Þjóðviljinn - 18.03.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.03.1975, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 18. marz 1975. MÁLGAGN SQSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Ótgefandi: Ótgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson, Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Vilborg Haröardóttir Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skóiavörðust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. ÁRÁSIRNAR Á ALDRAÐ FOLK OG ÖRYRKJA Engir hafa verið jafn hart leiknir af efnahagsráðstöfunum rikisstjórnarinnar og aldrað fólk og öryrkjar. Þegar sett voru lög um svokallaðar launajöfnunarbætur s.l. haust átti lágmarksupphæð til allra undir tilteknu tekjustigi að nema 3.500 kr. Á þessu var samt gerð ein undantekning: aldrað fólk og öryrkjar, sem hefur engar eða sáralitlar aðrar tekjur en bætur al- mannatrygginga, fékk ekki 3.500 kr. heldur nærfellt helmingi lægri upphæð — kr. 1.894. Þessi upphæð var rökstudd með þvi að ef um hjón væri að ræða kæmist upphæðin upp i 3.500 kr., en hjón fá 90% af bótum tveggja einstaklinga. Hér er hins vegar tekið upp algert nýmæli. Það hefur ekki tiðkast á íslandi að fólki væri greitt kaup eftir hjúskaparstétt, að hafður væri sérstakur kauptaxti fyrir einhleypinga, annar fyrir gift fólk o.s.frv. enda myndu launamenn seint una slikri skipan. Hún er hins vegar talin fullboðleg til þess að svipta aldrað fólk og öryrkja réttmætum greiðslum. Hversu ranglát þessi skipan er má marka af þvi að árið 1972 var ellilifeyrir greiddur 10.714 einstaklingum. Hjón sem bæði fengu ellilifeyri voru hins vegar að- eins 2.602. örorkulifeyrir var þá greiddur 3.612 einstaklingum, en hjón sem bæði fengu örorkubætur voru aðeins 196. Þess- ar tölur sýna að sú aðferð stjórnarvalda að miða við tekjur hjóna felur i sér herfi- lega mismunun fyrir mikinn meirihluta þess fólks sem á afkomu sina undir bótum almannatry gginga. Þessi skipan hefur oft verið gagnrýnd i vetur, en stjórnarvöld hafa ekki látið sér segjast. Þegar rætt var um það fyrir skemmstu að breyta lögunum um jafn- launabætur o.fl. gerði rikisstjórnin grein fyrir þeim hugmyndum að viðbótar- bæturnar yrðu 3.800 kr. á einstakling undir vissu tekjumarki. Aldrað fólk og öryrkjar átti hins vegar ekki að fá þessa lágmarks- upphæð, heldur aðeins rúmar 2.000 kr. Það er engu likara en rikisstjórnin telji efna- hagsvandamál þjóðarbúsins stafa af of góðri afkomu aldraðs fólks og öryrkja: öllu máli skipti að skerða sem mest kjör og réttindi þess fólks sem er i mestri fjar- lægð frá allsnægtaborði þjóðfélagsins. Danir hafa sem kunnugt er átt við mikla efnahagsörðugleika að striða um langt skeið, margfalt stórfelldari og flóknari vandamál en þau sem Islendingar eiga i höggi við og reynt er að mikla hvað mest i málgögnum rikisstjórnarinnar. Hefur verið gripið til harkalegra aðgerða til þess að skerða kjör launafólks i Danmörku, en einn er sá hópur sem hefur verið undan- skilinn. Lifeyrir til aldraðs fólks og öryrkja hefur verið látinn hækka i sam- ræmi við visitölu framfærslukostnaðar: Danir telja það aðalsmerki i þjóðfélagi sinu að tryggja afkomu þeirra sem búa við skarðastan hlut. Fyrir Alþingi Islendinga liggja tillögur frá þingmönnum Alþýðu- bandalagsins þess efnis að tekjutrygging þeirra sem hafa engar eða sáralitlar tekj- ur aðrar en bætur almannatrygginga hækki i samræmi við framfærsluvisitölu, hvað sem liður almennri skipan þeirra mála á vinnumarkaðnum. Þegar mælt var fyrir þessum tillögum við fyrstu umræðu, þögðu málsvarar rikisstjórnarinnar þunnu hljóði og gerðu engar tilraunir til þess að bera blak af hinum sérstöku árás- um stjórnarvalda á kjör aldraðs fólks og öryrkja. Siðan hafa þessar tillögur legið i nefnd og svo virðist sem þar sé þeim ætlað að sofna svefninum langa. Sama máli gegnir um þá tillögu Alþýðubandalagsins að aldrað fólk og öryrkjar með lágmarks- tekjur geti átt kost á ókeypis sima. Það er hvarventa talið til marks um félagslegan þroska rikis hvernig búið er að öldruðu fólki og öryrkjum. Á við- reisnarárunum var skipan þeirra mála smánarblettur á þjóðfélaginu. Eitt ágætasta verk vinstristjórnarinnar var að framkvæma mjög verulegar leiðréttingar á þvi sviði, og þá stóð ekki á þingmönnum Framsóknarflokksins að reyna að hæla sér af þvi framtaki. Nú bera þeir ásamt þingmönnum Sjálfstæðisflokksins þyngstu ábyrgð á þvi að niðst er enn freklegar á öldruðu fólki og öryrkjum en öðrum lág- launahópum. m Sendimenn flognir til Sviss Auðhringurinn vill vatnsréttindin Hver er afstaða ríkisstjórnar? — spurði Magnús Kjartansson eignast sjálf Sverrir Hermannsson mælti i gær I neðri deild fyrir þingsálykt- unartillögu sinni um beislun orku og orkusölu á Austurlandi. Tillagan er I tveimur liðum á þessa leið: 1. Að lokið verði hiö fyrsta rannsókn á byggingu Fljótsdals- virkjunar (1. áfanga Austur- landsvirkjunar). 2. Að leitað verði eftir kaup- anda að raforku með stóriðju staðsetta i Reyðarfiröi fyrir aug- um. Sverrir fór mörgum orðum um nauðsyn þess, að koma upp stór- virkjunum og stóriðju á Austur- landi og lýsti áhyggjum sinum yfir þvi, að horfur væru á, að enn yrði næsta stórvirkjun i námunda viö suðvesturhorn landsins (Hrauneyjarfoss) og vitnaði i þvi sambandi i ummæli Jóhannesar Nordal formanns Landsvirkjunar á dögunum. Magús Kjartansson kvaddi sér hljóðs og lýsti andstöðu við siðari lið tillögu Sverris, þ.e. stóriðjan á Reyðarfirði á vegum erlendra að- ila. Magnús minnti á tilboð Alu- suissemanna, eigenda álverk- smiðjunnar I Straumsvik, um að taka þátt i að fjármagna virkjun- arrannsóknir hér á Islandi og að mynda i samvinnu við islendinga eins konar nýjan alþjóðlegan auð- hring. Magnús rakti þetta boð svisslendinganna til Islensku rikisstjórnarinnar, en samkvæmt þvi eiga svisslendingarnir, að verða eignaraðilar að virkjunum ' á íslandi, en þær hafa hingað til allar veriö i eigu islendinga sjálfra eingöngu. Aðstandendur Alusuisse gera ráð fyrir þvi i tilboði slnu, eins og áður hefur verið skýrt frá, að Is- lendingar leggi fram svo sem einn þriðja af öllu virkjanlegu vatnsafli á landi hér, sem sinn eignarhluta i hið sameiginlega fyrirtæki, hinn nýja alþjóðlega auðhring. Á móti hyggst Alu- suisse leggja fram námuréttindi að sinum hluta og siöan verði al- þjóðlegir fjármagnseigendur fengnir til sem þriðji aðili, til að leggja fé i hina nýju samsteypu. Magnús sagði, að tilboð sviss- lendinganna, sem Sverrir Her- mannsson reyndi að gylla fyrir þingmönnum, væri byggt á þess- ari hugmynd. Magnús skýrði frá þvi, að nú um helgina hafi þrir sendimenn frá rikisstjórninni flogið til Sviss til samninga við Alusuisse, þeir Ingólfur Jónsson alþingismaður, Steingrimur Hermannsson al- þingismaður og Jóhannes Nordal seðlabankastjóri. Magnús kvað brýna nauðsyn bera til, að fá það upplýst á al- þingi, hver væri afstaða rikis- stjórnarinnar til tilboðs sviss- lendinganna, sem hann hafði áður rakið hvað i sér fæli. Ekki sist væri þetta nauðsynlegt, þegar fulltrúar rikisstjórnarinnar stæðu i beinum viöræðum við auðhring- inn úti I Sviss, eins og nú væri. Magnús kvaðst telja hugmynd- ir svisslendinganna um slika að- ild, að virkjunum á Islandi gjör- samlega fráleita. Algert höfuðat- riði væri, að við ættum orkuna sjálfir, en með þvi að láta vatns- réttindin af hendi værum viö að skipa okkur á bekk meö nýlend- um og hálfnýlendum. Sama gilti, þegar við seldum orku frá fall- vötnum okkar sem hráorku til er- lendra fyrirtækja, þvi að arðsem- innar væri að vænta i sambandi við framleiðsluna sjálfa en ekki við sölu á hráorku. Ef hér eiga að risa erlend stórfyrirtæki eitt af öðru, þá erum við að afsala okkur efnahagslegum yfirráðum I land- inu. Þvert á móti eigum við að stefna að þvi, að koma smátt og smátt upp okkar eigin fyrirtækj- um og nýta þannig orkuna til full- vinnslu i þágu landsmanna, en ekki i þágu erlendra auðfyrir tækja, sagði Magnús. Hann kvaðst óska þess, að um- ræðu um tillögu Sverris væri frestað, uns iðnaðarráðherra Gunnar Thoroddsen væri mættur i deildinni til að svara fyrirspurn- um sinum varðandi afstöðu rikis- stjórnarinnar til tilboðs og hug- mynda svisslendinganna og um erindi sendimanna rikisstjórnar- innar, sem nú eru I Sviss. Var orðið við þessum tilmælum Magnúsar, og máliö ekki frekar rætt i gær, þar sem Gunnar Thor- oddsen var enn fjarverandi (I efri deild), þegar fundi lauk i neðri deild. Útför móður okkar GUÐBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR fer fram frá Fossvogskapellunni, miðvikudaginn 19. mars kl. 1.30 e.h. Ragnhildur Guðmundsdóttir Jóhanna Guðmundsdóttir Atvinna ■ Atvinna Y élritari Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið vill ráða góðan vélritara til starfa strax. Upplýsingar á skrifstofu ráðuneytisins i Arnarhvoli. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 17. mars 1975. Garðahreppur — Leikskóli Fóstra óskast til starfa hálfan daginn frá 1. júni n.k. á leikskólann við Faxatún. Vinnutimi eftir hádegi. Uppl. i sima 42747. Félagsmálaráð Garðahrepps.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.