gunnar eftir snarpa og skemmtilega viður- eign. Halldór er harðskeyttur og mikill keppnismaður. Hann er nú i góðri æfingu, en i fyrra átti hann við meiðsli að striða. I lands- keppnum islenskra jiídðmanna I fyrra stóð hann sig samt mjög vel, en gat litið keppt að öðru leyti vegna meiðsla fyrr en i desember 5.1. MILLIVIGT 1. Viðar Guðjohnsen A 2. Sigurjón Kristjánsson JFR 3. Þorgeir Sigurðsson Gerplu Viðar gerði sér litið fyrir og sigraði Islandsmeistarann, Sigurjón Kristjánsson. Viðar sem er aöeins 17 ára, er eitthvert mesta efni sem fram hefur komið i júdólþróttinni hér á landi, og eru miklar vonir við hann bundnar. Þorgeir er vaxandi júdómaður og i stööugri framför, en hann er aðeins 18 ára gamall og veitti Sigurjóni einnig góða keppni. LÉTTÞUNGAVIGT. 1. Gísli Þorsteinsson A 2. Halldór Guðnason JFR 3. Benedikt Pálsson JFR Gisli hefur vakið athygli undan- Framhald á 11. siðu. Viðar Guðjohnsen bar óvænt sigur úr býtum I millivigt, sigraði þar tslandsmeistarann Sigurjón Kristjánsson. Viðar er hér i mið, Sigurjón t.v. og Þorgeir Sigurðsson úr Gerplu t.h.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.