Þjóðviljinn - 18.03.1975, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.03.1975, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 18. marz 1975. Þriöjudagur 18. marz 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Aö þessu sinni skulu kynntar hér i hagmálaþætti hugsanir þritugs háskólakennara i Par- is, Jacques Attaii.en hann var einn þeirra hagfræðinga sem Mitterand, frambjóðandi vinstri manna, hafði að ráðu- nautum i siðustu forsetakosn- ingum i Frakklandi og þóttu duga honum vel. Þessi ágæti maður hefur að vonum velt mjög fyrir sér efnahagslegri stöðu Frakk- lands, ekki sist á þeim viösjár- verðu timum sem nú rikja i al- þjóðaviðskiptum. Hann bendir á þrjá hugsanlega kosti. Einn er sá aö frakkar gerðust al- gerlega sjálfum sér nægir og lokuöu landamærunum. Þvi fylgdi efnahagslegt hrun. Annar kosturinn er sá sem nú er fylgt, menn steypa sér út i alþjóðlega verkaskiptingu meö þvi stjórnleysi sem þar fylgir: framleiða eitthvað, hvað sem er, til aö borga hömlulausan innflutning. (Ætli við könnumst ekki við kredduna!). begar tekið er þátt i þessum leik i heimi þar sem sérhvert iðnvætt viðskipt- aland er að framleiðslugerð sams konar og granni þess, þá er tekin sú áhætta að einn góð- an veðurdag sé orðinn hörgull á einhverju sem „gleymdist” að framleiða. Þriðja leiðin er hin eina raunhæfa lausn, en það er að vera sjálfs sin ráðandi. Það þýðir að landiö eignist i svo sem einum tug iðngreina stór- fyrirtæki á heimsmælikvarða sem megni að tryggja fram- leiðslu sina og framkvæma rannsóknir til þróunar. Siðan leiti landið tengsla við önnur lönd sem sitji þá fyrir um kjör og framleiði annað en það sjálft. Hópur slikra landa sem bæta hvert annað upp geri með sér samning til langs tima og leiti samstöðu i utan- rikispólitik. Með þessum hætti væri gengið þvert gegn hags- munum auðmagnsins sem ekki gest að þvi þegar svæði hafa háttbundna efnahags- samvinnu sin I milli I þvi skyni aö vera sjálfum sér næg. — Framar öllu veröur að ná valdi á fjárfestingu og beina henni samkvæmt vali að verk- efnum I þágu þjóðarheildar, en það þýðir aö gengið sé á svig við skammtima hags- muni auðmagnsins. Eins og menn sjá er Jacques Attali djarfur og hraustur, hugsun hans er ekki hneppt i neina fjötra og hann fæst við mjög raunveruleg vandamál, sem einmitt vegna kreppuá- stands viða um lönd eru enn brýnni en ella. Sum þeirra þekkja islendingar mæta vel. Efnið er endursagt úr frönsku blöðunum le Monde og le Nouvel Observateur. hj— Minnkandi afrakstur fjármagns og hagvaxtar og ráö til úrbóta Hvarvetna i auðvaldsheim- inum verður vart við tilhneig- ingu auðmagnsins til minnk- andi arðsemi. Franska hag- stofan telur að arðsemin hafi byrjað að minnka upp úr 1960. Rannsókn á vegum Yale-há- skólans i Bandarikjunum og Brookings-stofnunarinnar undir stjórn E.A. Nordhaus sýnir, að arðgjöf reiknuð á fastaf jármuni hrapaði úr 10,4% 1965 niður i 5,4% 1973. Timaritið Business Week hef- ur nýlega sett fram þá áætlun að svona reiknuð arðgjöf hafi verið 5% á sl. ári. Hagfræðingurinn Colin Clark hefur framkvæmt slika útreikninga fyrir Astraliu og Bretland og hafa þeir gefið svipaðar niðurstöður. Um það er að ræða að það þarf æ meira fjármagn til að skapað verði jafn mikið af virðisauka. Meðal ástæðna nefnir Attali þessar: Tækni- framfarir eru takmarkaðar á sumum sviðum, vinnan er of mikið sérhæfð, — hann nefnir einnig risafyrirtækin og ágalla i félags- og framleiðslugerð þjóðfélagsins. Attaiibendir á að það borgi sig yfirleitt ekki fyrir góðan fjármálamann aö leggja fé i undirstöðugreinar og i sam- göngugeirann vegna þess að þarna sé ágóði litill, en þegar til lengdar lætur koma þarna upp hömlur á heildararðsemi auðmagnsins (og förum við þá e.t.v. að skilja betur hvað Att- ali á við). Pólitísk lausn Bandaríkjanna Þetta, að dregið hefur veru- lega úr arðsemi auðmagnsins i voldugasta auðvaldsrikinu, Bandarikjunum, hlýtur að knýja bandarisk stjórnvöld til að endurheimta bandariskt fjármagn heim þar sem það hefur verið fest erlendis, eða a.m.k. að girða fyrir endur- fjárfestingu ágóðans erlendis. Vandamálið er það að nú og á næstu árum þurfa Bandarfk- in gifurlegt fjármagn til að endurskapa framleiðslu- grundvöll sinn og gera þannig auðmagnið aftur arðbært heima fyrir og þess vegna er lágmarkskrafa að ágóði af bandarisku fjármagni erlend- is verði nýttur til þeirrar endursköpunar. Ekki veiti af þvi að æ meiri fjárfestingu þarf á hverja framleiðsluein- ingu. Þannig muni sannkallað „fjárfestingarstrið” vera i uppsiglingu milli Bandarikj- anna og helstú fylgirfkja þeirra I auðvaldsheiminum, þvi að bandaríkjastjórn hafi i hyggju að láta vina- og við- skiptalönd sin greiða fyrir við- reisn eigin efnahags. Það er auðskilið að t.d. bretar mundu ekki vilja láta fjármagn streyma út úr sinu fjármagns- hungraða landi til Bandarikj- anna til að kosta tæknilega endurnýjun þar. Bardagaaðgerðirnar i þessu striði gætu verið margvisleg- ar: Bandarikin hættu að styðja riki sem eru pólitiskt og efnahagslega veikburða, t.d. Chile, þá yrði ástandið þar mjög ótryggt og fjármagnið hrökklaðist heim. Nú þegar er sjáanlegt að Bandarikin beita þrýstingi i sambandi við alþjóða fjár- málakerfiö. Kissinger leitast við aö koma á fót oliusjóðum i þvi skyni að oliuskuldir evrópurikja gagnvart aröbum breytist i skuldir evrópurikja gagnvart Bandarikjunum. Takist þetta er sem best hægt að setja lánaskrúfu á evrópu- rikin — I krafti oliunnar ómissandi — svo að þau leyfi bandariskum fyrirtækjum að flytja ágóða sinn heim til Bandaríkjanna. Þá bendir Attali á yfirburði Bandarikjanna i matvæla- framleiðslu i sveltandi heimi og segir aö óliklegt sé að þau noti ekki aðstöðu sina að þvi leyti til að setja öðrum stólinn fyrir dyrnar. Verðbólga og hagvöxtur Attali telur að verðbólgan muni blómgast og dafna á næstu árum. Bandarikjamenn geti þvi aðeins gert fjármagn- ið arðvænlegt heima fyrir að þeir glæði neyslu, en einfald- asta aðferðin til þess er að ýta undir verðbólgu. Liklegt sé að flest auðvaldsriki sætti sig við verðbólgu af þvi að hagvöxtur helst þvi aðeins i viðteknu formi að hún riki — enda hefur auðmagninu tekist að fá bandamenn hjá fólki, almenn- ingi, sem ekki á fjármagn þvi að allir þeir sem taka að láni hagnast á vaxandi verðbólgu. Og eru það gamalkunn sann- indi fyrir islendinga. Að visu — segir Attali — eru þetta ekki hagsmunir heildarinnar, en hver fyrir sig hagnast. Rök auðmagnsiris og vaxtar þess ganga nefnilega gegn hags- munum almennings og mann- kyns, ef grannt er skoðað. Attalier sannfærður um það að hagvöxtur er vafasöm blessun fyrir iðnvæddu löndin. Hann bendir á að með svipuð- um hætti og unnt er að tala um minnkandi arðsemi fjár- magns sé hægt að tala um minnkandi félagslegan ávinn- ing af hagvexti. Þetta þýðir að hver ný við- bót við þjóðarframleiðsluna hafi I för með sér æ minni viö- bót við félagslega velferð. Menn eru farnir að gera sér ljóst að hagvöxtur þýðir ekki endilega lengdar ævilikur, hærra menningarstig og auk- inn fritima. Með öðrum orðum krefst hagvöxtur nú meira og meira fjármagns til að skapa minni og minni velferð. Viö þessum efnahagslega vanda hefur auðvaldsskipu- lagið þriþætt andsvar: Hið fyrsta er verðbólga sem teng- ist eins og áður segir minnk- andi framleiðni auðmagns og er að vissu leyti skattlagning til uppskiptingar á tekjum i þjóðfélaginu, án þess að sú skattlagning gerist fyrir opn- um tjöldum. Með þvi að hækka allar tekjur i krónutölu slær verðbólgan hulu yfir minnk- andi félagslegan ávinning af framleiðslunni. Þannig er verðbólgan hvort tveggja i HLUTABRÉFFALLA Linuritið sýnir hreyfingar á gengi hlutabréfa I London á sl. ári. Gengi hlutabréfa er undir ýmsu komið og iðulega er þaö harla óstöðugt. En að baki tilviljunarkenndra hreyfinga þess eru arðgreiðslur og ágóöavon, sem aftur byggjast á arðsemi auðmagnsins en hún fer nú rýrnandi. Einmitt failandi gengi hlutabréfa er eitt af einkennum nýverandi kreppuástands i forysturikjum auövaldsins. Svokölluö Financial Times visitala hlutabréfa i Bretlandi stóð i 500 stigum i ársbyrjun 1973, en I lok 1974 var hún komin niður i 170 stig. senn merki um þjóðfélagslega upplausn og andsvar við henni. Vatn á myllu þeirra f jölþjóðlegu Hið annað svar auðvalds- skipulagsins við vandanum er það að gera heiminn allan að einum markaði, þvi aðeins fæst nógu stór markaður fyrir þá fjárfestingu sem tæknin nú krefst. Þetta er hins vegar mjög háð efnahagspólitik iðn- væddra rikja en hún hefur verið miðleitinni iðnvæöingu i kringum nokkur risavaxin fjölþjóða fyrirtæki i hag. Þetta kallar svo á þriðja andsvarið: framleiðsla verður alþjóðleg að þvi leyti að al- þjóðleg verkaskipting stór- eykst og framleiðsla ákveð- inna vörutegunda einskorðast við þau svæði þar sem hagn- aður á framlagt fjármagn er . mestur. Það getur hins vegar komið Evrópu á vonarvöl og skilið efnahag hennar eftir mjög bæklaðan nema við sé brugðið af pólitisku áræði. Binda þarf endi á þessa þri- þættu þróun segir Attali, þvi ella fæst engin lausn: Eða hvort vilja menn heldur mik- inn hagvöxt með meiri við- skiptahalla og gifurlegri verð- bólgu, eða minni hagvöxt og meðfylgjandi óviðráðanlegt atvinnuleysi? Jafna félagslegan mismun Og nú kemur Attalimeð sina pólitisku lausn á vandræðum efnahagslifsins, — lausn sem hann útskýrir að visu aðeins mjög lauslega. Hann segir að finna þurfi nýja skipan á framleiðsluhætti og neyslu- venjur og koma alþjóðlegum tengslum i nýtt horf. í þvi sambandi þurfi að keppa að þrem markmiðum samtimis: Draga úr ójöfnuði i þjóðfé- laginu, — i framleiðslunni með hnitmiðaðri áætlanagerð fjár- festingar i iðnaði og opinber- um framkvæmdum, — i tekj- um og eignum með þvi að þrengja tekjubilin bæði hjá launafólki og þeim sem njóta öðruvisi tekna, — i valdbygg- ingu þjóðfélagsins með þvi að dreifa nú miðstýrðu valdi, hafna of mikilli sérhæfingu og dreifa ábyrgð i atvinnulifi og opinberum málum. Virk atvinnupólitík Annað markmiðið er að koma upp forgangsvali i iðn- þróun, en það þýðir með öðr- um orðum að stjórnvöld og al- menningur gegnum þau ráði þvi vitandi vits hvaða greinar skúli þróaðar, hvar og hvern- ig. Attali kvartar yfir þvi að nú — á yfirráðatíma hins al- þjóðlega markaðar — fari sér- hæfing i iðnaði einungis að duttlungum auðhringanna. Þetta stofni tilveru innlendra fyrirtækja i voða en á þeim byggjast bæði gjaldeyristekj- ur til langframa og full at- vinna i landinu. Þannig skuli opnað fyrir almenna umræðu um það að hve miklu leyti á að umbera starfsemi fjölþjóða fyrirtækja. Þegar þetta val á iðnaðar- og atvinnumunstri hefur farið fram skal unnið að þvi að efla þá atvinnuvegi sem reynast hafa grundvallarþýöingu. Þá þarf að gera gjaldgenga á heimsmælikvarða og skal ekkert til sparað: timabund- inn greiðsluhalli hjá rikissjóði vegna lána og styrkja sakar ekki og ekki heldur viðskipta- halli út á við vegna innflutn- ings á fjármagnsvörum (þessi pólitik minnir mjög á stefnu vinstri stjórnarinnar hér að afla framleiðslutækja i út- flutningsatvinnuvegina). Þriðja markmiðið eru nýjar aðferðir á vinnustað og er það litiö útlistað hjá Attali. Hann drepur á það að hugsa þurfi alla verkaskiptingu upp á nýtt, hann hefur horn i siðu færibands og of einhæfrar vinnu. Allir verkamenn fái verkþjálfun og kauptrygg- ingu. hj Fréttabréf frá Gísla Guðmundssyni Súgandafirði Sve'itarstjóri, kaupfélags- stjóri, vigtarmaður og guðspjallamaður Suðureyri, 6. mars 1975 Eins og sjá má hér að neðan eru þaö 6 verstöðvar, þær nyrstu á Vestfjöröum, sem ég hefi leitað mér frétta frá, viðvikjandi afla I febrúarmánuði. Róðrafjöldi bát- anna i sumum verstöðvum sýnir að notaöir hafa verið allir virkir dagar mánaðarins. Það er þó ekki þar með sagt að tið hafi verið góð, öðru nær. Það er róið næstum þvi alla daga, hvernig sem viðrar. Bátar frá verstöðvum við Isa- fjarðardjúp og héðan frá Suður- eyri, fara oft i norð-austan átt suður fyrir Látrabjarg og suður að Kolluál. Einnig er oft róið norður fyrir Hombjarg þegar vestan og suð-vestan átt rikir. Á milli bjarga eru 86 sjómilur, en linuveiðisvæði bátanna og þá einnig veiðisvæði togskipa er um 190 sjómílna svæði frá Kolluál sem er sunnan til i Breiðafirði og norður með Vestfjörðum og Ströndum alla leið norður að Húnaflóa-dýpi. A þessu svæði öllu eru góð fiskimið. Meira að segja gullkistur. T.d. svo eitthvað sé nefnt: Vikuráll, Barðagrunn, Halinn, Kögurgrunn, Hornáll, og Hornbanki. Það er oftast nær mikið af skipum á Vestfjaröamiö- um, oft heyrist það lika aö skip hafi komið með mikinn afla það- an. A Vestfjarðamiðum koma oft hörö veður og hættuleg, t.d. norð- an fárviðri með snjókomu og mikilli og hættulegri Isingu á skipum, og er þá venjulega leitað vars á fjörðum inni. Löglærður sveitarstjóri Gestur Kristinsson sem tók við sveitarstjórastörfum hér, siðast- liðið haust, varð vegna veikinda sinna að hætta starfi. í hans stað hefur nú verið ráðinn nýr maður. Nafn hans er Hlöðver Kjartans- son. Hann er lögfræðingur að mennt, frá i vetur. Hlöðver er bróðir Guðvarðar, sem var hér kaupfélagsstjóri i 2 ár. Hlöðver er kvæntur súgfirskri konu. Heimili þeirra hefur verið i Reykjavik, en hún er lærð hjúkrunarkona. Sveitarstjórinn nýi mun koma hingað næstu daga, og þá án konu,fyrstum sinn. Hlöðver er 27 ára gamall. Maður og kona eru eitt og það sem Guð hefur sam- einað má maðurinn ekki sundur skilja, nema þá stutt. Undanfarna daga, eða um 70 klukkustundir, var hér maður á vegum hreppsins, sem vann að þvi að stika dýpið i hreppsreikn- ingum og koma þar endum sam- an, reikningslega. Talið er nú sennilegt að opinber hreppsfundur verði haldinn þegar fram i aprilmánuð kemur. Svo- leiðis fundir hafa ekki verið haldnir hér siöastliðin 3 ár. Menn hér,sem eitthvað hugsa, biða nú I ofvæni eftir þeirri stundu er upp- lýst verður hversu djúpir þeir eru, skuldaálar hins súgfirska sveitarfélags. Missa kaupfélags- stjóra og guðspjalla- mann Það er nú fullvist, að kaupfé- lagsstjórinn okkar, Jörundur Ragnarsson, hættir störfum i vor eða 1. mai. Það er lika satt, að vigtarmaðurinn hér á Suðureyri mun láta af störfum þann 15. mai nk. Hann mun ætla sér að lifa það sem eftir er á þvi sem velta kann af borðum ellimálaráöherrans Matthiasar Bjarnasonar. Guö- spjallamaðurinn Auður Eir mun fara héöan i haust, að lokinni árs- dvöl, enda mun það vera þunnt heimilislif, að eiga maka sinn all- ar stundir i öðru landi, já og það i Frakklandi. Við heyrum oft sjómannskon- umar kvarta, þegar menn þeirra eru langdvölum burtu frá heimil- unum, ekki sist, ef þeir eru i Noröursjónum. Gisli Febrúarafli togaranna: Bessi, Súðavik 505.0 tonn 4 landanir Július Geirmundsson Isafirði 402.0 t 4 landanir Guðbjartur Isafirði, 382.0 t 3 landanir Guöbjörg Isafirði, 301.0 t 3 landanir Dagrún Bolungarvik 304.01 3 landanir, byrjaði 8/2 1975 Páll Pálsson Hnifsdal 47.111 löndun, var I slipp og viögerð. Framnes 1 Þingeyri 396.0 t 3 landanir. Trausti Súgandafirði 125.0 t 2 landanir. Trausti landaði 3. mars 79.8 t og kemur sá afli að sjálfsögðu á skrá I mars. Afli skuttogara er veginn slægður. Afli linubátanna er veginn óslægður. Febrúarafli bátanna: Þá er það febrúarafli linubátanna og byrja ég þá á Suðureyri við Súgandaf jörö: Bátur tonn róörar Þar af steinb. % Steinb. I % af öllu Kristján Guðmundsson, 1975 .... 144.7 23 66.8 2 Afli Kristján i febrúar 1974 91.0 13.6 15.0 Ólafur Friðbertsson, 1975 139.5 23 69.3 49.8 Afliólafsifebr. 1974 61.4 3.7 6.0 Sigurvon 1975 129.2 23 58.6 45.4 Afli Sigurvon i feb. 1974 60.1 5.8 9.5 Ég hef ekki kynnt mér steinbitsmagn nema á Súgandafiröi. ísafjörður: Orri...............................159.0 24 VikingurlII (þriðji)...............132.0 23 Guðný .............................. 84.0 20 Allir þessir 3bátar landa hjá Norðurtanganum h.f. Isafirði. Bolungarvik: Bátur Tonn Róðrar Guðmundur Péturs 134.3 24 Sólrún..........126.1 24 Hugrún..........121.9 24 JakobValgeir..... 32.3 14 Flateyri við önundarfjörð: Sóley..................................88.0 afli Sóleyjar er veiddur I net Vlsir..................................65.4 Bragi..................................49.8 Kristján...............................44.3 Þingeyri: Framnes ...............................133.0 21 löndun 18 landanir 14 landanir 14 landanir 211öndun Og þá eru þessar 6 verstöðvar sem ég gat um i upphafi upptald- ar. Nýr flokkur í Noregi Sósíalíski vinstri- flokkurinn Þrándheimi 17/3 ntb — Um helg- ina var haldiö I Þrándheimi landsþing Sósiallska kosninga- bandalagsins. Þar var samþykkt að stofna nýjan flokk og honum valiö nafniö Sósialiski vinstri- flokkurinn. Formaöur hans var kjörinn þingmaðurinn Berit Aas. Stofnun flokksins þýðir þó ekki að flokkarnir sem að SV standa verði lagðir niður strax. Þingið ákvað að fylgja samþykkt siöasta landsþings um að flokkarnir skuli ekki lagðir niður fyrr en i árslok 1976. Á þinginu voru samþykkt drög að stefnuyfirlýsingu nýja flokks- ins en ýmis atriði sem varða fræðilegan grundvöll flokksins og tengsl hans viö riki sósialismans voru látin biöa betri tima. Einnig var samþykkt yfirlýsing um við- horfið til hinnar sósialisku heims- hreyfingar þar sem innrás Sovét- rikjanna i Tékkóslóvakiu er for- dæmd. Ekki voru menn þó á eitt sáttir um þetta atriöi og sátu allir fulltrúar kommúnistaflokksins hjá nema einn sem vildi fella þetta niður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.