Þjóðviljinn - 08.04.1975, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 08.04.1975, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 8. aprfl 1975. Þriðjudagur 8. aprfl 1975. þJöÐVILJINN — StÐA 9 „Framleiðslu- og viðskipta- hættir borgarastéttarinnar, eignahagsskipan hennar — hið borgaralega þjóðfélag sem hefur töfrað fram svo risavaxin fram- leiðslu- og samgöngutæki — likist nú þeim galdrameistara er fær ekki lengur ráðið við anda undir- djúpanna er hann hefur vakið upp. Um áratugi hefur saga iðnaðar og verslunar ekki verið neitt annað en sagan um uppreisn framleiðsluafla nútimans gegn framleiðsluháttum nútimans, gegn þeirri eignahagsskipan sem er lifsstofn borgarastéttarinnar og drottnunar hennar Allur iðnaður og verslunarviðskipti, framleiðsla og verslun allra menningarþjóða og hálf- eða litt- siðaðra svæða þeim áhangandi, hefur farið alveg úr skorðum um það bil einu sinni á hverjum ára- tug allt frá árinu 1825, en þá skall fyrsta almenna kreppan á. Viðskiptalif stöðvast, markaðir offyllast, gífurlegt vörumagn f* *.+ *! V* **> \V i(' „Eitt leiðir af öðru” nefnir kúbanski listamaðurinn Nuez þessa teikn- ingu slna. Kapitalistinn heldur að hann feti braut varfærni og skynsemi, en hvert fótmál hans er dauðanum vigt og hann losnar aldrei við vofuna, sem ber fána kreppunnar (crisis) Hvenær er marxisminn ferskur og hagnýtur ef ekki einmitt þá þegar mótsagnir auðvaldsskipu- lagsins koma skýrast i ljós? Og hvenær eru mótsagnir auðvalds- ins skýrari en einmitt nú þegar kreppa allsnægtanna ber að dyr- um? Af þessum ástæðum þykir okkur eiga vel við að birta tilvitn- anir úr ritum þeirra Marx og Engels (Kommúnistaávarpinuog Þróun sósíalismans) sem eiga jafn brýnt erindi til fólks nú á dögum sem fyrir 100—130 árum þegar þau voru samin. t þessum siðasta hagmálaþætti blaðsins munum við fyrst og fremst styðjast við greinar ým- issa erlendra rparxista. Þeir telja að aðsteðjandi erfiðleikar i efna- hagslifi auðvaldslandanna sé of- framleiðslukreppa sem eigi rætur sinar að rekja til mótsagnarinnar milli hins félagslega eðlis fram- leiðslunnar og einkaeignar kapitalista á framleiðslutækjum. Eða eins og Isi Grunbaum, gam- ali baráttumaður i danska kommúnistaflokknum orðar það: „Auðmagnið hefur vaxið of mikið I hiutfalli við giidandi arð- semi, þess vegna lækkar arðgjöf- in og kapítalistar draga úr fjár- festingu, framleiða .minna og segja upp fólki”. (Information i febrúar). Offramleiðsla vegna arðráns Af hverju hlýtur að koma upp hneigð til offramleiðslu i auð- valdsþjóðfélagi? 1 riti sem óháðir sænskir marxistar gefa út i Lundi (þeir kalla sig „unga filosoffer” og væri „ungir heimspekingar” dálitið vafasöm þýðing) er gefin eftirfarandi skýring: „Verkalýðurinn fær ekki i sinn hlut allt hið nýja verðmæti sem hann framleiðir og þess vegna verður að fjárfesta að nýju æ stærri fúigur af virðisauka: við liggur óseljanlegt, hörgull verður á reiðufé og lánstraust þverr. Verksmiðjur hætta starfsemi, verkafólk skortir brýnustu lifs- nauðsynjar af þvi það hefur framleitt of mikið af þeim, gjald- þrotin skella yfir hvert af öðru og hvert nauðungaruppboðið rekur annað. Stöðvunin stendur yfir svo árum skiptir og framleiðslu- tækjum og vörum er sóað og þau ónýtt i stórum stil uns vörur þær sem hlaðist hafa upp ganga að lokum út eftir að meira eða minna verðfall hefur orðið á þeim. Þá fyrst kemst smám saman skriður á framleiðslu og viðskipti á nýjan leik. í kreppunum gýs upp þjóðfélagsleg farsótt er öllum fyrri öidum hefði virst ganga brjálæði næst — farsótt offram- leiðslunnar. Svo litur út sem iðnaður og verslun séu i rústum, — og vegna hvers? Vegna þess að þjóðfélagið er búið of mikilli sið- menningu, of miklum vistum, of miklum iðnaði, of mikilli verslun. Þjóðfélagshættir borgarastétt- arinnar eru orðnir svo þröngir að þeir fá ekki hamið þann auð er þeir hafa skapað. Hvernig vinnur borgarastéttin bug á kreppunum? Annars vegar með þvi að ónýta framleiðsluöfl i stórum stil. Hins vegar með þvi að afla sér nýrra markaða og nýta gerr hina gömlu”. Marx og Engels Marxistar grafast fyrir um rætur kreppunnar; Framleiösluöflin eru hagskipan auðsins ofviða það eykst framleiðslugeta þjóð- arbúsins i sifellu. Nú selst ekki allt sem framleitt er og mætti þá ætla að unnt væri að hækka laun verkalýðsins svo að kaupgeta hans ykist. En þá mundi ágóði at- vinnurekenda og annarra kapftalista skerðast. Og einmitt þessi mótsögn leysist ekki innan auðvaldsskipulagsins: til þess að geta selt vörur sinar með ágóða getur kapitalistinn ekki greitt nema takmörkuð laun — til þess að hafa efni á að kaupa þessar vörur verður verkamaðurinn að fá hærri laun. Að nokkru leyti er unnt að velta þessari mótsögn milli vinnu og auðmagns y.fir til framtiðarinnar — það er hægt með lánastarfsemi sem gefur launafólki kost á að kaupa um efni fram. Og um leið getur iðjuhöldurinn fjármagnað frekari framkvæmdir með lánum enda þótt sala hans og ágóði hafi ekki verið nægileg”. ( Kommentar febrúarhefti). Þegar „varalið iðnaðarins” þraut Rétt eftir að vinstri stjórn var mynduð á tslandi tók hinn ó- krýndi konungur vestræns við- skiptalifs, dollarinn, þá sótt sem hann og siðar fleiri gjaldmiðlar hafa meira og minna þjáðst af sið an. Hinn danski Grunbaum sem áður var nefndur segist hafa ritað blaðagreinar fyrir réttum 3 árum þar sem hann hélt þvi fram að gjaldeyriskreppan væri yfir- borðseinkenni þeirrar heims- kreppu sem væri að færast nær. Svipað sögðu þá fleiri marxistar og reyndust þeir hafa rétt fyrir sér, enda var þetta ekki spádóm- ur út í loftið heldur niðurstaða af réttri þjóðfélagsgreiningu. t skemmtilegum samræðum milli breska hagfræðingsins Keynes og Karls gamla Marx sem danski blaðamaðurinn Kar- sten Kocksetur á svið lætur hann Marx lýsa aðdragandanum að núverandi kreppu eitthvað á þessa leið: Aldrei hefur auðvaldið lifað eins langvarandi blómatima og nú eftir heimsstyrjöldina siðari. Eftir eyðileggingu styrjaidarinnar þurfti að byggja geysimikið upp, vigbúnaður kalda striðsins gleypti feikilega mikla fram- leiðslugetu og strið Bandarikj- anna i Indó-Kina var einnig mik- ilsverð blóðgjöf. Einkennandi fyrir allt timabilið var mikil þensla i útgjöldum rikisins. Um 1960 og á árunum þar á eftir var fullri atvinnu nokkurn veginn náð, en i fyrstu tókst að forðast of mikinn þrýsting á vinnuafls- markaði með þvi að taka fólk i stórum stil úr landbúnaði og i launavinnu (þannig er með allar hinar mörgu miljónir af „gisti- verkamönnum” i Mið- og Norður- Evröpu — hj). Svipað varalið kom reyndar úr hópi kvenna. En þegar tók fyrir slikt aðstreymi fór kaupgjald að stiga. At- vinnurekendur leituðust við að halda gróða sinum óskertum og þeir svöruðu þvi með verð- hækkunum og framleiðsiuaukn- ingu, t.d. auknum vinnuhraða (samanber bónuskerfi I frysti- húsum!). Þetta ' reyndist hins vegar ekki nóg og ágóðinn fór að dala, þar af leiddi svo minnkandi atvinnu, sölutregðu og jafnframt verðbólgu. (Information i febrú- ar). Viðbrögð við minnkandi arðsemi Franski blaðamaðurinn Michel Bosquet (einnig þekktur sem hagfræðingurinn André Gorz) kemst að nákvæmlega sömu nið- urstöðu og daninn. Hann bendir á að um allan hinn iðnvædda heim kapitalismans hafi átt sér stað mikil sprenging i vinnulaunum um og eftir 1968. Það stafaði ekki aðeins af þvi að látið hafi verið undan kaupkröfum, heldur urðu atvinnurekendur að gera kostn- aðarsamar breytingar á vinnu- stöðum og fyrirkomulagi vinnu vegna uppreisnar verkalýðs gegn færibandavinnu, óhóflegum vinnuhraða, vinnuaga o.þ.h. Bosquet bendir á að annar kostnaður atvinnurekenda hafi einnig tekið að stiga mjög ört á 7unda áratugnum: umbúðir, hönnun, auglýsingar og önnur kynning á vörum sem dembt var á yfirfylltan markað. Loks óx mjög ýmis óbeinn kostnaður við atvinnurekstur sem tók I auknum mæli að verða honum byrði: Ibúðarhverfi verkamanna eða borgarhluti eða hérað þar sem verksmiðja ris með samgöngu- tækjum, skólum, sjúkrahúsum, i- þrótta- og útivistaraðstöðu og fram eftir þeim götunum, — þá Kreppan sýnir að það er tekið að hrynja úr grunni hins hátimbraða neysluþjóðfélags. Hvarvetna keppast menn við að leita Marx uppi og hlýða á kenningar hans um þjóðféiagsþróunina. kom kostnaður vegna aukinna krafna um mengunarvarnir og loks útgjöld vegna simenntunar verkamanna við skilyrði breyttr- ar tækni. Allt þetta, segir Bosquet, olli siðan minnkandi arðsemi og þvi að auðhringarnir leituðust við að flytja framkvæmdir sinar til þeirra svæða i heiminum þar sem vinnuafl er ódýrt og leyfilegt er að menga umhverfið. Þannig dró smám saman úr atvinnu i höfuð- stöðvum auðvaldsins. (Nouv. Ob- servatcur 17/2 og 24/3). Frestur en ekki lækning Franski marxistinn Michel Bosquet telur liklegast að fram- undan sé langt krepputimabil, e.t.v. áratugir, þar sem skiptist á bjarts;vni °8 svartsýni, oftlega verði þvi spáð að úr rætist án þess að nokkur veruleg umskipti verði. Þannig var einmitt áratugurinn milli 1930 og '40. Sjálfsagt geti „anti-cýcliskar” aðgerðir sem svo eru kallaðar, fjárlaga- og bankapólitík I anda Keynes haml- að eitthvað gegn sárustu afleið- ingum kreppunnar eins og fjölda- atvinnuleysi, en þvi fylgi einnig sin vandamál að kasta pappirs- peningum út i hagkerfið enda verði það æ dýrari aðgerð og af henni leiði hin svokaliaða „stöðn- unarbólga” (stagflation sbr. greinina um Gunnar Myrdal i þessum þáttum). Enginn vafi sé á þvi að ýmis konar rikisafskipti og „keyn- esiskir” iæknisdómar hafi frestað kreppunni um 4 ára skeið en að lokum hlaut hún áð koma fram, og ber Bosquet þannig alveg sam- an við Grunbaum. Framkvæmdir sem leiddu til atvinnuleysis Hreint tæknilega séð er krepp- an nákvæmlega tiltekið þetta, segir Michel Bosquet: Arðgjöf auðmagnsins er komin niður á svo lágt stig að hagvaxtarfjár- festing borgar sig ekki lengur. Sú eina fjárfesting sem enn kann að vera gróðavænleg er hagræðingarfjárfesting sem losar meira vinnuafl en hún nýtir. úr Vestur-Þýskalandi hafa fengist alveg dæmigerðar tölur um þetta : A árabilinu milli 1955 og 60 nam fjárfesting i þýskum iðnaði 100 miljörðum marka, fram- leiðslugetan óx um 50% og at- vinna skapaðist fyrir 2 miljónir manna i viðbót við þar sem fyrir var. Sama upphæð fjárfestingar 1960-65 skapaði ekki nýja atvinnu nema fyrir 400 þúsund manns. 1965-70 rýrði 100 miljarð marka fjárfesting atvinnuna um 100 þús- und manns. En 1970-75 er talið að fjárfesting þessarar upphæðar hafi i för með sér atvinnutap fyrir hálfa miljón manns. Lánaþenslan leiðir auðvaldið i ógöngur 1 Komraentar er söguþróun sið- ustu ára lýst með svipuðum hætti. Talið er að i kringum 1970 hafi skipt um i efnahagslifi auðvalds- landanna. Fram að þeim tima hafi verið þensluskeið allt frá lok- um heimsstyrjaldarinnar, en sið- an komi skeið samdráttar og ann- arra erfiðleika sem væntanlega standi lengi. Mótsagnir innan auðvaldsskipulagsins aukist mjög. Minnsta atvinnuleysið i Banda- rikjunum á árunum 1970-73 var meira en mesta atvinnuleysið 1965-69, og mesta nýting fram- leiðslugetu 1970-73 var minni en minnsta nýtingin á árunum 1965- 69. Kommentar fjallar nokkuð um lánakerfi kapitalismans og hvernig það er notað til að hamla á móti offramleiðslu. Skuldir einstaklinga, fyrirtækja og rikis hafa aukist mjög i öllum auð- valdsrikjunum á árunum eftir siðari heimsstyrjöld. Sérstaklega hefur aukningin verið ör eftir miðjan 6ta áratuginn og nýr kipp- ur kom eftir 1970. Lausafjárstaða fyrirtækja i Bandarikjunum (auk banka og tryggingafélaga) hefur fallið úr 73,4% 1946 niður i 19.3% 1969. Hjá stærstu fyrirtækjunum hefur á- standið versnað mun meir eða úr 113% 1947 niður i 19% 1970 hjá þeim iðnfyrirtækjum sem eiga meira en 100 miljónir dollara. Árið 1946 notaði „meðalverka- maður” i Bandarikjunum 6% tekna sinna (að skatti frádregn- um) til greiðslu á vöxtum ogaf- borgunum, árið 1969 notaði hann 21% og 1973 um 25%. Þetta þýðir að verkamaðurinn er búinn að eyða 1/4 hluta ráðstöfunartekna sinna fyrirfram. Þannig er kaup- getunni haldið hærri en efni standa til, og um þetta munar að sjálfsögðu verulega á markaðin- um. Launatekjur i Bandarikjunum jukust um 63.4% 1960-69, en á sama tima jukust afborgunar- skuldir um 97,1%. Hljóð úr horni: bankahruni spáð! (Innan sviga viljum við geta greinar sem birtist nýlega um bandarisk bankamál og kreppuna I timaritinu Playboy — af öllum blöðum! — en höfundur hennar er mjög svartsýnn vegna lánaþensl- unnar. Hann rifjar upp banka- gjaldþrotin i Evrópu og Banda- rikjunum á árunum 1931 og 1933: Þetta geti vel endurtekið sig. Bankaábyrgðarsjóður Banda- rikjanna tryggi að visu hvern ein- asta bankareikning fyrir allt að 40 þúsund dollurum og þetta hafi verið ágætt fyrirkomulag á með- an ofþenslan gróf ekki um sig i bankaviðskiptum. Nú sé svo kom- ið að ábyrgðarsjóðurinn hafi að- eins 6 miljarða dollara til að tryggja 682 miljarð dollara inn- stæður, svo að hættan á hruni sé gifurleg. Bankahrunin á 4ða áratugnum hafi komið eftir að stórkostlegt verðfall hafði átt sér stað á hluta- bréfum. En á 5 ára bili fram til október 1974 hafi skerðing heild- arverðmætis allra þeirra bréfa sem ganga kaupum og sölum opinberlega verið meiri en átti sér stað 1929-33, bæði i dollurum og prósentum — en að sjálfsögðu var tekin með i reikninginn sú mikla skerðing sem leiðir af verð- bólgu nútimans. Þá hefur Playboy-höfundurinn miklar áhyggjur af starfsemi bandariskra banka erlendis þvi hún sé óhóflega áhættusöm. Þar hafi einnig verið um sprengi- kennda aukningu að ræða: 1 árs- lok 1964 voru 10 bandariskir bank- ar með starfsemi erlendis og áttu þar 5.8 miljarð dollara i eignum. Um mittár 1974 voru þeir 125 með 147 miljarða i erlendum eignum). úrræði borgarastéttar og andsvör verkalýðsins Hvaða leiðir sjá nú marxistar út úr kreppunni? Flestir reyna að einhverju leyti að fara i föt þeirra Marx og Engels, en hér að fram- an gat að lesa hvernig þeir töldu að borgarastéttin ynni bug á kreppunum. Þeir Kommentar-menn telja upp 5 atriði sem öll gætu hugsan- lega lagst á sveif með borgara- stéttinni: Rikisafskipti sem þó gætu aldrei megnað að breyta grundvallar tilhneigingum hag- kerfisins. Nýjar framleiðslu- greinar.t.d. vegna nýtingu nýrra orkugjafa. Fasisnii eða tillits- laust auðræði sem væri ætlað að ráða niðurlögum verkalýðshreyf- ingarinnar. Nýir markaðiren þar væri fyrst og fremst um að ræða „opnun til austurs”, Austur- Evrópa, Sovétrikin, Kina, og að einhverju leyti hinn svokallaða 3ja heim. Ný alþjóðleg verka- skipting og er þá átt við að að verulegur hluti iðnaðar og land- búnaðar yrði fluttur yfir i fátæku löndin en yrði þar undir stjórn auðvaldsins. Isi Grunbaum bendir á að hver efnahagskreppa leiðir til harðari stéttabaráttu. Þetta á að geta opnað mönnum sýn á mótsagnir auðvaldsins og hvatt menn til að velta þvi þjóðskipulagi og skapa sósialiskt þjóðfélag. En auðvaldið sé sterkt og ekki ástæða til að ætla að pólitiskir og efnahagslegir möguleikar þess séu tæmdir. „Við vitum að kreppa og strið og vigbúnaður heyra saman”. Tæknibyltingin gæti hugsanlega komið auðvaldinu til bjargar og opnað við svið arðbærrar fjár- festingar. Michel Bosquet leggur áherslu á að hver kreppa beri fram á- þreifanlega sönnun um það að unnt er að vinna minna en fram- leiða samt meira af hagnýtum gæðum — ef framleiðsluháttum og þjóöfélagsskipan er breytt. En kreppa leysist ekki nema að upp fylltum einhverjum þessara skil- yrða: 1. Nýir markaðir vinnist, nýjar hráefnalindir finnist. 2. Fastafjármunir séu eyðilagðir I stórum stil af völdum styrj- aldar og / eða með tæknilegri umbyltingu sem geri það að knýjandi nauðsyn að fram- leiðslugögn séu endurnýjuð. 3. Auðvaldsskipulagið og stór- vöruframleiðslan séu afnumin þannig að framleiðslugögnum sé ekki stýrt sem auðmagni heldur sé litið á þau sem tæki er þjóni þörfum og óskum mannanna, hvort sem slikar kröfur eru bornar fram i nafni einstaklings eða samfélags. Þetta verður siðasta greinin að sinni i greinaflokknum „hagmál heimsins”. Aður hafa birst 5 greinar: 1. febrúar Já, þetta er kreppan! (haft eftir frönsku borgarablaði). 7. febrúar Engin merki uin allsherjar kreppu (haft eftir bandarisku borgarablaði). 19. febrúar Jafnið kjörin og neysiukreppan hjaðnar (lagt i munn Gunnari Myrdal). 4. mars Olian er ekki undirrót kreppunnar. 18. mars Minnkandi afrakstur fjármagns og hagvaxt- ar og ráð til úrbóta (hagfræði- kenningar handa franskri vinstri stjórn undir forystu Mitterands). hj—

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.