Þjóðviljinn - 08.04.1975, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.04.1975, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 8. apríl 1975. Sænska liðið sem varð Norðurlandameistari i handknattleik stúlkna (mynd Einar) Sænski fyrirliðinn tekur við bik- arnum. Svíar urðu Norðurlanda- meistarar í handknattleik stúlkna með því að sigra íslenska liðið 16:8 í úrslita- leik mótsins sem lauk hér á landi sl. sunnudag. ís- lenska liðið lenti í þeirri stöðu að hefði það sigrað svía hefði það orðið meist- ari, en með því að tapa leiknum lenti það í 3. sæti. íslensku stúlkurnar byrj- uðu mótið mjög vel, sigr- uðu norska liðið með yfir- burðum, en gerðu svo jafn- tefli við það danska og tapaði loks fyrir því sænska. Þrátt fyrir allt má vel við árangur liðsins una. - NM stúlkna í handknattleik Svíar sigruðu Island í 3. sæti Danirnir urðu Í2. sæti, einu stigi á undan islendingum. Úrslit leikja mótsins urðu sem hér segir: fsland—Noregur 12:7 Danmörk—Sviþjóö 11:11 Noregur—Sviþjóð 8:10 tsland—Danmörk 9:9 tsland—Sviþjóð 8:16 Noregur—Danmörk 9:16 Eins og á þessu sést hefði is- ienska liðið unnið mótið hefði það sigrað svia. En sviarnir mættu mjög ákveðnir til leiks og gerðu útum leikinn þegar á fyrstu min- útum hans. Þeir komust i 5:0 og þann mun tókst islenska liðinu aldrei að vinna upp og þvi gat ekki fariðhjá þvi að sviarnir sigr- -uðu með nokkrum mun, en hann - varð samt stærri en búist var við. íslenska liðið lék sinn besta leik gegn norðmönnum og sýndi þá ó- trúlegt öryggi og vann hægt og ró- lega á norska liðinu sem hafði yfir nokkuð framan af leiknum. Gegn dönum gekk ekki eins vel. Islenska liðið hafði þó góða mögu- leika á sigri, hafði boltann þegar stutt var eftir að leiknum og hafði þá yfir 9:8, en taugaóstyrkur liðs- ins varof mikill og boltinn glatað- ist og danirnir náðu að jafna. Islenska stúlknaliðið hefur aldrei fyrr staðið sig svona vel á NM og það er vissulega ástæða til bjartsýni á framtið islensks kvennahandknattleiks ef svo vel verður haldið á spilunum í fram- . tiðinni og gert hefur verið i vetur. Haukar unnu stór- sigur Einn leikur fór fram l Litlu bikarkeppninni i knattspyrnu um siðustu hegi og áttust þar við ÍBH (Haukar) og Breiða- blik. Leikurinn fór fram i Hafnarfirði. Haukarnir unnu óvænt stór- an sigur yfir Blikunum, 4:1. í leikhléi var staðan 1:1, en' Breiðablik lék undan allsterk- um vindi i fyrri hálfleik. i þeim siðari þegar Haukarnir höfðu vindinn I bakið tóku þeir öli völd og skoruðu þrívegis. Haukarnir sem urðu i 2. sæti i 2. deild I fyrra virðast vera öllu sterkari nú en þá og ekki óliklegt að þeir verði aftur i toppbaráttu 2. deildar i sum- ar. Undan- úrslit í kvöld i kvöld kl. 20.15 hefst fyrri leikurinn i undanúrslitum bik- arkeppni HSÍ og er það leikur Fram og Leiknis og fer hann fram f LaugardalshöIIinni. Síðari leikurinn, milliFH og Hauka fer svo fram annað kvöld i Hafnarfirði og hefst hann kl. 20.45. Sigurvegarar i þessum leikjum leika svo til úrslita i bikarkeppninni. Bikar- meist- ararnir sigruðu (slands- meist- arana 2:1 Fyrsti leikurinn i meistara- keppni KSt fór fram á Akranesr sl. laugardag og attust þar við bikarmeistarar Vals og islands- meistarar tA. Leiknum lauk með sigri Vals 2:1. Leikurinn var harður og skemmtilegur á að horfa, kannski einum of harður þar sem þrir leikmenn voru bókaðir. Valsmenn byrjuðu leikinn af feikna krafti og eftir aðeins 5 minútur lá boltinn i neti Akra- ness-marksins eftir skot frá Kristni Björnssyni. Og 5 minútum siðar, eða á 10 min. lá boltinn aft- ur i netinu og nú var það Ingi Björn Albertsson sem sendi hann i markið, 2:0 Val í vil. Og Valsmenn héldu uppi mikilli sókn i 20 minútur og áttu nokkur góð tækifæri sem ekki nýttust. En uppúr miðjum fyrri hálfleik Frh. á bls. 15 Reykjavíkurmótið Fram byrjar vel s\ v'lí Sigraði meistara ^ W*M Víkings 1:0 í fyr fyrsta leiknum Úr leik Fram og Vfkings. Hér er Hafliöi Pétursson kominn I dauöafæri en mistókst. Reykjavíkurmótið í knatt- spyrnu hófst sl. sunnudag með leik milli Reykjavíkurmeistara Víkings og Fram. Svo fóru leikar að Fram sigraði 1:0 eftir að stað- an i leikhléi hafði verið 0:0. Það verður þvi ekki annað sagt en að Fram byrji keppnistímabilið vel eins og svo oft áður, en Fram er löngu frægt fyrir að byrja vel en dala svo þegar á liður keppnis- timabilið, hvað sem nú verður. Mótið verður keyrt mjög stift áfram; i gærkveldi léku Valur og Þróttur og i kvöld leika svo KR og Armann. Mótinu lýkur 5. mai nk. Vikingar hafa enn ekki fengið þjálfara sinn, Sanders, til lands- ins og eru þvi kannski verr undir búnir Reykjavikurmótið en hin Reykjavikurfélögin sem öll hafa fengið sina þjálfara og eru byrjuð skipulagðar æfingar fyrir löngu. Vikingar eru að visu fyrir löngu byrjaðir að æfa, en ekki undir stjórn þess manns sem verður með liðið i sumar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.