Þjóðviljinn - 18.03.1975, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 18.03.1975, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 18. marz 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 á unglingameistaramótinu í badminton um helgina @ D[o)F®GGÖ[?(2) Siglfirsku unglingarnir létu mikið að sér kveða CJ CJ o 0 / Sumir kaupstaðir út á landi hafa náð mjög langt i einstaka iþróttagreinum. Nægir þar að nefna Akranes og knattspyrnuna og Hafnarfjörð og handknatt- lcikinn. Og nú hefur Siglufjörður og badminton náð að tvinnast saman. Um nokkurt skeið hefur mikið unglingastarf verið unnið á Siglufirði i badminton-iþróttinni og hafa siglfirsku unglingarnir vakið verðskuldaða athygli undanfarin ár. A unglinga- meistaramótinu, sem fram fór um siðustu helgi, létu siglfirðing- arnir enn meira til sin taka en áður. Þeir hrepptu 10 guil- verðlaun og 13 silfurverðlaun. Aðeins TBR fékk fleiri gull eða 12 en ekki nema 7 silfur. Það er þvi alveg ljóst að verði þessu mikla og árangursrika ung- lingastarfi fylgt eftir uppi full- orðinsflokk verða siglfirðingar i sérflokki hér i badminton eftir nokkur ár. 1 flokki pilta 16-18 ára sigraði Otto Guðjónsson TBR i einliða- leik. Hann sigraði Þórð Björnsson TBS 10:15-15:8-15:12. Ottó er mjög efnilegur badmintonleikari, sennilega sá efnilegasti sem við eigum i dag. 1 tviliðaleik sigruðu svo sigl- firðingarnir Þórður Björnsson og Sigurður Blöndal, þá Ottó og Jóhann Möller TBR 15:9 og 15:6. Jóhann Kjartansson og Kristin B. Kristjánsdóttir sigruðu Otto og Ragnhildi Pálsdóttur i tvenndar- leik 15:5 og 15:6. Kristin sigraði i einliðaleik stúlkna 16-18 ára og hún sigraði einnig i tviliðaleik ásamt Ragn- hildi Pálsdóttur. 1 drengjaflokki 14-16 ára sigraði Jóhann Kjartansson i einliðaleik og er Jóhann talinn eitt mesta efni sem lengi hefur komið fram i yngstu flokkunum. t tviliðaleik sigruðu svo siglfirðingarnir Friðrik Arngrimsson og Gunnar Aðalbjarnarson og Friðrik og Lovisa Hákonardóttir sigruðu i tvenndarleik. Sóley Erlendsdóttir TBS sigraði i einliðaleik og hún ásamt Lovisu Hákonardóttur sigraði svo i tviliðaleik. 1 flokki 14 ára og yngri sigraði Guðmundur Adolfsson TBR, en i tviliðaleik sigraði Gunnar Jóna- tansson og Gylfi Óskarsson Val. I meyjaflokki sigraði Kristin Magnúsdóttir TBR og hún sigraði einnig i tviliðaleik ásamt Sigrúnu Jóhannsdóttur. I tvenndarleik sigruðu Guðmundur Adolfsson og Kristin Magnúsdóttir. Mótið fór fram i iþróttahúsi KR og voru þátttakendur 80. Verðlaunin skiptust þannig milli félaga: S i g 1 f ir ði n g a r n ir Þórður Björnsson t.h. og Sigurður Biöndal, sigurvegarar I tviliðaleik. Ottó Guðjónsson sigraði I einliða- leik i unglingaflokki. TBR TBS Valur KR 12gull 7 silfur 10 gull 13 silfur 2 gull 1 silfur Ogull 3silfur Mótstjóri var Einar Jónsson. —Sdór ValuiyKR og Þór sigruðu Þrfr leikir fóru fram i 1. deild kvenna i handknattleik um sið- ustu helgi. Valur sigraði Armann 21:12 og á nú aðeins einn leik eft- ir, gegn Fram, og dugar Val jafn- tefli til að hreppa Islands- meistaratitilinn. Liðið hefur unn- iö alla sina leiki i vetur með mikl- um yfirburðum og er nú meira en 100 mörkum i plús i markatölu sinni. Þá sigraði KR FH 18:15 og Þór frá Akureyri sigraði Viking fyrir norðan 12:11 en þessi úrslit breyta engu um stöðu Þórs, liðið er fallið niður i 2. deild. Aöalleikur mótsins, leikur Vals og Fram fer fram laugardaginn 22. mars nk. Þróttur kominn í gættina í 1. deild eftir 23:17 sigur yfir Fylki Þróttur stendur nú i gættinni á 1. deild ef svo má að orði komast. Liðið á einn leik eftir gegn KR og IR hafði ekki að neinu að keppa Þegar ÍR-ingarnir hlupu inná til leiks við Fram sl. sunnudags- kvöld höfðu þeir ekki að neinu að keppa, þeir voru fallnir niður i 2. deild, Grótta sá til þess með sigri sinum yfir Armanni. Það var þvi varla von að um skemmtilegan leik gæti orðið að ræða þar sem Fram hafði heldur ekki að neinu að keppa. Það fór lika svo, leik- urinn varð heldur leiðinlegur á að horfa en honum lauk með sigri Fram 20:19 eftir að staðan i leik- hléi hafði verið 10:9 Fram I vil. Það sem einkennt hefur IR-liðið öðru fremur i vetur er einstakt áhugaleysi leikmanna. Það er engu likara en að þeir hafi talið sig örugga um að halda sér i deildinni, en þegar alvaran blasti við var orðið of seint að taka við sér og örvænting einkenndi leik liðsins uppúr þvi. Allir sem fylgst hafa með handknattleik undan- farin ár vita að miklu meira býr i ÍR-liðinu en það hefur sýnt i vetur og kannski fallið verði það alvar- leg áminnig fyrir það að leikmenn taki sig á og hristi af sér slenið. Þá ætti viðdvöl þess ekki að verða nema eitt ár i 2. deild, þ.e.a.s. ef allir þeir sem nú skipa liðið halda áfram næsta vetur. Fram-liðið hafði ekki að neinu að keppa i þessum leik og, gat þvi leyft sér að setja nokkra leik- menn i bann vegna agabrots, þ.e. þeir voru látnir sitja á bekknum allan leikinn, sama lið lék allan timann hjá Fram. Mörk Fram: Arnar 5. Pálmi 5, Sigurbergur 2, Ragnar 2, Pétur 3, Árni 2, Guðmundur 1. Mörk tR: Ásgeir 4, Brynjólfur 3, Hörður 3, Ágúst 2, Gunnlaugur 2, Sigurður og Hörður Á, 1 mark hver. nægir jafntefli til að tryggja sér 1. deildarsætið. Og þó svo færi að KR sigraði Þrótt eiga Þróttar- arnir enn möguleika vegna þess að þá kæmi tii aukaleiks milli Þróttar og KA. Svona nærri 1. deild hefur Þróttur aldrei komist i handknattleiknum. Á sunnudaginn var sigraði Þróttur Fylki 23:17. Fyrri hálf- leikurinn var mjög jafn og leit út um tima sem Fylkis-liðið ætlaði að setja strik i reikninginn hjá Þrótti, eins og liðið gerði á dögunum, þegar það sigraði KR. En Þróttararnir tóki sig á i siðari hálfleik og gulltryggðu sér sigurinn 23:17 eftir að staðan I leikhléi hafði verið 10:8 Þrótti i vil. Breiðablik sigraði IBK i 2. deildarkeppninni á sunnudaginn 15:14 en bæði þessi lið fljóta á milli þannig að úrslitin skipta engu máli fyrir úrslitin i 2. deild, þar sem Stjarnan er fallin niður i 3. deild. Grótta sendi ÍR í 2. deild með því að sigra Ármann 16:14 í sínum síðasta og besta leik Grótta sá um það að senda 1R niður I 2. deild i handknattleikn- um með því að sigra Árniann 16:14 sl. sunnudagskvöld. Leikur Gróttu-liðsins var injög athyglis- verður, það náði þarna sinum lang besta leik i vetur og hefði á- reiðanlega ekki verið i fallbarátt- unni hefði það leikið fleiri slika á keppnistimabilinu. Það er mjög sjaldgæft að lið nái sinu besta þegar mest liggur við en það gerði Gróttu-liðið sannarlega að þessu sinni. Allt það sem liðið hefur verið skammað mest fyrir i vetur var fyrir bi. Leikmennirnir skutu ekki nema i opnum færum, héldu bolt- anum eins lengi og mögulegt var og nú brá einnig svo við að vörn þess var mjög góð, hreint frábær á köflum. Og „kóngabanar” Ár- manns áttu ekkert svar við þessu. Grótta tók forystu þegar i upp- hafi og hélt henni út leikinn, utan hvað Armenningum tókst að jafna þrisvar sinnum i leiknum. 1 leikhléi hafði Grótta yfir 8:6 og um tima i siðari hálfleik var stað- an 11:6 Gróttu i vil. Armenning- um tókst svo að jafna 12:12 og 13:13 en Grótta komst i 15:13 sið- an varð staðan 15:14 er Arni Indriðason besti maður Gróttu- liðsins I þessum leik skoraði 16. markið og gulltryggði sigur Gróttu. Margir hafa haft á orði að Grótta væri með lakasta lið 1. deildarinnar i vetur og vissulega hafa nokkrir leikir liðsins bent til þess að svo væri, en lið sem nær svona góðum leik þegar jafn mik- ið liggur við og að þessu sinni er ekki lélegt. Leikmenn Gróttu eru hinsvegar kærulausir og ef tekst að venja þá af kæruleysinu ætti Grótta ekki að þurfa að örvænta um þetta lið sitt. Þeir Halldór B. Kristjánsson, Magnús Sigurðs- son, Björn Pétursson og Árni Indriðason áttu allir góðan leik þótt Arni bæri af þeim. Einnig átti Guðmundur Ingimundarson markvörður snilldarleik. Ármanns-liðið hafði greinilega takmarkaðan áhuga fyrir þessum leik enda ekki að neinu sérstöku að keppa fyrir það, þó var ekki um neitt kæruleysi hjá liðinu að ræða, en neistann vantaði. Þess má svo að lokum geta að Ragnar Gunnarsson markvörður Armanns varði 3 vitaköst i leikn- um og Guðmundur tvö Mörk Gróttu: Magnús 6, Björn 3, Árni 2, Halldór 2, Axel, Þór og Kristmundur 1 mark hver. Mörk Armanns: Jón 5, Björn 4, Hörður H. 2, Jens, Pétur Kristinn, og Hörður K. 1 mark hver.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.