Þjóðviljinn - 18.03.1975, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 18.03.1975, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 18. marz 1975. Stofnfjársjóður fiskiskipa veltir yfir 2 miljörðum kr. segir sjávarútvegsráðherra í svari til Geirs Gunnarss þingsjá Sjávarútvegsráðherra hefur nýlega svarað skriflega spurn- ingum Geirs Gunnarssonar um Stofnfjársjóð fiskiskipa. Fram kemur að afborganir og vextir af stofnlánum fiskiskipa á árinu 1975 nema aðeins óverulega miklu hærri upphæð en heildargreiðslur úr Stofnfjársjóði fiskiskipa, en heildarinnstreymi I Stofnfjársjóð frá útgerð og sjómönnum af ó- skiptu aflaverðmæti er talið muni ncma um 2,2 miljörðum króna. Hér fara á eftir spurningar þingmannsins og svör ráðherra: 1. Hve miklu er áætlað að af- borganir og vextir af stofnlánum fiskiskipa nemi á árinu 1975: 1) af togurum, 2) af öðrum fiskiskipum? Svar: Neðangreindar tölur sýna afborganir og vexti af lánum hjá Fiskveiðasjóði íslands, rikisá- byrgðasjóði og Byggðasjóði, en Þingsályktunar- tillaga Þörf er á vernd gegn upplýsingar um greiðslur af öör- um stofnlánum liggja ekki fyrir, en þar er um verulegar upphæðir að ræða. 1.1) afborganir um 700 millj. króna vextir 800 millj. króna 1.2) augl ýsin gaiðn aðinum Helga Seljans um varnir gegn óréttmœtum verslunarháttum Alþingi ályktar að skora á rikisstjórnina að láta sem fyrst fara fram endurskoðun á lögum nr. 84 19. júni 1932, um varnir gegn óréttmætum verslunar- háttum, f þvi skyni aö endurnýja og gera itarlegri öll ákvæði er varða almennar verslunaraug- lýsingar. Skal höfuðáhersla lögð á að gera lögin þannig úr garði, að þau feli i sér aukna vernd gegn háþróuðum auglýsingaiðnaði nútímans, með þvi m.a. að gera ákveðnar kröfur til heiðarleika, siðgæðis, sanninda og látleysis auglýsinga. Þetta er þingsályktunartillaga sem Helgi F. Seljan flytur. 1 greinargerð með tillögunni segir: Það er kunnara en frá þurfi að segja, að á siðari árum hafa orðið miklar breytingar á viðskipta- háttum hér á landi. Hið dæmi- gerða neysluþjóðfélag blasir við okkur, hvert sem litið er.Þróun þessi hefur verið með ólikindum hröð hérlendis, jafnvel svo, að þeir sem nú eru á miðjum aldri muna þjóðfélag fátæktar og skorts. Þó að syrti að um sinn hjá launafólki yfirleitt, er mikil kaup- geta enn áberandi hjá stórum þjóðfélagshópum. Verslun og viðskipti hafa tekið meiri stakka- skiptum á fáum árum heldur en aðrar atvinnugreinar landsmanna. Flóð auglýsinga vöru og þjónustu er eitt einkenni nútima viðskiptahátta. Blöð og timarit, útvarp og sjónvarp flytja viðskiptavinum sinum daglega fjölda þessara auglýsinga i miklu úrvali. Sjónvarp hefur þó algera sérstöðu á þessu sviði sem nýr og einhver áhrifamesti fjölmiðill sem enn er fundinn upp. Fram- leiðendur, heildsalar og smásalar reyna með þessum hætti að ná athygli almennings, hver i kapp við annan, gylla vöru sina með öllum ráðum. Auðvitað má segja sem svo, að i þjóðfélagi sem okkar gegni auglýsingar þýðingarmiklu hlut- verki, bæði fyrir seljanda og neytanda, en innan hæfilegra marka þó. Auglýsingaflaumur allsnægtaþjóðfélagsins er kominn út fyrir gagnsemismörkin: hann grundvallast á þeirri staðreynd, að þörfum margra er fullnægt og meira en það. Þess vegna þarf að búa til þarfir, einkum þeim til handa, sem best hafa kjörin og mesta kaupgetu. Auglýsingar eru þvi reknar sem háþróuð visindi, sálfræði, sem hefur það viðfangs- efni að vekja hjá manninum löngun, sem hann fann ekki fyrir áður. Gamlar kennisetningar um lögmál framboðs og eftirspurnar eru fyrir löngu orðnar mark- lausar að þessu leyti varðandi fjölda fólks. Maðurinn er ekki lengur sjálfráður um þarfir sinar, aðrir búa þær til. Og það á við um sorglega marga. Gömlu lögin Lögin um varnir gegn órétt- mætum verslunarháttum eru frá árinu 1933 og hafa að geyma gildandi lagafyrirmæli um auglýsingar. Samkvæmt þessum 42 ára gömlu lögum gilda eftir- farandi reglur um þessi mál, samkvæmt 1. gr.: a) Hverjum þeim sem selur vöru eða hefur hana á boðstólum er óheimilt að gefa út villandi upplýsingar um vöruna til að hafa áhrif á eftirspurn hennar eða sölu. Um allar auglýsingar, hvort sem þær eru birtar i blöðum, timaritum, útvarpi eða annars staðar, skal þess gætt, að þær séu látlaust orðaðar, lausar við skrum og hæpnar fullyrðingar, en segi það eitt, sem satt er og rétt i öllum greinum. b) Enn fremur er sérstaklega bannað að setja villandi auðkenni á vöruna sjálfa, umbúðir hennar eða einkennis- miða, á auglýsingaspjöld, reikninga, vöruskráreða önnur verslunarskjöl. En hvað sé villandi i skilningi laganna er slðan talið upp undir þrem stafliðum, itarlega og tæmandi. Samkvæmt 2. gr. laganna er það talið til sérstaks sakarauka, ef þessi villandi auðkenni, sem talin eru upp i 1. gr., eða upplýs- ingar um þau eru breiddar út i blaðatilky nningum (aug- lýsingum), með fregnmiðum eða á auglýsingaspjöldum, sem mikið ber á. Að viðbættum nokkrum ákvæðum öðrum i lögunum frá 1933 eru með þessu taldar reglur islensks réttar um auglýsingar, — ákvæði sem vissulega standa fyrir sinu enn i dag og eru sjálf- sögð og eðlileg, en eru á hinn bóginn langt frá nógu itarleg. Þjóðf élagsleg ábyrgð Það gefur auga leið, að auglýsingar þurfa siður en svo að vera „villandi upplýsingar” eða með skrumi og hæpnum fullyrðingum þótt þær séu allt að einu óábyggilegar, skaðlegar eða óæskilegar. Eins og áður er bagt hafa auglýsingar tekið æ meira rúm i viðskiptaháttum siðari tima og auglýsingatækni fleygt svo fram, að brýna nauðsyn ber til að lögfesta ýmis nýmæli i þessum efnum. Auglýsingar gegna ákveðnu hlutverki, þær njóta viður- kenningar og fyrirgreiðslu þjóð- félagsins, þess vegna hvilir á þeim mikil þjóðfélagsleg ábyrgð. Gildi þeirra byggist á tiltrú neytenda, áhrif þeirra eru mikil og þess vegna nauðsynlegt að vanda til þeirra og koma i veg fyrir allar skaðlegar verkanir og óæskilegan boðskap. Auglýsingar, hverju nafni sem nefnast, verða að vera heiðar- legar, sannar og ábyggilegar. Þær verða að vera þannig, að þær brjóti aldrei gegn almennu siðgæði.En auk þess skal bent á nokkur tatriði til viðbótar. — Auglýsingar eiga aldrei að vera þess eðlis, að þær færi sér I nyt reynsluleysi eða kunnáttu- leysi þeirra, sem þeim er beint til. — Auglýsingar eiga aldrei að höfða til hjátrúar og þvi siður til ótta. — Auglýsingar eiga aldrei að bera með sér staðhæfingar, sem eru til þess fallnar að villa um fyrir fólki eða vekja upp hugboð, sem er villandi um ástand eða eiginleika. — Auglýsingar ættu aldrei að sýna eða lýsa atvikum, sem brjóta alinennar varúðarreglur eða gætu ýtt undir vanrækslu i þeim efnum. T.d. hvað viðvíkur mcðferð á rafmagni, vatni eða cldi, eða umferðarreglum og fyrirmælum stjórnvalda. — Auglýsingum ætti aldrei að beina til barna eða unglinga. Og ekki ættu þær að bera með sér staðhæfingar eða myndir, sem gætu reynst börnum og unglingum skaðlegar sálrænt og siðferðilega eða hefðu skaðleg áhrif á uppeldi þeirra og afstöðu til uppalenda þeirra. — Aldrei ættu auglýsingar að færa sér i nyt eðlilega trúgirni barna eða reynsluleysi. — Auglýsingar ættu aldrei að færa sér i nyt vonir þeirra, sem haldnir eru sjúkdómum eða færa sér i nyt dómgreindarleysi sjúkra og þjáðra með loforðum um lækningu. Varast ætti ailar auglýsingar, sem til þess eru fallnar að hafa áhrif á þá, sein haldnir eru spila eða veðmála- fikn. Auðvitað eru atriði þessi ekki tæmandi, heldur tekin af handa- hófi. Þau ættu á hinn bóginn að vera nokkur visbending um þau sjónarmið, sem flutningsmaður þessarar tillögu hefur i huga, og til leiðbeiningar fyrir þá sem til endurskoðunarinnar verða valdir, samþykki Alþingi til- löguna. Segja má, að hver velji og hafni eftir viti og þörfum, þvi sé öll frekari takmörkuh óþörf. En hér er ekki öll sagan sögð. Auk þess bendir margt til þess i aug- lýsingum okkar, að þær séu blátt áfram forheimskandi og til viðbótar við gróðasjónarmið, án allra takmarkana og siðgæðis, ætti það að nægja til þess að taka málið i heild fastari tökum. afborganir um 600 millj. króna vextir um 300 millj. króna 2. Hve miklu er talið að greiðslur úr Stofnlánasjóði fiskiskipa muni nema á árinu 1975 samkvæmt á- ætlunum, sem Þjóðhagstofnun hefur gert um rekstrarafkomu fiskiskipa: 1) til togara, 2) til annarra fiskiskipa? Svar: 2.1) um 750 millj. króna, að auki greiðir útgerðin um 200 millj. króna af skiptu aflaverðmæti til Stofnfjársjóðs fiskiskipa, sam- kvæmt sérstöku samkomulagi þar um. 2.2) um 1450 millj. króna. 3. Hve mikið er áætlað að renni i Stofnfjársjóð fiskiskipa á árinu 1975 af óskiptu aflaverðmæti: 1) af hlut útgerðarinnar: a) vegna togara, b) vegna annarra fiskiskipa. 2) af hlut sjómanna: a) vegna togara, b) vegna annarra fiskiskipa? Svar: Samkvæmt 2. og 3. gr. laga nr. 106/1974 um ráðstafanir i sjávar- útvegi og um ráðstöfun gengis- hagnaðar, greiðir fiskkaupandi gjald til Stofnfjársjóðs fiskiskipa, er nemur 15% fiskverðs eins og það er ákveðið af Verðlagsráði sjávarútvegsins, þegar afli er seldur innanlands og þegar fiski- skip selur afla erlendis, skal greiða 21% af brúttósöluverðmæti aflans til Stofnfjársjóðs fiski- skipa. Ekki liggja fyrir áætlanir um, hversu mikils hluta af söluverð- mætinu er aflað af skipum sem afla fyrir kauptryggingu. Vegna þessa er ógjörningur að svara framangreindri spurningu sundurliðaðri, en áætlað hefur verið að heildarinnstreymi til Stofnfjársjóðs fiskiskipa vegna þessara gjalda árið 1975 muni nema um 2.200 millj. króna. Landshlutasamtök: Óþarft að setja lög um þau Niðurrignt minkabú eða taugaslöpp afturganga? í siðustu viku kom til umræðu lagafrumvarp um landshluta- samtök sveitarfélaga, flutt af þingmönnum úr öllum flokkum nema Alþýðubandalaginu. Er þetta gamall kunningi alþingis en hefur tvisvar dagað uppi sakir mótspyrnu og áhugaleysis. Garð- ar Sigurðsson lagði áh'erslu á það i umræðum um málið að frum- varpið væri hvorki fugl né fiskur, illa unnið og fjallaði um mál sem ekki þyrfti lögfestingar við. Lárus Jónsson fylgdi frum- varpinu úr hlaði af hálfu flutn- ingsmanna. Málið væri flutt að beiðni stjórnar Sambands is- lenskra sveitarfélaga og hefði meðmæli milliþinganefndar i byggðamálum. Friðjón Þórðarson taldi óþarft að setja slika löggjöf að sinni þvi að sveitarfélögin væru alveg frjáls að þvi að stofna landshluta- samtök. Garðar Sigurðsson vakti at- hygli á því hvað ákvæði frum- varpsins eru óljós og teygjanleg, t.d. væru þar ákvæði um hvernig kjósa skyldi stjórn landshluta- samtaka en siðan væri gefin heimild til að haga því allt öðru visi og hvernig sem menn vildu. Annað dæmi væri það að lands- hlutasamtökunum er náðarsam- legast heimilað að hafa fram- kvæmdaráð við hlið stjórnar, rétt eins og hverjum frjálsum félaga- samtökum sem er væri þetta ekki heimilt! Þar á ofan væri svo sérstök grein sem heimilaði allt alls stað- ar: „Nánar skal kveðið á um skipulag og stjórn einstakra lands hlutasamtaka i samþykktum þeirra....” Garðar kvað allt frumvarpið svo loðið og óljóst að það minnti sig á minkabú i rigningu. Þarna væri þó eitt atriði fast: það að sveitarfélag skulieiga að- ild að landshlutasamtökum séu þau starfandi, hvort sem það vill eða ekki. Þetta væri varhugavert og þyrfti að skoðast betur. Hann hefði fyrir sitt leyti ekki orðið var við það gagn sem vestmannaey- ingar hafi haft af þátttöku i sam- bandi sunnlenskra sveitafélaga. Sverrir Ilermannsson lýsti al- gerri andstöðu við frumvarpið sem hann kallaði afturgöngu og hana heldur slaka. Gunnlaugur Finnsson og ólufur G. Einarsson töluðu með málinu. Fyrstu umræðu er enn ekki lok- ið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.