Þjóðviljinn - 08.04.1975, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.04.1975, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJIN Þriöjudagur 8. apríl 1975. KVITTUN til Kristins Jónssonar, vegaverkstjóra frá Indriða á Skjaldfönn Ég verð að viðurkenna að „svar” þitt við grein minni i Þjóðv. frá 1. febr. kom mér nokk- uð á óvart. Ég vissi raunar að þú ert kjarkaður i betra lagi en að fara á flot með svona málsvörn stappar nærri fifldirfsku. Má vera, að þú getir slegið ryki i augun á þeim sem ekkert þekkja til málavaxta nema af þessum blaöaskrifum okkar, enda munu refirnir vera til þess skornir. Ég sé mig þvi tilknúinn að gera smávegis úttekt á „svari” þinu og útskýra sum atriði nánar. Ég vil fyrst fullvissa þig um að ástæðan fyrir þvi að ég gerði þessi vega- gerðarmistök að umræðuefni er ekki persónuleg óvild i þinn garð, hún er ekki fyrir hendi, heldur hitt, að ekki var hægt að þegja yfir svona vinnubrögðum og f jár- munasóun. Þvi hvað er það annað þegar fjárveitingu til vetrarsam- göngubóta er varið i að byggja upp þjóðvegarspotta, sem siðar er undir fleiri metra djúpum skafli eins og staðkunnugir heimamenn sögðu fyrir strax i sumar og þú hefur ekki borið á móti. Ég held að úr þvi ég vakti máls á þessu i fyrrnefndri grein á hógværari hátt en efni stóðu jafn- vel til, þá hafi ég naumast komist hjá að nafngreina þig sem á- byrgðarmann þessara mistaka, til að sneiða ekki að verkstjóran- um sem tók við af þér og stjórn- aði umræddri framkvæmd, né heldur verkfræðingnum sem mældi fyrir veginum i samráði við þig sem staðkunnugan mann, enda. réðir þú að sjálfsögðu þar um þvi sem þú vildir og lagðir blessun þina yfir niðurstöðurnar. Ég skil vel að mönnum sé sárt um nöfn sin i þessu litla kunn- ingjaþjóðfélagi okkar, sérdeilis ef þau eru nefnd i sambandi við eitt- hvað miður lofsvert. Ég tala nú ekki um, ef þeim er umsnúið, eða þau rangfærð, en ég kem að þvi siðar. Mergurinn málsins er vitanlega sá, hvort umrædd miljón var veitt til að auðvelda vetrarsamgöngur með þvi að gera umbætur á vetr- arveginum á Vatnahjalla. Sú er alfarið skoðun hreppsnefndar Nauteyrarhrepps og ég er hrædd- ur um að þú megir koma með betri pappira en þetta „svar” þitt til að breyta henni. Fyrir vetrar- veginum mældi Jón Viðis fyrir 10—12 árum og naut þar leiðsagn- ar Magnúsar á Hamri og Þórðar á Laugalandi og það sem þurfti að gera i haust var að hækka innri enda hans um 1/2 metra á 15—20 m kafla, fylla i 20 m langan brekkuslakka og hækka þar um 1—1 1/2 m, og hækka 10—15 m spotta um 1/2 m og bera svo ofan I veginn samkvæmt mælingunni. Hefði fjármagn verið fyrir hendi strax i upphafi til þess arna, hefði hann aldrei iokast af snjó. Sumarvegurinn sem vetrar- fjárveitingin fór i var sist mjórri en aðrir vegir hér, blindbeygjan á þessum spotta er jú úr sögunni á- samt leiðinda vatnsaga og blind- hæðin er ekki alveg jafn blind og áður. Þessari lagfæringu bæri að fagna hefði hún verið unnin fyrir nýbyggingar- eða viðhaldsfé, en ekki fyrir fjárveitingu, sem tekist hafði að herja út með margra ára nuddi og nauöi i þeim tilgangi að sveitin yrði ekki lengur klofin i sundur af þessum þröskuldi að vetrinum, og dugnaðarbóndi kominn á efri ár, sem er með eitt stærsta kúabú hér um slóðir, þyrfti ekki lengur að slita sér út við að þrælast þessa ófæru eða verða að öðrum kosti að hella nið- ur mjólk fyrir tugi þúsunda flesta vetur. En slikt virðist ekki hvlla þungt á þér. Þú segir að vegurinn hafi ekki haft pláss fyrir raflinu. Ég segi nú eins og granni minn, mjög orövar maður: „Að hann skuli ekki skammast sin að bera þetta á borð”. Það má hver trúa þvi sem vill, að það hefði höggvið stórt skarð i miljónina að af- spenna linuna yfir veginn og ganga þar frá á lögmætan hátt. Þú talar um tilraunir i vega- gerð, sem þú hafir ekki viljað bera ábyrgð á. En varla skorastu undan ábyrgð á nýja, fina upp- hækkaða vegarkaflanum þlnum; verst að það skuli ekki vera hægt að dást að honum nema á sumrin, þvi á veturna er hann undir snjó, lokaðist 12. nóv., en vetrarvegur- inn ólagfærði spjaraði sig þar til i hriðinni 11.—15. janúar, eða 8 vik- um lengur. Hvernig væri nú að koma og lita á þetta með eigin augum, verkstjóri góður, áður en þú segir svona kotroskinn að hér hafi engin mistök átt sér stað. Þú lætur að þvi liggja i upphafi „svars” þins, að ég færi ekki rétt með nafn þitt, hafi Jón fyrir framan Kristinn, en ekki öfugt, og þvi hafir þú verið i vafa um hvort ég ætti við þig. Það var nú óþarfi að gera veður út af þessu, nema tilgangurinn hafi verið sá að gera annað, sem ég sagði, tortryggi- legt og get ég vel skilið þörf þina fyrir slikt hálmstrá. En þetta er nú barnsvani minn og annarra hér um slóðir. Þú varst og hefur til þessa alltaf veriö kallaöur Nonni frá Vonarlandi, Nonni Kristinn eða Jón Kristinn. En þar eð mig rámaði i að þú hefðir farið að leggja meiri áherslu á Krstinn, eitthvað um svipað leyti og þú varðst verkstjóri, en svona lagaö getur alltaf skolast til þegar menn eru svo (ó)heppnir að heita tveimur nöfnum, þá gætti ég I nýju slmaskrána undir simstöð- inni Kirkjuból. Þar stóð Jón Kristinn Jónsson Vonarlandi og taldi mér óhætt með það að leiðarljósi. En auðvitað veist þú best hvað þú heitir og ég bið þig hér með af- sökunar á þessu nafnabrengli, vonast til að það komi ekki fyrir aftur og verði okkur ekki að frek- ari vinslitum. Þar að auki lofa ég þér þvi, að hætta að angra þig á prenti meira en orðið er nema eitthvað spánýtt og merkilegt komi á daginn. Og minnstu þess, að öllum geta verið mislagðar hendur, vega- verkstjórum ekki siður en öðrum, og það er betra að viðurkenna það en berja höfðinu til lengdar við steininn. 15/3 1975 Indriði Aðalsteinsson Skjaldfönn, N.-ls. Fyrir fermingarnar Jakkar, buxur, peysur og skyrtur í glæsilegu úrvali Póstsendum um allt land Laugavegi 71 Simi 20141 99 Baráttuleið alþýðunnar” Ný bók um sósíalisma og íslenskt þjóðfélag Um s.l. áramót kom út bók, sem merkileg hlýtur að teljast fyrir sósialiska baráttu á Is- landi. Bók þessi heitir „Bar- áttuleið alþýðunnar” og er gefin út af Október-forlaginu á Akureyri, sem er nýstofnuð bókaútgáfa, og mun þetta fyrsta bók hennar. Þeir sem að útgáfu- fyrirtæki þessu standa og eru höfundar að þessari bók, eru samtökin Einingarsamtök kommúnista (marx-leninistar) — EIK (m-1) — sem stofnuð voru eftir klofning þann, sem varð i Fylkingunni s.l. haust. Efni bókarinnar er baráttulina þessara nýju samtaka. 1 henni segir frá þjóðfélagssýn þeirra og greiningu á islensku þjóð- félagi, afstöðu þeirra til heims- hreyfingar kommúnista, til bar- áttuforma alþýðunnar i stétta- baráttunni og þætti stjórnlistar (strategiu) og baráttuaðferðar (taktikur) i visvitaðri baráttu I þeirra. Tilgangur hinna nýju sam- taka, EIK (m-1) og þá um leið bókarinnar, kemur berlega fram i formála hennar, en þar segir orðrétt: „Ef lesinn er bæklingurinn sést, að EIK(m-l) stuðlar siður en svo að frekari sundrungu baráttukrafta alþýðunn- ar.Kommúnistasamtökin mega aldrei gefa sig út sem valkost, sem „tekur að sér” hagsmuna- baráttuna. Við boðum einmitt, að barátta alþýðunnar verði ekki háð af pólitiskum flokki, heldur af hinum ýmsu samtök- um alþýðunnar sjálfrar, sem endurreisa þarf og efla. Og i fjöldasamtökum leggjum við höfuðáherslu á baráttueiningu þvert á hugmyndafræðilegan ágreining meðal bandamanna. Kjarnann i baráttulinu EIK(m- 1) má orða i slagorðinu: „eining á grundvelli stéttarbaráttu.” 1 bókinni er fjallað um fjölmarga þætti islensks þjóð- skipulags á þjóðfélagsvisinda- legan og sósialiskan hátt, svo og um aðra hluti, sem alla sósialista skiptir máli. Bókin er óvægin I dómum sinum á öðrum flokkum og samtökum, sem kenna sig við sósialisma og skilur ekki eftir neinar efa- semdir um það, hverjar skoðanir höfundar eru. Það er ekki unnt að rekja efni hennar hér i örstuttri grein, en tvimæla- laust er, að allir þeir sem áhuga hafa á djúpri þekkingu á sósialismanum og visindalegri beitingu hans á islenskan raun- veruleika,- geta sótt mikið i þessa bók. Skiptir þar engu, hvort menn eru sammála EIK(m-l) i einu og öllu eða ekki. Þetta er fyrsta bók sinnar tegundar, og gefur betra yfirlit yfir kapitalismann og stöðu hans á íslandi en margar grein- ar og bæklingar, sem á prent hafa komið undanfarin ár. Höf- undar bókarinnar hafa lagt mikið og fórnfúst starf i hana, og gert þvi mjög góð skil út frá sínum eigin skoðunum, en þá að sjálfsögðu um leið út frá þeim grundvallarviðhorfum, sem all- ur sósialismi byggir á. Fyrir mig, sem stend utan við virkt starf að islenskum þjóðmálum i bili, var þetta mjög lærdómsrik- ur lestur og hvatning til frekari umhugsunar og frekari öflunar þekkingar um visindalegan og starfrænan grundvöll sósialism- ans. Þvi að auðvitað afgreiðir þessi bók ekki málin i einu vet- fangi. Sumt hlýtur að vera þar ónákvæmt, annað beinlinis rangt, en flest sýnist mér vera unnið af samviskusemi og raun- særri natni. Ég vil hnýta hér aftan við stuttum þökkum til EIK(m-l) frá mörgu námsfólki hér, sem þótti fengur að bókinni og mun notahana. Og það geri ég ráð fyrir að séu bestu þakkirnar, sem höfundar geta fengið. Alþjóðlegi jafnréttis- dagurinn Alþjóðlegi jafnréttisdagurinn var hátiðlegur haldinn hér i Noregi sem annars staðar. Mik- ill fjöldi fólks tók þátt i kröfu- göngum og útifundum þennan dag. 1 ósló gengu 6.000 konur og karlmenn i kröfugongu um mið- bæinn undir hinum ýmsu kröf- um dagsins. Þeir sem stóðu að göngunni voru „Kvennafram- vörðurinn”, „Nýfeministar”, „Samband lýðræðissinnaðra kvenna i Noregi”, og „Kven- réttindafélag óslóar”. Þessir aðilar, einkum þó „Kvennafram- vörðurinn”, stóðu fyrir svipuð- um aðgerðum út um allan Noreg þennan dag. Reiknað er með, að aldrei fyrr hafi svo margir tekið þátt i kröfugöng- um um jafnréttismál fyrr hér i Noregi. Jafnréttishreyfing islensks námsfólks I ósló, LANGBRÆK- UR, tóku einnig þátt i þessum aðgerðum. A vegum hreyfing- arinnar var jafnframt haldin mikil baráttuhátið kvöldið áður, þar sem mikill fjöldi islenska námsfólksins var sam- an komið. A dagskrá voru ávörp, flutningur ljóða, þáttur um jafnrétti, tekinn upp úr Vel- vakanda og öðru ámóta, bar- áttusöngvar og gamansöngur. Hátið þessi tókst i alla staði mjög vel. Þá var I tilefni dagsins gefið út blað meðal islendinganna, 2. tbl. 3. árg. af „Krúnk-krúnk”. Að þessu tölublaði stóð einn af starfshópum LANGBRÓKA, og tókst þeim þetta með afbrigðum vel. 65 siður fullar af ágætu efni, greinum um jafnréttismál, stefnuskrá LANGBRÓKA, annáll LANGBRÓKA, um RAUÐSOKKA, um rússnesku konuna i byltingunni, um KVENNAFRAMVÖRÐINN og NÝFEMINISTANA, um fóstur- eyðingar, um kvennaárið o.fl. o.fl. Auk þess mikið af almennu efni i beinum eða óbeinum tengslum við námsfólkið i ósló, ljóð, smásögur, BARNASIÐUR o.fl. Jafnréttishreyfingin hefur staðið sig mjög vel. Starf LANGBRÓKA hefur verið mik- ið út á við, en það hefur ekki komið I veg fyrir öflugt innra starf. Hreyfingin hefur verið opnuð karlmönnum, en árangur þeirrar ráðstöfunar hefur ekki verið stór, — 2 karlmenn hafa nú gengið i félagið. En e.t.v. stendur það til bóta. Vonandi, — þvi að annars verðum við karl- mennirnir hér okkur til háðung- ar og skammar, þvi að það er nú svo, að á meðan hreyfingin var okkur lokuð, linntum við ekki látum i gagnrýni okkar á það, kölluðum þær einangrunar- sinna, karlhræddar o.s.frv. En svona er þetta nú. Þegar hinn forboðni ávöxtur er réttur að manni, er hann ekki nærri eins gómsætur. Annars er ástæða karlmannaleysisins I félaginu vafalaust sú, að jafnréttisbar- áttan gripur ekki þá, sem ekki finna óréttlætið á sjálfum sér. En auðvitað er slik afstaða röng. Misréttið bitnar lika á okkur karlmönnum, þótt i minna mæli sé. Og sé okkur al- vara i sósialismanum okkar, megum við hundar heita, ef við reynum ekki að taka meiri þátt i jafnréttisbaráttunni. 23. mars 1975, Guömundur Sæmundsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.