Þjóðviljinn - 21.03.1975, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.03.1975, Blaðsíða 1
Föstudagur 21. mars 1975—40. árg.—67. tbl. Meðalkaup verkamanna í Noregi 711 kr. á tímann, í Svíþjóð 749 krí Danmörku 773 kr. - á íslandi 314 kr. miðað við vegið meðalkaup í dagvinnu, eftirvinnu og nœturvinnu Ragnar Arnalds Ríkisstjórnin: Notar skortinn sem skömmtunarstjóra sagði Ragnar Arnalds í útvarpsumrœðunum Stórsölur norðmanna í norska sjávarútvegsblaðinu „Fiskaren” 24.2. segir að norð- menn hafi nýlega gert við banda- rikjamenn stærsta samning til þessa varðandi sölu á freðfiski. Virðist skv. fréttinni, að nokkuð sé tekið að greiðast úr söluerfið- leikum þeim sem verið hafa á freöfiski i Bandarikjunum og Evrópu. I frétt „Fiskaren” segir, að margt bendi til þess að svo sé. FRIONOR, norsku sölusam- tökin (samtök af tegund SH hér á landi) hafi gert geysilega stóra fyrirframsamninga á fiskflökum bæði til Evrópu og til Bandarikj- anna. Samningurinn við banda- rikjamenn sé einn sá stærsti sem þeir hafi gert til þessa og muni norsk frystihús eiga fullt I fangi meö að framleiða upp I þennan samning á næstu mánuðum. t fréttinni i „Fiskaren” er ekki getið um verðið. BOÐUN YERKFALLS fyrir miðyikudagskvöldið Samninganefnd Alþýðusam- bands tslands og baknefnd henn- ar, sem skipuð er 37 fulltrúum verkalýðsfélaganna samþykktu einróma á fundi sinum í gær að beina þeim tilmælum til allra sambandsfélaga ASI, að þau boði vinnustöðvanir frá og með 7. april n.k., hafi samningar ekki tekist fyrir þann tima. Þetta þýðir, aö félögin þurfa að tilkynna vinnuveitendum og Sáttasemjara rikisins boðaðar vinnustöðvanir, með sannanleg- um hætti, eigi siðar en 26. mars n.k. (Frá ASt). Þjóðarframieiðsla Islendinga hefur undanfarin ár verið mjög svipuð og þjóðarframleiðsla norðmanna, ef miðað er við Ibúa- töiu samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar. Þjóðarfram- leiðsla norðmanna var um 872 þús. kr. á hvern norskan einstakl- ing á sl. ári en 923 þús. kr. á hvern Islending. Hins vegar er nú orðinn mikill munur á launakjörum I Noregi og hér á tslandi, eftir end- urteknar gengisfellingar. Sam- kvæmt upplýsingum frá kjara- rannsóknarnefnd er meðalkaup verkamanna, þar með taldir að- stoðarmenn i fagvinnu, bilstjórar og kranastjórar, miðað við vegið meðalkaup i dagvinnu, eftirvinnu og næturvinnu tæpar 314 kr. á ts- landi, en reiknað með sama hætti er samsvarandi kaup INoregi 711 kr., I Sviþjóð 749 og I Danmörku 773 kr. Meðalkaup verkamanna er semsagt orðið 127% hærra I Noregi en á tslandi, enda engin furða, að munurinn sé orðinn mikill, eftir að erlendur gjaldeyr- ir hefur hækkað I verþi hér á landi um 60—70% á örfáum mánuðum. — Þetta kom meðal annars fram I ræðu þeirri er Ragnar Arn- alds, formaður Alþýðubandalags- ins, flutti I útvarpsumræðum frá alþingi i gærkvöld. Ragnar talaöi fyrstur, en siðari ræðumaður Al- þýðubandalagsins i gærkvöld var Lúðvik Jósepsson. t ræðu sinni minnti Ragnar á að i gjaldeyrismálunum hefði af- staða Sjálfstæðisflokksins verið 'látin ráða ferðinni. Enn er gjald- eyrisstaðan orðin verri en nokkru sinni fyrr, sex vikum eftir siðustu pengisfellingu og annað eins ástand hefur ekki skapast i hálían annan áratug i gjaldeyrismálum. Hér ætti hins vegar með margvis- legum aðgerðum stjórnvalda, sem Ragnar rakti itarlega, að gera skortinn að skömmtunar- stjóra. Nánari frásögn af ræðu Ragn- ars Arnalds birtisti blaðinu siðar. Taka islenskir járniðnaðarmenn þátt i norska olíuævintýrinu? — Sjá baksiðu. Benedikt Davíðsson, formaður Sambands byggingamanna: Þrautreynt með samninga nema með verkfallsboðun Skollaleikur í skattalagafrumvarpi. Ekkert hefur fengist í viðrœðunum nema álögur á álögur ofan. Verkfallsboðunin kemur til af þvi að menn eru sammála um að það sé enginn skilningur meðal atvinnurekenda eða hjá rikisstjórninni á þvi að æskilegt sé að leysa úr vinnudeil- unni á friðsamlcgan hátt. Við höfum viljað gera samninga i friði, en þeir hafa engan skiln- ing haft á þvi. — Þetta sagði Benedikt Daviðsson, formaður Sambands byggingamanna, er Þjóðviljinn ræddi við hann i gær, en Benedikt er einn þeirra manna sem sæti á i niumanna-nefnd ASt. Hefur nefnd þessi verið starfandi frá þvi i janúar. Um varkfallsboðunina sagði Benedikt Daviðsson ennfremur: — Það er ákaflega þýðingar- mikið að félögin bregðist fljótt og vel við og verði sem allra flest, helst öll með verkfallsboð- un þennan tiltekna dag, 7. april. Það er nauðsynlegt að verka- lýðshreyfingin sýni nú itrustu samstöðu þegar þrautreynt er að ekki nást samningar öðru visi en að boða til verkfalla. — Hefur nokkuð gengið til eða frá þann tima sem þið hafið átt i viðræðum við rikisstjórnina? — Ekkert hefur gengið i átt- ina vegna þess að við höfum ekkert fengið nema álögur sem hafa verið tilkynntar eftir að viðræðurnar hófust: Verðhækk- anir, söluskattshækkun, gengis- lækkun. Þannig hefur ekki mið- að nokkuð á leið, heldur aftur á bak. Að visu hafa verið boðnar fram 3.800 kr. á mánuði i svo- kallaðar láglaunabætur en það nær ekki einu sinni yfir það sem hefur verið tekið af okkur á þvi timabili, sem liðið er frá þvi að við fórum að ræða við rikis- stjórnina og atvinnurekendur. Við höfum sett fram kröfu um það að i fyrsta áfanga verði helmingur skerðingar kaup- máttarins bættur. Til þess þyrfti 24—25% hækkun kaupsins. — Nú er komið fram frum- varp um skattamál. Telurðu það greiða fyrir samningaumleitun- um? — Frumvarpið er miklu neikvæðara en við höfðum gert okkur vonir um meðan á um- ræðunum stóð um skattamálin — og höfðum við þó ekki gert okkur háar vonir. Þarna mun gert ráð fyrir þvi að létta af beinum sköttum að upphæð 1200 milj. kr., en hitt er erfitt að meta þar sem þar er um að ræða óljós heimildarákvæði — Benedikt Pavfðsson þar er hvergi neitt fast i hendi. Það er heldur ekki verið að færa þetta til okkar núna þvi 700 milj. kr. voru ætlaðar til þessa við af- greiðslu fjárlaga. Og nú hefur verið leyft að hækka útsvörin um 600—660 milj. kr. þannig að lækkun frá hækkaðri upphæð um 360 milj.kr. er eintómur skollaleikur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.