Þjóðviljinn - 30.01.1975, Page 7
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 30. janúar 1975.
Fimmtudagur 30. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
FYRIRBÆN vegna hýru-
dreginna i
öldunga
Ég geri ráð fyrir þvi, að þegar
fiskverð er ákveðið, leggi við-
komandi frystihús og fiskikaup-
menn fram einhver gögn. Gögn,
sem verðlagsráð vinnur svo eftir.
Gera má ráð fyrir, að afkoma
frystihúsanna sé mjög misjöfn og
fer það þá i mörgum tilfellum eft-
ir ráðdeild og skynsamlegri til-
högun stjórnenda þeirra. Ég
hygg, að erfitt muni vera að
ákveða fiskverð þeirra hluta
vegna. Væri ekki rétt, að sjávar-
útvegsráðherra skipaði nefnd,
góða nefnd sem færi um landið og
kynnti sér reksturshagkvæmnina
hjá hinum einstöku frystihúsum
og fiskkaupendum, áður en arð-
ránslög væru sett á sjómanna-
stéttina, eins og nú nýlega hefur
átt sér stað og er endurtekning
frá haustinu 1968. Arið 1969 voru
lögð á land hér á Suðureyri 6240.4
tonn. Verðmæti þess til skipta
var 34.634.220.00 kr., en skv. lög-
um frá 1968 fékk útgerðin um-
fram þetta verð 9.351. 234.00 kr.
eða 27% umfram skiptaverð, sem
skiptist þannig 10% i stofnf jársjóð
fiskiskipa og 17% til annarra
þarfa eða óþarfa. Sjómenn töldu
þá, að illa væri farið með sig, sem
von var. Er ekki ver farið með þá
núna? Jú. En sjómenn eru hinir
Maðurinn með hattinn er Valdimar Þorvaldsson, elsti maður i
Súgandafirði, 96 ára gamall. Hann er hér að ræða við Friðbert
Pétursson, bónda I Botni,á kosningadaginn 30. júnii sumar.
miskunnsömu samverjar, þeir
mögla litið; þeir æðrast ei, þó á
bjáti. Samtakamáttur þeirra er
þó sterkur, ef á reyndi, sjómenn
eru kjarni þjóðarinnar, og þeim
ber að standa fast á rétti sinum.
Aflaskráin á síðast liðnu ári
Suðureyri, sunnudaginn 12. janúar 1975.
Það er nú litið héðan að frétta. Stirð veðrátta var i desember og er
það raunar enn. Héðan voru þrir bátar gerðir út á linu i desember
mánuði. Afli þeirra var frekar tregur. Meðaltal lakara en i
desember 1973. Einn skuttogari Trausti var gerður út héðan. Hann
kom hingað eins og ég hef áður getið 29. september og hóf veiðar 6.
október. Afli hans var mjög rýr miðað við skuttogarana i kringum
okkur. Eitt sinn gat ég þess, það var áður en hann kom til landsins,
að hann yrði sennilega með flotvörpuútbúnað. Það reyndist ekki
rétt. Hann er ekki með þann útbúnað ennþá. Já, fjögur skip voru
gerð út héðan i haust.og kemur hér desemberafli þeirra:
Ársaflinn var 5173 tonn í
Súgandafirði
1974 1973
Kristján Guðmundsson 81.9tonn 15róðrar 114.1 tonn 18 róðrar
Sigurvon 73.2 tonn 15róðrar 92.1 tonn 17 róðraf
ÓlafurFriðbertsson 72.2 tonnl4róðrar 119.3 tonnl8róðrar
b/v Trausti 126.6 tonn 4 landanir aflinn var slægður;
afli linubátanna var óslægður.
Og þá kemur hér ársafli hinna stærri báta. Fyrst eru það linuskip:
Úthaldsdagar tonn 1974 tonn 1973
Bolungarvik, þá kemur hér afli þar i desember; einnig ársafli og
úthaldsdagar.
Des u >o -o U 03 tfl U 'd
Sólrún 93.4 15 1245.5
Guðmundur Péturs 83.7 15 1281.2
Hugrún 73.9 15 926.0
FlosiXoðna 1133 tonn 76.0 14 1603.2
si
eo
T3
n
Hafrún og Kofri.Sama og einn bátur
-3
295
295
232
212
628.7 vetrarvertið
Og þá eru það skuttogararnir vestfirsku, afli þeirra árið 1974.
BessiSúðavik
Július Geirmundsson Isaf.
Guðbjartur
Framnes 1 Þingeyri
Páll Pálsson Hnifsdal
Guðbjörg Isafirði
Trausti Suðureyri
3656 tonn
3119 tonn
3058 tonn
3045 tonn
2655 tonn
2624 tonn
324 tonn
allt árið
allt árið
allt árið
allt árið
allt árið
frá 22/3
frá 6/10
Kristján Guðmundsson 280 1123.5 1210.9
Ólafur Friðbertsson 310 1104.0 1071.4
Sigurvon 271 969.6 924.0
Eins og sjá má á úthaldsdögunum er talsverður timi milli vertiða,
sem fer i lagfæringar og þrif.
Og þá koma hér togskipin. Björgvin stundaði veiðar fjóra mánuði
og átta daga 1974, afli hans varð 320.0 tonn. Björgvin var seldur
héðan i haust. Togskipið Sverdrubson,hinn norski, stundaði veiðar
átta mánuði af árinu,aflinn varð 669.1 tonn. Hann er nú seldur burt
til Vestur-India. Þriðja togskipið, sem héðan stundaði veiðar með
botnvörpu á þjóðhátiðarárinu var skuttogarinn Trausti. Veiðitimi
hans var 87 dagar. Honum tókst að fiska 322.9 tonn skv. minum
kokkabókum. Afli þessara þriggja togveiðiskipa var slægður.
Tindabikkja og karfi er aldrei slægður, en frekar litið var af þeim
fiskitegundum. M/b Gullfaxi 48 tonna bátur eign Bárunnar h.f.
stundaði veiðar með linu á vetrarvertiðinni og afli hans var þá 261.0
tonn. Einnig stundaði hann veiðar með handfæri i sumar og var sá
afli 10.4 tonn. Hann mun ekki verða gerður út i vetur, er á söluskrá.
Afli handfærabátanna var á árinu 1974 372,9 tonn. Er þá ársafli
súgfirska veiðiflotans samtals 5.173.0 tonn. Ársafli árið 1973 var
aftur á móti 5.509.9 tonn.
Vonin h.f. verkaði i harðfisk 207.7 tonn. Báran h.f. verkaði i salt og
herslu 355.2 tonn. Hlutur Fiskið junnar var þvi aðeins 4.610.1 tonn.
200-300 tonn munu hafa komið hingað af fiski frá öðrum stöðum;
mun Báran hf.f. hafa fengið eitthvað af þeim afla.
Afli Bolvíkinga og skuttogaranna
Svo eitthvað sé nefnt, þá landaði Arnar HU 89,9 tonnum og Guð-
bjartur IS 59.4 tonnum. Svo komu smáslattar bæði með skipum og
yfir heiði. Það kom lika fyrir, að fiskur var sendur héðan til Flat-
eyrar til vinnslu, svo það valt hér á ýmsum rössum, eins og karlinn
sagði. 837.0 tonn komu hingað af loðnu. Hún fór mestmegnis I
bræðslu. Talsverðu var þó beitt. Og af þvi mér þykir svo vænt um
Afli þeirra var slægður. Fiskifélag íslands breytir stundum afla
togskipa og gefur hann upp sem óslægðan, með þvi að bæta við
þessar tölur 20%.
Það má einkennilegt vera, ef skip sem fiska svona vel, eins og
skuttogararnir hér að ofan sýna, skuli tapa 1-2 milljónum króna á
mánuði. Þaðhlýtur að vera hrópleg lygi.
Víkur hann sér til Færeyja
Nú vik ég mér snöggvast til Færeyja, eða næstum þvi. Ég er hér
með úrklippu úr færeysku blaði útgefnu 8/10 1974. Þar er fjallað
um fiskverð i Færeyjum. Ég tek hér örfáar fisktegundir til saman-
burðar okkar verði. Gengið er miðað til 20 kr. íslenskar fyrir hverja
færeyska krónu. Verðið er miðað við slægðan bita.
Færeyjar Island
Þorskur 70 cm og yfir 61.40 31.50 57 cm og yfir
Þorskur 44-70 cm 42.00 21.80 43-57 cm
Ýsa 40 cm og yfir 50.40 31.50 50 cm og yfir
Langa óstærðarflokkuð 42.20 28.50 70 cm og yfir
Keila 52 cm og yfir 29.80 15.20 50 cm ogyfir
Steinbitur óstærðarfl. 22.40 20.30
Eins og sjá má, er mikill verðmunur á fiski þar og hér. En hvað
getur það verið, sem veldur svona gifurlegum mismun? Þvi getur
sennilega enginn svarað. Auðvitað er margt, sem þvi getur valdið
og mun ég stikla á stóru, þar að lútandi. Óþarflega mikið starfslið i
afurðasölumálunum, misjafnlega góð stjórn hjá fiskvinnslustöðv-
unum, þar á meðalof mikið af óþörfum forstjórum. Kann að vera að
verkstjórar og aðrir fastir starfsmenn séu óþarflega margir hjá
einstöku fyrirtækjum. Þá getur lika skeð að hráefni sé eyðilagt i
stórum stil, sem flutt er svo i gúanó. Slæm tilhögun á niðurröðun á
verkafólki ofl. ofl.
Þómá nefna
skuttogara og
prest
Stórviðburðir ársins 1974 voru
fáir, en þó má nefna hér skuttog-
ara og prest. Skuttogarinn
Trausti 1S 300 kom hingað frá
Noregi. Hann hóf veiðar sunnu-
daginn 6/10. Um svipað leyti og
hlerar Trausta skullu á hafflöt-
inn, sté hinn nývigði sálusorgari
Auður Eir Vilhjálmsdóttir i stól-
inn hér i Suðureyrarkirkju i
fyrsta sinn og flutti þaðan sina
fyrstu ræðu hér. Auður Eir hleyp-
ur oft i skarðið, þegar kennara
vantar i barnaskólann. Nú er hún
næstum þvi skólastjóri, þvi að
hinn rétti skólastjóri er fyrir
sunnan. Hún þjónar lika Flateyr-
arprestakalli að hálfu leyti.
Presturinn þar hefur verið veik-
ur. Það er erfitt að komast á milli
Flateyrar og Súgandafjarðar
vetrardaginn, og það þarf áreið-
anlega kjarkmikinn prest, og það
kvenmann, til þess að gegna
starfi á báðum stöðum um hávet-
urinn.
Það er auðvitað ekki i frásögur
færandi að á árinu varð hér bylt-
ing i stjórn hreppsins. Nýir menn
komust hér til valda og nokkru
siðar nýr sveitarstjóri. Á árinu
fluttu héðan 10 fjölsk. eða um 40
manns. Sumar þeirra höfðu dval-
ið hér 1-2 ár. Ekki er hægt að saka
hina nýju sveitarstjórn þar um,
þvi að næstsiðasta fjölskyldan
fór, daginn sem kosið var i vor.
Talsvert mikið af aðkomufólki
kom hingað á árinu til dvalar,en
sennilega munu það ekki fylla 40
manna skarðið. Sennilega tapar
hreppsfélagið á hinum tiðu fólks-
flutningum héðan.
Aðeins 3
línubátar í vetur
Það er nú sýnilegt að aðeins
þrjú skip verða gerð út héðan i
vetur á linuveiðar. Eru það Olaf-
ur Friðbertsson, Kristján Guð-
mundsson og Sigurvon. Trausti
verður að likindum á togveiðum.
Dýrtiðarflóð hefur geysaö hér i
Súgandafirði eins og annars stað-
ar. Það er nú orðið nokkuð dýrt að
ferðast á milli ísafjarðar og Súg-
andafjarðar i snjóbil. Sætið norð-
ur kostar nú kr. 700.00,áður 350.00.
Fari maður til baka fara aðrar
700.00 kr. úr vasa farþegans, en
áður kr. 350.00. Ef menn vilja fá
snjóbilinn privat norður þá kostar
hann kr. 7000.00 áður kr. 5.000.00
Ef billinn er inni i botni fjarðar-
ins, eins og stundum kemur fyrir,
þegar auð er jörð hér niðri, þá
greiðir leigutaki kostnaðinn
þangað og eins að norðanverðu ef
með þarf. Getur þvi ein ferð að
öllu meðtöldu kostað um kr.
9.000.00. Rikið mun nú styrkja
Framhald á 11. siðu.
Kirkjan á Stað við Súgandafjörð. Hún var byggð árið 1886, en er nú lltið
notuð. Oftast er þó messað þar á gamlárskvöld. Nú siðast mættu þar 36
manns. Hinir dauðu koma þar lika við svo fremi að ekki sé kastað
rekunum hér innfrá i Suðureyrarkirkju.
Ráfiskaprísir
Eáfiskanevndin, sum sett er eftir logtingslóg nr.
21 frá 8. mai 1969, hevur á fundi 7. oktober 1974
ásett hesar minstuprísir fyri fyrstafloks blóð-
gaðan ráfisk, kruvdur við hovdi frá vekt.
Toskur...........yvir70cmlA kr. 3,p7pr. kg
— ..............— 70 cm 1B kr. 1,57 pr. kg
— ______..../. 44- 70 cmlA kr.2,10pr. kg
— ..............44—70cmlB kr. l,57p!.kg
— .............^.. 34—44 cm kr. 1,00 pr. kg
Hýsa ...........yvir 40 cm 1A kr. 2,52 pr. kg
— ..............— 40cmlB kr. 1,60 pr. kg
Longa .. .•................ kr. 2,11 pr. kg
Blálonga .................... ongan prís
Brosma ............yvir 52 cm kr. 1,49 pr. kg
,Sketa .................. kr. 1,22 pr. kg
Kongafiskur................. ongan prís
Upsi ..............yvir 75 cm kr. 1,10 pr. kg
Hvítingur..........yvir31 cm kr. 1,13 pr. kg
Havtaska ............yvir 3 kg kr. 1,46 pr. kg
Kalvi ...............yvir 4 kg kr. 6,21 pr. kg
Tunga..............yvir 300 gr. kr. 2,30 pr. kg
Reyðspreka .......yvir 300 gr. kr. 2,13 pr. kg
' Skrubba .........yvir400gr. onganprís
Steinbítur \................ kr. 1,12 pr. kg
Hesir prísir eru galdandi frá og við 8. oktober
1974, sum omanfyri tilskilað á hesum plássum:
Klaksvík, Hvannasund, Norðdepil, Lorvík,
Fuglafjorð, Eiði, Gotu, Skálafirði, Nólsoy,
Tórshavn, Yestmanna, Miðvági, Sorvági, Tvor-
oyri og Vági.
J Fyri tey avreiðingarpláss, sum eru ikki nevnd
her, verður prísurin hin sami, sum í omanfyri
nevndu plássum við frádrátti av flutnings-
kostnaði til og frá avskipingarhavn.
Tórshavn, 8. oktober 1974
Prísásetingarnevndin á ráfiski
Alþýöubandalagiö, Reykjavík:
OPIÐ HÚS
Nýjung f félagsstarfinu
Kjuregej
Þorleifur
í kvöld, fimmtudag, er
„opið hús" hjá Alþýðu-
banda lagsfélaginu í
Reykjavík að Grettisgötu
3, uppi. Ætlunin er að slík-
ar samkomur verði hálfs-
mánaðarlega f risinu á
Grettisgötunni, framvegis
á miðvikudögum, þó farið
sé af stað nú á fimmtu-
degi.
í kvöld koma fram þau
Kjuregej Alexandra Jóns-
son ásamt Gunnari H.
Jónssyni gítarleikara og
Þorleifur Hauksson.
Eftir tæpan hálfan mán-
uð mun Gunnar Benedikts-
son, rithöfundur, koma í
heimsókn á Grettisgötu og
lesa úr áður óbirtum hand-
ritum.
Leppstjórnir
á fallandi fæti
Bandaríkjastjórn staðráðin í að halda þeim á floti
Á tveggja. ára afmæli svokallaðs
Parisarsáttmála um frið i Viet-
nam blasir við sú staðreynd, að
striðið I Indókina færist i aukana
á ný. Eins og alkunna er komst að
visu aldrei á friður i löndum þess-
um, þrátt fyrir umræddan friðar-
samning. Eina meginbreytingin,
sem varð við þann friðarsamn-
ing, var sú að Bandarikin hættu
beinni þátttöku i striðinu — á yfir-
borðinu að minnsta kosti, en enn-
þá hafa þau bæði i Suður-Vietnam
og Kambódiu fjölda „hernaðar-
ráðgjafa”, sem hafa það hlutverk
að stæla heri bandarisku lepp-
stjórnanna i þessum löndum.
Þegar haft er I huga að á milli
áttatiu og niutiu af hundraði
tekna á fjárlögum Saigon-stjórn-
arinnar er bandarisk efnahagsað-
stoð, verður ljóst að þrátt fyrir
brottför Bandarikjahers úr Viet-
nam eru Bandarikin ennþá aðal-
þátttakandinn i striðinu öðru
megin.
Vegna þess að svo hefur átt að
heita að friður væri i gildi i Suður-
Vietnam siðustu tvö árin hefur
hernaðurinn þar á þeim tima ver-
ið kallaður „vopnahlésstriðið”.
Að sjálfsögðu kenna striðsaðilar
hvorir öðrum um vopnahlésbrot-
in, en ljóst virðist þó af fréttum,
þar á meðal frá heimildum, sem
eru siður en svo hlynntar suður-
vietnömsku bráðabirgðabylting-
arstjórninni og þjóðfrelsisfylk-
ingunni, að þar hvili sökin fyrst
og fremst á leppstjórn Nguyen
Van Thieus. Bófaforingi þessi,
sem hjarir á bandarisku fjár-
magni, undirritaði Parisarsátt-
málann sárnauðugur og ekki fyrr
en eftir dúk og disk fyrir þrýsting
frá húsbændum sinum i Washing-
ton gerandi sér fyllilega ljóst að
áframhaldandi kvöl bandarisks
varnarliðs i landinu var örugg-
asta tryggingin fyrir hann og
hans hyski. Þjóðfrelsisfylkingin
virðist hinsvegar hafa hugsað sér
að halda Parisarsáttmálann og
séð sér hag i þvi. Hún fagnaði þvi
að fá frið til að vinna að umbótum
og uppbyggingu á yfirráða-
svæðum sinum og tryggja þannig
aðstöðu sina þar. Saigon-stjórnin
sá sér hinsvegar nýjan voða bú-
inn ef Þjóðfrelsisfylkingin fengi
þann vinnufrið og hóf þvi skipu-
lagðar ögranir, meðal annars
með stöðugum stórskotaárásum
á yfirráðasvæði Þjóðfrelsisfylk-
ingarinnar og siðan beinum inn-
rásum á þau svæði. Þetta varð til
að hleypa af stað hörðum hernað-
arátökum, sem staðið hafa með
litlum hvildum og hafa aldrei
verið harðari en nú siðan um jól-
in.
Sigrar Þjóöfrelsisfylking-
arinnar
1 bardögunum um jólin og ára-
mótin unnu hersveitir Þjóðfrels-
isfylkingarinnar sem kunnugt er
mikla sigra, hertóku þannig allt
héraðið Phuoc Long norður af
Saigon og ýmsar stöðvar nær
höfuðborginni, auk þess sem þær
bættu aðstöðu sina viðar i land-
inu. Síðan um áramót hefur verið
barist af hörku viðsvegar i
landinu, án þess að miklar
breytingar hafi orðið á stöðu
striðsaðila. Einna harðastir hafa
bardagarnir verið i héruðunum
Thua Thien og Binh Dinh i land-
inu miðju, en þar segjast
Saigon-menn reyna að stemma
stigu fyrir sókn Þjóðfrelsisfylk-
ingarinnar til strandar, og i
óshólmum Mekong, auðugasta
risræktarhéraði landsins. Þar
hefur Þjóðfrelsisfylkingunni veitt
ivið betur og hafa liðsmenn
hennar viða truflað samgöngur
EiU fórnarlamba Indóklna-
striðsins.
Saigon-liða á landi og legi.
Saigonstjórnin hefur svarað fyrir
sig með stórfelldum loftárásum,
sem að hennar eigin sögn beinast
gegn hersveitum, birgðalestum
og öðrum „hernaðarlega mikil-
vægum skotmörkum” á yfirráða-
svæði Þjóðfrelsisfylkingarinnar,
en talsmenn Þjóðfrelsisfylking-
arinnar segja hinsvegar að árás-
irnar hafi komið langharðast
niður á óbreyttum borgurum og
eignum þeirra.
öflug andspyrna gegn
Thieu
Sigrar Þjóðfrelsisfylkingarinn-
ar hafa verið nógu miklir til að
hleypa miklum skelk i leppstjórn-
ina i Saigon og grátbiður Thieu
Bandarikin nú um aukna aðstoð.
Bandarikjastjórn hefur fyrir sitt
leyti ekki látið undir höfuð leggj-
ast að hafa i hótunum við Þjóð-
frelsisfylkinguna og Norður-Viet-
nam, en Bandarlkjaþing, sem eft-
ir siðustu kosningar er með
frjálslyndara og róttækara móti,
er hinsvegar tregt til að taka
meira af skattpeningi banda-
riskra þegna til að ausa i óráðsiu-
hit Thieus og snýst áreiðanlega
öndvert gegn öllum tillögum um
beina striðsaðild Bandarikjanna
á ný. Saigon-stjórnin segist búast
við stórsókn Þjóðfrelsisfylkingar-
innar á öllum vígstöðvum þá og
þegar, en þar er liklega um að
ræða áróður til að hræða meiri
aðstoð út úr Bandarikjamönnum.
Bandariskir fréttaskýrendur eru
meðal þeirra, sem telja að Þjóð-
frelsisfylkingin hyggi ekki á slika
sókn, meðal annars af ótta við
aukna ihlutun Bandarikjanna á
ný. Hinsvegar er trúlegt að fylk-
ingarmenn haldi áfram að bæta
aðstöð sina með takmörkuðum
hernaðaraðgerðum eins og und-
anfarið. Sú stefna gæti verið
skynsamleg, ekki sist með tilliti
til þess að kúgun og spilling Thie-
stjórnarinnar hefur i þeim mæli
ofboðið fólki á yfirráðasvæði
hennar að þar er nú komin upp
magnaðri andspyrnuhreyfing en
leppstjórnir Bandarikjanna þar i
landi hafa haft við að glima siðan
á dögum Diems. Heimildum ber
saman um að stjórn Thieus og
stuðningsmenn hennar séu bófa-
flokkur af ógeðslegustu tegund,
samsafn kaupsýslubraskara,
herforingja og lögregluforingja,
sem reka rikið eins og eigið hluta-
félag. Andúð landsmanna á þvi
pakki gæti vel orðið svo mögnuð,
að vonlaust yrði að halda Thieu
við völd, hversu ósparir sem
bandarikjamenn reyndust á doll-
arana við ha'nn.
Mekong-
leiðinni
lokað
Striðið i Kambódiu færðist
einnig i aukana um áramótin.
Leppstjórn Bandarikjanna þar,
sem kennd er við forsprakka sinn
Lon Nol, er jafnvel enn rækilegar
upp á Bandarikin komin en
Saigon-stjórnin. Lon Nol-stjórnin
hefur á sinu valdi höfuðborgina
Phnompenh og litið svæði þar
fyrir utan, en langmestur hluti
landsins er á valdi andstæðinga
hennar, sem hafa Sihanouk fursta
fyrir æðsta leiðtoga. Phnompenh
hefur svo árum skiptir verið
umsetin af hersveitum rauðra
khmera, eins og her sameinaðra
andstæðinga leppstjórnarinnar er
gjarnan kallaður, og það eina,
sem komið hefur i veg fyrir að
borgin falli rauðum khmerum i
hendur eru stórfelldir flutningar
þangað á vistum og vopnum að
tilhlutan Bandarikjanna. Þeir
flutningar eru bæði loftleiðis og
þó einkum upp eftir Mekong.
1 bardögunum upp á siðkastið
hafa rauðir khmerar talsvert
þrengt hringinn um Phnompenh
og stöðvað nær algerlega
flutninga upp Mekong. Skipalest
mikil varin fallbyssubátum, sem
reyndi nýlega að komast þá leið,
var stöðvuð með stórskotahrið og
varð fyrir miklum áföllum.
Notuðu rauðir khmerar I þeirri
hrið stórar byssur, sem þeir höfðu
tekið herfangi af Lon Nol-
hernum, en það hefur mjög háð
rauðum khmerum að þeir hafa
haft litið af stærri vopnum.
Undanfarið hafa bardagarnir
verið hvað harðastir um Neak
Luong, einu borgina sem Lon Nol-
herinn heldur nú við Mekong
fyrir neðan höfuðborgina. Rauðir
khmerar sitja nú um þann stað og
hafa lokað þangað öllum að-
flutningum nema loftleiðis.
Ábyrgö Banda-
ríkjanna
Þar eð fulljóst er að stjórninar I
Saigon og Phnompenh eru hat-
aðar og fyrirlitnar af öllum þorra
landsmanna i Suður-Vietnam og
Kambódiu segir sig sjálft að þær
stæðust ekki andstæðingum sin-
um snúning deginum lengur ef
ekki kæmi til stuðningur Banda-
rikjanna. Bandarikjunum væri i
lófa lagið að koma á friði i
Indókina með þvi að hætta stuðn-
ingi við Thieu og Lon Nol. Með þvi
að hætta þeim stuðningi myndu
Bandarikin jafnframt sýna i
verki virðingu fyrir sjálfs-
ákvörðunarrétti smærri þjóða.
En litlar sem engar horfur eru á
að Bandarikin taki þetta skref. 1
þjónkunarskyni við stórveldis-
hagsmuni sina halda þau áfram
að stuðla að manndrápum,
limlestingum og eyðileggingu i
Indókina, auglýsa þannig hið
rétta eðli utanrikisstefnu sinnar.
Sú stefna breytist að sjálfsögðu
ekki þótt einn skúrkurinn og
stjórnmálabraskarinn sé látinn
leysa annan af hólmi sem
húsbóndi i Hvita húsinu dþ
P.s. Að þessari grein nýskrifaðri
barst frétt þess efnis að Ford
Bandarikjaforseti hefði beðið
þingið um 300 miljón dollara
aukaaðstoð við Thieu og 222
miljónir dollara handa Lon Nol.
Þetta sýnir svo ekki verður um
villst að siðferði Bandarikja-
stjórnar hefur i engu breyst til
batnaðar þótt Nixon og Water-
gate-dólgum hans væri vikið frá.
Striðið i Vietnam er viðurstyggi-
legasti glæpurinn gegn
mannkyninu eftir siðari heims-
styrjöldin, og á þvi bera Banda-
rikin fulla ábyrgð. Með þvi hafa
ráðamenn þeirra siðustu
áratugina tryggt sér sess meðal
verstu glæpamanna sögunnar.