Þjóðviljinn - 18.03.1975, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.03.1975, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 18. marz 1975. vor jjai? Þjófnaður í banka Ingibjörg Gubmundsdóttir sem býr við Háaleitisbraut hringdi til blaðsins og sagði sinar farir ekki sléttar i viðskiptum við útibú Iönaöarbankans i Miðbæ við Háaleitisbraut. Þannig var að Ingibjörg fór i bankann til að greiða rafmagns- reikning sem hljóðaði upp á 4.066 krónur. Hún var með fimm þús- und króna seðil sem hún afhendir gjaldkeranum ásamt 66 krónum i smámynt. Fær hún kvittun fyrir og fer út. 1 dyrunum man hún að hún hafði gleymt að taka við af- ganginum, eitt þúsund krónum, af gjaldkeranum og snýr þvi við. Innir hún stúlkuna eftir seðlinum en hún þverneitar að Ingibjörg eiginokkuð hjá sér; kveðst hafa látið hana fá afganginn. Eftir nokkurt þóf fer Ingibjörg fram á að fá að tala við banka- stjórann en á honum var litið að græða. Kvaðst hann ekki geta hjálpað henni nema ef svo kynni að fara að kassauppgjörið um kvöldið sýndi að þessu fé væri of- aukið. — Þetta finnst mér vera hreinn þjófnaður, sagði Ingibjörg, og ég efa það mjög að nokkuð heyrist framar frá bankanum. Stúlkunni er i lófa lagið að láta seðilinn hverfa án þess að stimpla hann inn i kassann. —ÞH Bréf frá Samtökum frjálslyndra og vinstri manna: Þingflokkar stjómar- andstöðu ræði inálin 6. mars sl. sendi þing- flokkur Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna svofellt bréf til þing- flokka Alþýöuf lokksins og Alþýðubandalagsins: ,,Á fundi þingflokks S.F.V. þann 5. mars s.l. var gerð eftir- farandi samþykkt. Stefna núverandi rikisstjórn- ar I efnahags- og launamálum hefur orðið þess valdandi, að stórkostleg kjaraskerðing hjá öllu launafólki er staðreynd. Kjaraskerðing þessi er svo al- varlegs eðlis að verði ekkert að gert þá blasir við gjaldþrot fjölda heimila á næstunni. Verkalýðshreyfingin freistar þess nú að fá leiðréttingu mála sinna umbjóðenda og þá fyrst og fremst þeirra lægst launuðu, sem verst eru settir. Þarsem fulltrúar allra verka- lýðsflokkanna á Alþingi, and- stöðuflokka núverandi rikis- stjórnar, hai'a lýst stuðningi við þetta meginsjónarmið verka- lýðshreyfingarinnar, samþykk- ir þingflokkur S.F.V. að óska eftir þvi við þingflokka stjórn- arandstöðunnar, að þeir tilnefni hver um sig fulltrúa til sameig- inlegra viðræðna um hugsan- legar leiðir til stuðnings verka- lýðshreyfingunni i þeirri bar- áttu, sem hún á nú fyrir hönd- um.” Reglur um skák- keppni stofnana Þegar skákkeppni stofnana fór fram komu upp mörg vandamál vegna þess hve reglur um hana eru orðnar óljósar. Reglur þær sem settar voru i upphafi hafa verið margbrotnar og svo virðist sem ekki sé við neitt að styðjast nema mat skákstjóra á þvi hvað sé sanngjarnt og hvað ekki. Áður en ég fer nánar út i þetta mál ætla ég að rekja helstu atriði reglnanna sem settar voru þegar skákkeppni stofnana hófst. 1) Sveitakeppni i skák ,,og er hún opin öllum fyrirtækjum og Ég vil vera með í hinum nýja Bókaklúbbi AB. Vinsamlega skrdið nafn mitt ó félagskró Bókaklúbbs AB og sendið mér jafnframt Fréttabréf AB og aðrar upplýsingar um bækur d Bókaklúbbsverði. nafn nafnnúmer heimilitfang ÓVIÐA MEIRA ÚRVAL AF ERLENDUM VASABROTSBÓKUM AGATHA CHRISTIE liAIIM.WÚ isiwiis I.MÍII LATIÐ OKKUR PANTA :? ERLENDAR BÆKUR OG TÍMARIT FYRIR YÐUR ,. ______„ menningar iiiHi liiill starfsmannahópum opinberra fyrirtækja. Þó skal stéttarfé- lögum ekki heimil þátttaka”. 2) „Yfirstjórn keppninnar skal vera i höndum nefndar skip- aðri fjórum mönnum, tveimur kosnum af fulltrúum skák- sveitanna og tveimur skipuð- um af stjórn skáksambands ís- lands...” 3) ,,1 hverri sveit... Þátttökurétt hafa eftirtaldir menn: a) skákmenn starfandi i fyrir- tækinu sem þeir keppa fyrir eða eru þar á eftirlaunum. b) nemendur sem vinna hjá viðkomandi fyrirtæki að sum- arlagi. c) Starfsmenn sem unnið hafa Það er athyglisvert að bæði of- angreind ágreiningsefni voru borin undir stjórn TR. Bæði þessi atriði og mörg fleiri reka á eftir þvl að settar verði nýjar reglur um sveitakeppni i skák (skák- keppni stofnana) áður en næsta keppni fer fram. Þá er rétt að geta um úrslit i lokakeppni Skákþings Kópavogs 1975. Keppendur voru Bragi Halldórsson, Jóhannes Jónsson, Asgeir Þ. Árnason og Magnús Ólafsson sem tefldi i stað Helga Ólafssonar. Bragi Halldórsson sigraði og hlaut 2.5 v. Þar með vann hann sér þátttökurétt i landsliðsflokki 1975. Jóhannes Tal UMSJÓN JÓN G. BRIEM hjá viðkomandi fyrirtæki meirihluta undanfarins árs og tekið þar sín aðallaun. d) Keppendur sem teflt hafa fyrir fyrirtæki i tvö ár og skipta um vinnustað enda sendi hinn nýi vinnustaður ekki sveit til keppni. Gildir það þó ekki lengur en tvö ár fyrir viðkomandi skákmann. e) Starfsmannahópar sem vinna samskonar vinnu og samþykktir eru af fulltrúa- fundi sem þátttakendur. 5) Stigaútreikningur. ....Verði tvær sveitir jafnar að vinningum.... Teflt skal um efsta sæti i A-flokki verði tvær sveitir eða fleiri jafnar, en verði sveitirnar aftur jafnar að vinningatölu skal Berlinarút- reikningur ráða”. Þetta er úrdráttur úr reglunum sem settar voru um sveitakeppni I skák 1960. Að hve miklu leyti þær eru enn i gildi er ekki gott að segja en úr þvi verður að skera áður en keppnin fer næst fram. 1 siðustu keppni komu upp tvö al- varleg vandamál. Fjórar skák- sveitir kærðu þátttöku sveitar frá timaritinu Skák. Kæran var tekin fyrir á fundi stjórnar TR og úr- skurðað að sveitin væri ólögleg og henni vísað úr mótinu. Þá gerðist það einnig að ein af skáksveitunum þremur sem urðu I efsta sæti i A-flokki sendi stjórn TR bréf, þar sem hún taldi sig sigurvegara samkvæmt stigaút- reikningi Monrads. Stjórn TR tók kröfu sveitarinn- ar ekki til greina og ákvað-að teflt yrði um efsta sætið eins og áður hafði verið ákveðið. Jónsson hlaut 2 v. Hann varð þvi skákmeistari Kópavogs 1975 þar sem Bragi er Reykvíkingur. Ás- geir Þ. Arnason hlaut 1 v. og Magnús Ólafsson 0.5 v. Hér kemur svo ein skemmtileg skák sem tefld var i sveitakeppni Sovétrikjanna 1974. Þar eigast við tveir fyrrverandi heimsmeistar- ar. Hvitt: M. Tal Svart: T. Petrosjan Pirc vörn. 1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rc3 d6 4. Rf3 Rf6 5. Be2 0-0 6. 0-0 Rc6 7. d5 Rb8 8. Hel e5? Petrosjan • * IK 9. dxe5 Bxc 10. Bf4 h 6 11. Rd4 Bd7 12. Dd2 Kh7 13. e5 dxe 14. Bxe5 Rc4 15. Rxe4 Bxe5 16. Rf3 Bg7 17. Hadl Dc8 18. Bc4 Be8 19. Reg5 hxg 20. Rxg5 Kg8 21. I)f4 Rd7 22. HxR BxH Ef 22. ...Dxh þá kæmi 23. Dh4 og hvitur vinnur. 23. Bxf7 gefiö Eftir 23. ,.Hxf7 24. Dxf7 Kh8 25 He7 verður svartur fljótlega mát Jón G. Briem. Söluskattur Hér með úrskurðast lögtak fyrir söluskatti 4. ársfjórðungs 1974, svo og viðbótar- álagningum söluskatts v/ársins 1973 og eldri timabila. Fer lögtakið fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa. Á sama tima verður stöðvaður atvinnu- rekstur þeirra, sem ekki hafa gert full skil á söluskattinum, án frekari aðvarana. Bæjarfógetinn i Kópavogi, 12. mars 1975 Sigurgeir Jónsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.