Þjóðviljinn - 09.04.1975, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.04.1975, Blaðsíða 1
KAMBODIA GÖTUBARDAGAR í KOMPONG SPEU Samkomulag náöist við sjómenn á bátaflotanum og á minni togurunum eftir langan samningafund í fyrrinótt. Hefur því verk- fallsboðun verið frestað þar til sjómannafélögin hafa greitt atkvæði um samningana og er ætlast til þess að atkvæðagreiðslum verði lokið fyrir 16. apríl. Jón Sigurðsson, formaður Sjó- mannasambandsins, sagðist i gær ekkert vilja um samningana segja að svo stöddu, þar eð sjó- mannafélögin hefðu ekki enn fengið þá. Blaðið hefur hins vegar sann- frétt, að kauptrygging sjómanna muni hækka mjög til jafns við láglaunabætur þær, sem VI og ASÍ sömdu um á dögunum. Þá munu sjómenn hafa náð fram ein- hverju af sérkröfum. Samningun- um er ætlað að gilda frá lsta mars til 15. september. Framhald á 11. siðu. BANGKOK 8/4 — Long Boret, forsætisráðherra Lon Nolstjórn- arinnar, ræddi i gærkvöldi i fjórar klukkustundir við fulltrúa frá Þjóðareiningarsamtökum Kam- bódiu. Er þetta haft eftir Sjatisjai Sjúnhavan, utanrikis- ráðherra Taílands, en viðræðurn- ar fóru fram i Bangkok. Ekkert er vitað um niðurstöður viðræðnanna, en Long Boret er sagður hafa flogið til Phnompenh að þeim loknum. Hersveitir Þjóð- areiningarsamtakanna halda nú uppi árásum á bækistöðvar Lon Nol-manna i borginni úr þremur áttum i senn og eru i aðeins fimm kilómetra fjarlægð frá Pochentong-flugvelli, sem nú er eini tengiliður Lon Nol-manna við umheiminn. — Fregnir hafa bor- ist um að Khoy, varaforseti Lon Nol-stjórnarinnar, vilji gefast upp skilyrðislaust fyrir þjóðar- einingarliðum, en sumir herfor- ingja hans séu þvi mótfallnir. Heiftúðugirgötubardagar geisa nú i Kompong Speu, héraðshöfuð- borg um fjörutiu Julómetra fyrir vestan Phnompenh. Borg þessi er einn af örfáum stöðum utan höf- uðborgarinnar, sem Lon Nol-her- inn heldur enn. UómiUINN Miðvikudagur 9. april 1975 40. árg. 79 tbl. Samkomulag við bátasjómenn Vinnustöðvun frestað til 16. mars Olía frá Sovétríkjunum: Samið um lækkun Verkfall í Vestmannaeyjum í kvöld: Við gefum ekki eftir um tommu sagði Jón Kjartansson form. verkalýðsfél. í Vestmannaeyjum — Enginn fundur boðaður í gœr Á miðnæfti kemur til boðaðs verkfalls i Vest- mannaeyjum hafi samn- ingar ekki tekist f yrir þann tíma og heldur ótrúlegt er að svo verði, eftir því sem Jón Kjartansson form. verkalýðsfélagsins í Eyj- um sagði síðdegis í gær, en þá hafði enginn samninga- fundur verið boðaður. — Viö gefum ekki eftir um( tommu, sagði Jón. Við viljum aðra og betri samninga en boðið var uppá á dögunum. — Hafa atvinnurekendur und- irbúið sig fyrir verkfall, eða ligg- ur mikill fiskur i fiskverkunar- stöðvunum? — Mér sýnist að þeir hafi ekki trúað þvi að til verkfalls kæmi. Það hefur verið tekið á móti fiski alveg fram á daginn í dag og nú hafði verið eru allir bátar á sjó og koma með afla i kvöld, þannig að ég fæ ekki betur séð en að mikill fiskur verði óunninn i fiskverkunarstöðvunum ef til verkfalls kemur. — Og ekkert sem bendir til ’þess að samkomulag takist? — Alls ekkert. Það var fundur i gær (mánudag) og þar gerðist nákvæmlega ekki neitt og enn hefur enginn fundur verið boð- aður i deilunni i dag og annað kvöld kemur til verkfalls hafi samningar ekki tekist eins og það er vanalega orðið, þannig að mér þykir liklegt að til verkfalls komi. — Eru menn harðir á þvi að fara i verkfall? — Já, menn eru það. Hér er al- menn óánægja með þessa bráða- byrgðasamninga og við viljum aðra og betri, sagði Jón Kjartans- son að lokum. —S.dór. Þessa 150 punda lúðu veiddu þeir á Valdimar Sveinssyni VE fyrir skömmu. Það er orðið frekar sjaldgæft að svo stórar lúöur sem þessi komi á land. (ljósm. Róbert.). íslenskir fulltrúar, stjórnarráðsins og olíufé- laganna, hafa að undan- förnu setið við samninga- borð í Moskvu með fulltrú- um oliuútf lutningshrings Sovétríkjanna um olíukaup á þessu ári i samræmi við rammaákvæði viðskipta- samningsins milli land- anna. Hefur náðst sam- komulag um endurskoðun á verðgrundvellinum, þannig að nokkur lækkun verður á innkaupsverði sovéskrar olíu á næstunni. Þióðviljanum tókst ekki að afla uppíýsinga um það i gær hvaö á- kvæði samkomulagsins munu þýða i reynd. Þórhallur Ásgeirss. ráðuneytisstjóri var fyrir is- lensku samninganefndarmönn- unum, en hann er ekki væntanleg- ur til landsins fyrr en i kvöld. Blaðið reyndi einnig að ná i for- stjóra eins af oliufélögunum sem einnig fór austur til samninga, en hann var enn utanlands. bj— Hætta fiskmati Menn eru ekki á eitt sáttir um áhrif þess uppátækis grindviskra fiskverkenda að kaupa fisk á meðalverði upp úr bát án tillits til þess hver gæði hans eru, en eins og Þjóð- viljinn skýrði frá i gær hafa vetkendur i Grindavik nú þann háttinn á, að sniðganga bæði fiskmatið og verðlagsráð sjávarútvegsins. Á þriðju siðu eru birt um- mæli Eyjólfs Isfelds Eyjólfs- sonar, framkvæmdastjóra SH, Jóns Sigurðssonar, hagrann- sóknarstjóra, og Jóns Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Hrað- frystihúss Þórkötlustaða i Grindavik, um þetta mál. Almennur fundur um Vietnam í Háskólabíói á laugardaginn kl. 2. — Nánar í blaðinu á morgun. Vietnamnefndin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.