Þjóðviljinn - 29.01.1975, Page 12

Þjóðviljinn - 29.01.1975, Page 12
D/OÐV/U/NN MiOvikudagur 29. janúar 1975. Novotny látinn Antonin Novotny. PRAG 28/1 — Antonin Novotny, fyrrum forseti Tékkóslóvakiu og formaður tékkóslóvakiska kommúnistaflokksins, lést i dag i Prag, sjötugur að aldri. Hann var langvaldamesti maður Tékkó- slóvakiu i fimmtán ár, en missti völdin 1967 vegna andspyrnu lýðræðissinnaðra kommúnista, sem samtök rithöfunda og ung- kommúnista vöru frumkvöðlar að. Sú hreyfing kom Alexander Dubcék til valda. Novotny var fæddur árið 1904 i smáþorpi skammt frá Prag og gekk i tékkneska kommúnista- flokkinn 1921, árið sem flokkurinn var stofnaður. Hann var á valda- árum sinum einn harðasti stuðningsmaður Sovétrikjanna meðal austurevrópskra leiðtoga og sætti innanlands harðri gagn- rýni fyrir harðstjórn, skoðana- kúgun og stalinsk réttarhöld. ‘■oRTi'GAi. Mótmœli hindra þinghald íhaldsflokks LISSABON 28/1 — Svokallaður flokkur miðdemókrata, sem virðist vera eitt helsta athvarf portúgalskra ihaldsafla eftir fali einræðisstjórnarinnar, vændi í dag herinn og lögregl- una um að hafa látið undir höfuð leggjast að vernda fyrsta þing flokksins, sem stóð til að halda i Oporto um helgina. Vinstri- sinnaðir mótmælendur söfnuðust að byggingunni, þar sem flokksþingið var haldið, og sátu um hana i fjórtán klukku- stundir. Greip slíkur uggur þingfulltrúa að flokksþinginu var aflýst. Vinstrimenn hafa illan bifur á flokki miðdemókrata, gruna hann um að vera pólitiskt hæli stuðningsmanna afturhaldsafl- anna, sem til skamms tíma stjórnuðu landinu með einræði og ógnum, og vilja skiljanlega ekki gefa slikum öflum tækifæri til endurreisnar I nokkurri mynd. Það segir sína sögu um eöli miðdemókrata þessara að heiðursgestur á umræddu flokksþingi þeirra var Geoffrey Rippon, einn helstu framá- manna breska fhaldsflokksins. Mótmælaaðgerðirnar i Oporto um helgina hafa orðið til þess að vekja að nýju deilur milli Kommúnistaflokksins og Sóslalistaflokksins, en grunnt hefur verið á þvi góða milli þessara flokka undanfarið vegna sameiningar allra verka- lýðssamtaka landsins i eitt samband, sem kommúnistar og Herjahreyfingin standa að i sameiningu og samþykkt hefur verið. Sósialistaflokkurinn beitti sér mjög gegn sameining- unni, sem hann óttast að verði til þess að rýra áhrif sin i verka- lýðshreyfingunni. Kommúnist- ar, sem á timum ihaldsein- ræðisins voru miklu betur skipulagðir og virkari I and- spyrnuhreyfingunni en liðs- menn Sósialistaflokksins, hafa frá þeim tima sterk Itök innan verkalýðshreyfingarinnar og sumir fréttaskýrendur spá þvi að sameiningin i eitt verkalýðs- samband muni færa þeim þar þvi nær öll völd. Mario Soares, utanrlkisráð- herra og aðalritari Sósialista- flokksins, varaði i gær við mót- mælaaðgerðum á götum úti og öðrum aðgerðum af róttækara tagi og kvað slikt geta haft I för með sér borgarastrið, ihlutun erlendis frá og viðskiptabann. Er Soares hér greinilega að höfða til þess að Bandarikin og Nató muni gripa til beinna of- beldisaðgerða gegn Portúgal ef málin þar þróist of langt til vinstri að þeirra dómi. Kommú- nistar hafa fyrir sitt leyti lýst ummæli Soaresar um borgara- strið hræðsluáróður. Kommúnistaflokkurinn, Sósialistaflokkurinn og hreyfing til vinstri við kommúnista, sem nefnist Endurskipulagningar- hreyfing öreigaflokksins, hafa i hyggju að fara I sina fjölda- gönguna hver i Lissabon á föstudag. Soares hefur deilt á kommúnista fyrir þeirra göngu og telur tilganginn með henni beinlinis þann að draga athygl- ina frá göngu Sóslalistaflokks- ins. Segist Soares óttast óeirðir milli gönguliðanna á föstudag- inn, en kommúnistar segja þann ótta ástæðulausan. 1 Oporto hafa kommúnistar, Sósialistaflokkurinn og flokkur lýðdemókrata (fremur vinstri- sinnaðir miðjumenn) auglýst sameiginlega fjöldagöngu á föstudaginn til minningar um uppreisn gegn konungsvaldinu, sem gerð var 1891. Lýðdemó- kratar stóðu með Sósialista- flokknum i andstöðunni við sameiningu verkalýðssamtak- anna og þykir þessi sameigin- lega fjöldaganga benda til þess að deilur þessara flokka við kommúnista risti eftir allt saman ekki mjög djúpt. Fjölda- göngur kommúnista og Sósia- listaflokksins i Lissabon gætu þá verið hugsaðar fyrst og fremst sem fylgiskönnun. Ford vill stórauka fjár hagsaðstoð við Thieu WASHINGTON 28/1 — Ford Bandarikjaforseti bað þingið i dag um 300 miljón dollara auka- lega sem hernaðaraðstoð við Sai- gon-stjórnina I Suður-VIetnam og Alþýðubandalagið Árshátið AB Kópavogi Arshátið Alþýðubandalagsins verður haldin laugardaginn l.’febrúar i Þinghól Alfhólsvegi 11 kl. 19. A borðum verður hinn vinsæli þorramatur. Dagskrá: Skemmtiatriði og góð músik. Verð aðgöngumiða er kr. 1250 miðinn og er fólk hvatt til þess að panta miða sem fyrst I sima 40853 (Eyjólfur) eða 41279 (Lovisa). Pantanir berist i siðasta lagi fimmtudaginn 30. janúar vegna takmarkaðs hús- næðis. Miðar óskast sóttir á föstudaginn. — Nefndin. Viðtalstimi borgarfulltrúa Viðtalstimi borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins er I dag frá kl. 17-18 að Grettisgötu 3, simi 28655. Þorbjörn Broddason er til viðtals. Reykjavik Starfshóparnir um borgarmál héfja störf i kvöld miðvikudaginn, 29. janúar kl. 8.30 að Grettisgötu 3. Borgarmálaráð Alþýðubandalagið á Akureyri Arshátiðin er fyrsta febrúar I Alþýöuhúsinu og hefst klukkan 20.00. Til- kynnið þátttöku sem fyrst til þess að auðvelda undirbúning. Dagskrá: Þorramatur. Stutt ávörp. Sönglist. Dans og gleðilæti. Jón Danielsson, Óttar, Einar, Stefán, Kristin og Böðvar. — Stjórnin Nýjung i starfinu: Opið hús i Rvík fimmtudaginn 30. janúar að Grettisgötu 3 I risinu. Gestir kvöldsins verða Kurigei Jónsson og Þorleifur Hauksson. — Fjölmennið og mætið stundvislega kl. 9. Námshópur Kópavogi Kemur saman I Þinghól kl. 20.30 i kvöld. Rætt verður um kreppuna — kenningarum hana og kreppuboða I samtiðinni. Nýir þátttakendur vel- komnir. 222 miljón dollara handa Lon Nol- stjórninni i Kambódiu til sams- konar þarfa. Höfðu leiðtogar flokkanna I þinginu þó sagt for- setanum á fundi i dag að senni- lega myndi þingið hafna þessari beiðni hans. Ford komst svo að orði i sjón- varpsviðtali að þessar 300 milj- ónir dollara væri það minnsta, sem Saigon-stjórnin þyrfti á yfir- standandi fjárhagsári ef henni ætti að verða lengra lifs auðið. Jafnframt fór forsetinn hörðum orðum um norðurvietnama og kenndi þeim vopnahlésbrotin I Suður-Vietnam. Ford átti i dag tal við leiðtoga bæði demókrata og repúblikana i þeim tilgangi að fá þá til stuðn- ings við téðar fjárveitingar til leppstjórnanna tveggja og stefnu forsetans j efnahags- og orkumál- um. Var fundurinn haldinn I Hvita húsinu og voru þar mættir forsetanum til fulltingis Henry Kissinger utanrikisráðherra, James Schlesinger varnarmála- ráðherra og William Simon fjár- málaráðherra. Embættismenn sögðu að aðalumræðuefnin hefðu verið sókn Þjóðfrelsisfylkingar- innar i Suður-Vietnam, sem bandariskir ráðamenn hafa þungar áhyggjur út af, og orku- málatillaga forsetans. Demó- kratar hafa sameinast um að gera að engu þá fyrirætlun forset ans að leggja þriggja dollara gjald á hverja innflutta oliutunnu frá fyrsta april næstkomandi. Telja demókratar að þessi ráð- stöfun muni auka verðbólguna og koma harðast niður á fátækustu bandarikjamönnunum. Arið sem leið fór stjórnin fram á 1400 miljón dollara fjárveitingu til Saigon-stjórnarinnar, en þing- iðskar þá upphæð niður um helm- ing. Forsetinn fór hörðum orðum um þingið fyrir það hátterni og hótaði þá þegar að æskja 300 milj- ón dollara aukafjárveitingar á yf- irstandandi fjárhagsári. Kratar leggja fram vantraust á Hartling KAUPMANNAHÖFN 28/1 — Margir búast nú viö stjórnar- kreppu I Danmörku, eftir að Miðstj órnarf undur Miðstjórn Alþýðubandalagsins er boðuð til fundar föstudaginn 31. janúar n.k. Fundurinn verður haldinn að Grettisgötu 3 og hefst kl. 20.30. _______ Ragnar Arnalds Danska stjórnin farin frá Stjórn Poul Hartling i Dan- mörku sagði af sér I gær- kvöldi. Afsögnin kom i kjölfar vantrauststillögu sósialdemó- krata sem skoruöu á Hartling að vikja með stjórn sina svo hægt væri að mynda stjórn á breiðari grundvelli. sósialdemókratar lögðu óvænt fram vantrauststillögu á minni- hlutastjórn Venstre á þingfundi I dag. Stóðu þá yfir umræður um fjárlagafrumvarp stjórnarinnar. Er nú mikið lif i tuskunum á göngunum I Kristjánsborg og var þingfundi frestað hvað eftir ann- að. Menn bollaleggja nú um mögu- leika sósialdemókrata til að fá meirihluta þingsins til stuðnings við vantrauststillöguna. Talið er vist að Radikale Venstre, Sósial- Iski þjóðarflokkurinn og Komm- únistar muni greiða atkvæði með tillögunni, en óvist er um afstöðu Ihaldsflokksins og Kristilega þjóðarflokksins. Miðdemókratar munu væntanlega sitja hjá. Kjeld Olesen, formaður þingflokks sósialdemókrata, rökstuddi. van- trauststillöguna með þvi að þjóð- in þyrfti við nýrrar stefnu i efna- hagsmálum, sem væri ekki miðuð við það eitt að bjarga málunum Frh. á bls. 5 Kjartan og Jón Baldvin á þingi 1 gær tóku sæti á alþingi Kjart- an Ólafsson ritstjóri I veikinda- forföllum Svövu Jakobsdóttur og Jón Baldvin Hannibalsson skóla- meistari fyrir Karvel Pálmason. Jón Baldvin hefur ekki setið á þingi áður. Kjartan ólafsson. BLAÐ- BURÐUR t>jóöviljánn vantar blað- bera í eftirtalin hverfi: Melhagi Kvisthagi Akurgerði Kleppsvegur Fossvogur Vinsamlegast hafið'- samband við af- greiðsluna. ÞJÓÐVILJINN Simi 17500

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.