Þjóðviljinn - 21.03.1975, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.03.1975, Blaðsíða 12
Föstudagur 21. marz 1975. Fischer neitar BERGEN AAN ZEE 20/3 — Bobby Fischer neitaði i dag að verja heimsmeistaratitil sinn i skák fyrir Anatóli Karpof frá Sovétrikjunum, sem á hann hefur skorað. Alþjóðlega skáksambandið (FIDE) hefur samþykkt þá tillögu sovét- manna að fresta fyrirhugaðri skákkeppni um fjóra mánuði. Samkvæmt þvi hefst keppnin i Manila fjórða eða fimmta október. Framkvæmdanefnd FIDE visaði hinsvegar á bug tillögu Edmundsons, forseta bandariska skáksambandsins, um að lengja frestinn, sem Fischer hefur verið gefinn til að ákveða hvort hann mæti Karpof, um mánuð. Frestur- inn rennur út fyrsta april. Reuter. Saigon-herinn flúinn frá Quang Tri Thieu segist œtla að verja Hue SAIGON 20/3 — Hersveitir Saigon-stjórnar hafa yfir gefið Quang Tri, höfuð- borg samnefnds héraðs og nyrsta staðinn, sem Sigon- herinn hef ur til þessa hald- ið í Víetnam. Borgin er sögð ennþá að mestu leyti í rústum eftir að mest var barist um hana 1972. Flótti Saigon-hersins úr miðhá- lendinu heidur áfram, og hefur aðalstjórnarstöð hersins fyrir miðhálöndin verið flutt frá Pleiku til hafnarborgarinnar Nha Trang. Á fréttum frá Talsmönnum Saigon-stjórnar er að heyra að öflugar sveitir Þjóðfrelsisfylking- arinnar séu staddar suðaustur af Quang Tri og séu möguleikar á þvi að sá her rjúfi vegasamband- ið á milli Hué og Danang. Saigon- stjórnin rær nú að þvi öllum árum að fá fólk til að flýja Hué, og er hermt af hálfu Saigon-manna að fjöldi flóttafólks sé kominn þaðan til Danang, allnokkru sunnar. Fréttum frá Hué ber ekki saman, en Thieu forseti i Saigon segir að það sé af og frá að her hans ætli að flýja borgina. Hué var forðum höfuðborg keisaradæmisins Annams og hefur löngum verið talin miðstöð vietnamskrar þjóð- ernishyggju. Talið er að missir Hué yrði þvi gifurlegt sálrænt áfall fyrir Saigon-herinn. — Barist er viðsvegar i Suður- Vietnam og benda fregnir til þess að þjóðfrelsisliðum veiti stöðugt betur. Tveir Lon Nol-hermenn styðja særðan félaga — 10—15.000 hermenn eru sagðir fallnir og særðir af her bandarlsku leppstjórnarinnar siðan um áramót. „Tiðindalaust” á Kambódiuvigstöðvunum Breska sendi- ráðinu lokað PHNOMPENH 20-4-3 — Veruleg eldflaugahríð stóð á Phnompenh I dag og voru hús Long Borets for- sætisráðherra og yfirmanns flota Lon Nol-stjórnarinnar meðal þeirra staða, sem hæfðir voru. Hvorugur þessara höfingja slas- aðist þó. Eldflaugar komu einnig niður nærri sendiráðum Bret- lands og Bandarikjanna. Breska sendiráðið tilkynnti i dag að þvi væri hér með lokað „til bráða- birgða”, og flugu þeir sex starfs- menn sendiráðsins, sem eftir voru I borginni, þaðan i morgun. Þjóðareiningarmenn skjóta enn eldflaugum á Pochentong-flug- völl, en ekki er vitað hvaða tjóni þær hafa valdið upp á siðkastið. Lon Nol-herinn hefur verið að reyna að knýja þjóðareiningar- liða til undanhalds norður af flug- vellinum, en.mun hafa orðið litt eða ekki ágengt. Loftbrú banda- rikjamanna er haldið áfram. Her Lon Nol-stjórnar i Neak Luog, ferjuborginni við Mekong fyrir neðan Phnompenh, hefur ekki enn gefist upp, en ástandið i borg- inni er hið hörmulegasta, þar eð þar er fjöldi særðra manna og sjúkra og ægilegur skortur á læknishjálp og matvælum. Útflutningur iðnaðarmanna að hefjast Taka járniðnaðar- menn þátt í norska olíuævintýrinu? „Við munum ekki stuðla að þvi að járniðnaðarmenn fari til Noregs i hópum, vegna þess að enn er atvinna fyrir hendi hér heima, hópur járniðnaðar- manna við vinnu á Norðfi'rði og fyrirsjáanlegt að talsvert verð- ur að gera i virkjunum i sumar. Hinsvegar viljum við náttúrlega gæta hagsmuna þeirra, sem þrátt fyrir þetta hyggjast ráða sig i Noregi, ef einhverjir verða.” Þetta sagði Guðjón Jónsson, formaður Félags járniðnaðar- manna i gær, en hann hafði þá um morguninn rætt við Thor Holmgren, fulltrúa sænsks fyrirtækis, sem falast hefur eft- ir rafsuðumönnum á hálfs árs samning i Noregi á kjörum, sem i krónutölu eru þrefalt hærri en hér tiðkast hjá járniðnaðar- mönnum, að viðbættum fæðis- og húsnæðispeningum, sem nægja eiga fyrir uppihaldskost- aði. Guðjón sagði að i viðtali hans við Holmgren hafi komið i ljós að fullt samráð yrði haft við stéttarfélag járniðnaðarmanna og gengið frá samningum við járniðnaðarmennina á sama hátt og gert var i samningum við Kockums i Sviþjóð 1969 og 70. Sænska fyrirtækið, sem hér um ræðir, hyggst ráða rafsuðu- menn til starfa i sambandi við skipasmiðar, i Stavanger og Þrándheimi i Noregi og i Helsingjaborg i Sviþjóð. Full- trúi þess er hingað kominn til þess að kanna undirtektir og skrá nöfn þeirra manna, sem hug hafa á þessu starfi, en ekki verður farið að ræða um ráðn- ingu fyrr en að tiu dögum liðn- um, og þegar hann hefur rætt við stéttarfélög og viðkomandi yfirvöld. Verk þau sem vinna á i Noregi eru tengd norska oliu- ævintýrinu. Fær þann f jölda sem hann þarf Járniðnaðarmenn fjölmenntu á fund Holmgrens i gærdag og spurðu hann spjörunum úr um kaup og kjör á væntanlegum vinnustöðum i Noregi, þar sem islensku járniðnaðarmennirnir munu væntanlega starfa. Hann fær eins marga menn ■með sér út og hann þarf, sögðu nokkrir iðnverkamanna, sem Þjóðviljinn hitti á Loftleiða- hótelinu I gærdag, en þar ræddi Holmgren við islensku járniðn- aðarmennina. Hann býður þrefalt hærra kaup en hér er borgað og þess- utan 100 nroskar krónur á dag i uppihaldskostnað. Okkur finnst hinsvegar svolitið loðið það sem hann segir okkur um skattamál- in. Hann talar um 60—80 tima vinnu á viku, og spurningin er þá sú, hvort norsku fagfélögin séu ekki mótfallin slikri vinnu. Nóg að gera hér Það er ekki vegna atvinnu- leysis, sem járniðnaðarmenn virðast áhugasamir um vinnuna i Noregi, heldur sú staðreynd að fyrirtæki Holmgrens þessa býður miklu hærra kaup en hér fæst. Jónas Hallgrimsson, trúnað- armaður starfsmanna I Vél- smiðjunni Héðni, tjáði Þjóð- viljanum i gær, að járniðnaðar- menn hefðu amk. sem stendur næga vinnu. „Þeir tóku reyndar eftirvinn- una af okkur hér fyrir um þrem- ur vikum, en þaðstóð ekki nema í tvo daga, þvi við mótmæltum þessu allir af illri nauðsyn. Það ætlar enginn úr Héðni til Noregs i vinnu,” sagði Jónas. t Héðni er vikukaup járniðn- aðarmanns um 11.000 fyrir dag- vinnuna. Sumir eru yfirborgaðir sem nemur 10—20%, og með 20% yfirborgun og tveggja tima eftirvinnu á dag getur vikukaupið verið um 18.000 krónur. Þess má að lokum geta, að I Noregi er bannaður innflutning- ur vinnukrafts frá öðrum lönd- um en Norðurlöndum, þannig að ljóst er að ekki er mikill skortur á vinnuafli þar. — EKH/GG. Tíu CIA-njósnarar í USA- sendiráðinu í Lundúnum? 34 verkamannaflokksþingmenn krefjast brottvikningar þeirra úr landi LUNDÚNUM 20/3 — Þrjátiu og fjórir þingmenn breska Verka- mannaflokksins ákærðu.. I gær- kvöldi tiu starfsmenn ban'dariska sendiráðsins i Lundúnum fyrir að vera njósnara i þjónustu CIA, bandarisku ieyniþjónust- unnar. Krefjast þingmennirnir þess að máiið sé rannsakað og sendiráðsstarfsmönnunum vikið úr landi, nema þvi aðeins að þeir geti sannaö sakleysi sitt. Gert er ráð fyrir að þingmenn- imir muni fylgja málinu betur eftir i dag. A þriðjud., þegar Wil- son forsætisráðherra var að þvi spurður, hvað hæft væri i orðrómi um að CIA ætti hauka i horni i bandariska sendiráðinu, sagðist hann ekki mundu hika við að fýrirskipa gagngerða rannsókn ef sannanir fengjust fyrir þvi að CIA starfaði i Bretlandi með sendi- ráðið sem felustofnun. 1 tillögunni, sem þessir 34 stjórnarflokksþingmenn lögðu fram I neðri málstofunni, sögðust þeir vera þess vitandi að CIA ætti langa sögu að baki i Bretlandi og hefði stundað þar njósnir og ólög- legar aðgerðir. — Bandariska sendiráðið hefur neitað að láta hafa nokkuð eftir sér um málið, og af hálfu CIA var lika neitað að gefa nokkur svör, þegar frétta- stofur höfðu samband við leyni- þjónustuna út af máli þessu. Flugvallargjald og skyldusparnaður Eins og Þjóðviljinn skýrði frá i gær að til stæði var frumvarp rikisstjórrtarinnar um ráðstaf- anir i efnahagsmálum lagt fram á alþingi i gær. Auk þeirra atriða, sem Þjóð- viljinn greindi frá i gær felur frumvarpið i sér ýmis fleiri at- riði, meðal annars þessi: Flugvallargjald. Allir þeir, sem ferðast flugleiðis' frá Is- landi til annarra ianda skulu greiða sérstakt flugvallargjald að upphæð kr. 2.500,—. Aætlað er að þetta gjald gefi rikissjóði 225 miljónir króna. Skyldusparnaður. Gert er ráð fyrir, að þeir sem tekjuskatts- skyldir eru og ekki hafa náð 67 ára aldrei greiði 5% af skatt- gjaldstekjum siðasta árs, að frádreginni nokkurri upphæð þó, sem t.d. er 1.250 þús. fyrir samsköttuð hjón og að auk kr. 75 þús. fyrir hvert barn. Þetta seg- ir að hjón með 2 börn lenda ekki i skyldusparnaðinum nema þau hafi haft yfir kr. 1.400.000,— i skattgjaldstekjur á siðasta ári. Hafi slikar tekjur hins vegar verið 1.500.000,— verða þau að borga kr. 5000,— I skyldusparn- að samkvæmt frumvarpinu.. Áætlað er, að skyldusparnað- urinn færi rikinu 200—250 miljónir króna I ár samkvæmt þessu. Búist er við, að frumvarpið komi til 1. umræðu á alþingi i dag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.