Þjóðviljinn - 21.03.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.03.1975, Blaðsíða 3
Föstudagur 21. marz 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Fyrstu umræöu um frumvarp rlkisstjórnarinnar um málm- blendiverksmiðju lauk I neðri deild I fyrririótt. Páll Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins lýsti sig andvlgan frumvarpinu og taldi ókosti þess tvlmæialaust meiri en kostina. Áður hafði einn stjórnarþingmaður I efri deild, Jón Sólnes, snriist gegn frum- varpinu. Annars staðar I blaðinu segir frá ræðu sem Jónas Árna- son flutti á kvöldfundinum. Meðal ræðumanna var einnig Lriðvlk Jósepsson, sem talaði I hálfan annan klukkutima og deildi hart á stefnu stjórnvalda I orkumálum. Taldi hann okkur tapa á orkusölu til verksmiðjunn- ar samkvæmt þessu frumvarpi, og að samþykkt þess gerði okkur Loðnu- veiðar yfir sumar- mánuði t nýritkomnu hefti af Ægi, riti Fiskifélags islands, er I ritstjórn- argrein skrifað um hugsanlegar loðnuveiðar Islenska bátaflotans yfir sumarmánuðina, og þá með hliösjón af þvl, að svo gæti farið, að veiðiheimildir nótaskipanna I Norðursjó verði stórlega skertar. Við tökum okkiir bessaleyfi til að birta greinina orðrétta eftir Ægi, þó z-lausa: „Islenski loðnustofninn er tal- inn vera mjög stór. Það er giskað á að hrygningarstofninn einn saman kunni að vera 3—4 miljón- ir lesta og við veiðum þvi ekki nema um 10% af honum árlega. Siðan er svo sú loöna sem heldur sig á uppeldisslóðunum norður frá og það er búist við að þar séu tveir sterkir árgangar I vexti. Nú vitum við það, að loðnan er mikilsverður ætisfiskur fyrir þorskfisk okkar, og við megum ekki rýra þennan stofn um of. En það er ein mikilsverð staðreynd I fiskvernd okkar, sem við höfum ekki gefið mikinn gaum að og hún er sú, að ætisskilyrði verði of lítil á slóðinni fyrir tiltekinn stofn. Nú berast okkur þær fréttir frá norskum fiskifræðingum að loðn- an i Barentshafi sé orðin svo mik- il, að það dragi greinilega úr vexti hennar og hún verði seinna kyn- þroska en eðlilegt sé. Það getur verið jafn nauðsynlegt að grisja stofn eins og að friða hann. Svo segja menn og er þó ekkert verið að fullyrða um þá skoðun hér, að loðnan við Island vaxi hægar en áður og jafnvel sé það sama uppi á teningnum og I Barentshafi að hún verði seinna kynþroska en áður var. Fiskifræðingar hafa lit- ið lagt til þessara mála, en gera - það væntanlega. Nú er það hald manna að loðn- an á uppeldisslóðunum norður af norðanverðum Vestfjörðum og Norðurlandi sé jafnvel allt að 20% feit og því vel nýtanleg á sumr- um. Það má búast við að það sneiðist um veiðar okkar sem annarra i Norðursjó vegna ofveiði þar og þá getur allstór floti orðið verkefnalítill á sumrum. Það væri þvi áreiðanlega vel athug- andi að hefja tilraunaveiðar að sumarlagi þarna norður frá. Það getur ekkPSpillt neinu að prófa þetta að minnsta kosti.” Lúðvík Jósepsson um járnblendi: Yerksmiðjan eykur orkuvanda okkar Einn Framsóknarþingmaður mælti gegn verksmiðjunni sjálfum mun erfiöara fyrir að leysa rir orkuskortinum til al- mennra þarfa, sem hér er gífur- legur. Þjóðviljinn mun einhvern næstu daga greina rækilegar frá ræðu Lúðviks, en meðal þess sem fram kom I máli hans var þetta: Gert er ráð fyrir að Landsvirkj- un selji verksmiðjunni 244 gíga- wattstundir á ári af forgangsorku og 304 glgawattstundir af af- gangsorku. Verðið á forgangsork- unni á að vera 9,5 mills á kwst. eða kr. 1,12 á genginu, sem frum- varpið miðar við (fyrir slðustu gengislækkun), en afgangsork- una á að selja á 0,5 mills eða 6 aura aðeins. Þetta er réttlætt með þvi, að ekki hvili á okkur full af- hendingarskylda, hvað afgangs- orkuna snertir, eins og varðandi forgangsorku. Lúðvik kvaðst ekki gera mikið með þennan mun, þvl að sam- kvæmt ákvæðum frumvarpsins væri okkur vissulega skylt að af- henda á ári til jafnaðar 244 giga- wattstundir af afgangsorku á 20 ára tímabili, eða jafn mikið og af forgangsorkunni. Þannig hvildi i raun á okkur full afhendingar- skylda á mestum hluta þeirrar svokölluðu afgangsorku, sem um væri rætt. Meðalverðið á for- gangsorku og afgangsorku er hins vegar aðeins um 5 mills fyrir kwst. Lúðvlk kvaðst telja að með þessu værum við að selja orkuna undir kostnaðarverði, og leiddi rök að þeirri skoðun. Hann sagði, að við þyrftum sannarlega á allri þessari orku að halda til annarra þarfa, ekki sist húsahitunar i stað oliu, en nú væru greiddar a.m.k. 3000 miljónir króna á ári til að hita upp hús með ollu. Nri kostar ollan kr. 20,20 líterinn. Það þýðir, að þótt kilówattstundin af raforku til hrisahitunar væri seld á kr. 4,50 væri samt hagnaður á skiptunum. Það er ekki hægt að gera hvoru- tveggja á fáum árum, að koma upp þessari verksmiðju og jafn- framt að útrýma upphitun húsa Samkvæmt tölum loðnunefndar eru nri komin á land 425 þris. tonn af loðnu á þessari vertlð, en 19. mars I fyrra voru á land komin 434 þris. tonn. Bræla á miðunum i fyrrinótt, en eitthvað hafði lygnt eftir hádegið i gær, og nokkrir bátar komnir á með olíu. Hér verða menn að velja og hafna. Við gætum ráðstafað orkunni á miklu hagkvæmari hátt fyrir okk- ar þjóðarbú með þvl að verja henni til húsahitunar. Lriðvik ræddi nokkuð um samningana um álvcrið i Straumsvik á sinum tima og minnti á, að árið 1973 fékk álverið 60% af allri orku Lands- virkjunar fyrir 314 miljónir Jtróna, en Hafmagnsveita Reykjavikur fékk 16% orkunnar fyrir 346 miljónir króna. Heild- söluverðið, sem Rafmagnsveitan þurftiaðborga var fimmfalt á við verð álverksmiðjunnar. Lúðvik hélt þvi fram, að þvi færi fjarri, að við ættum neinn vísan gróða af þátttöku i þessum verksmiðjurekstri, og vandalaust ætti að vera að tryggja þeim mönnum, sem þarna eiga aö vinna aðra atvinnu, sem skilaði þjóðarbúinu meira. miöin, en óvíst var hvort þeir gætu nokkuð aðhafst. 1 gær tilkynntu 7 skip um afla til loðnunefndar, samtals 1300 tonn, en þetta voru slattar sem skipin höfðu fengið á miðvikudaginn. Á miðvikudag tilkynntu 26 skip afla t'il loðnunefndar, samtals 8.500 tonn. — riþ Loðnuaflinn 425 þús. tonn af erlendum vettvangl Mestu sigrarnir í sögu Þj óðfrelsisf ylkingarinnar Likur til að allur norður- og miðhluti S-Víetnams komist á vald hennar Tiðindin, sem þessa dagana berast frá Vletnam og Kam- bodlu, eru hörmuleg og gleðileg I senn. Hörmuleg vegna þess að ennþá er ekkert lát á styrjöld- inni, sem hrjáð hefur þjóðir þessara landa I áratugi og valdið þeim þjáningum, sem aldrei verða neinum tölum taldar. Gleðileg vegna þess, að undanfarna mánuði hefur losnað um það þrátefli, sem lengst af hefur einkennt hernaðinn þarna. Siðan um ára- mótin hafa þjóðfrelsisherir landanna unnið mikla sigra, sumir spá bandarisku leppstjórninni i Kambodíu falli innan fárra daga og i Suður- Vietnam er helst að sjá að allur norður- og miðhluti þess lands séaðganga kanaleppnum Thieu og glæpalýð hans rir greipum. Sjálfir virðast bandarikjamenn i vaxandi mæli gera sér ljóst fá- nýti þess að halda áfram stuðn- ingi við leppstjórnir sinar I Indókina, enda er bein og óbein þátttaka þeirra i Indókina- striðinu ein af ástæðunum til efnahagskreppunnar, sem valdið hefur þjóðarsvartsýni I Bandarikjunum og gæti vel átt það eftir að draga þau niður á stig annars flokks stórveldis — ef ekki lengra. Taka Ban Me Thuot i miðhá- lendi Suður-Vietnams er að likindum mesti hernaðarsigur- inn, sem þjóðfrelsisherir víet- nama hafa unnið siðan þeir lúskruðu á franska nýlenduhern- um við Dien Bien Phu, en sá sigur leiddi til þess að frakkar sprungu á limminu i Indókina og að alþýðulýðveldið Norður- Vietnam var stofnað. Tet-sókn þjóðfrelsisfylkingarinnar 1968 og páskasóknin 1972 mis- lukkuðust hernaðarlega séð og kostuðu gifurlegar fórnir, enda þótt niðurstaða Tet-sóknarinnar yrði að visu mikill sálfræðilegur sigur fyrir Þjóðfrelsis- fylkinguna. Ljóst virðist hins- vegar að i bardögunum i miðhá- lendinu undanfarið hafi Þjóð- frelsisfylkingin unnið sigra sina með tiltölulega litlum til- kostnaði en valdið óvinunum á hinn bóginn miklu tjóni. Vitað er að þjóðfrelsisliðar tóku mörg þúsund herfanga i Ban Me Thuot og mörgum herflokkum Saigon-manna I dreifðum út- varðarstöðvum mun hafa verið gereytt. Þá eru skarar Saigon- hermanna villuráfandi um fjöll og skóga hálandanna og stefna til Saigon eða strandar, en þar eð þjóðfrelsisliðar hafa á sinu valdi svo að segja allar sam- gönguleiðir á landi inn i hálönd- in, er varla við öþru að búast en að mestur hluti þessa flóttaliðs verði þeim einnig að bráð. Norðurhéruðin yfirgefin einnig? Saigon-stjórnin hefur sam- kvæmt áreiðanlegum fréttum fyrirskipað algert undanhald úr þremur héruðum miðhálendis- ins, og einnig herma fréttir að Saigon-menn hyggist nú yfir- gefa nyrstu héruð landsins, þar sem helstu borgirnar eru Quang Tri og gamla keisaraborgin Hué, en um fyrrnefndu borgina var sérstaklega mikið barist i páskasókninni 1972. 1 miðhá- landahéruðunum þremur, Kontum, Pleiku og Darlac (i þvi siðarnefnda er Ban Me Thuot höfuðborg), sem eru samanlegt um 17.000 ferkiló- metra að stærð, býr um hálf miljón manna, eða um 2.5% ibúa Suður-Vietnams, sem giskað er á að séu um tuttugu miljónir. t bráðina er svo að sjá að álitshnekkirinn, sem stjórn Thieus verður fyrir af völdum ósigranna, sé ef til vill enn meiri en beinn hernaðarlegur ósigur. Meirihluti hálandanna var Kortið nær yfir mestan hluta Suður-VIetnams og sýnir hvar héruðin þrjri eru I miðhá- lendinu, sem Saigon-herinn flýr nri sem fætur toga. hvort eð var löngu áður á valdi Þjóðfrelsisfylkingarinnar, Saigon-liðar héldu þar aðeins borgum og stærri bæjum og út- varðarstöðvum á vlð og dreif, og til þess að verja þetta þurfti óf liðs og vopna, sem Thieu hef- ur fulla þörf fyrir annarsstaðar. En það hlýtur að hafa gifurleg áhrif á almenningsálitið i Viet- nam — og i heiminum yfirleitt — að nú skuli allt i einu f jórar — ef ekki sex — af 44 héraðshöfuð- borgum Suður-Vietnams vera i höndum þjóðfrelsisliða. Fyrir töku Ban Me Thuot höfðu þjóð- frelsisliðar aðeins náð einni héraðshöfuðborg, Phuoc Long um það bil miðja vegu milli Saigon og Ban Me Thuot. Phuoc Long tóku þjóðfrelsisliðar i janúar s.l. og varð sá atburður Saigon-stjórninni mikil hrollvekja, þótt litil væri hjá þvi sem nú er orðið. Ofsahræösla í Saigonher? Ekki siður athyglisverðar eru fréttirnar af flótta Saigon- manna frá Quang Tri og Hué. Gæti það bent til þess að ofsa- hræðsla hafi gripið um sig i Saigon-hernum, og sé svo, gætu atburðir undanfarinna daga haft enn viðtækari áhrif en menn hafa gert sér vonir um eða óttast. Ákvörðun Saigon- stjórnar um að gefa upp hin strjálbyggðu hálönd var að þvi leyti hernaðarlega séð skvn- samleg, að með þvi móti var hugsanlegt að spara lið til að verja Saigon sjálfa og nágrenni og hið þéttbýla strandlendi. Hinsvegar fylgdi hér sá böggull skammrifi að strandlendisræm- an um landið mitt er harla mjó og þvi miklir möguleikar á að sá her, sem hefur hálendið örugg- lega á sinu valdi, geti sótt fram til sjávar. Ef þjóðfrelsisliðum tækist það, væri her Saigon- stjórnarinnar i norðurhluta landsins kviaður af og allar samgönguleiðir hans á landi við höfuborgina rofnar. Dómínókenningunni f laggaö Áberandi er að Saigon-stjórn- in virðist á margan hátt reyna að auka á ofboðið oghræðsluna i herbúðum sinum og meðal vina sinna erlendis heldur en hitt, meðal annars með tröllasögum af flóttamannastraumi úr mið- hálendinu og með þvi að „hvetja” óbreytta borgara til að yfirgefa Hué. Kannski gerir Thieu skepnan sér vonir um að með þessu takist honum að blása nýju lifi i dóminókenningu kalda striðsins. Kannski vonast hann til að ofboðið i herbúðum hans smiti Bandarikjaþing svo aö það láti undan tilmælum Fords bjánans um aukinn fjár- austur til leppanna i Saigon. Þegar haft er i huga að aukin hergagnaframleiðsla með hjálp til indókinversku leppstjórn- anna fyrir augum gæti hleypt einhverju smávegis fjöri i bandariska iðnaðinn, sem sam- dráttarsýki efnahagskreppu auðvaldsins hrjáir æ meir. mætti vel segja manni að Thieu hagaði taflinu skynsamlega eftir atvikum — það er að segja séð frá sjónarhóli beinna hags- muna hans sjálfs. -dþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.