Þjóðviljinn - 08.04.1975, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 08.04.1975, Blaðsíða 16
joÐvium Þriöjudagur 8. apríl 1975. Sjang Kæ-sjek allur Taipei 6/4 reuter — Sjang Kæ- sjek hershöfðingi og fyrrum leiötogi Kúomintang-stjórnar- innar i Kina lést aðfararnótt sunnudagsins 87 ára að aldri. Eins og kunnugt er hraktist Sjang til Formósu eftir að her- sveitir hans höfðu beðið lægri hlut i baráttunni við byltingar- her Maós árið 1949. Þar kom hann upp stjórn, sem að hans sögn var hin eina löglega stjórn yfir öllu Kinaveldi. Ól hann draum um að gera inn- rás á meginlandið og „frelsa” það undan kommúnistum. Bandarikjamenn studdu stjórn hans á alþjóðavettvangi allt fram til ársins 1972 er Nix- on neyddist til að láta undan almenningsálitinu i heiminum og viðurkenna þá staðreynd að forsætisráðherra Kina héti Sjú En-læ en ekki Sjang Kæ-sjek. Sjang hafði átt við veikindi að striða og kom ekki fram op- inberlega sl. 3 ár. Raunveru- legur stjórnandi landsins hef- ur verið sonur hans, Sjang Kvei-jen. Skilyrðislaus uppgjöf rædd Phnoni Penli 7/4 ntb reuter — Það gengur nú fjöllunum hærra I Phnom Penh að stjórnin sé að undirbúa skilyröislausa uppgjöf borgarinnar fyrir hersveitum þjóðfrelsisafla. Áreiðanlegar heimildir skýra frá þvi að núverandi forsætisráð- herra, Saukham Hou, eigi nú fundi meö ýmsum stjórnmála- mönnum i borginni og umræðu- efniö sé skilyrðislaus uppgjöf. Sagt er að þessar fyrirætlarnir mæti mótspyrnu herforingja á vigstöðunum sem vilji styrkja varnir borgarinnar og leita siðan eftir friðarviðræðum. Sótt að Saigon: Hringurmn þrengist Hart barist í Mekongóshólmunum og árásir gerðar í nágrenni Saigon Saigon 7/4 ntb reuter — Þjóöfrelsisherinn jók mjög sókn sína í Mekongóshólm- unum um helgina og gerði jafnframt fyrstu árás- irnar á Saigon og nágrenni siöan sókn hans hófst suður á bóginn. Um helgina gerði herinn tvi- vegis árásir á stærstu oliubirgða- stöð Saigonstjórnarinnar en hún er við ströndina i aðeins 11 km fjarlægð frá Saigon. Var skotið á hana eldflaugum og úr fall- byssum en einnig urðu menn varir við riffilskot sem bentu til þess að herinn væri aðeins 1-2 kilómetra undan. 1 dag flýði Saigonherinn héraðshöfuðborgina Chon Tanh sem er i 70 km fjarlægð norðan við höfuðborgina. Þar með náðu þjóðfrelsisöflin héraðinu Binh Long á sitt vald, þvi tuttugasta sem fallið hefur á einum mánuði. Er nú opin leið fyrir þjóðfrelsis- herinn til að gera árásir á Saigon úr norðri. 1 Mekongóshólmunum geisuðu harðir bardagar i dag og þjóðfrelsishernum tókst að loka mörgum flutn ingaleiðum. Saigonherinn beitti orrustuflug- vélum til aö hindra framsókn þjóðfrelsishersins við bæinn Binh Phuoc 30 km suðvestan við Saigon. Þar var barist um yfirráð yfir þjóðvegi 4 en hann er mikil- vægasta samgönguæðin milli Saigon og Mekongóshólmanna. f fréttaskeyti frá fréttastofunni Giai Phong sem ÞFF rekur segir að 270 þúsund hermenn Saigon- stjórnarinnar hafi verið felldir eða gerðir óvirkir á annan hátt. Alls hafi 16 héruð verið frelsuð og með þeim fimm stórborgir og 83 sýslur. Einnig segir I skeytinu að tugþúsundir hermanna og opin- berra starfsmanna Saigon- stjórnarinnar hafi gengið bylt- ingunni á hönd. Stjórnin i Saigon stöðvaði um helgina flutningana á munaðar- leysingjum úr landi en þeir voru leyfðir i einn sólarhring til viðbótar i dag. Fulltrúi ÞFF i London fordæmdi þessa flutninga um helgina og kvað þá vera belli- brögð og skemmdarverk. í dag fréttist að tvö stærstu flugmóður- skip bandariska flotans, Enter- prise og Hancock, væru komin upp að ströndum Vietnam ásamt nokkrum fleiri minni herskipum. Bandarisk stjórnvöld vildu ekkert tjá sig um erindi þeirra en i Saigon var talið að þau væru komin til að flytja á brott banda- riska þegna frá borginni. Fulltrúadeild Bandarikjaþings kom saman i dag að loknu páska- leyfi og liggur nú fyrir að ræða beiðni Fords um aö auka aðstoð- ina við Thieu og Kambodju. Mike Mansfield leiðtogi demókrata á þingi hélt ræðu i dag og sagðist hann ma. vara forsetann við þvi að ásaka þingmenn fyrir ófarir Saigonhersins. Einnig reyndi hann að róa þá þingmenn sem etv. eru reiðir forsetanum fyrir árásir hans á þingið. Verkalýðsfélag Vopnafjarðar: Felldi samningana Verkalýðsfélag Vopnaf jarðar felldi sainninga ASÍ og atvinnu- rekenda og i fyrradag ákvað stjórn og trúnaöarmannaráð fé- lagsins að fresta verkfalli, sem hefjast átti á iniðnætti i fvrrinótt um hálfan mánuð meðan leitað væri eftir samningum heimafyr- ir. Þess er vænst að samningavið- ræður hefjist innan skamms. Á fundi i félaginu, þar sem samningarnir voru ræddir, kom fram að Vopnfirðingar telja samningana hafa dregist alltof mikið á langinn og verkalýðs- hreyfingin sé nú búin að missa tækifæri til þess að koma með á- hrifamikla verkfallshótun. Þá telja Vopnfirðingar að láglauna- bætur til þeirra, sem lægst hafa séu alltof naumt skammtaðar. Tvö leiklistar- frumvörp á þingi i gær voru lögð fram á Alþingi tvö frumvörp, sem ieikhúsfólk i landinu hefur lengi beðið eftir. Þaö eru frumvarp til laga um Þjóðleikhús og um Leiklistar- skóla islands. i ræðu sem Vil- hjálmur lljálmarsson, mennta- málaráðherra, flutti á menning- arráðstefnu Samtaka fsl. sveitar- félaga i Þjóðleikhúsinu i fyrra- dag kom fram, að frumvarp til al- mennra leikhúslaga verður lagt fyrir þetta þing siðar i vor. 1 þjóðleikhúslögunum eru með- al annars þau nýmæli að gert er ráð fyrir 15 manna þjóðleikhús- ráði, sem hafi tvo reglulega fundi á ári, og fimm manna fram- kvæmdastjórn þess. Alþingi kýs 9 i ráðið. Bandalag isl. listamanna Frh. á bls. 15 Fargjöld SVR Hafa hækkað um 66,7% fyrir börn síðan í ágúst Fargjöld með Strætisvögnum Reykjavikur liækkuðu i gær og kostar nú hvert einstakt far með vögnunum, sé þaö grcitt með af- sláttarmiðum, 62,8% meira fyr- ir fullorðna, en 66,7% meira fyr- ir börn, sé miðað við fargjöld eins og þau voru i ágúst i fyrra i þann mund er stjórnarskipti urðu i landinu. Þá, i ágúst ’74 , kostaði hvert far fyrir fullorðna, greitt með afsláttarmiða, krónur 14,29, en kostar nú 23,26 krónur. Á sama tima i fyrra kostaði hvert far- gjald, greitt með afsláttarmiða, fyrir börn, krónur 5, en nú 8,33 krónúr. Einstök fargjöld fullorðinna hækkuðu i gær úr 30 krónum i 36 krónur, og einstök fargjöld fyrir börn úr 8 krónum i 11 krónur. Nú fást 43 afsláttarmiðar fyr- ir fullorðna á 1000 krónur, en voru áður 27 miðar á 500 krónur. Þá kostar afsláttarkort með 9 miðum fyrir fullorðna nú 300 krónur, en áður kostaði kort með 8 miðum 200 krónur. 36 miða afsláttarkort fyrir börn kostar nú 300 krónur, en 30 miða kort kostaði fyrir hækkun- ina 200 krónur. Afsláttur til öryrkja og gam- als fólks er nú sá, að þeir fá 43ja miða kort fyrir 500 krónur, en fengu áður 27 miða kort fyrir 250 krónur. Nú er ekki lengur hægt að kaupa önnur kort i vögnunum en 300 króna afsláttarkort fyrir fullorðna, en önnur afsláttar- kort eru aðeins seld á venjuleg- um opnunartima verslana i skúrbyggingu á Hlemmtörgi og biðskýli SVR við Lækjartorg. —úþ 47 tonn í róðri Þorlákshöfn 7/4 frá Þorsteini Sigvaldasyni fréttamanni Þjóð- viljan: — Eftir að sinfóniuhátiðinni lauk og messur fóru að strjálast, tók heldur að lifna yfir afla bát- anna sem róa frá Þorlákshöfn. Sl. laugardag lönduðu 44 bátar sam- tals 651 lest af bolfiski og er það besti afladagurinn á þessari ver- tið. Mestur afli hjá bát á laugar- daginn voru 47 tonn. Þá var land- að 2300 tonnum af loðnu 3. og 4. april sl. Slæmt veður var hér sl. sunnu- dag og litil veiði hjá bátunum. Nú er búið að marka fyrir nýja veginum frá Þrengslaafleggjara til Þorlákshafnar og er vonast eftir að gerð hans ljúki i sumar. Heyrst hefur að ekki eigi að setja varanlegt slitlag á veginn og eru það mikil vonbrigði fyrir okkur Þorlákshaf narbúa. Verið er að bora fyrir köldu vatni hér og undirbúa lagningu nýrrar vatnsveitu. Borað er rúm- an kilómeter vestan þorpsins. Þá er búist við að innan skamms hefjist hér borun eftir heitu vatni, 6-7 kilometra norðan byggðarinn- D sGqböSqo OmiaDB 11 drepnir á Norður- Irlandi Belfast 7/4 ntb — Um helgina gekk mesta morð- og ofbeldis- alda ársins yfir Norður- Irland. A mánudag höfðu alls ellefu manns verið drepnir i landinu siðan á laugardag. Siðasta fórnarlambið var 19 ára kaþólikki sem skotinn var á leið til vinnu i dag. Tveir menn komu akandi að honum, stukku þeir allt i einu út og hófu skothrið að honum. Breski herinn býr sig nú undir að mæta þessari ofbeldisöldu en yfirvöld óttast mjög að IRA aflýsi vopnahléi þvi sem rikt hefur frá 10. febrúar. Merlyn Rees lrlands- málaráðherra bresku stjórnarinnar sat i dag fund með yfirmönnum breska setu- liðsins og irsku lögreglunnar. Að honum loknum var gefin út yfirlýsing þar sem almenn- ingur var hvattur til að veita yfirvöldum allar þær upplýsingar sem að gagni mættu koma i baráttunni gegn hermdarverkunum. Bæði herinn og lögreglan hafa eflt lið sitt á vissum stöðum i landinu. Yfir 40 farast í Ölpunum Bern 7/4 reuter — óttast er að yfir 40 manns hafi farist miklum snjó- og aurskriðum sem féllu um helgina viðs vegar i Alpafjöllum. Brenner- skarðið milli italiu og Austur- rikis er lokað sem og aðrir vegir og járnbrautarleiðir milli landanna. Ástæðan fyrir þessu mikla skriðufalli er sögð vera mikil snjókoma eða rigning samfara snöggum hita breytingum. I Sviss féll 70 sm jafnfallinn snjór á laugardag samhliða þvi að hitastig tók mikla sveiflu upp á við. BLAÐBURÐUR Reykjavík Þjóðviljann vantar blaðbera i eftirtalin hverfi. Laugaveg Kvisthaga Kleppsveg Drápuhlíð Langagerði Fossvog Hafið samband við afgr. Simi 17500 Kópavogur Þjóðviljann blaðbera i vantar Hrauntungu og Hlíðarveg Vinsamlegast hafið samband við umboðs- rnann i sima 42073.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.