Þjóðviljinn - 08.04.1975, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.04.1975, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 8. april 1975. Misnotkun ráðherrastóls Sennilega hafa óbreyttir borg- arar og félagshyggjufólk i land- inu ekki átt mikla von góðra verka frá helmingastjórn ihalds og framsóknar undir forsæti Geirs Hallgrimssonar. Það hefur og komið á daginn, að æðsta og næstum eina boðorð þessarar stjórnar hefur verið að vernda hagsmuni hagsmunafélaga for- sætisráðherrans — kaupmangara og gróðamannanna ilandinu. Mér er það stórt vafaspursmál, og er varla einn um þá skoðun, að i mörgum löndum, sem búa við stjórnmálalegt siðferði, væri manni, sem hefur jafn augljósra hagsmuna að gæta á viðskipta- sviðinu, falin forysta i rikis- stjórn. Nú væri ástæða til þess að ætla, að maðurinn, kominn i þetta sæti, kynni sér nú svolitið hóf og væri þess a.m.k. stöku sinnum minnugur, að fleiri stéttir byggja landið en gróðastéttirnar, en það virðistborin von. Margt og mikið er skrafað og skrifað um rekstur fyrirtækja, um „rekstrargrund- völl” o.fl. o.fl. Vitað er, að fátt er auðveldara, enda óspart gert,en að búa til forsendur og jafnvel töl- ur til þess að hampa framan i fólk i þessu sambandi. Eitt er vist, að hafi átt að taka atvinnurekendur þessa lands trúanlega, hefur aldrei verið grundvöllur fyrir þvi að greiða fólki viðunandi laun. Valdahlutföllin i stjórn landsins á hverjum tima hafa svo ráðið þvi, hvort gróðastéttirnar hafa fengið að hafa sina hentisemi. Nú er semsagt þeirra timi, og greinilegt er, að hann á að notast vel. Hvað varðar þá herra um það, þó að al- þýðuheimiiin i landinu séu löngu búin að missa sinn „rekstrar- grundvöll?” Kannske hafa nú einhverjir bundið einhverjar vonir við aðild Framsóknarflokksins að rikis- stjórninni. Hafi svo verið, eru þau vonbrigði vafalaust sár. Hvað mér viðvíkur, eru það tveir fram- sóknarráðherranna, sem hafa valdið mér furðu- og mikilla von- brigða. Það eru þeir Einar Ag. og Vilhj. Hjálmarsson. Þessir, vafa- Htið ágætu drengir, hafa látið ihaldið hafa sig til þeirra skit- verka, sem enginn hefði að óreyndu ætlað þeim. Hvað utan- rikisráðherranum viðvikur, byrjaði niðurlæging hans fljót- lega eftir stjórnarskiptin, eins og öllum er i fersku minni. Þar virðistekki verða breyting á, þótt mánuðunum fjölgi. Margir urðu hissa þegar V.H. léði máls á þvi að setjast i sæti menntam álaráðherra. Þetta hefði nú kannske, þrátt fyrir aug- Frh. á bls. 15 .... ...~ —------—...—————.........- - skólanum hafa stundað þar 1965 1967 1969 1971 1973 nám, og einnig á snobb efalaust sinn þátt i þessu. í MENNTSKÆLINGAR VIÐ TJÖRNINA: ___________________—__________- Félagsmótun og gildismat. Könnun sú, sem hér um ræðir, var gerö i sambandi viö sælu- víku MT, sem stóð yfir 17.—22. febrúar. Var þá ekki kennt eftir stundatöflu, heldur unnu nem- endur að allskonar verkefnum, fóru i skoðunarferðir og hlýddu á fyrirlestra. 1 inngangi að skýslu hóps þess, er tók fyrir verkefni það, sem hér er um fjallaö, segir meðal annars, að lengi hafi ver- ið deilt um jafna aðstöðu fólks i hinum mismunandi þjóöfélags- hópum til langskólanáms. Könnunin var gerð I þremur skólum, Menntaskólanum I Reykjavik, Menntaskólanum við Tjörnina og Iðnskólanum. Um orsakirnar til stétta- skiptingarinnar milli skólanna segir meöal annars I skýrslunni að hér komi hvað helst til sú fé- lagsmótun og það gildismat, sem viðgengst hjá hverjum þjóðfélagshóp fyrir sig. Þetta gildismat sé skilyrt af efnaleg- um aðstæðum, þ.e. lifskjörum og stéttarlegri stöðu og þannig hafi efnahagur foreldra óbein áhrif. Með öðrum orðum sagt: „Það er lifsmátinn, sem skil- yrðir vitundina, en ekki vitundin lífsmátann.” Þjóðsögunni um „stéttlausa þjóð- félagið” hnekkt „1 Ijós kom aö prósenttölur úr skólunum þrem endurspegla alls ekki hlutföll stööuhópanna I Reykjavík. Fjöldi barna verka- manna og sjómanna í mennta- skólunum er afar lltill, frá 3,8%—13,6, en ætti aö vera ná- lægt 25% ef um „raunverulegt jafnrétti” væri aö ræöa. Iön- skólinn viröist ekki freista barna úr stéttum langskóla- genginna og sérfræöinga, þvl tölurnar þar eru aöeins frá 5.6%—9.3%, en ættu aö vera um 25% ef um samsvörun væri aö ræða.” Þannig er að orði komist I niöurstöðum könnunar, sem starfshópur I Menntaskóíanum við Tjörnina geröi á skiptingu nemenda I skóla eftir stéttum, eða starfi foreldra eða ætt og uppruna, allt eftir því hvað menn vilja kalla það. Samkvæmt þjóðsögunni um „stéttleysi” islenska þjóöfé- lagsins ætti það alls ekki aö geta staðist að ungmenni skiptust I skóla eftir þjóðfélagsstöðu og atvinnu foreldra. En niöurstöð- ur menntskælinganna við Tjörnina benda einmitt til þess, að stéttaskiptingin sé I fullu fjöri hvað snertir skiptingu nemenda niður á skólana. 41% menntskælinga börn „sérfræðinga og langskólagenginna Ennfremur segir I niöurstöð- unum að fjöldi nemenda i menntaskólunum, sem koma úr stöðuhópum iðnaðar- og þjón- ustustörf sé frá 38.4%—56.8%. Um það bil helmingur reykvík- inga tilheyrir þessum stöðuhóp, þannig að segja má að hann komi eðlilega mörgum afkvæm- um slnum inn I menntaskólana að tiltölu við fólksfjölda. Hins- vegar eru 41% mennta- skólanema úr stöðuhópum sér- fræðingar og langa- skólangengnir, en sá hópur telur aðeins fjórðung reykvlkinga. „Hástéttin” hefur þvl miklum mun fleiri afkvæmi sin I menntaskólunum en sem nemur fjölda hennar. Athyglisvert er einnig, aö miklu fleiri börn sérfræðinga og langskólagenginna að tiltölu sækja Menntaskólann I Reykja- vik en Menntaskólann við Tjörnina. Börn verkamanna og sjómanna (sá stöðuhópur telur fjórðung reykvíkinga) eru llka færri i gamla menntaskólanum en Tjarnarskóla. Þaö gæti sum- part stafað af þvl, að margir foreldrar nemenda I gamla ,,Tæki til að velja börn yfirstéttar- fólksins”. í þessu sambandi er i skýrslu hópsins vitnað I tvo breska fé- lagsfræðinga, Morrison og Mc- Intyre, sem byggja niðurstöður sinar á rannsóknum, sem gerð- ar hafa verið á Bretlandseyjum til þess að grafast fyrir um þá þætti, sem mest hafa áhrif á velgengni I skólum. Þeir segja eftirfarandi þætti langáhrifa- mesta: 1. Viðhorf foreldra til mennt- unar, og þar er átt við áhuga foreldra á starfi nemendanna I skólanum; hvort og hve mikið pau hvetja börn sin og svo metn- aður þeirra fyrir hönd barnanna hvað viövlkur menntun og framtíöarstööu þeirra. Þessir þættir hafa hvað eftir annað sýnt mikilvægi sitt. 2. Menntunarstig heimilisins. Hér er átt við lengd skólagöngu foreldra, menningarlegan áhuga foreldra og hvað mikið er lesið af bókum á heimilinu. Höfundar skýslunnar telja, að hvað þetta snerti eigi ísland mikiö sameiginlegt með öðrum löndum til dæmis Bretlandi. Þeir telja að I báöum þessum löndum sé mest um neikvæða afstöðu til skólamenntunar meðal verkamanna og sjó- manna. Skýrslu sinni ljúka þeir menntskælingar frá Tjörninni með tilvitnun i ritgerö Gunnars Frimannssonar, Skólinn og þjóðfélagiö, en þar segir: „Þrátt fyrir alla jafnaöarviö- leitni er skólakerfiö enn þann dag i dag tæki til þess aö velja börn yfirstéttafólksins til aö halda áfram I framhaldsskólum og veröa áfram I yfirstétt.” dþ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.