Þjóðviljinn - 09.04.1975, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.04.1975, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 9. april 1975. Iðnaðarbanki íslands h.f. ARÐUR TIL HLUTHAFA Samkvæmt ákvörðun aðalfund- ar hinn 6. april s.l. greiðir bank- inn 12% arð til hluthafa fyrir árið 1974. Arðurinn er greiddur i aðalbankanum og útibúum hans gegn framvisun arðmiða merkt- um 1974. Athygli skal vakin á þvi, að rétt- ur til arðs fellur niður, ef arðs er ekki vitjað innan þriggja ára frá gjalddaga, samkv. 5. gr. sam- þykkta bankans. Reykjavik, 7. april 1975. Iðnaðarbanki íslands h.f. SINFONIUHLJOMSVÍIT ISLANDS SÖNGSVEITIN FÍLHARAAÓNÍA Tónleikar i Háskólabiói fimmtudaginn 10. april kl. 20.30. Stjórnandi: Karsten Andersen Einlaikari: Vladimir Ashkenazy Efnisskrá: Beethoven-Coriolan forleikur. Beethoven-PIanókonsert nr. 2 Haydn-Sinfónia nr. 94 Stravinsky-Sálmasinfónia. AÐGÓNGUMIDASALA: BókabúS Lárusar Blöndal SkólavörSustig Símar: 15650 Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar Austurstræli 18 Simi: 1.1135 SfNFONTI IfLK)MS\ Fl f ISLANDS KÍKISl T\ARI’ID ORÐSENDING FRÁ SKÓLA ÍSAKS JÓNSSONAR vegna innritunar 5 og 6 ára barna Þeir foreldrar, sem eiga böm fædd árið 1969 og/eða 1970 og ætla að senda þau i skólann næsta vetur, eru vinsamlegast beðnir að innrita þau fyrir 20. april i sima 32590 milli klukkan 12 og 14. Böm, sem hafa átt systkini i skólanum sitja fyrir um skólavist. Skólastjóri. Óskilamunir 1 vörslu rannsóknarlögreglunnar er nú margt óskilamuna, svo sem reiðhjól, stfgnir barnabflar, fatnaður, lyklakipp- ur, veski, buddur, úr, gleraugu, barnavagnar, o.fl. Enn- fremur eru ýmsir óskilamunir frá Strætisvögnum Reykja- víkur. Eru þeir, sem slikum munum hafa týnt, vlnsamlega beðn- ir að gefa sig fram I skrifstofu rannsóknariögreglunnar Borgartúni 7 I kjallara (gengið um undirganginn) næstu daga kl. 2—7 e.h. til að taka við munum slnum, sem þar kunna að vera. Þeir munir, sem ekki veröa sóttir, verða seldir á uppboöi. óskilamunadeild rannsóknarlögreglunn- ar. Sáttmálasjóður Umsóknir um styrk úr Sáttmálasjóði Há- skóla Islands, stilaðar til háskólaráðs, skulu hafa borist skrifstofu rektors fyrir 1. mai 1975. Tilgangi sjóðsins er lýst i 2. gr. skipulagsskrár frá 29. júni 1919. Rektor Háskóla íslands. Ljubojevic hinn snjalli Skákþingi tslands lauk á sunnudaginn með hraðskák- móti. Keppendur voru 64. Tefld- ar voru 9 umferðir eftir Monrad kerfi, tvær skákir i hverri um- ferð. Sigurvegari varð Ingvar Ásmundsson með 17 v. i 18 skák- um. Hann varð þvi hraðskák- meistari tslands 1975. Gunnar Finnlaugsson varð annar með 14 v. og Benedikt Jónasson þriðji með 13 v. Eins og sést á þátttakenda- fjöldanum njóta hraðskákmót ávallt mikilla vinsælda. Þó hafa gagnrýnisraddir heyrst upp á siðkastið. Sumum likar ekki að hafa aðeins 5 minútur til um- hugsunar i skák. Þá hafa ýmsir kvartað undan þvi hversu venjulegar kappskákir tækju langan tima, en i þeim er um- hugsunartimi keppenda oftast tvær klst. fyrir 40 fyrstu leikina og siðan 1 klst. fyrir hverja 20. Til að koma til móts við óskir þessara manna hefur Taflfélag Reykjavikur bryddað á nýjung. Á þriðjudagskvöldum eru hald- in skákmót þar sem umhugsun- artimi er 15 minútur fyrir hvorn keppanda til að ljúka skákinni. Þá eru tefldar 7 umferðir eftir Monrad-kerfi svo að mótin taka u.þ.b. 3,5 klst. Nú hafa tvö slik mót verið haldin. 1 þvi fyrsta urðu Helgi Ólafsson og Magnús Sólmundarson jafnir i efsta sæti en Helgi sigraði á stigum. I næsta móti sigraði Þórarinn Guðmundsson. Þátttökugjald i þessum mótum er kr. 200.-. Af fyrstu mótunum virðist mega ráða að mót með þessum umhugsunartima verði vinsæl og vil ég hvetja skákmenn til að taka þátt i þeim og athuga hvernig þeim likar þetta nýja fyrirkomulag. Á skákmótinu á Kanarieyjum teflir Ljubojevic frá Júgóslaviu. Hann hefur nú 2615 stig og er þvi i hópi 10 sterkustu skákmanna heims. Þegar litið er á skákina sem hér fer á eftir held ég að enginn geti efast um að hann sómi.sér vel i þeim hópi. Hvitt: Ljubojevic Svart: Milicevic Sikileyjarvörn. UMSJÓN: JÓN BRIEM 2. Rf3 d6 3. d4 cxd 4. Rxd Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 Dc7 8. Bxf6 gxf6 9. Be2 b5 10. Bh5 b4 11. Rce2 Bg7 Hér var betra að leika Dc5. T.d. 11. ... Dc5 12. Rg3 Bh6 eða 11.. . Dc5 12. f5 Ke7 13. Dd2 Rd7. 12. f5 0-0 13. fxe fxe 14. Rf4 De7 15.0-0 e5 16. RÍ5 Rd5 gekk ekki vegna Da7. 16.. .. Da7 17. Khl Bxf5? Betra var 17. ... exf 18. Dd5 Kh8 19. Rxd6 og hvitur hefur öfl- uga sókn. 18. exf5 exf4 19. BÍ3 Með þessum leik kemur hvitur út með hrók og tvö peð gegn tveimur léttum mönnum. Hrókar hvits ná strax miðborðs- linum en svarti biskupinn og hrókurinn komast ekki á opnar linur. Hvitur nær verulegum yfirburðum. 19. ... Rd7 20. Bxa8 Dxa8 21. Dxd6 Re5 22. Hxf4 a5 23. Hdl Rf7 24. Dd5 Da7 Svartur mátti varla fara i drottningakaup vegna peðanna á drottningarvæng. 25. De6 Db8 26. Hg4 Kh8 27. Hgd4 Re5 28. h3 Dc7 29. Hld2 Bh6? 30. Hd8 ‘ Skemmtilegur leikur sem byggist á þvi að hrókurinn á f8 verður að valda peðið á f6. Hvit- ur hótar nú 31. Dxf6Dg7 32. Hxf8 mát. 30. ... Df7 31. H2d7 Snilldarhugsunin á bak við þennan leik kemur varla að fullu i ljós fyrr en eftir 34. leik hvits. Nú gengur ekki 31. ... Rxd7 vegna 32. Dxf7 Iixd8 33. De7 og hvitur vinnur. 31... Dxe6 32. fxe6 Rxd7 33. e7 Kg8 34. Hxf8 gefið. Jón G. Briem. Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjördæmi: Magnús Lárusson kjörinn formaður Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandaiagsins I Reykjanes- kjördæmi var haldinn þriöju- daginn 1. aprll I Hafnarfiröi og var fjölsóttur. Formaður ráðsins Ólafur R. Einarsson skýrði frá starfi kjördæmisráðsins síðasta starfsár og kom fram I henni að starf Alþýðubandalagsins I kjör- dæminu hafði veriö öflugt. 1 tvennum kosningum á árinu hafði Alþýðubandalagið bætt verulega við sig og náð þvi i alþingis- kosningunum að verða næst stærsti flokkurinn I kjördæminu með 17,85% atkvæða, en það er GRIKKLAND: Kosið til sveitarstjórna Aþenu 7/4 reuter — Um helgina voru kjörnar borgar- og sveitar- stjórar i 113 sveitarfélögum i Grikklandi. Helstu tiðindi úr þeim kosningum voru mikil framsókn andstöðufiokka Karamanlis og þá einkum vinstri flokka. Alls eru 264 sveitarfélög i Grikklandi og var kosið i stjórnir þeirra 30. mars sl. 1 þeirri umferð náðu aðeins 152 sveitar- og borgarstjórar tilskildum meiri- hluta atkvæða og þurfti þvi að kjósa milli tveggja efstu fram- bjóðenda nú. Merkustu sigrana i þessum kosningum unnu frambjóöendur sósialista og kommúnista, sem stóðu saman að framboði, i Pireus, hafnarborg Aþenu, og Saioniki. Aðeins einn þeirra sveitarstjóra sem herforingja- stjórnin setti til valda hlaut endurkosningu og gerðist það i einu af úthverfum Aþenu. besta hlutfall sem Alþýðubanda- lagið hefur fengið slðan 1956. A aðalfundinum var kjörin ný stjórn kjördæmisráðsins og skipa hana: Formaður: Magnús Lárusson Mosfellssveit, varaformaður: Hilmar Ingólfsson, Garöahreppi, meðstjórnendur: Ester Karvels- dóttir Suðurnesjum, Gróa Jóna- tansdóttir Kópavogi, Ólafur R. Einarsson Kopavogi, Stefán H. Halldórsson Hafnarfirði og Styrkár Sveinbjörnsson Seltjarnarnesi. Að loknum aðalfundarstörfum var rætt um stjórnmálaviðhorfið og stöðuna i kjaramálum og voru frummælendur þeir Magnús Kjartansson og Benedikt Daviðsson. Urðu fjörugar umræöur á fundinum sem stóöu til miönættis. Jafnframt var sam- þykkt á fundinum að skipa atvinnumálalnefnd er undirbúa á ráðstefnu á vegum kjördæmis- ráðs um atvinnumálin i Reykja- neskjördæmi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.