Þjóðviljinn - 18.03.1975, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 18.03.1975, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 18. marz 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Vegna norðurlandasamvinnu: íslendingar skuldbundnir til að setja tölvuskrárlög islendingar taka þátt i norrænu samstarfi, en mikið af þvi er bundið samþykktum norður- landaráðs. Norðurlandaráð og hliðarstofnanir þess hafa hvað eftir annað ályktað um nauðsyn þess að setja tölvulög og sam- ræma ákvæði þeirra milli Norð- urlanda innbyrðis. i öllum lönd- unum hefur verið farið eftir þess- um ályktunum — nema á íslandi. Samt hafa fulltrúar islands ekki setið hjá við afgreiðslu þessara mála hjá norðurlandaráði né gert fyrirvara um aðild sina aö þessu leyti. Það er þvi skylda Islenskra stjórnvalda — gagnvart Norður- löndum — að taka að undirbúa löggjöf um eftirlit með tölvu- skrám og tölvuvinnslu. Nýlega var hér i Þjóðviljanum rakið hvað Norðurlönd eru komin langt I þeim efnum að setja hjá sér löggjöf um tölvuskrár og tölvuvinnslu. 1 Sviþjóð var sett fullkomin lög- gjöf um þessi efni i april 1973 og hún tók að öllu gildi um mitt ár i fyrra. t Danmörku, Finnlandi og Noregi hafa opinberar nefndir fjallað um þessi mál undanfarin 4—5 ár, og I öllum löndunum hafa komið fram itarleg nefndarálit. I engum þessara þriggja landa er langt i heildarlöggjöf um tölvu- vinnslu og persónuleynd, og i Danmörku hafa þegar verið gerð- ar breytingar á hegningarlögum sem þetta varða. Á tslandi hefur hins vegar ekk- ert verið gert, engin nefnd verið skipuð I málið, ekki einu sinni far- ið fram forathugun á þvi hvaða þætti þyrfti að rannsaka i sam- bandi við undirbúning að slikri lagasetningu. Samþykkt NR frá 1972 A vettvangi norðurlandaráðs og i annarri norrænni samvinnu sem tengist starfsemi ráðsins hefur undanfarin ár verið höfð til leið- sagnar i tölvumálunum sam- þykkt sem gerð var á fundi norð- urlandaráðs i Helsingfors 21. febrúar 1972, svohljóðandi: Norðurlandaráð niælist til þess við rikisstjórnir norðurlanda að leitast verði við að ná fullu sam- ræmi i þeim reglum sem ætiunin er að setja um persónuskrár i höndum einkaaðila. Það má fullyrða að islendingar á 20. þingi norðurlandaráðs i Helsingfors, stjórnarsinnar sem stjórnarandstæðingar, hafi staðið að þessari samþykkt án nokkurs fyrirvara. Þessi samþykkt var gerð eftir umræður i sjálfri ráðherranefnd noröurlandaráðs, enda sagði i skýrslu hennar til 20. þingsins að hér stæðu menn frammi fyrir nýju löggjafarsviði og þess vegna áriðandi að menn mætu þörfina á vemd einkalifsins á svipaðan hátt og leituðu eftir lausnum sem væru I grundvallaratriðum af sama toga. Samstarfið til þessa t plöggum norðurlandaráðs segir að samstarfið á þessu sviði einkennist af þvi að löggjafar- starfið gengur ekki alveg sam- hliða og með sama hraða i lönd- unum, og er þá fyrst og fremst átt við hið mikla forskot svia. Hins vegar kemur i ljós að almennt er litið svo á að forganga svia auð- veldi öðrum þjóðum eftirleikinn, en af kurteisisástæðum er það ekki orðað svo i nefndarálitum norðurlandaráðs. Alla vega er augljóst að einmitt þau form samstarfs sem norður- landaráð gefur kost á, auðveldar upplýsingarstreymi um löggjaf- armálefni og stjórnsýslu, en með- an nýskipan slikra mála er á undirbúningsstigi er yfirleitt ekki sá greiði aðgangur að þvi fyrir annarra þjóða fólk eins og raunin er á meðal norðurlandaþjóða. Viðræðufundir hafa átt sér stað milli norðurlandaþjóða um tölvu- lög, bæði milli fulltrúa ráðuneyta og nefnda sem að slikum málum vinna. ( Þátttaka tslands: stórt núlli). Danir hafa þegar samið drög að tölvulögum og er þar i grundvall- aratriðum byggt á sömu viðhorf- um og sviar gerðu i sinum lögum Asgeir — sam- Geir — sam- máia tiliögum mála skýrslu iaganefndar. ráðherranefnd- arinnar. Ragnhiidur — Jón — sammála sammála af- niðurstöðu greiðslu 23ja laganefndar. þingsins. (sem höfðu þegar verið samþykkt þegar danska nefndarálitið kom fram), en ýmsar tæknilegar lausnir eru þó frábrugðnar svo sem vænta má þar eð stjórnar- farsleg uppbygging er ekki að öllu leyti sú sama i löndunum. Búist er við að væntanleg lög- gjöf i Finnlandi og Noregi verði i höfuðdráttum svipuð, og er þá ekki slst átt við það að komið sé upp eftirlitsstofnun i hverju landi. Álit ráðherranefndar 1974 Til 23ja fundar norðurlanda- ráös 1 Reykjavik um daginn skil- aði ráðherranefndin itarlegri skýrslu um norræna samvinnu á árinu 1974, og skrifaði Geir Hallgrimsson forsætisráðherra undir hana. t skýrslunni er sérstakur kafli um persónuvernd, fyrst og fremst gagnvart tölvuvinnslu, en einnig er þar minnst á simahleranir og ólögmæta ljósmyndatöku sem hvort tveggja þykir skerða frið- helgi einkalifs. Ráðherranefndin undir forystu Geirs Hallgrimssonar vonast til að töluveftirlitsstofnanir hinna einstöku Norðurlanda muni eiga með sér náið samstarf, e.t.v. þannig að þær komi sér upp sér- stakri skrifstofu. Sé þvi nauðsyn- legt að setja ákvæði um þetta samstarf inn i lög einstakra landa. Þrátt fyrir rikjandi viðleitni að haga persónuvernd gagnvart tölvuvinnslu á sem svipaðastan hátt i löndunum, verði að reikna með smávægilegum mismun sem geti leitt til þess að söfnun vissra persónuupplýsinga sem er þrengt að i einu landi sé þá flutt i annað land sem hefur linari ákvæði að þvi leyti. Þá sé unnt að halda starfseminni áfram frá nýja landinu og vinna tjón i-uppruna- landinu. Hættan á slikum ,,upp- lysingaflótta” sé einkar mikil meðal skyldra og nátengdra þjóöa eins og á Norðurlöndum og þurfi að veita þessu vandamáli sérstaka athygli i áframhaldandi norðurlandasamvinnu i tölvu- málum. Hugsanlega þurfi að gera sérstakan samning gegn ,,upplýs- ingaflótta”. (Er þessu ekki sér- staklega beint gegn starfsemi bandarisku leyniþjónustunnar hér á landi sem nýtur svo góðrar fyrirgreiðslu hjá „aðstandendum Varins lands” og vildi e.t.v. biðja þá um smágreiða viðvikjandi skoðananjósnum á Norðurlönd- um?). Laganefnd Norður- landaráðs fjallaði um löggjafaratriði i skýrslu ráðherranefndarinnar áður en hún kom til umfjöllunar á þinginu i Reykjavik. Laganefndin lýsti ánægju sinni með að ekki skyldu vera ósam- ræmi i þeirri leiðsögn sem ráð- herranefndin vildi gefa á sviði tölvuvinnslu og þeirri þróun sem laganefndin sjálf vildi sjá i þeim efnum. Laganefndin lagði áherslu á að koma þyrfti i veg fyrir „upp- lýsingaflótta” með öllum ráðum þegar I upphafi, þvi ella væri hætta á að þróunin hlypi á undan löggjöfinni. Væri þvi ráð að hyggja frekar fyrr en seinna að samningi milli rikjanna til að girða fyrir „upplýsingaflótta”. Laganefndin telur nægja að vandamál persónuverndar gagn- vart tölvuskrám eru framvegis á dagskrá i norrænni samvinnu á sviði löggjafar og mun hún þvi hafa frekari afskipti af þeim mál- Samþykkt NR 1975 Laganefnd norðurlandaráðs táldi ekki þörf á þvi að þingum norðurlandaráðs væru framvegis gefnar reglubundnar skýrslur i tilefni af tilmælum 20. þingsins um tölvuskrárlög, enda væri lög- gjafarstarfiö i fullum gangi og hefðu tilmælin i rikum mæli stuðl- að að þeim árangri sem þegar hefði náðst. 23ja þingið i Reykjavik gerði þessa skoðun að sinni i sérstakri ályktun. Má þvi ætla að forseti þingsins, Ragnhildur Helgadóttir, hafi siðferðilega séð skuldbundið sig til að stuðla að samræmingu löggjafar um tölvuskrár milli norðurlanda og muni hún hvetja forsætisráðherrann, Geir Hallgrimsson, til að gangast hér fyrir löggjöf um tölvuskrár og eftirlitsstofnun með tölvuvinnslu i samræmi við þær skoðanir er hann undirskrifaði I skýrslu ráð- herranefndarinnar. Þá er rétt að vekja á þvi athygli að dómsmálaráðherrann, Ólafur Jóhannesson, fær góð ráð og til- styrk i sambandi við undirbúning tölvulaga frá þeim Ásgeiri Bjarnasyni og Jóni Skaftasyni, en þeir hafa báðir starfað i laga- nefnd norðurlandaráðs og tekið þar þátt i að afgreiða einróma nefndarálit um tölvulög. hj— Utan rík isþjón us tan: Ekkert gert í endur- skipulagningu hennar Magnús Kjartansson fékk á dögunum svarað fyrirspurn sinni um það hvað iiði endurskipuiagn- ingu utanrikisþjónustunnar sem Einar Agústsson hefur haft I takinu nú I nær 4 ár. Fram kom að safnað hefur verið gögnum en ekkert annað gert, ekki einu sinni tillögur! Þegar Magnús fylgdi fyrir- spurn sinni úr hlaði drap hann á það að föst sendiráð hafa islend- ingar aðeins á litlum bletti i norð- lægri Vestur-Evrópu —■ með tveimur undantekningum, en hann teldi þetta úrelta skipan, leyfar frá þeim tima þegar Evrópa var talin miðdepill heimsins. Starfsemi sendi- ráðanna svaraði ekki kröfum tlmans og hinar reglubundnu skýrslur sendiherranna veittu ekki mikla vitneskju fram yfir það sem hægt er að lesa I áreiðan- legum blöðum. Sér væri kunnugt um ákveðnar athuganir sem fram fóru á starfsemi utanrikisþjón- ustunnar að frumkvæði vinstri stjórnarinnar og vildi hann nú Magnús spyr: Ætlar Einar ekki að vera stefnumótandi ráðherra? spyrja hvaða ávöxt þær hefðu borið og hvaða stefnu ráðherrann heföi markað á grundvelli þeirra. Einar Ágústsson utanrikis- ráðherra sagði að Ólafur Ragnar Grlmsson prófessor og Pétur Eggerz fyrrv. sendiherra hefðu framkvæmt athuganir í málinu og skilað skýrslum og einnig hefðu komið álitsgerðir frá starf- andi sendiherrum erlendis. Væru þessar greinargerðir nú til athug unar og mundi hann bráðlega biðja utanrikism álanefnd þingsins að tilnefna menn til að skoða þær og mynda sér skoðun um þær. En of snemmt væri að ræða hver skyldu verða atriði endurskoðunarinnar. Einar kvaðst vissulega frá þvi fyrsta hafa haft hug á að endur- skoða utanrfkisþjónustuna og hefði enn, en verkið hefði reynst erfiðara en hann hefði haldið i upphafinu. Það væri vissulega ófært að hafa ekki sendiráð i stórum hlutum heimsins og hann hefði lagt fram beiðnir til fjárveitinga- valdsins um að stofna sendiráð i Afriku og Asiu — Kanada hefði einnig komið til greina — en beiönirnar hefðu enn ekki náð fram að ganga. Það væri rétt að sendiráðin væru of samanþjöppuð á litlum bletti, en það hefði mætt mótspyrnu þegar „viðreisnarstjórnin” ætlaði að leggja niður sendiráðið i Osló og talið móðgun af hálfu norðmanna. Vaxandi stöðnun Magnús Kjartansson harmaði þaö að ekkert skyldi enn hafa gerst I málinu nema gagnaöflun og undraðist hann aðgerðaleysi ráðherrans á þessu sviði. Þá kvaðst Magnús sannfærður um það að Einar hefði ekki lagt nógu mikla áherslu á að fá fé til aö stofna sendiráð I fjarlægum heimshlutum, menn hefðu liklega ekki tekið beiðni hans alvarlega. Við endurskipulagningu á utan- rikisþjónustunni mætti ekki taka alltof mikið tillit til viðkvæmni sem upp kynni að koma. Sendi- ráðin hefðu vissulega störfum að gegna og væri þar að verki lög- mál Parkinsons um það að hvert starf uppfyllti þann tima sem þvi er ætlaður, en hann teldi verk- efnin smávægileg i hlutfalli við það sem þyrfti að vera. Æ fleiri erindum væri nú sinnt með ferða- lögum og fjarskiptum af ýmsu tagi og sérstakir menn gerðir út af örkinni, en sendiráðin væru staðnaðar stofnanir. Varðandi sendiráð i Asiu vildi hann vekja athygli á hinni rómuðu kinversku kurteisi sem kæmi fram i þvi að kinverjar halda uppi sendiráði hér á landi en við litum enn á Kina sem eins konar botnalanga úr Danmörku. Það væri ámælisvert að ekki skyldu hafa orðið neinar efndir á fyrirheitum frá 1971 um endur- skipulagningu utanrikisþjón- ustunnar heldur vaxandi stöðnun. Sendiherrar islendinga væru nú æ lengur i hverju landi og verða nú æ viðar oddvitar i hópi þingsjá erlendra sendimanna — doyen upp á frönsku — með tilheyrandi skyldum i samkvæmislifinu. En það væri dálitið vafasamt fyrir- tæki að sinna þviliku. Norðúrlönd væru ágætt dæmi um það sem gerðist i þessum málum. Við þau hafa íslendingar nánasta samvinnu af öllum þjóðum, hún er lifandi og gagn- leg, en hún færi að langminnstum hluta fram i gegnum sendiráðin sjálf. Loks kvaö Magnús ekki nóg að fyrir lægju skýrslur fyrrgreindra manna, svo ágætar sem þær ugglaust væru, heldur þyrfti nú umfram allt að fara að koma einhver stefna i þessum málum. Og vildi hann vænta þess að Einar geröi nú gangskör að slikri stefnumótun. Einar Agústsson tók aftur til máls og mótmælti þvi að talað væri litillækkandi um störf sendi- ráðanna. Hann kvað það að visu rétt að þau beindust ekki sem skyldi að sölu islenskra afurða og vildi hann gera þann þátt stærri. En eftir væri að vita hvort Islenskir útflytjendur óskuðu eftir slikri breytingu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.