Þjóðviljinn - 08.04.1975, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.04.1975, Blaðsíða 1
UOÐVIUINN Þriðjudagur 8. april 1975 40. árg. 78. tbl. Hagur fisk- verkenda betri en af er látið ÖLLU FISKMATI ER HÆTT í GRINDAVÍK Allur afli keyptur sem stórfiskur víða á Snœfellsnesi Staða fiskverkunarinnar virðist ekki vera eins slæm og af hefur verið látið. Fiskverkendur víða á Snæ- fellsnesi láta ekki meta fiskinn í stærðarflokka og má því gera ráð fyrir því að það verði samningsat- riði i lok vertíðar, hvað mikið af afla bátanna verður keyptur á hæsta verði sem stórfiskur. í Grindavik hafa fisk- kaupmenn gengið enn lengra og láta þeir hvorki stærðar- né gæðameta fiskinn, heldur kaupa hann allan á jafnaðarverði,ým- ist á 30 kr. eða 31 kr. Sam- kvæmt ákvörðun verðlags- ráðs er verðið fyrir kilóið af stærsta fiskinum upp úr bát 32.80 kr. en rúmar 27 kr. fyrir kílóið af fiski í milliflokknum. Miðað við Þá er greinilegt að mikil verkenda um báta í við- algenga skiptingu aflans í samkeppni ríkir milli fisk- skipti við stöðvar þeirra. stærðarf lokka má gera ráð fyrir að með því að sleppa matinu sé greitt um 10 % meira fyrir sama afla. SJÁ NÁNAR Á 3. SÍÐU Þingmenn þjóna konum til borðs — teppi Hildar Hákonardóttur, sem nú er til sýnis á Selfossi. Sjá 3. síðu Guöjón Jónsson Fyrirvari járn- iðnaðar- manna Félagsfundur i Félagi járn- iönaðarmanna samþykkti samkomulag 9-mannanefndar ASÍ með fyrirvara um 4. lið samkomulagsins, sem er byggður á reglugerð um túlk- un laganna sem rikisstjórnin setti sl. haust um láglauna- bætur. Þá gerði fundurinn fleiri samþykktir. Er fréttatil- kynning frá Félagi járniðn- aöarmanna birt á 5. siðu, en við spurðum Guðjón Jónsson, formann Félags járniðnaðar- manna um fundinn og þá fyrst hvað þessi fyrirvari merkti: — Járniðnaðarmenn hafa ekki fengið neinar láglauna- bætur þó umsamið kaup sé undir 50 þúsund krónum. Astæðan er sú að samkvæmt þeirri reglugerð sem rikis- stjórnin setti um láglaunabæt- ur eru ýmis álög, þmt. óþrifa- álag, talin með taxtanum. Þannig hafa járniðnaðarmenn ekki fengið þessar bætur. Hins vegar hafa uppmælingamenn allir fengið þessar bætur þar sem þeir fengu markið hækk- að um 20% fyrir álagningu láglaunabóta. Gagnrýni á ASÍ — Sjá 5. síðu S j ó ma n n av er kf all ? Ríkisstjórnin œtti að leggja frumvarpið um skerðingu hlutaskiptanna á hilluna, segir Jón Sigurðsson Jón Sigurðsson. Ég teldi eðlilegast að rikis- stjórnin legði þetta frumvarp á hilluna, sagði Jón Sigurðsson, forseti Sjómannasambands Is- lands, er Þjóðviljinn bar undir hann hvað hann segði um frum- varp það sem rikisstjórnin hefur haft i smiðum að undanförnu og fjallar um ráðstafanir i sjávarút- vegi. — Þjóðviljinn birti kafla úr frumvarpinu á laugardaginn, en þar kom fram að ætlun stjórnar- valda hefur verið að skerða hluta- skipti sjómanna enn um nærri tvo miljarða króna, i viðbót við þá nærri tvo miljarða sem hirtir voru sl. haust. Stanslausir samningafundir hafa verið i hásetadeilunni um helgina. Fundur stóð til klukkan sjö i gærmorgun, og kl. 11 hófst fundur sjómanna með forsætis- ráðherra. Sáttafundur hófst með samningamönnum háseta á tog- urum kl. 2, og siðan með undir- mönnum á bátunum kl. 4. Stóð hann enn i gærkvöld. Jón Sigurðsson sagði i viðtali við Þjóðviljann i gær, að hann gæti sáralitið sagt um stöðuna. Þeir hafa nokkuð komið til móts við okkur, sagði hann, þannig að málin eru á hreyfingu. Við höfum farið yfir samningana i einstök- um greinum. Félögin sem höfðu boðað vinnu- stöðvanir frá miðnætti sl. hafa frestað henni til miðnættis 9. april, aðfaranótt fimmtudagsins. — Býstu við að til verkfalls komi eða að samningar takist á þeim tima sem eftir er? — Um það vil ég ekkert segja, sagði Jón. — En verkfalli verður ekki frestað frá þessum tima. Hafði ráðherrann góð orð um að athuga það. Frumvarp rikisstjórnarinnar, sem Þióðviljinn sagði frá á laug- ardag, bar og á góma á rikis- stjórnarfundinum. Benti ekkert til þess að rikisstjórnin hygðist draga það til baka eða að breyta þvi i verulegum atriðum. Þó mun það ætlun stjórnarflokkanna að breyta með einhverjum hætti ráðstöfun fjármagns úr gengis- hagnaðarsjóði frá þvi sem i upp- hafi var ætlað. Sjómenn gerðu forsætisráð- herra að fullu ljóst að þeir myndu verða á varðbergi gagnvart hverskonar tilraunum til aukinn- ar skerðingar á hlutaskiptum, en kjarasamningarnir af hálfu sjó- manna hafa að undanförnu snúist um það að fá aftur bætur fyrir þá skerðingu, sem rikisstjórnin hafði stofnað.til áður. Verð K uldakastið meinlaust Menn vöknuðu upp við það i gærmorgun að komið var hörkufrost, allt að (i stig hér á Suður- og Vesturlandi, en und- anfarna daga hafa verið vorhlý- indi á þessu landsvæði og gróður eilitið farinn að taka við sér. Við höfðum þvi samband við Ilafliða Jónsson garðyrkju- stjóra Iteykjavikurborgar og spurðum hann hvort hætta væri á að kuldinn skemmdi gróður. Ilafliði kvað nei við þvi, sagði gróðurinn kominn svo stutt á veg að þetta kuldakast kæmi alls ckki að sök. Og Guðinundur Hallsteinsson veðurfræðingur sagði okkur að þvi miöur mætti búast við köldu veðri eitthvað áfram, einn eða tvo daga i viðbót sagði hann. Ég sé engin merki þcss að norðan- áttin sé að ganga niður, sagði Guðmundur. __o Hrir Á fundinum með forsætisráðherra Á fundinum með forsætisráð- herra kl. 11 i gærmorgun kom fátt eitt fram. Var rætt um skatta- málin og báðu sjómenn um eitt- hvað skriflegt frá rikisstjórninni áður en verkfallsfrestur rynni út. dagblaðanna Askriftargjald dagblaðanna hækkar frá og með april i kr. 700/- á mánuði og lausasölu- verðið i kr. 40/-. Hækkun þessi er eingöngu vegna undanfar- andi hækkana á pappir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.