Þjóðviljinn - 18.03.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.03.1975, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 18. marz 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Nýju ávísanablöðin: ALLTÖF BREIÐ FYRIR YESKIN — og einnig fyrir sumar gerðir peningakassa Sem kunnugt cr af fréttum, munu bankar landsins taka i notkun mjög stóra tölvu innan skamms og standa allír bankar iandsins aö þessu fyrirtæki. Og vegna þessarar tölvu hefur þurft að breyta ölium ávisana- eyðublöðum þeirra, þ.e. að ávisanaeyðublöðin verða öli að vcra af sömu stærð, eða 8,5 sm. cn gömlu eyðublöðin voru 8,1 sm. a.m.k. eyðublöð Lands- bankans. En þessi breikkun hefur það i för með sér að ávisanaheftin passa ekki i þau veski sem gömlu eyðublöðin pössuðu i og nú eru engin veski til i landinu sem hægt er að nota fyrir nýju ávisanaheftin. og ekki bara það, heldur passa þessar ávisanir ekki i alla gerðir peningakassa. Neðst á nýju ávisunum er hvit rönd sem verður. að vera alveg hrein og óskrifuð til þess að tölvan taki við og skili réttri út- komu þegar ávisanirnar eru settar i hana en i tölvuna á að setja allar ávisanir sem i gangi eru daglega og með þvi á að vera hægt að gera daglega könnun á tékkamisnotkun i stað vikulega eins og nú er. Þar ofan á bætist að ekki má muna milli- meter til eða frá með breidd ávisanaeyðublaðanna, þá tekur tölvan ekki við þeim. Það er þvi hætt við að sitthvað geti farið úrskeiðis þegar tölvan verður tekin i notkun og eins gott fyrir menn á vélaverk- stæðum að þvo sér vel um hendurnar áður en þeir útfylla eða taka á móti þessum nýju ávisunum. Fitublettur á hvitu- röndina setur allt úr skorðum. Nú er viða verið að vinna við prentun þessara nýju ávisanaeyðublaða, en einn banki, Verslunarbankinn hefur þegar tekið þær i notkun. —S.dór Sýnir á Mokka Dóris Þórðarson opnaði í gær sölusýningu á 22 olíu- myndum á Mokka. Mynd efni sín sækir hún bæði ti Englands, þaðan sem húr er ættuð, og til íslands. Myndirnar eru flestar landslagsmyndir og upp- stillingar. Þetta er önnur sýningin sem Dóris heldur. Sú fyrri var í Barnaskóla Garðahreppsáriðl973. Þar sýndi hún 31 mynd og seldust 23 þeirra. Fleiri en vélskólanemar: HAGSTÆTT VERÐ Á SALTFISKI í Portúgal og á Spáni Það er haft eftir stjórnarfor- manni Sölusambands Islenskra fiskframleiðenda, Tómasi Þor- valdssyni, I einu dagblaði um helgina, að söluhorfur á saltfiski séu góðar og verðið sem samið hefur verið um sé hagstætt. Blaðið hefur það eftir, að Tómas sé nýkominn heim frá þvi að semja við portúgali og spán- verja um kaup á saltfiski. Var samið um sölu á allt að 24 þúsund tonnum af saltfiski. Samið var ákveðið um 16. þús- und tonn af blautsöltuöum salt- fiski og 500 tonn af þurrsöltuðum fiski til Portúgal. Gert er ráð fyrir að blautfiskurinn geti farið upp I allt að 18 þúsund tonn samkvæmt samningum. Gera með við kynditæki góðum árangri Þeirri spurningu var varpaö fram á bim. fundi þeim sem vél skólanemarnir héldu fyrir siðustu helgi útaf tilraun þeirri sem þeir gerðu með kynditæki á Akranesi, hvað fólk, sem vildi láta gera við katia sina ætti að gera, — hvert það gæti snúið sér. Það vissi eng- inn á þessuin fundi tii þess að slikur aðili væri til. En þetta er ekki rétt. Óskar Guölaugsson heitir mað- ur I Reykjavik sem hefur fyrir all nokkru aflað sér fullkomnustu tækja sem völ er til að stilla og gera við kynditæki. Hann hefur starfað mikið á Suðurnesjum að viðgerðum og stillingum á kyndi- tækjum með svipuðum árangri og vélskólanemarnir uppá Akranesi, eða um það vil 12% nýtnisaukn- ingu að meðaltali. óskar sagði að hann og félagi hans sem að þessu störfuðu færu hvert á land sem er, til þess að framkvæma viðgerð og stillingar á kynditækjum, en ef um langan veg væri að fara yrðu þeir að fá ákveðinn fjölda af húsum til að vinna við. Þeir taka ekki nema 2500 kr. fyrir að sóthreinsa katla og stilla og gera við kynditækin. Óskar sagði að Suðurnesja- menn hefðu sýnt þessu starfi þeirra mikinn áhuga og hefðu þeir nú um eins árs skeið unnið þar að stillingu á kynditækjum með fyrr nefndum árangri. Þá sagði óskar að þeir hefðu boðið Ibúum á Eyrarbakka og Stokks- eyri aö koma þangað og stilla kynditæki á staðnum. Enginn sýndi þvi nokkurn áhuga nema sveitarstjóri Eyrarbakkahrepps, sem lét stilla kynditækin i þeim húsum sem hreppurinn á. Þeir sem vildu notfæra sér þjónustu Óskars og félaga hans geta hringt i sima 82981 og þeir eru tilbúnir aö fara hvert á land sem er til viðgerða með þau full- komnustu tæki sem völ er á til að stilla oliukyndingartæki. — S.dór Af afla Súgfirðinga er allt að 69% STEWBÍTUR Sveitarstjórinn sat í fjóra daga Gisli Guðmundsson, fréttarit- ari okkar á Suðureyri við Súg- andafjörð sendi okkur i gær afiatölur bátanna þaðan og keniur þar fram að ailt að 69% aflans er steinbitur. Marsmánuður hefur verið fremur stormasamur það sem af er, sagði Gisli. Það sýna róðradagar bátanna hér að neð- an. Aflahæstur það sem af er mánuðinum er Kristján Guð- mundsson með 57,3 tonn i 8 róðr- um. Af þvi er 60,7% steinbitur. Næst kemur Sigurvon með 52,8 tonn i 7 róðrum. 54% af þeim afla er steinbitur. Þriðji er ólafur Friðbertsson með 44,5 tonn i 8 róðrum. Þar af er steinbitur 69%. Við spánverja var samið um kaup á allt að 6 þúsund tonnum af blautsöltuðum fiski, og er haft eftir stjórnarformanninum, að það sé 1000 tonna aukning frá fyrra ári. Þessir samningar ná til fram- leiðslu á blautsöltuðum fiski þess- arar vertiðar og kemur hann til afskiptunar á tímabilinu april—ágúst. Siðan er haft eftir Tómasi: „Það má segja, að miðað við all- ar markaðs aöstæður og söiur og verð á siðasta ári sé útkoman i þessum samningum hagstæð.” Eftir er að semja viö ítalfu og Grikkland um kaup á saltfiski. Sýnist nú að i hverri fiskfram- leiðslugreininni á fætur annarri séu markaðirnir að opnast enn og meir og verðið að hækka. —úþ 1 dag eru bátar á sjó. Kristján giskaði á 5,5 tonn á hálfa linuna. Hann er 12 milur út af Barða, og ölafur giskaði á 4,5 tonn á hálfa linuna. Hann er á svipuðum slóðum. Sigurvon er fyrir aust- an Horn. 1 henni hef ég ekki heyrt. Að lokum sagði Gisli: Nýr sveitarstjóri settist i stól- inn 10. mars. Hann er nú alfar- inn héðan og var frá og með 14. mars. Ekki veit ég hvers vegna hann hætti, enda vildi hann ekki segja mér það þegar ég hringdi til hans yfir á Flateyri. —úþ í I Í I : i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.