Þjóðviljinn - 21.03.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.03.1975, Blaðsíða 4
4 StÐA — Þ.IÓÐVILJINN Föstudagur 21. marz 1975. DlOÐVIUINN JVIÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÖÐFRELSIS títgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson, Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Vilborg Harðardóttir Ritstjórn, afgreiðsla, augiýsingar: Skólavörðust. 19. Slmi 17500 (5 iinur) Prentun: Blaðaprent h.f. SPURNING UM MAT Á MANNLEGRI REISN Fyrir 40 árum voru sett lög hér á landi um fóstureyðingar og fleira. Var það i fyrsta sinn sem fóstureyðingar voru leyfð- ar hér á landi og hafði Vilmundur Jónsson forustu um lagasetninguna. í greinargerð með frumvarpinu lagði hann áherslu á það meginatriði „aðvarla megi minna krefjast til handa hverju barni, sem fæðist. en að það sé amk. aufúsugestur móður sinni.” Lög þessi voru mjög i samræmi við þau viðhorf sem þá voru rikjandi i nágranna- löndum okkar, enda segir sig sjálft að ekki dugir að hafa reginmun á löggjöf um ýmis slik félagsleg málefni milli nágranna- landa. Nú, 40 árum siðar, standa menn hins vegar frammi fyrir gjörbreyttum viðhorf- um. Þau breyttu viðhorf stafa meðal ann- ars af nýrri sýn á stöðu konunnar i þjóðfé- laginu. 1 þessum viðhorfum felst meðal annars að enginn eigi að geta tekið á- kvörðun um fóstureyðingu innan ákveð- inna timamarka nema konan sjálf. Kona sem standi frammi fyrir vanda af þessu tagi verði að gera þessi vandamál upp við sjálfa sig i samræmi við samvisku sina og mat sitt á öllum aðstæðum. 1 samræmi við þetta viðhorf fól fyrrverandi heilbrigðis- ráðherra sérstakri nefnd að semja nýjan lagabálk, sem kom til umræðu á alþingi á valdatima vinstristjórnarinnar. Frum- varpið varð i heildinni litt umrætt, en 9. grein þess vakti mikla athygli. Þar var kveðið á um að fóstureyðing væri heimil að ósk konu, ef aðgerðin er framkvæmd fyrir lok 12tu viku meðgöngutimans og ef engar læknisfræðilegar aðstæður mæla gegn þvi. Þar með gerði frumvarpið ráð fyrir að konunni yrði sjálfri falið að ákveða þessi mál, það væri enda á færi hennar einnar, hluti af þeim vanda og þeirri vegsemd að vera maður. Þessi krafa um vald konunnar er þeim mun eðlilegri þegar lengri reynsla er fengin fyrir þvi að það embættismanna- vald sem hefur átt að skammta aðgang að notkun þessa neyðarúrræðis, fóstureyð- ingu, hér á landi, hefur hvað eftir annað brugðist og þvi hafa orðið á hrapalleg og afdrifarik mistök Og þessi krafa um að konan fái að axla þá ábyrgð sem hún ein getur axlað og embættismannanefndir aldrei taka af öxl- um hennar er ekki sist eðlileg með tilliti til þess að núverandi skipan mála felur i sér efnahagslegt misrétti eins og landlæknir leggur áherslu á. Þær konur sem hafa efni á þvi láta framkvæma fóstureyðingu i London; hinar verða að lúta duttlungum embættismanna valdsins. Eftir að hægristjórnin kom til valda var endurflutt á alþingi frumvarpið um ráð- gjöf og fræðslu um kynlif o.fl. Þá kom i ljós að fellt hafði verið niður ákvæðið sem 9. grein hafði að geyma um ákvörðunar- rétt konunnar sjálfrar. Þessi niðurfelling hefur vakið mikla reiði meðal kvenna. Þær hafa nú 100 talsins — úr öllum flokk- um og flestum starfsgreinum — skorað á heilbrigðisráðherra að taka 9. greinina upp á nýjan leik til meðferðar á alþingi. Þær heimta að konan fái sjálf að axla þá ábyrgð sem hvort eð er verður alltaf henn- ar og einskis annars. Eftir er að vita hvaða úrslit þetta mál fær á alþingi, en mörgum mun finnast að afstaðan til þess ætti ekki að þurfa að fara eftir flokkslinum. Hér sé um að ræða spurninguna um siðferðislegt mat á mannlegri reisn. — s. Jónas um járnblendi U C: „Hann er einn versti mengunarvaldur landsins” — samkvæmt bandarlskri rannsókn Meðal ræðumanna við 1. um- ræðu I neðri deild i fyrradag um frumvarp rlkisstjórnarinnar um járnblendiverksmiðju i Hvalfirði var Jónas Arnason. Hér segir frá ræðu hans en Jónas sagði_m.a.: „Hugur fylgir máli” - Þegar sagnfræðingar fara seinna meir að skyggnast i gang þessa máls, sem hér er til um- ræðu, þá hygg ég að þeir muni telja hvað hnýsilegast, að fá svör við þessum spurningum: Hvaða undur áttu sér stað i aðalstöðvum auðhringsins, Union Carbide vestur i New York i hvert sinn sem fulltrúar islenskra stjórnvalda komu þangað til við- ræðu? Hvernig stóð á þvi, að þegar menn þessir sneru aftur heim til Islands töluðu þeir yfirleitt, eins og þeim hefði birst Heilagur Andi? Einkum virðast undur þessi hafa orkað sterkt á hina islensku viðsemjendur Union Carbide, þegar mengunarhlið málsins var rædd, og fyrstu skjalfestu heimildirnar um þau er að finna i skýrslu þeirri, sem viðræðunefnd um orkufrekan iðnað lét alþingis- mönnum I té fyrir um það bil einu ári. Fimm valinkunnir gáfu- menn, sem nefnd þessa skipuðu, sögðu þar stutt og laggott, að Union Carbide hefði frá upphafi viðræðnanna „heitið þvi,” að mengun frá verksmiðjunni yrði i „algeru lágmarki” og þvi næst kom þessi fræga fullyrðing: „ og er ljóst að hugur fylgir máli”. ... Fleiri urðu tii að vitna i sama dUr. Hæstvirtur iðnaðarráðherra sagði t.d. frá þvi á fundi að Leirá i Borgarfirði þann 4. des. s.l., að hann hefði þá nýskeð skroppið vestur um haf, og þar hafði Union Carbide sýnt honum eina eða tvær af verksmiðjum sinum, og eftir þessa örstuttu kynnisferð taldi ráðherrann sig þess um- kominn, að lýsa yfir þeirri bjarg- föstu sannfæringu sinni, að alls engin mengunarhætta mundi stafa af verksmiðjunni. Svona tala að sjálfsögðu engir nema þeir, sem hafa orðið fyrir merki- legri trUarreynslu. Forstöðumaður Heilbrigðis- eftirlits rlkisins kom með tvær litlar ljósmyndir á þennan fund, en þær hafði hann tekið af ein- hverri verksmiðju Union Carbide Þingsjá vestur í Bandarikjunum. Þessar myndir lét hann ganga milli fundarmanna, svo að þeir mættu endanlega sannfærast um ágæti og heiðarleika þessa auðhrings i mengunarmálum. önnur þessara mynda var I fókus en hin ekki. A þessu stigi var blærinn á fundinum likastur þvi sem hefði einhver sértrUarflokkur kallað borgfirðinga saman til að boða þeim fagnaðarerindið. — Það var fyrst eftir fundinn á Leirá, að ríkisstjórnin fór að sýna örlitla tilburði við að afla upp- lýsinga um mengunarhættu af verksmiðjunni frá öðrum aðilum en auðhringnum sjálfum. Aður veifuðu menn jafnan sama sið- ferðisvottorðinu, sem var signerað af auðhringnum sjálf- um. TrUarvakningin átti svo að ná hámarki á Leirárfundi, en borgfirðingar reyndust sem kunnugt er of rniklir efasemdar- menn til að gleypa við boðskapn- um. Það var ekki sungið „hale- lUja” á Leirárfundi. Borgfirðing- ar gera enn greinarmun á Union Carbide og Heilögum Anda, og það gera fleiri. Vitnisburður um svivirðingu Jónas Arnason gerði siðan grein fyrir upplýsingum og gögn- um, sem hann hafði aflað sér frá ýmsum löndum um starfsemi Union Carbide, og þá ekki sist varðandi' mengunarmálin. Jónas vitnaði m.a. i bandariskt rit um ákveðna könnun, sem þar hafði farið fram og sagði þar orðrétt i niðurstöðum: „Á árunum 1970-1971 gerðu þeir Silverman og Osbourne, starfs- félagar hins kunna bandariska neytendaleiðtoga, Ralph Nader, könnun á mengunaráhrifum af starfsemi UC i Bandarikjunum. Niðurstaða þeirra var I stuttu máli sU, að UC „sé og hafi verið einn af verstu mengunarvöldum landsins”. Fullyrðing þeirra er studd fjölda greina i landsmála- og landsbyggðarblöðum, svo og sjónvarpsþáttum, þar sem fjallað hefur verið um mengunarvanda i borgum eins og Charleston i Vest- ur-Virginiu, Marietta I Ohio og Tonawanda i New-York fylki. Einna verst var ástandið i sam- bandi við verksmiðjuna i Marietta. Af þeim sökum hélt Landseftirlit loftmengunar þar ráðstefnu og bauð til fulltrUum UC,sem neitaði að senda fulltrUa. Hið virta timarit bandariskra kaupsýslumanna Business Week segir: „Næstu tvö árin neitaði UC að láta i té fullkomin gögn um Ut- blástursefni og gekk svo langt að girða fyrir störf opinberra eftir- litsmanna i Mariettaverksmiðj- unni” Árið 1969 endurtók sig leikurinn — ráðstefna — neitun á þátttöku. Eftir hótun um málssókn af ráðu- neytis hálfu árið 1970 lét UC hinar umbeðnu upplýsingar i té og féllst á að fullnægja vissum kröfum um skerðingu á brennisteinsoxiði fyr- ir október það ár. Við það var ekki staðið. I janUar 1971 var gef- in Ut tilskipun af alrikisstjórn- völdum að UC drægi Ur mengun, og varð félagið hið fyrsta, sem fékk að kenna á Valdi umhverfis- verndarráðsins. Forráðamenn UC hafa reynt að bera þessar ásakanir af sér i Jónas Arnason. skýringarbréfi, sem sent var öll- um starfsmönnum og hluthöfum. Segir i þvi, að UC hafi mikið á sig lagt til varnar gegn mengun og verið samvinnufUst. Nader og félagar hans telja þau skrif villandi og marklitil. Hechler fulltrUadeildarþing- maður frá Vestur-Virginiu tók til máls um þetta á Bandarikjaþingi 25.3 1971. Visaði hann þar til þeirrar hreyfingar, sem reis meðal hluthafa UC um opinbera rannsókn á tilburðum forráða- manna UC til að gera litið Ur menguninni og segir um eina af verksmiðjum UC i kjördæmi sinu: Borgin er talin vitnisburður' um svivirðinguna, aðsetur verk- smiðju, sem er að likindum mest reykspUandi I heimi. Járnblendi- verksmiðja UC hellir Ut I loftið 70 þUs. tonnum af rykögnum á ári, en það er nokkru meira en kemur frá allri New York borg.” Jónas Árnason rakti fleiri hlið- stæðar umsagnir um starfsemi UC m.a. frá framkvæmdastjóra iðnráðsins i Puerto Rico, og frá breskum þingmanni, sem lengi var framkvæmdastjóri fyrir félag verkamanna i efnaiðnaði, og er þessum málum gjörkunnugur. Samkvæmt umsögn breska þing- mannsins er Union Carbide allra versti mengunarvaldurinn, sem til þekkist. Annar breti dr. Arthur Bourne kunnur umhverfisfræðingur og náinn samherji Thor Heyerdal á þeim vettvangi segist i bréfi ekki trUa þvi, að islendingar fari nii að hleypa Union Carbide á hið við- kvæma lifriki Hvalfjarðar, nema þá að hér sé stórkostlegt atvinnu- Íeysi. Jónas undirstrikaði, að auð- hringur þessi leitaði nU æ meir til annarra landa en Bandaríkjanna, ekki sist vegna þess, að verið væri að taka upp strangari mengunar- varnir i Bandarikjunum. En i þeim efnum væru reglugerðir ekki nóg, þeim yrði að framfylgja af fullri hörku, ef að gagni ætti að koma. Og Jónas sagði: Ég verð að segja það alveg eins og er, að eftir þá reynslu, sem fengin er hingað til af störfum og dómgreind þeirra manna, sem fjallað hafa um mengunarhlið þessa verksmiðjumáls og munu ef til kemur annast þetta eftirlit, þá sýnist mér ekki sennilegt, að UC telji sig þurfa að bUast við mikilli aðgangshörku af þeirra hálfu. Eða þvi' skyldi þeim ekki birtast Heilagur Andi uppi á Grundatanga rétt eins og vestur i New York? Siðan ræddi Jónas Árnason nokkuð um samstarf Union Car- bide við fasistastjórnir i Rhödesiu og Suður-Afriku og framkomu auðhringsins gagnvart svörtum verkamönnum, sem greitt er allt að 10 sinnum lægra kaup en hvit- um hjá fyrirtækjum auðhringsins. Spyr sá sem ekki veit. Að lokum sagði þingmaðurinn: Ég vil aðeins að lokum láta i ljós þá von mina, þá einlægu ósk mina,aðenda þótt þessi háttvirta deild beri ef til vill ekki gæfu til að fella þetta frumvarp, þetta óheillafrumvarp, þá muni henni samt endast sjálfstæði, dóm- greind og manndómup til að taka undir þá kröfu, sem þinginu hefur Framhald á bls. 10.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.