Þjóðviljinn - 08.04.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.04.1975, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 8. apríl 1975. PJOBVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS , (Jtgefandi: (Jtgáfufélag Þjöðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Hitstjórar: Kjartan Ólafsson, Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraidsson Umsjón með sunnudagsbiaði: Vilborg Harðardóttir Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. SÖGULEGT HLUTVERK GYLFA Þ. GÍSLASONAR Ferill Alþýðuflokksins i sex áratugi er ömurlegt dæmi um það hvernig eldur nýrra hugsjóna getur kulnað og orðið að ösku, hvernig barátta fyrir réttlætismál- um getur snúist i andhverfu sina. Enginn ber meiri ábyrgð á þessari gerbreytingu Alþýðuflokksins en Gylfi Þ. Gislason, og hann heldur þessari iðju áfram enda þótt siðustu kosningar sýndu að hann er að þvi kominn að leggja flokk sinn gersamlega að velli. Dæmi um það hvilikir umskipt- ingar ráðamenn Alþýðuflokksins eru orðnir hafa orðið ákaflega ljós undanfarn- ar vikur. Þannig telur Alþýðublaðið það nú brýn- asta baráttumál sitt að hamast gegn frumvarpi sem Magnús Kjartansson og Eðvarð Sigurðsson hafa flutt á þingi þess efnis að söluskattur verði felldur niður af matvælum. Svo sem kunnugt er hafa mat- væli hækkað meira en nokkrar aðrar vör- ur i tið núverandi rikisstjórnar, og bitnar sú stefna langþyngst á þeim sem naumast hafa fjárráð til annars en matarkaupa, láglaunafólki, barnmörgum fjölskyldum, öldruðu fólki og öryrkjum. Ef frumvarp Alþýðubandalagsins yrði samþykkt myndu matvæli lækka um 17%, en það tel- ur Alþýðublaðið hina argvitugustu fjar- stæðu. Rök blaðsins eru þau að slik lækkun á matvælum mundi koma hinum tekju- hæstu að mestu gagni. Blaðið virðist þannig telja að ef einhver hefur tifalt hærri tekjur en annar noti hann umfram- kaupgetuna til þess að kýla vömb sina, stéttaskiptingin sé i þvi fólgin að sumir éti margfalt meira en aðrir. Þvi sé sjálfsagt að matvæli séu sem allra dýrust og sölu- skattur af þeim sem hæstur! Annað dæmi um andlegt ásigkomulag Alþýðuflokksleiðtoganna er afar sérstæð tillaga sem Gylfi Þ. Gislason gerði nýlega grein fyrir á þingi. Hann hefur sem kunn- ugt er stutt hverja ráðstöfun núverandi rikisstjórnar með þeim rökum að allt sé hinni illu vinstristjóm að kenna. Hann hefur lýst þeirri skoðun sinni að atvinnu- rekendur geti ekki borið neinar kaup- hækkanir en jafnframt haft uppi hræsnis- fullt tal um að launafólk þyrfti á kaup- hækkunum að halda. Þessar andstæður hefur hann svo reynt að brúa með þvi að leggja til að rikið stórauki hugmyndir sin- ar um skyldusparnað og klófesti þannig hálfan annan miljarð króna af þegnunum. Þessa fúlgu á rikisstjórnin siðan að lána hinum blásnauðu atvinnurekendum til nokkurra ára með góðum kjörum. Svo eiga atvinnurekendur að nota lánið til þess að hækka kaupið, svo að þegnarnir geti staðið undir skyldusparnaðinum! Hókus, pókus, filiókus. Fjarstæðuleikrit hafa ver- ið i tisku um nokkurt skeið, og þar hafa margir hugkvæmir menn lagt hönd að verki. Ekki er höfundi þessarar greinar þó kunnugt um neinn sem komið hafi tánum þangað sem Gylfi hefur hælana á sviði hins pólitiska fáránleika. Jafnvel tón- smiðar hans blikna við hliðina á þessari leikrænu hugkvæmni. Hinn alvarlegi tilgangur Gylfa og rit- stjóra Alþýðublaðsins er sá að reyna að fela fyrir mönnum megineinkenni stétta- þjóðfélagsins, andstæðurnar milli launa- vinnu og auðmagns, milli þeirra sem selja vinnu sina og hinna sem kaupa hana og hirða af henni arð. 1 staðinn er reynt að beina athygli manna að rikisvaldinu sem einhverju dularfullu kerfi, utan og ofan við þjóðfélagið, sem leyst geti öll vanda- mál með efnahagslegum hundakúnstum. Stétt með stétt gegn einhverju óskil- greindu rikisvaldi virðist vera hið nýja kjörorð Gylfa Þ. Gislasonar. Hann hefur endanlega sagt skilið við þær grundvallar- hugmyndir sem voru lengi burðarás Al- þýðuflokksins, og með þeirri iðju hefur honum tekist að hrekja frá flokknum æ fleiri þeirra sem i raun aðhyllast hugsjón- ir sósialisma og lýðræðis. Sögulegt hlut- verk Gylfa Þ. Gislasonar er orðið það að sanna að Alþýðubandalagið eitt er póli- tiskur málsvari hinnar sósialisku verka- lýðshreyfingar á íslandi, og sist ætti Þjóð- viljinn að vanmeta þann stuðning. —m. Stj ómarfrumvarp iun almenningsbókasöfn pingsjá i gær var lagt fram á al- þingi stjórnarfrumvarp um almenningsbókasöfn. Slíkt frumvarp var einnig lagt fram á alþingi i fyrra en varð þá eigi útrætt. 1 1. grein frumvarpsins segir: „Almenningsbókasöfn skulu starfa i öllum byggðum landsins til sjávar og sveita. Almennings- bókasöfn eru mennta-, upplýs- inga- og tómstundastofnanir fyrir almenning. Þau skulu gefa fólki sem bestan kost á að lesa og færa sér i nyt bækur og veita afnot af nýsigögnum svo sem hljómplöt- um, segulböndum og öðrum miðl- unargögnum til fræðslu og dægradvalar”. I 8. grein er kveðið á um lág- marksfjárframlög sveitarfélaga til reksturs almenningsbókasafna . Þar segir? ,,a) Til bæjarbókasafns greiðir bæjarsjóður kr. 1000.- á hvern ibúa kaupstaðarins. b) Til bæjar- og héraðsbókasafns greiðir bæjarsjóður kr. 1000.- á hvern ibúa kaupstaðarins. önnur sveitarfélög i umdæm- inu greiða kr. 100 á hvern ibúa og stendur sýslusjóður skil á þessari greiðslu. c) Til héraðsbókasafns greiðir sveitarsjóður, þar sem safnið er, kr. 1000 á hvern ibúa hreppsfélagsins. önnur sveitarfélög i umdæminu greiða til safnsins kr. 100,- á hvern ibúa og stendur sýslu- sjóður skil á þeirri greiðslu. d) Til hreppsbókasafna greiðir viðkomandi hreppssjóður kr. 750,- á hvern ibúa hreppsins. Þessi lágmarksfjárframlög sveitarfélaganna skulu endur- skoðuð árlega og færð til sam- ræmis við verðlag i landinu, sam- kvæmt útreikningum Ilagstofu tslands”. 1 9. grein frumvarpsins er svo kveðið á um, að rikissjóður skuli greiða rekstrarframlag til al- menningsbókasafna og skuli það nema þriðjungi af lögboðnum rekstrarfjárframlögum sveitar- félaga. Fjölbrautaskóli og gatnagerðargjöld t gær voru stuttir fundir i deild- um á alþingi. t efri deild mælti Ilalldór E. Sigurðsson, landbún- aðarráðherra fyrir tveimur stjórnarfrum vörpuin um land- græðslu og heftingu sandfoks. Ragnar Arnalds mælti fyrir þingsályktunartillögu, sem hann flytur um fjölbrautaskóla á Norð- urlandi vestra.Við munum siðar skýra frá framsöguræðu Ragnars um málið. 1 neðri deild voru fjögur mál tekin til umræðu. ólafur G. Einarsson gerði grein fyrir nefndaráliti og breytingartillögu (Jtför móður okkar Rannveigar Bjarnadóttur, Stórholti 26, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 10. aprll kl. 13.30. Jón R. Ásmundsson, Björn R. Asmundsson, Reynir R. Asmundsson, Hilmar Sv. Asmundsson, Sigurður S. Asmundsson. við frumvarp til laga um gatna- geröargjöld. I upphaflegu frum- varpi, sem flutt var fyrr i vetur af félagsmálanefnd neðri deildar að beiðni Sambands islenskra sveitarfélaga var gert ráð fyrir, að heimila sveitarstjórnum að innheimta gatnagerðargjöld af öllum fasteignum við þær götur, sem bundið slitlag hefur verið sett á og gangstéttir lagðar, óháð þvi hve langt sé um liðið siðan þannig var frá götum og gang- stéttum gengið. Þegar málið kom nú aftur frá nefnd til 2. umræðu, hafði félags- málanefnd hins vegar breytt til- lögunni þannig, að „enda sé eigi lengri timi en fimm ár liðinn frá þvi slitlag var sett eða gangstétt lögð”. Með þessari breytingu var mál- ið afgreitt til þriðju umræðu með samhljóða atkvæðum. Þá mælti Pálmi Jónsson fyrir frumvarpi i neðri deild um heilsu- gæslustöð á Skagaströnd, en frumvarpið er flutt af öllum þingmönnum Norðurlandskjör dæmis vestra. Halldór F. Sigurðsson mælti fyrir stjórnar- frumvarpi um afréttarmálefni og itölu og ólafur Jóhannesson, dómsmálaráðherra stjórnarfrumvarpi um sakamanna. fy rir framsal Geir Gunn- arsson spyr um útflutn- ingsbætur Geir Gunnarsson hefur lagt fram á alþingi fyrirspurn til land- búnaðarráðherra um útflutnings- bætur á landbúnaðarafurðir og óskað skriflegs svars. Fyrirspurnin er á þessa leið: 1. Hversu mikill hluti kinda- kjötsframleiðslu (kg og hundr- aðshluti) á sl. ári er talinn vera frá framleiðendum, sem búa ekki á lögbýlum? 2 Hversu miklar voru útflutn- ingsbætur á kjötmagn, sem þess- ari framleiðslu nemur? 3. Hversu mikil áburðarnotkun er talin nauðsynleg til framleiðslu þessa magns af kjöti? 4. Hve mikið var greitt á út- flutningsbætur á sl. ári fyrir ein- stakar afurðir, á einingu og i heild? 5. Hvernig eru hliðstæðar áætl- anir fyrir árið 1975? ÍP ÚTBOÐ Tilboð óskast i sölu á steyptum hlifðar- hellum fyrir jarðstrengi, fyrir Rafmagns- veitu Reykjavikur. Otboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað, mið- vikudaginn 23. april 1975 kl. 14.00 e.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sírni 25800

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.