Þjóðviljinn - 30.01.1975, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 30. janúar 1975.
MÚÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÖÐFRELSIS
Otgefandi: Ctgáfufélag Þjóöviljans Umsjón meö sunnudagsblaöi:
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Vilborg Haröardóttir
Kitstjórar: Kjartan ólafsson, Ritstjórn, afgreiösla, augiýsingar:
Svavar Gestsson Skólavörðust. 19. Slmi 17500 (5 llnur)
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Prentun: Blaöaprent h.f.
ER ÞEIM EKKI LJÓST HVAÐ NÚ ER AÐ GERAST?
Fljótlega mun Lagarfossvirkjun á á
Austfjörðum taka til starfa. Siðar á þessu
ári mun Mjólkárvirkjun á Vestfjörðum
hefja framleiðslu. Á næsta ári kemur hin
mikla Sigölduvirkjun i gagnið. Og árið
1977 mun Kröfluvirkjun á Norðurlandi
geta hafið raforkuframleiðslu. Hér er um
að ræða virkjanir sem samtals eru af
svipaðri stærð og Búrfellsvirkjun öll, og
með tilkomu þeirra á að verða gerbreyt-
ing á ástandinu i orkumálum. Þetta er sá
arfur sem ihaldsstjórnin tekur við af
vinstristjórninni. Vinstristjórnin fékk hins
vegar engar raforkuframkvæmdir i arf
nema Laxárvirkjun, sem lengi mun verða
til marks um það hvernig ekki á að standa
að virkjanaframkvæmdum.
Enda þótt þessu miklu umskipti verði i
orkuframleiðslu á næstunni er timabært
að taka fyrst ákvörðun um næstu stór-
virkjun. Eina stórvirkjunin sem er full-
hönnuð og hægt er að hef ja framkvæmdir
við þegar að Sigölduvirkjun lokinni er
Hrauneyjarfoss i næsta nágrenni við
Sigöldu. Aðrar stórvirkjanir eins og t.d. i
Blöndu eða við Dettifoss eru enn á rann-
sóknarstigi, þótt könnun beggja virkjun-
arstaðanna sé langt á veg komin. Þórar-
inn Þórarinsson ritstjóri Timans og for-
maður þingflokks Framsóknarflokksins
lýsir i gær þeirri skoðun sinni i Timanum •
að velja beri virkjun á Norðurlandi sem
næsta stórverkefni og virðist helst hallast
að Dettifossvirkjun. Fyrir þvi er hægt að
færa veigamikil rök, en hitt verða menn
að gera sér ljóst að slik virkjun mundi
ekki hefja orkuframleiðslu fyrr en á næsta
áratug, jafnvel þótt ákvarðanir um
framkvæmdir verði teknar innan fárra
mánaða. Þess vegna verða menn að meta
hvort þær orkuframkvæmdir sem nú er
unnið að muni nægja islendingum þangað
til og tryggja m.a. raforku til húshitunar
allsstaðar þar sem jarðvarmi er ekki til-
tækur.
Hitt er misskilningur hjá Þórarni Þór-
arinssyni að unnt sé að gera hvort tveggja
i senn að ráðstafa orku frá Sigölduvirkjun
til járnblendiverksmiðju og biða
eftir nýrri stórvirkjun við
Dettisfoss. Ástæðan er sú að innan-
landsmarkaðurinn jókst með snöggum
hætti fyrir rúmu ári þegar olia marg-
faldaðist i verði og ljóst varð að sú hækkun
yrði varanleg. Þar með varð framkvæm-
anlegt að auka húshitun með raforku með
miklu skjótari hætti en áður var áformað,
og er nú ljóst að það er bæði nauðsyn
almennings um land allt og þjóðarheildar-
innar að þeim framkvæmdum verði lokið
á þessum áratug. Þetta er framkvæman-
legt ef menn einbeita sér að verkefninu,
láta það ganga fyrir, tryggja til þess næg-
an mannafla og mjög mikið fjármagn, og
engin framkvæmd er nauðsynlegri til þess
að tryggja jafnrétti þegnanna og öryggi
þjóðarheildarinnar. En til þessara fram-
kvæmda veitir ekki af allri orku Sigöldu-
virkjunar og annarra þeirra virkjana sem
koma i gagnið i ár og næstu ár.
Áform um orkufrekan iðnað i eigu
islendinga sjálfra verður þvi að tengja
næstu stórvirkjun, hvort sem hún yrði við
Dettifoss eða annarstaðar. Verði orku frá
Sigölduvirkjun ráðstafað til sliks verk-
efnis er verið að dæma orkuskort yfir
þjóðina um langt árabil enn. Þá yrði að
leggja á hilluna langt fram á næsta áratúg
öll áform um rafhitun húsa á Austf jörðum
og Vestfjörðum og annarstaðar þar sem
jarðvarmi er ekki tiltækur. Afleiðing
slikrar stefnu yrði óþolandi mismunun,
gjaldeyrissóun og öryggisleysi á sviði
orkumála. Núverandi orkumálaráðherra
hefur þegar stöðvað gerð heildaráætlunar
um nýtingu innlendra orkugjafa i stað oliu
á þessum áratug. Hann hefur nú tafið i
hálfan fimmta mánuð að hafin sé lagning
stofnlinu milli Suðurlands og Norður-
lands. Við gerð fjárlaga var felld tillaga
Alþýðubandalagsmanna um að einum
miljarði króna yrði varið i ár til þess að
leggja stofnlinur og styrkja dreifikerfi og
búa þannig i haginn fyrir rafhitun húsa
um leið og Sigölduvirkjun tekur til starfa.
Er ráðamönnum Framsóknar, sem þó
þykjast vera málsvarar byggðastefnu og
jafnréttis þegnanna um land allt, ekki
ljóst hvað nú er að gerast? — m
Erlendar fréttir
og hugleiðingar í sambandi við þœr
Verð á loðnu i
Noregi fyrir Japans-
markað
Verö á loðnu I Noregi sem fryst
verður fyrir markað I Japan hef-
ur verið ákveðið eftirfarandi.
Fyrir loðnu sem hefur 40%
hrygnu samkvæmt gildandi
reglugerð n.kr. 50.00 fyrir hvern
hektólitra (lOOlitra mál). Ofan á
þetta verð bætist svo n.kr. 1.05
fyrir hvert prósent af hrygnu yfir
40%. Þetta er sagt mjög svipað
verð og greitt var á sl. ári. Það
fylgir þessari frétt, sem er tekin
úr blaöinu „Fiskaren” að útlit á
sölu norskrar loðnu til Japan sé i
ár alls ekki slæmt og megi reikna
með sölu þangað frá Noregi á
12—15 þús. tonnum. Sé þessu
norska verðibreytt i isl. kr. þá lit-
ur verðið þannig út. Fyrir loðnu
með 40% af hrygnu kr. 1.463.00
fyrir hektólitra og siðan kr. 24.39
fyrir hvert prósent sem þar er
framyfir. Þannig verður 100%
hrygna kr. 2.625.00 fyrir hektó-
litra.
Norskt bræðsluverð fyrir loðnu og
hugleiðingar um stöðu okkar Is-
lendinga á þvi sviði.
Þá hefur verið ákveðið norskt
verð á loðnu i bræðslu og er það
eftirfarandi. Fyrir loðnu með 6%
fitu n.kr. 26.26 fyrir hektólitra
(lOOlitra mál). Siðan bætist n.kr.
1.84 á hektólitra fyrir hvert pró-
sent sem er framyfir 6% fitu-
magn.
Samkvæmt þessu þá er norska
loðnuverðið i bræðslu ísl. kr. 610
fyrir hektólitra (100 litra mál) af
loðnu með 6% fitumagni, en siðan
bætast við hektólitraverðið ísl. kr.
42.74 fyrir hverja prósentu af fitu
sem er framyfir 6%. Þannig er
loðna með 12% fitu greidd með
Isl. kr. 866.00 fyrir hektólitra.
Þaö skal tekið fram, að hrá-
efnisverð var sett ivið hærra en
markaðsverð á m jöli og lýsi I des-
ember gaf til kynna að hægt væri
aö greiða fyrir hráefnið. Þetta
var gert I trausti þess að desem-
berverðið mundi rétta sig af upp
á'við þegar lengra liði á veturinn,
annars yrði að gripa til verðupp-
bótasjóðs, sem er I vörslu „Nor-
sildmel ” sem er söluaðilinn.
I verðjöfnunarsjóðnum munu
nú vera kringum 230 miljónir
n.kr., eða sem riæst 5342 miljónir i
islenskum peningum samkvæmt
skráðu gengi. En sé boriö saman
norskt bræðsluverö á loðnu ann-
arsvegar og Islenskt bræðsluverð
hinsvegar, þá er sá samanburður
mjög erfiður, vegna þess hvernig
I pottinn er búið. 1 fyrsta lagi er
islenska skiptaverðið á loönunni
ekki hið raunverulega verð, þvi
búið er að taka af þvi kringum
40% I allskonar sjóði, áður en það
er skrifað niður á blað. 1 öðru lagi
þá er ekki nokkur vafi á þvi, að
nýting loðnu I islenskum fiski-
mjölsverksmiðjum er verri eins
og sakir standa, heldur en hjá
norðmönnum. Orsakir til þessa
eru sjálfsagt þær að „Norsíld-
mel” sem selur norska fiskimjöl-
ið hefur haldið uppi mjög
öflugri rannsóknarstofnun á
siðustu árum þar sem sameinað
hafa krafta sina efnaverkfræðing-
ar og vélaverkfræðingar I leit að
nýjum aðferðum til að fá betri
hráefnisnýtingu ásamt prótein-
auðugra fiskimjöli. Þá er sagt að
sérstök áhersla hafi verið lögð á,
að ná sem allra mestu af bundinni
fitu úr sildar- og loðnumjöli. Ég
held aö það sé ekkert leyndarmál,
að þessar rannsóknir hafi skilað
árangri og að norðmennirnir
muni I þessum efnum standa feti
framar, en flestir ef ekki allir
aðrir, eins og sakir standa. Eftir
þvi sem komið hefur fram i
norskum fræðiritum um þessi
mál, þá er einn árangur áður-
nefndra rannsókna sá, að nú geta
norðmenn unnið alveg glænýja
spriklandi sfld og loðnu án þess að
láta hráefnið biða I 2—3 daga eins
og algengast hefur verið svo
vinnsla gæti verið i góðu lagi.
Hinar umfangsmiklu tilraunir
norðmanna um framleiðslu á
manneldismjöli hafa áreiðanlega
átt sinn þátt I þeim sigrum sem
unnist hafa á þessu sviði. En
þessar rannsóknir og tilraunir
hafa kostað mikið fé og er þvi
eðlilegt að „Norsildmel” vilji
hafa árangurinn sem lengst fyrir
sinar verksmiðjur einar án þess
að honum sé miölað til keppinaut-
anna. Annars er uppbygging á
sölufyrirtækinu „Norsildmel”
harla lærdómsrik fyrir okkur Is-
lendinga. Þetta er einskonar
samlag og að þvi standa allar
bræösluverksmiðjur i Noregi, öll
útgerðin ásamt þeim sjómönnum
sem veiðarnar stunda. A hverju
ári er samið um sérstakt hráefn-
isverö, en hækki mjöl og lýsi i
verði þá skiptist sá gróði eftir á-
kveðnum reglum á alla fyrr-
greinda aðila. Þá er lika ákveöinn
hundraðshluti ágóðans lagður i
veröuppbótasjóð fyrirtækisins.
Hin nýja tækni heimtar flokkun á
bræðsluhráefni.
Eins og fram kemur i skrifum
minum hér að framan, þá er sá
árangur að norðmenn geta nú
unniö glænýtt hráefni I mjöl og
lýsi, mikið framleiðsluafrek á
þessu sviði, en það er lika algjör
forsenda fyrir vinnslu á manneld-
ismjöli.
Til að fylgja eftir þessum sigri,
þá hefur nú norska Fiskimála,-
stjómin gefið út reglugerð þar
sem ákveðið er að taka upp
fiskimál
^eftir Jóhann J. E. KúlcL
gæðaflokkun á öllu vinnsluhráefni
sem fer I mjöl og lýsisvinnslu. Þvi
er slegið föstu að flokkun til verðs
I þrjá gæðaflokka verði upp tekin
á öllu sliku hráefni á yfirstand-
andi ári, og verður hráefnið
flokkað eftir þvi hve nýtt það er. 1
fyrsta gæðaflokk fer aðeins það
hráefni sem hæft verður talið I
manneldisvöru. Reglugerðin er
sett til að knýja veiðiskip til þess
að koma með afla sinn að landi I
vinnslu eins fljótt og nokkur kost-
ur er, þvi með hinni nýju tækni er
þá hægt að framleiða verðmeiri
vöru en ella. Gert er ráð fyrir þvi,
að norska ríkismatið annist
gæðaflokkun á öllu bræðsluhrá-
efni. Setning þessarar reglugerð-
ar, tekur af allan vafa, um
að norðmenn hafa ekki aðeins al-
gjöra forystu á þessu sviöi eins og
stendur, heldur eru þeir lika
komnir þarna talsverðan spöl á
undan öörum. Fyrir okkur islend-
inga, sem eigum allt okkar, undir
sjávarafla og hagkvæmni vinnslu
hans, eru þetta athyglisverð tiö-
indi, sem við þurfum að færa okk-
ur i nyt eins fljótt og nokkur kost-
ur er. Proteinauðugt loðnumjöl
meö minna fituinnihaldi heldur
en Islenskar mjöl- og lýsisverk-
smiðjur geta framleitt nú, það er
eftirsóknarvert takmark, sem við
verðum að keppa að.
Að þessu marki hafa rannsókn-
ir og tilraunir Rannsóknárstofn-
unar „Norsildmel” beinst á und-
anförnum árum.
Sinfóniuhljómsveit íslands
Tónleikar
Fyrstu tónleikar á siðara misseri verða i
Háskólabiói
fimmtudaginn 6. febrúar kl. 20.30
Stjórnandi J.P. Jacquillat og einleikari
J.P. Rampal flautuleikari. Flutt verður
Sinfónia nr. 5 eftir Schubert, flautukon-
sertar eftir Mozart og Ibert og „Galdra-
neminn” eftir Dukas.
Endurnýjun áskriftarskirteina óskast til-
kynnt nú þegar, eða i siðasta lagi föstu-
daginn 31. janúar, i sima 22260.
Illl SINFONÍl HU()MS\ EH ÍSLANDS
Ml| KÍEISt'T\ARPIÐ